Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 27 SENDINEFND háttsettra þýzkra embættismanna var stödd hér á landi á dögunum í þeim er- indagjörðum að eiga árlegan tví- hliða samráðsfund með íslenzkum starfssystkinum, en skipulagðir samráðsfundir af þessu tagi hafa verið haldnir allt frá því árið 1993, þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) var gerður. Fyrir þýzku sendinefndinni fór dr. Christoph Jessen, sem er deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- inu í Berlín og hefur þar m.a. umsjón með málum er varða stækkun Evrópusambandsins (ESB), en einnig er varða þátt- töku Þýzkalands í alþjóðlegum stofnunum eins og Heimsvið- skiptastofnuninni (WTO) og í EES-samstarfinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jessen að þýzk stjórnvöld álitu þessar samráðsviðræður við Íslendinga mikilvægar þar sem Ísland væri með EES-aðildinni nátengt Evrópusamstarfinu en ráðamenn þess og embættismenn væru ekki „á göngunum í Bruss- el“ þar sem stór hluti samráðs Evrópuríkja fer annars fram. Því væru mættir hingað til Reykja- víkur fjölmenn nefnd háttsettra manna, ekki aðeins úr utanrík- isráðuneytinu heldur einnig ráðu- neytum viðskipta- og landbúnað- armála sem og úr þýzka seðlabankanum og fleiri stofnun- um. Dagskrá viðræðnanna spannaði vítt svið. Nefndi Jessen gjaldmið- ilsmál, milliríkjaviðskipti, fram- tíðarþróun Evrópu, svo og afleið- ingar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Gagnast jaðarríkjum bezt Spurður hvernig hann sjái stöðu Íslands fyrir sér í breyttri Evrópu, nú er stækkun ESB til austurs stendur fyrir dyrum og fleiri róttækar breytingar á Evr- ópusamstarfinu, svarar hann að Íslendingar þurfi, rétt eins og aðrar Evrópuþjóðir, að gera sér grein fyrir því hve mikil hreyfing er á hlutunum í álfunni um þess- ar mundir. Evran, sameiginlegur gjald- miðill 300 milljóna ESB-borgara, kemur í umferð eftir næstu ára- mót; fáein ár eru í að tíu ríki Mið- og Austur-Evrópu með um 100 milljónir íbúa verði tekin inn í Evrópusambandið og þar með stærsta sameiginlega efnahags- svæði heimsins gert að veruleika. Með stækkun ESB stækkar sjálf- krafa einnig Evrópska efnahags- svæðið. Og Jessen segir það sannfær- ingu sína að þetta samstarf gagn- ist bezt löndunum í jaðri svæð- isins. Sem dæmi um þetta megi nefna að vilji fyrirtæki í stóru, miðlægu landi eins og Þýzkalandi bjóða í verk í Póllandi – sem gert er ráð fyrir að bætist í hóp ESB- ríkja í fyrstu lotu stækkunar – geri það það, hvort sem það hafi við reglur hins sameiginlega innri markaðar að styðjast eður ei, á meðan t.d. fyrirtæki frá Portúgal ætti mjög bágt með það nema með því að hafa innrimarkaðs- reglurnar sér til fulltingis. „Þetta er eina leiðin fyrir Evr- ópuríkin til að standast kröfur hnattvæðingarinnar. (...) Annað- hvort leggur hnattvæðingin okk- ur lífsreglurnar eða við henni,“ segir Jessen. Segja megi að Evr- ópusamruninn sé „hnattvæðing í smærri stíl“; með samtakamætt- inum í ESB geti Evrópuþjóðir, stórar sem smáar, bæði viðhaldið fullveldi sínu og notið góðs af þeim tækifærum sem hnattvæð- ingin hefur upp á að bjóða. Sem dæmi um þetta megi nefna að Pascal Lamy, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjórn ESB, eigi mun auðveldara með að fá t.d. bandarísk stjórnvöld til að hlusta á það sem hann hefur að segja en viðskiptaráðherra einhvers eins ESB-ríkis. „Í Evrópusambandinu vill hver aðildarþjóð halda fullveldi sínu og þjóðarímynd, og gerir það. Lúx- emborg er gott dæmi um þetta,“ segir Jessen. Án ESB-aðildarinn- ar hefði stórhertogadæmið, þar sem litlu fleiri búa en á