Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 32

Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 32
 UM endalok tímans var tek- in upp á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í Bústaða- kirkju í október 2000. Þar léku Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari, Einar Jóhannesson klarin- ettuleikari, Richard Talk- owsky sellóleikari og Folke Gräsbeck píanóleikari. Á disknum má heyra Kvart- ett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Hann samdi kvartettinn í fangabúðum Þjóð- verja í Görlitz, og þar var hann frumfluttur 15. janúar 1941. Hljóðfæraskipanin réðst af því hvaða hljóðfæraleikarar voru meðal samfanga hans. Yrkis- efnið er heimur mannsins/tím- ans og tilvist krists/ eilífðarinn- ar. Kaflar verksins eru átta. Því næst er leikið sjaldheyrt tríó, Tríó nr. 1, í einum kafla fyrir píanó, selló og fiðlu eftir Dmitri Sjostakovitsj. Útgefandi er ÓMI klassík. Edda – Miðlun og útgáfa. Nýjar geislaplötur Mörkin milli nytjalistar og myndlistar HILDUR Bjarnadóttir opnar sýn- ingu í gallerí@hlemmur.is, Þver- holti 5, á morgun, laugardag, kl. 17. Á sýningunni eru verk sem flest eru unnin á þessu ári og fjalla eins og fyrri sýningar listamannsins um mörkin milli nytjalistar og mynd- listar. Hildur bjó í New York í 6 ár en hefur núna flust til Portland, Oregon á vesturströnd Bandaríkj- anna. Með henni á sýningunni verður Mark R. Smith myndlist- armaður frá Portland. Þau hlutu bæði verðlaun fyrir verk sín á The Oregon Biennial í The Portland Art Museum fyrr á þessu ári. Verk Hildar Bjarnadóttur. LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA er 15. verðlaunabókin frá því Íslensku barnabókaverðlaunin voru sett á laggirnar af fjölskyldu Ármann Kr. Einarssonar og forlag- inu Vöku-Helgafelli árið 1986. Með einni undantekningu hafa þessi verðlaun verið veitt árlega fyrir besta handritið að barna- og ung- lingabók og á 10 ára afmælisárinu 1996 voru veitt tvenn verðlaun þeg- ar besta handritið að myndabók var einnig gefið út. Lengi framanaf voru Íslensku barnabókaverðlaunin veitt að vori, gjarnan sem næst sumardeginum fyrsta, en þetta hef- ur nú lagst af og verðlaunin veitt sem næst skólabyrjun. Ennþá hafa þó verðlaunin verið veitt á undan hinu eiginlega jólabókaflóði og verð- launabókin því haft dálítið forskot á markaðnum. Það er ekki ofsagt að þessi verð- laun hafi gert íslenskum barnabóka- markaði og íslenskri menningu mik- ið gagn. Barnabókahöfundar hafa átt undir högg að sækja að fá við- urkenningu fyrir verk sín, en fáir eiga samt jafntrygga lesendur og barnabókahöfundarnir. Fátt er líka mikilvægara til viðhalds íslenskri bókmenningu og tungu en að fram- leiddar séu góðar barnabækur á íslensku. Í samkeppninni um besta handritið hafa nokkrir nýir höfundar fengið sínar bækur út- gefnar en einnig hafa eldri og reyndari höf- undar fengið þessa við- urkenningu fyrir ný handrit. Gunnhildur Hrólfs- dóttir sem hlaut Ís- lensku barnabókaverð- launin að þessu sinni er enginn nýgræðingur í íslenskri barnabókaritun. Allt frá árinu 1980 hefur hún auðgað íslenskan barna- bókamarkað með verkum sínum svo það var vonum seinna að hún skyldi nú fá þessa vel verðskulduðu við- urkenningu. Hennar sterkasta einkenni er hversu vel henni tekst að skyggnast inn í líf unglinga og barna og greina innri baráttu þeirra sem einstak- linga oft við ofurefli og erfiðar ytri aðstæður. Verðlaunasagan í ár gerist í Vest- mannaeyjum og allir staðhættir eru sannferðugir. Sagt er fá örnefnum og heitum húsa og umhverfinu