Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDLÆKNIR, formaður lækna- félagsins og talsmaður samtaka lyfjafyrirtækja eru sammála um að með því að senda rauðvínsflösku ásamt upplýsingum um nýtt lyf til lækna, hafi lyfjafyrirtækið Pharma- co farið út fyrir þann ramma sem eðlilegur geti talist varðandi gjafir í samskiptum lækna og lyfjafyrir- tækja. Markaðsstjóri Pfizer-lyfja- merkisins, sem um ræðir, er þessu ósammála og segir að hóflegar gjafir séu leyfilegar samkvæmt siðareglum sem lyfjafyrirtæki og læknasamtök hafa undirritað. Málið er til umfjöll- unar hjá Lyfjastofnun auk þess sem landlæknir mun fara ofan í það. Á dögunum fengu læknar sendar upplýsingar um nýtt mígrenilyf frá Pfizer, en umboðsaðili þess lyfja- merkis er lyfjafyrirtækið Pharmaco. Með upplýsingunum fylgdi rauðvíns- flaska og tappatogari. Hefur þetta vakið upp spurningar varðandi þær aðferðir sem lyfjafyrirtæki beita til að koma upplýsingum um ný lyf til lækna. Á síðasta ári gerði Lækna- félag Íslands og svokallaður lyfja- hópur Samtaka verslunarinnar með sér samning, einskonar siðareglur, þar sem kveðið er á um með hvaða hætti samskipti lyfjafyrirtækja og lækna skuli vera. Segir þar meðal annars að lyfjakynningar skuli að jafnaði fara fram á vinnustað lækna og þar skuli veitingum vera mjög stillt í hóf. Þá segir að lyfjakynnar megi ekki bjóða læknum fé eða gjafir gegn viðtali og læknar megi ekki fara fram á slíkt. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir eðlilegt að lyfjafyritæki hafi samskipti við lækna til að koma á framfæri fræðslu um ný lyf og nýjar ábend- ingar eða ný lyfjaform eldri lyfja. Stundum sé, í tengslum við þessa fræðslu, boðið upp á veitingar ef um lengri fundi er að ræða en þá þurfi sú risna að vera hæfileg og til samræm- is við tilefnið. „Varðandi þetta til- tekna atriði þá held ég að þetta sé fyrir utan rammann vegna þess að hreinar gjafir lyfjafyrirtækja til lækna, hvort sem það er áfengi eða annað, eru ekki við hæfi,“ segir hann en bætir því þó við að hann telji borðvínsflösku ekki meiri synd en annað í þessum efnum. Hann segist telja slíkar gjafir sjaldgæfar og bendir á að strangar reglur gildi t.d. um utanlandsferðir lækna, sem styrktar séu af lyfjafyr- irtækjum þar sem áhersla sé lögð á faglega fræðslu en ekki lyfjaauglýs- ingar. Sigurbjörn segist ekki geta sagt hvort læknir brjóti siðareglur með því að þiggja umrædda rauðvíns- flösku. „Læknir sem fær þetta sent er ekki gerandi í málinu og ef Læknafélagið tekur þetta upp mun það vera gert gagnvart lyfjahópi Samtaka verslunarinnar en ekki gagnvart læknunum.“ Möguleikar lyfjafyrirtækja til markaðssetningar takmarkaðir Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lög- fræðingur Samtaka verslunarinnar og í forsvari fyrir lyfjahópinn, segir aðspurð að henni sýnist umrætt til- vik stangast á við þær siðareglur sem felast í ofangreindum samningi. „Hins vegar verðum við að líta á að lyfafyrirtækin hafa mjög takmarkað aðgengi til þess að kynna sína vöru vegna laga sem gilda um lyfin. Þú mátt ekki auglýsa þau, þú mátt í fæstum tilvikum gefa út auglýsinga- bæklinga heldur felst þetta að mestu í eins konar „maður á mann“ kynn- ingu.“ Hún segir lyfjahópinn hafa nýver- ið sett sér samskiptareglur sem meðal annars kveði á um úrræði sem grípa megi til telji hann að óeðlilegir samskiptahættir séu viðhafðir. „Ég veit ekki alveg hvað við komum til með að gera eða hvort eitthvað verð- ur gert í þessu tilviki. Málið er vænt- anlega í höndum Lyfjastofnunar.“ Ekki lögbrot en vekur siðrænar spurningar Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir umrætt tilvik fyrst og fremst vekja upp siðrænar spurningar. „Ég held að það sé ekki hægt að líta á þetta sem lögbrot á neinn hátt held- ur snýst þetta um hvernig samskipt- in eiga að vera. Mjög oft láta lyfja- fyrirtæki eitthvað af hendi rakna til lækna en það er nánast undantekn- ingarlaust í tengslum við einhvers konar fræðslustarfsemi.