Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ORKUÞING var sett í gær en þetta er í þriðja skipti sem þingið er hald- ið. Þinginu lýkur á laugardag en ríf- lega 100 fyrirlestrar verða haldnir á þessum dögum um flest það sem lýtur að orkumálum. Meðal þess sem kom þar fram í gær var að vindmyllur gætu orðið hagstæður kostur og að olíunotkun fiskiskipa- flotans minnkar þrátt fyrir aukna sókn. Þá benti orkumálastjóri á að allt benti til þess að ríkið myndi draga sig út úr ákveðnum þáttum orkumála og í framtíðinni einkum sinna setningu almennra leikreglna og eftirliti en draga sig út úr sam- keppnisrekstri í orkumálum. Í erindi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra kom fram að er- lend stjórnvöld sýna sívaxandi áhuga á samstarfi við Íslendinga um rannsóknir og nýtingu á jarð- hita. Þegar hafa verið gerðir við stjórnvöld í Ungverjalandi, Kali- forníu og Grænlandi samningar um slíkt samstarf. „Það er mikilvægt að hafa í huga að með staðfestingu á Kyoto-bók- uninni munu fjölmörg ríki þurfa að nýta sér alla möguleika sem þau hafa til þess að draga úr losun hefð- bundins kolefnaeldsneytis og því mun augljóslega verða mikil aukn- ing á jarðhitanotkun í heiminum á næsta áratug,“ sagði Valgerður. Milljarðasparnaður af jarðhitanotkun Sagði ráðherra að sparnaður Ís- lendinga af jarðhitanotkun næmi milljörðum króna á ári og væri þá ekki meðtalinn hagnaður við raf- orkuframleiðslu, iðnaðarframleiðslu og ylrækt. Ráðherra sagði brýnt að halda áfram að nýta orkulindir landsins til þess að tryggja áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Ekki væri séð að það yrði gert öðruvísi en með auk- inni sölu til stóriðju. „Hér á ég við byggingu 420.000 tonna álvers á Reyðarfirði, stækkun Norðuráls á Grundartanga um 150.000 tonn og stækkun á álveri ÍSAL um 200.000 tonn,“ sagði ráð- herra. Þessar áætlanir væru háðar því að hægt væri að virkja næga raforku á samkeppnisfæru verði. Í erindi Valgerðar kom fram að Íslendingar hafa nýlega verið minntir á að sjávarafli umhverfis landið er takmarkaður og sveiflu- kenndur. Ætli Íslendingar að byggja velferð sína á varanlegum grunni verða þeir að nýta allar auð- lindir til lands og sjávar á sjálf- bæran hátt. „Verum minnug þess að orkulind er ekki auðlind fyrr en virkjuð verð- ur.“ Spurningar um hlutverk ríkisins Þorkell Helgason orkumálastjóri gerði hlut ríkisins í orkumálum að umtalsefni og sagði ætlunina með þeirri nýskipan orkumála sem ráð- gerð er vera að koma á samkeppni í framleiðslu og sölu raforku og að sérleyfisstarfsemi, þ.e. flutningi og dreifingu raforku, yrði settur starfsrammi. Orkumálastjóri sagði þetta vekja spurningar um hlutverk ríkisins í orkumálum sem hefði verið meira og beinna en í flestum öðrum geir- um atvinnulífsins. Hann sagði hvat- ann að breytingum hérlendis vera af ýmsum toga en sagði tvennt einkum ráða för: „Annars vegar sú almenna þróun sem er ráðandi í pólitískri stefnu- mótun hérlendis líkt og víðast hvar erlendis að draga beri úr ríkisum- svifum og ríkisforsjá og treysta í sem mestum mæli á markaðinn. Þannig er sú þróun sem nú blasir við af sama meiði og í bankarekstri eða síma- og fjarskiptamálum, svo dæmi sé tekið. Hinn meginhvatinn eru þau fyrirmæli sem koma frá Evrópusambandinu um fyrirkomu- lag raforkugeirans,“ sagði Þorkell og taldi þau þó rúm. Vindmyllur gætu orðið hagstæður kostur Ásbjörn Blöndal