Íslandi, ekki nándarnærri þau áhrif sem það hefur. „Evrópusambandið verður aldrei að eiginlegu ríki; það mun ávallt verða samband þjóðríkja,“ segir Jessen spurður um framtíð Evrópusamrunans, sem mikið hefur verið rætt um á síðustu misserum. En „í hinum hnatt- vædda heimi munu lítil og með- alstór Evrópuríki ekki geta stað- izt kröfur tímans nema með aðild að ESB,“ fullyrðir Jessen. Standast ekki kröfur tím- ans nema með ESB-aðild Morgunblaðið/ÁsdísChristoph Jessen. Fyrir sendinefnd þýzkra embættismanna, sem hér var stödd á árlegum tvíhliða sam- ráðsfundi á dögunum, fór dr. Christoph Jessen, deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- inu í Berlín. Hann tjáði Auðuni Arnórs- syni m.a. að á dögum hnattvæðingar fengju minni Evrópuríki ekki staðizt kröf- ur tímans nema með aðild að ESB. VOPNAÐAR sveitir hægrimanna í Kólumbíu myrtu allt að 30 landbún- aðarverkamenn í suðausturhluta landsins og 10 fiskimenn í norður- hlutanum. Voru margir mannanna skotnir þar sem þeir lágu á jörðinni. Þá hafa vinstrisinnaðir skæruliðar tilkynnt, að þeir hafi skotið tvo lög- reglumenn, sem þeir rændu um síð- ustu helgi. Fernando Tapias, foringi í kól- umbíska hernum, sagði, að vitað væri, að 17 menn hefðu verið myrtir í tveimur árásum í bænum Buga, en fréttamenn segja, að talan sé nær 30. Var haft eftir þeim, að morðingjarnir hefðu sagst vera liðsmenn Samein- uðu sjálfsvarnarsveitanna, en ýmis mannréttindasamtök telja, að þær njóti óbeins stuðnings kólumbíska hersins. Þær og andstæðingar þeirra, hinn vinstrisinnaði Bylting- arher, skirrast ekki við að drepa óbreytta borgara ef þeir eru grun- aðir um að styðja fjandmennina. Haft er eftir vitnum, að byssu- mennirnir hafi rekið fjölskyldur út af heimilum sínum, skilið karla frá kon- um og börnum og flutt þá á annan stað. Þar voru þeir skotnir liggjandi á jörðinni. Sömu menn eru sakaðir um að hafa drepið 10 fiskimenn í bænum Magdalena. 200.000 manns í valnum Tilkynning vinstrisinnaðra skæru- liða um að þeir hafi tekið af lífi tvo lögreglumenn, sem þeir höfðu rænt, hefur vakið reiði stjórnvalda þar sem talsmenn skæruliðanna sögðu sl. föstudag, að þeir ætluðu að hætta mannránum og morðum til að greiða fyrir yfirstandandi viðræðum um vopnahlé. Er nú jafn víst talið, að þær fari út um þúfur. Lagt hefur verið hart að Andres Pastrana, for- seta Kólumbíu, að hætta þeim, eink- um eftir að Consuelo Araujono- guera, fyrrverandi menningar- ráðherra og eiginkona núverandi dómsmálaráðherra, var myrt í síð- asta mánuði. Mikil óöld hefur verið í Kólumbíu í 37 ár og hefur hún kostað að minnsta kosti 200.000 manns lífið. Tugir manna myrtir í Kólumbíu Bogota. AFP. FORNLEIFAFRÆÐINGAR hafa fundið rústir af fornu musteri í Grikklandi og telja nú að á staðn- um hafi verið áður óþekkt borg fyrir um 2.300 árum. Um það leyti var Alexander mikli frá Makedón- íu við völd en ríki hans náði yfir mikinn hluta Evrópu, Vestur-Asíu og Norður-Afríku. Rústirnar eru í um 1.200 metra hæð yfir sjávarmáli í Pindus-fjöll- um í norðurhluta Grikklands. Að sögn Stellu Drougu, sem stýrir rannsóknunum, er borgarinnar ekki getið í fornum heimildum. „Við teljum að við höfum fundið mikilvæga borg,“ segir hún. Auk húsarústa hafa fundist á staðnum peningar og keramikleifar. Eru sumar leifarnar í attískum stíl sem bendir til verslunar við Aþenu í suðurhlutanum. Drougu telur að borginni hafi hnignað þegar Rómverjar lögðu svæðið undir sig um árið 150 f. kr. en borgin hafi verið mikilvæg í hernaði vegna legu sinnar. Borg frá tímum Al- exanders Aþenu. AFP. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.