“ Hann segir að í þessu máli slái hins vegar við nýjan tón. „Þarna er verið að leggja fram einhverja gjöf án þess að nein önnur samskipti fylgi með eða nein fræðsla og mér finnst að þarna hafi verið stigið yfir þessa óskrifuðu línu. Mér finnst þetta ekki vera við hæfi.“ Hann segir málið formlega á forræði Lyfjastofnunar en Landlæknisembættið muni þó að- eins fara ofan í þetta mál. Gert til að vekja athygli Erna Sigmundsdóttir, markaðs- stjóri Pfizer, segir að rauðvínsflask- an hafi verið hluti af markaðssetn- ingu lyfsins. „Við erum þarna að kynna lyf og þetta er ein aðferð til að vekja athygli í byrjun,“ segir hún. Hún er ósammála um að með send- ingunni hafi siðareglur verið brotn- ar. „Við fórum yfir þetta áður en við gerðum þetta og í siðareglunum stendur að hóflegar gjafir séu í lagi. Þetta er ekkert öðruvísi en að þegar við erum með kynningar er ætlast til að við komum með mat og slíkt og ég get ekki séð að þetta sé eitthvað óhóflegt frekar en annað. Ég held að þetta fari fyrir brjóstið á einhverjum af því að þetta heitir vín.“ Hún bendir á að með sendingunni hafi læknarnir fengið nákvæmar upplýsingar um lyfið. „Þannig að við höfum fylgt öllum þessum reglum sem á að fylgja,“ segir hún. Að sögn Rannveigar Gunnarsdótt- ur, forstjóra Lyfjastofnunar, eru lyfjafyrirtækin skyldug til að skrá hjá sér kynningar sem þau halda og hvernig staðið er að auglýsingu lyfja. „Þannig að það er ákveðin skylda á þeim að halda utan um slíkt og lyfja- stofnun getur alltaf kannað hvernig þessu er háttað hjá fyrirtækjunum. Ef við heyrum um svona hluti förum við og skoðum þá.“ Varðandi þetta mál sérstaklega segir Rannveig að Lyfjastofnun muni afla sér upplýsinga um það. Landlæknir um rauðvínssendingu lyfjafyrirtækis til íslenskra lækna Farið út fyrir eðlilegan ramma MAHONÍSKATTHOL frá 1830– 1840 og líklega landsins stærsta borðstofuborð, sem 24–30 manns geta setið við, verða meðal muna á Antíkmessu sem hefst í Perlunni í dag. Um er að ræða antík- sölusýningu sem fimm antíksalar tóku sig saman um að halda í fyrsta sinn á síðasta ári. Í frétta- tilkynningu segir að í fyrra hafi fólk komið hvaðanæva til að skoða og kaupa fallega muni. Ant- íkmessan stendur til 21. október næstkomandi og er opin frá 11 til 18 alla virka daga. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ásdís Magnea Bergmann skoðar hluta þeirra muna sem verða til sýnis í Perlunni á næstunni. Antík í Perlunni LAUGARDAGINN 13. október kl. 14 fer fram doktorsvörn í hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Marta Guðjónsdóttir, BS líffræðingur, mun verja doktorsritgerð sína er ber heitið: ,,The role of respiratory muscle load/capacity balance in health and di- sease.“ Andmælandi er dr. Michael Polkey frá Royal Brompton Ho- spital, London Eng- landi. Haustið 1995 hóf Marta doktorsnám við læknadeild HÍ undir handleiðslu dr. Stefáns B. Sigurðssonar pró- fessors í lífeðlisfræði. Rannsóknarhluti dokt- orsverkefnisins fór þó fram á Norður-Ítalíu við rannsókna- stofnunina Salvatore Maugeri Foundation, Rehabilitation Institute of Veruno, Division of Pulmonary Disease í samvinnu við Háskólann í Ferrara. Marta stundaði þar rann- sóknir og nám í 4 ár undir leiðsögn Dr. Lorenzo Appendini, sérfræðings í lungnasjúkdómum. Fjallar um álag á öndunarvöðvum Fjallar doktorsritgerðin um áhrif jafnvægis milli álags á öndunarvöðva og getu þeirra hjá heilbrigðum og sjúkum. „Öndunarvöðvar eru einu beinagrindarvöðvarnir sem eru lífs- nauðsynlegir. Það hversu mikið við þurfum að hafa fyrir því að anda hef- ur því mikil áhrif á líðan og heilsu okk- ar. Til að kanna þetta nánar voru not- aðar sérhæfðar aðferðir til að mæla starfsemi öndunarfæranna hjá heil- brigðum og sjúkum einstaklingum. Heilbrigðir einstaklingar voru kann- aðir í hvíld og við hámarksáreynslu, bæði við venjulegar aðstæður (við sjávarmál) og uppi í fjöllum í 3.325 metra hæð þar sem loftið er mun þynnra. Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) á háu stigi voru rannsakaðir í hvíld og við hámarks- áreynslu. Öndunarvélaháðir LLT sjúklingar voru einungis mældir í hvíldaröndun og sama gert við sjúk- linga sem gengist höfðu undir opna hjartaaðgerð þar sem helmingur þeirra var öndunarvéla- háður. Helstu niðurstöður þessara rannsókna eru að þindarþreyta kemur fram hjá heilbrigðum einstaklingum eftir há- markþolpróf. Sambæri- leg öndunarvöðvavinna framkallar meiri þind- arþreytu í þunnu lofti hálendisins og þindin er lengur að jafna sig og ná fyrri styrk. Hjá sjúk- lingum með LLT á háu stigi var afkastagetan í þolprófi mikið skert en engin merki fundust þó um þindarþreytu. Há- marksafkastagetan takmarkaðist af skertri getu þindar- innar til að dýpka öndun við álag en upphleðsla koltvísýrings (CO2) í slag- æðablóði við álag var afleiðing lítillar getu hjálparinnöndunarvöðva til að auka öndunarvinnu. Hvort tveggja er afleiðing þeirra sjúklegu breytinga sem verða í öndunarfærakerfinu í LLT, þ.e. flatrar þindar (dynamic hy- perinflation) og jákvæðs þrýstings við lok útöndunar (intrinsic PEEP). Helsta ástæða þess að fólk hættir að geta andað af sjálfsdáðum er sam- spil ástands öndunarfæranna og skerts innöndunarvöðvastyrks. Rannsóknir þær sem ritgerð þessi byggist á leiddu í ljós hvernig versn- andi ástand öndunarfærakerfisins hefur áhrif á getu þess til að mæta öndunarþörfinni hverju sinni, þannig að hjá sjúklingum með LLT á loka- stigi getur kerfið ekki einu sinni stað- ið undir hvíldaröndun,“ segir í frétta- tilkynningu. Marta Guðjónsdóttir fæddist á Ála- fossi í Mosfellssveit 6. febrúar 1961 og er dóttir Guðjóns Hjartarsonar og Sólveigar Sigurðardóttur. Marta er gift Jóhannesi Johnsen og eiga þau tvö börn. Stúdent frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1981, BS í líffræði frá HÍ júní 1986 og starfaði á hjarta- og lungnarannsókn á Reykjalundi 1987 til 1995 og frá 1999. Doktorsvörn í læknadeild Marta Guðjónsdóttir HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. desember 2000 og vísaði málinu aftur heim í hérað til munnlegs málflutn- ings og dómsuppsögu að nýju þar sem lög voru brotin við málsmeðferð. Íslenska ríkið áfrýjaði dómi hér- aðsdóms sem dæmdi ríkið til að greiða karlmanni á sjötugsaldri 100.000 krónur í skaðabætur auk dráttarvaxta. Tilefni málareksturs mannsins var að hann pantaði og greiddi fyrir ferð hjá ferðaskrifstofu sem hætti rekstri áður en ferðin var farin. Maðurinn lýsti kröfu í tryggingafé ferðaskrifstofunnar Ístravel ehf. 19. ágúst 1996. Kröfunni var hafnað þar sem allt tryggingafé fyrirtækisins hefði verið notað til þess að greiða heimflutning farþega á vegum ferða- skrifstofunnar. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að íslenska ríkið hefði ekki uppfyllt lagaskyldur sínar og þá vernd sem stefndi lögum samkvæmt skyldi veita neytendum og með því valdið stefnanda tjóni. Ríkið var dæmt til að greiða manninum 100.000 krónur auk dráttarvaxta. Í dómi Hæstaréttar segir að of langur tími hafi liðið, eða meira en fjórar vikur, frá því að málið var dóm- tekið þar til dómur var kveðinn upp. Lögum samkvæmt bar að flytja mál- ið á ný nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Málið var ekki flutt að nýju. Hæstiréttur vísar máli heim í hérað RÚMLEGA 62% þeirra sem tóku afstöðu í könnun á vegum PricewaterhouseCoopers vilja ekki láta einkavæða Ríkisút- varpið. Marktækur munur kom fram á svörum eftir aldri en 54,3% svarenda á aldrinum 18– 29 ára telja að einkavæða eigi Ríkisútvarpið á móti 39,2% svarenda á aldrinum 30–49 ára, og 24,2% svarenda á aldrinum 50–89 ára. Háskólamenntaðir vilja síður einkavæða RÚV Ef svör eru skoðuð eftir menntunarstigum þá kemur í ljós að einstaklingar með há- skólanám að baki mynda þann hóp sem mest er á móti einka- væðingu Ríkisútvarpsins, ein- ungis 27,2% þeirra telja að einkavæðing sé leiðin sem á að velja. Ekki var mikill munur á svörum eftir búsetu. Heldur fleiri karlar en konur voru á móti einkavæðingu RÚV. Meirihluti andvígur einkavæð- ingu RÚV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.