hjá Selfossveit- um fjallaði um nýtingu vindorkunn- ar á Íslandi. Í erindi hans kom fram að í Noregi eru uppi umtalsverð áform um uppbyggingu vindorku- stöðva og útlit fyrir að heildarfram- leiðslan nemi um 3,5% af rafmagns- notkun í Noregi innan tíðar. Ásbjörn taldi að á Íslandi væri hægt að hugsa sér að um 5–6% af heildaraflgetu virkjana kæmu frá vindmyllum eða um 75 MW. Ef gert væri ráð fyrir að hver vindmylla væri 800 kW þyrfti að reisa um 94 myllur. Ef notaðar yrðu öflugri myllur myndu 50 slíkar nægja en þá þyrfti væntanlega að reisa nokkrar þeirra til sjávar. Ásbjörn sagði að nýting vindorku færi eftir þróun heildsöluverðs rafmagns en hann taldi að vel staðsettar vindmyllur gætu orðið hagstæður kostur fyrir söluaðila í smásölu. Líklegt væri að hér á landi væru mjög orkurík svæði sem ekki væru viðkvæm frá umhverfislegu sjónarmiði. „Mikilvægt er þó að málið verði skoðað af raunsæi og í samvinnu við aðila innan raforkuiðnaðarins og aðra sem áhuga hafa á nýtingu þessarar einstöku orkulindar.“ Minni olíunotkun fiskiskipa Í erindi Guðbergs Rúnarssonar hjá Fiskifélagi Íslands kom fram að olíunotkun fiskiskipaflotans hefur minnkað frá árinu 1996 þrátt fyrir aukna sókn, fjölgun smábáta og endurnýjun stærri skipa. Guðberg- ur telur að olíunotkun fiskveiðiflot- ans haldi áfram að minnka á næstu árum. Helstu forsendur eru þær að botnfiskaflinn minnki næstu ár, veiðar verði sambærilegar og þær eru nú, olíuverð fari hækkandi og tækniþróun í veiðum minnki olíu- notkun um 3% árlega frá 2003– 2011. Guðni Axelsson gerði grein fyrir niðurstöðum tilraunar á jarðhita- svæðinu á Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit. Tilgangur tilraunarinnar var að sýna fram á að unnt væri að auka orkuvinnslu verulega með því að dæla vatni niður í lághitasvæði með sprungnu bergi. Tilraunin fór þannig fram að bak- rásarvatni, sem er vatn sem hafði verið notað í hitaveitukerfi Akur- eyringa, var dælt niður um borhol- ur í jaðri jarðhitasvæðisins. Niður- stöður tilraunarinnar benda til þess að hægt sé að auka framleiðslu heits vatns á Laugalandi um 60– 70% með þessari aðferð. Guðni sagðist vonast til þess að niðurstöð- ur tilraunarinnar stuðluðu að því að þessi aðferð yrði notuð við rekstur fleiri jarðhitakerfa í landinu. Orkudagur á morgun helgaður almenningi Orkuþing er haldið á tíu ára fresti og ber að þessu sinni yfir- skriftina „Orkumenning á Íslandi – grunnur til stefnumótunar“. Þingið, sem haldið er á Grand hóteli í Reykjavík, er öllum opið gegn greiðslu þátttökugjalds en á laug- ardag verður haldinn orkudagur sem er sérstaklega ætlaður almenn- ingi og er öllum opinn þeim að kostnaðarlausu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir notkun jarðhita fara vaxandi í heiminum Kyoto-bókunin skapar færi fyrir Íslendinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Luc Werner frá framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins. ÞRJÚ fyrirtæki, sem öll vinna að rann- sóknum og þróun tengdri olíu- og gas- framleiðslu í Noregi, voru stofnuð í kjöl- far rannsókna sem Jón Steinar Guðmundsson, prófessor í olíuverkfræði, vann að við Tækniháskólann í Þránd- heimi, NTNU. Eitt fyrirtækjanna er Stamgass sem er í eigu norskra, sænskra og finskra orkufyr- irtækja. Stamgass hyggst leggja 1.000 kílómetra langa gasleiðslu frá Þrændalög- um í Noregi til vesturstrandar Finnlands. Um 10% af