Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 19
VALDÍS Hallgrímsdóttir og Árni
Heiðar Ívarsson frá Ísafirði sigr-
uðu í kvenna- og karlaflokki í
keppninni Þrekmeistari Íslands,
sem fram fór í Íþróttahöllinni á
Akureyri um síðustu helgi.
Keppnin var gríðarlega spenn-
andi og erfið en keppendur fóru í
gegnum tíu æfingar í kapphlaupi
við klukkuna.
Valdís kom alla leið frá Noregi
til að keppa, þar sem hún er bú-
sett ásamt fjölskyldu sinni og þótt
hún eigi aðeins nokkra mánuði í
fertugsaldurinn, var sigur hennar
mjög öruggur. Þórey Tómasdóttir
hafnaði í öðru sæti og Hrönn Ein-
arsdóttir í því þriðja. Þessar
þrjár konur eru allar í kringum
fertugsaldurinn og reyndust mun
kröftugri en þær yngri.
Dean Martin knattspyrnumaður
úr KA hafnaði í öðru sæti í karla-
flokki og Lárus M. Daníelsson í
því þriðja.
Í liðakeppni karla sigraði sveit
frá Vaxtarræktinni á Akureyri en
í kvennaflokki sveit frá æf-
ingastöðinni Lífstíl í Reykja-
nesbæ.
Þetta var í fyrsta skipti sem
þessi keppni fer fram hérlendis
en hún var haldin að breskri fyr-
irmynd.
Keppnin Þrekmeistari Íslands
Morgunblaðið/Kristján
Valdís Hallgrímsdóttir kom alla leið frá Noregi til að taka þátt í keppn-
inni og sigraði með glæsibrag í kvennaflokki.
Valdís og Árni
Heiðar sigruðu
Hagyrðinga-
og sönghátíð
LIONSKLÚBBUR Akureyrar og
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi efna til
hagyrðinga- og sönghátíðar í
íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í kvöld,
föstudagskvöldið 12. október, og
hefst það kl. 20.30.
Þetta er í fjórða sinn sem skellt er
á skeið á vísna- og söngsviðinu í
þágu góðra málefna sem Lionsmenn
vinna að. Í ár verður ágóðanum var-
ið til tækjakaupa fyrir Heilsugæslu-
stöðina á Akureyri. Tveir læknar á
stöðinni, Pétur Pétursson og Hjálm-
ar Freysteinsson, koma fram ásamt
Stefáni Vilhjálmssyni yfirkjötmats-
manni á Akureyri, Birni Ingólfssyni
skólastjóra á Grenivík og Jóhannesi
Sigfússyni bónda á Gunnarsstöðum
í Þistilfirði.
Þjálfari sérsveitarinnar og kynnir
kvöldsins verður Birgir Svein-
björnsson. Björg Þórhallsdóttir
skemmtir gestum með söng á með-
an hagyrðingar kasta mæðinni en
undirleikari hennar verður Daníel
Þorsteinsson.
Miðaverð er 2.000 krónur og er
forsala í Bókabúð Jónasar á Akur-
eyri.
REVÍAN Allra meina bót eftir Jón
Múla og Jónas Árnasyni verður sýnd í
Lóni við Hrísalund í kvöld 12. október
og annað kvöld, en sýningar hefjast
kl. 21.
Uppfærslan er á vegum Karlakórs
Akureyrar – Geysis og verður hún
sýnd í Lóni á föstudags- og laugar-
dagskvöldum næstu helgar.
Karlakórinn hefur fengið til liðs við
sig vaska sveit ungra leiklistar- og
söngáhugamanna sem munu koma
fram ásamt félögum úr karlakórnum.
Allra meina bót var færð upp á Ak-
ureyri fyrir mörgum árum og var
hljómsveit Ingimars Eydal þá í aðal-
hlutverki, en áratugir eru liðnir frá
því að karlakór á Akureyri setti upp
revíu! Karlakór Akureyrar – Geysir
hefur fram til þessa haft það hlutverk
að halda uppi heiðri karlakóra á Ak-
ureyri.
Söngstjóri er Erla Þórólfsdóttir.
Eftir leiksýninguna verður slegið upp
harmonikkudansleik.
Allra meina
bót í Lóni
KVENNAKÓRINN Léttsveit
Reykjavíkur heldur tónleika í Gler-
árkirkju á laugardag, 13. október, og
hefjast þeir kl. 17.
Fyrir léttum söngsystrum fer
stjórnandi kórsins, Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir, og undirleikarar eru Að-
alheiður Þorsteinsdóttir og Tómas
R. Einarsson. Aðalheiður hefur jafn-
framt útsett flest þau lög sem kórinn
syngur.
Lög Léttsveitarinnar eru yfirleitt
á léttari nótunum og er efniviður
sóttur um víða veröld. Efnisskrá tón-
leikanna er afar fjölbreytt. Íslensk
og erlend lög af ýmsu tagi en þó ber
lagavalið nokkurn keim af árstíðinni
á norðurslóð.
Miðasala verður við innganginn.
Glaðnar yfir
Glerárkirkju
SIGRÍÐUR Eyrún Friðriksdóttir
leikkona heldur söngleikjatónleika í
Deiglunni laugardagskvöldið 13.
október. Undirleikari er Agnar Már
Magnússon og flytja þau lög úr ýms-
um söngleikjum; Annie, Litlu hryll-
ingsbúðinni, Kabarett, Galdrakarlin-
um í Oz og fleiri.
Sigríður útskrifaðist sem leikkona
úr Guildford School of Acting sum-
arið 2000. Fyrsta verkefni hennar
eftir útskrift var hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar síðasta vetur í stríðsáraleik-
ritinu „Ball í Gúttó“ eftir Maju Ár-
dal. Agnar Már er djasspíanóleikari
og hefur stundað nám m.a. í New
York, Hollandi og Tónlistarskóla
FÍH, þar sem hann er nú kennari.
Söngleikjatónleikar
í Deiglunni