núverandi jarðgasframleiðslu Noregs fer um leiðsluna sem mun kosta jafnvirði um 68 milljarða króna. Í Finnlandi verður gasið notað til að framleiða rafmagn en með því fást um 30 teravattstundir. Til samanburðar, segir Jón Steinar, nemur öll raforkuframleiðsla á Íslandi nú 6,6 teravattstundum. Kolaorkuverum breytt í gasorkuver Finnar hyggjast breyta kolaorkuverum á vesturströndinni í gasorkuver og þannig minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda frá þeim um 40%. Þetta er liður í viðleitni þeirra til að uppfylla skilyrði Kyoto- bókunarinnar. Jón Steinar flutti fyrirlestur um þessar áætlanir á Orkuþingi sem hófst í gær. Jón Steinar hóf feril sinn hjá Orkustofn- un, varð síðar framkvæmdastjóri jarð- hitarannsókna í Stanford- háskóla í Bandaríkjunum og gegndi starfi skólastjóra Jarð- hitaskólans áður en hann flutti til Noregs árið 1989. „Ég fór nú til Noregs af því að konan mín vildi fara þangað,“ segir Jón Steinar en eiginkona hans, Sigrún Guðmundsdóttir, er prófessor í uppeldisfræði við sama skóla og hann. „Olíuþefinn“ fann hann þeg- ar hann vann í Stanford- háskóla sem framkvæmda- stjóri jarðhitarannsókna á ár- unum 1981–1985. Þegar hann er spurður um hvernig hafi gengið að skipta um starfssvið segir hann að þessar greinar séu í raun alls ekki svo ólíkar. „Það sem heitir jarðhitaverkfræði breyt- ist mjög auðveldlega í olíuverkfræði.“ Vatn sé þannig á margan hátt líkt olíu og gufa svipuð gas- inu. Annað fyrirtæki sem var stofnað í kjölfar rannsókna Jóns Steinars er Markland sem framleiðir tæki sem mæl- ir rennsli upp úr borholum sem jarðgas og olía kemur upp um samtímis. Þessi tækni nýtist einnig í mælingum á jarðhitavirkjunum en nú er verið að kanna möguleika á að nota þessa tækni hjá Hitaveitu Suðurnesja og í Kröfluvirkjun. Þróa nýja aðferð við að geyma og flytja jarðgas Þriðja fyrirtækið vinnur að því, í samvinnu við fimm olíufyrirtæki, að þróa nýja aðferð til að geyma og flytja jarðgas. Aðferðin byggist á að blanda gasi saman við vatn við ákveðinn þrýsting. Áhrifin eru þau að gasið breytist í gashý- dríð sem minnir helst á snjó eða slyddu. Með þessu er hægt að minnka ummál gass- ins 150-falt. Þannig verður mun ódýrara að flytja gasið en helsti kostur aðferð- arinnar er sá að ekki þarf að geyma gasið undir þrýstingi. Ekki minni framleiðslu- kostnaður með vatnsafli Jón Steinar segir að í Evrópu sé sífellt meiri áhersla lögð á notkun jarðgass til framleiðslu rafmagns en kostnaðurinn við það sé svipaður og í vatnsaflsvirkjunum. Þannig kosti hver kílóvattstund frá ga- saflsvirkjun um 1,5–2 krónur en hér miði Landsvirkjun við 1,6–2,4 krónur. „Við erum því bara eins og hver annar orkuframleiðandi og verðum að haga okk- ur eftir því. Við getum ekki hagað okkur eftir því að við séum með ódýrari raforku og menn flykkist hingað til að nota þessa ódýru raforku. Það er bara ekki þannig. Þessu hafa menn ekki almennt gert sér grein fyrir,“ segir hann. „Ég held að þetta hljóti að hafa þónokk- uð mikil áhrif á hvernig íslensk stjórnvöld og fyrirtæki hugsa stöðu sína.“ Hann segir að þetta sé líklega ástæðan fyrir því að ekki hefur verið enn meiri uppbygging í stóriðjumálum á Íslandi en raun ber vitni. Þrjú fyrirtæki hafa verið stofnuð í Noregi í kjölfar rannsókna Jóns Steinars Guðmundssonar Jón Steinar Guðmundsson Fann olíuþefinn í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.