lýst af kunnugleika. Söguhetjan er Katla sem flytur til Vestmannaeyja með foreldrum sínum en þau hafa fengið vinnu á staðn- um. Í raun eru sögu- þræðirnir þrír. Katla glímir við að aðlaga sig í skólanum sem gengur ekki nógu vel þar til hún eignast vinkonu og sálufélaga og svo get- ur hún sýnt fram á að hún sé flink í fót- bolta, afrek sem gerir hana samstundis gjaldgenga í bekkn- um. Hún fær að kynnast upplifun fólks af Vestmann- eyjagosinu með því að taka viðtöl við fólk fyrir skóla- verkefni. En Katla er líka skyggn og með því að stinga tánum í gamla skó hverfur hún 150 ár aftur í tím- ann og hittir fyrir unga stúlku og fær að kynnast lífi hennar að svo- litlu leyti. Myndin sem dregin er upp hér er af bæjarlífinu eins og það var um 1850 og sagt frá ýmsu sem tengist Vestmannaeyjum gamla tímans. Þriðji söguþráðurinn er svo alþjóðlegt glæpamál sem tengist vinnu föður hennar. Mér finnst þessir þrír söguþræðir ekki alltaf falla nógu vel saman og þar sem bókin er bundin nokkuð staðlaðri lengd barna- og unglinga- bóka, verða þessum ólíku þáttum ekki gerð nægilega vel skil og sag- an verður því nokkuð sundurlaus en samt ofhlaðin. Sjálfri finnst mér mest spennandi sá hlutinn þar sem höfundur reynir að sýna nútíma- stúlku hvernig lífið var í Vest- mannaeyjum og fá hana til að skilja aðbúnað og aðstæður á þessum tíma. Samt er þessi hluti ekki dreginn nógu nákvæmlega enda varla hægt þar sem koma þarf að í frásögninni hversdagslegri hlutum úr daglega lífinu. Lakastur og langsóttastur er svo þátturinn um glæpamálið sem er heldur ósannfærandi og lítið und- irbyggður. Þótt mér finnist sagan ofhlaðin er hún skemmtileg aflestrar enda er Gunnhildur meistari að fara með texta. Þessi saga gefur líka tilefni til að halda að söguleg skáldsaga ætti að verða höfundi létt viðfangsefni og að nú eigi hún að spreyta sig á að skrifa barnabók sem gerist að öllu leyti í gömlum tíma. Hún er augljóslega komin á strik og búin að gera sögulega rannsókn á Vest- mannaeyjum sem gefur henni sterkan grunn til að byggja næstu bók á. Undanfarin ár hafa höfundar sótt nokkuð í gamlan íslenskan tíma og skapað nokkrar frábærar barna- og unglingabækur í þeim dúr. En af nógu er að taka. Af hverju ekki að reyna að skrifa unglingasögu um Tyrkjaránið eða aðra stórfenglega atburði úr Íslandssögunni? Ævintýri í Vestmannaeyjum BÆKUR B a r n a b ó k Eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Vaka – Helgafell, 2001 – 176 s. SJÁUMST AFTUR… Gunnhildur Hrólfsdóttir Sigrún Klara Hannesdótt ir BJARNI Hinriksson myndasögu- höfundur fjallar um síðustu verk sín í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, kl. 12.30 á mánudag. Hann veltir fyrir sér þeim áhrifum sem tölvan hefur haft á vinnuferlið, bæði teikn- inguna sjálfa og frásagnartæknina. Síðast birtust myndasögur Bjarna í tveimur tölublöðum TMM. Nemendur hönnunardeildar í textíl og á fatahönnunarsviði fjalla um dvöl sína í París og reynslu í fyrirlestrarsal hönnunardeildar, stofu 113, Skipholti 1, nk. miðviku- dag kl. 12.30. Nemarnir voru við störf hjá þekktum tískuhúsum þar- lendum. Námskeið Grafík – nýjar aðferðir, Image On, grafísk ljósmyndatækni með ljósnæmri filmu verður kennd á námskeiði sem hefst á þriðjudag. Einnig verður kynnt ný aðferð, stál- æting. Kennarari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður. Þá hefst námskeið í hraðteikn- ingu á þriðjudag, með áherslu á myndbyggingu, sjónarhorn, ljós og skugga. Á síðari hluta námskeiðsins verða teknir fyrir grunnþættir í klassískum teiknimyndastílum. Kennari Halldór Baldursson teikn- ari. Leturnotkun og munsturgerð verða kennd á námskeiðinu Ill- ustrator sem hefst föstudaginn 22. október. Grunnþekking á Photos- hop nauðsynleg. Kennari er Hösk- uldur Harri Gylfason myndlistar- maður. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ Ljósmyndasýn- ing í Stöðlakoti MARGRÉT Margeirsdóttir opnar sýningu á ljósmyndum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 á morgun, laug- ardag, kl. 15. Margrét er áhugaljós- myndari og hefur stundað ljósmynd- un til fjölda ára. Helstu viðfangsefni hennar eru ýmis fyrirbæri í náttúru landsins. Á þessari sýningu eru flest- ar myndirnar af klettum, hrauni og steinum í ýmsum formum og litum. Myndirnar eru teknar í Skagafirði, í Breiðafjarðareyjum og víðar á sl. þremur árum. Margrét hefur áður haldið tvær ljósmyndasýningar, aðra á Sauðár- króki 1999 og hina í Hveragerði sama ár. Ennfremur hafa birst myndir eft- ir hana í bókum, tímaritum og dag- blöðum á undanförnum árum. Sýningin er opin daglega kl. 15-18 og lýkur sunnudaginn 28. október. Sýningum lýkur Listasafn Íslands Þremur sýningum í Listasafni Ís- lands, á verkum í eigu safnsins, lýk- ur á sunnudag. Þorvaldur Skúlason, Magnús Tómasson og Naumhyggja. Sýningarnar eru opnar virka daga 10–18, laugardaga 11–16. Næsta sýning í Listasafni Íslands verður opnuð laugardaginn 27. október, yfirlitssýning í öllu safninu á verkum Gunnlaugs Schevings. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Vignis Jóhannssonar lýkur á sunnudag. Þar sýnir hann litlar olíumyndir og glerverk. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Öndvegiskonur af sviðinu SÍÐASTA sýning á Öndvegiskon- um á Litla sviði Borgarleikhússins verður í kvöld. Verkið er eftir Austurríkismann- inn Werner Schwab. Það eru Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhanndóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir sem fara með hlutverk öndvegiskvennanna þriggja sem hittast hjá einni þeirra til að fagna nýju loðhúfunni henn- ar. KÍNVERSKA sendiráðið færði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum bókagjöf í gær. Sendiherrann, Wang Rong- hua, afhenti Vigdísi bækurnar í húsnæði stofnunarinnar í Nýja Garði við Háskóla Íslands. Gjöfin inniheldur kennslubækur í kín- versku, hljóðbönd um framburð og safn af bókum um kínverska list, s.s. dans, myndlist, leikhús, tónlist og kvikmyndir. Sendiherranum var jafnframt greint frá starfsemi í húsinu. Við- staddir voru einnig Pétur Knúts- son, forstöðumaður stofnunar- innar, Vilhjálmur Árnason, deildarforseti heimspekideildar, Þorleifur Jónsson frá Lands- bókasafni Íslands, kennarar o.fl. Morgunblaðið/Kristinn Sendiherrann Wang Ronghua afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur bókagjöfina. Með þeim eru Þorleifur Jónsson og Vilhjálmur Árnason. Bókagjöf frá Kína Norræna húsið Föstudagur Kl. 9–16: Tante Andante tekur á móti leikskólabörnum og 5 og 6 ára nemendum úr Ísaksskóla og verður með uppákomu. Síðan verður þeim boðið á ævintýrasýningu Sjöunda himins – Köttur úti í mýri. Kl. 12–13.30: Norrænt höfunda- þing í sal Norræna hússins. Efni: Ferðir og goðsögur sem þema í nor- rænum barna- og unglingabók- menntum. Fundarstjóri: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Höfundar: Bent Haller, Danmörku, Guðrún Helga- dóttir, Íslandi, Hannele Huovi, Finn- landi, Rakel Helmsdal, Færeyjum, Tor Åge Bringsværd, Noregi, Ulf Stark, Svíþjóð. Kl. 14–17: Ráðstefna um norrænar barna- og unglingabókmenntir í sal Norræna hússins. Fyrri hluti. Efni: Staða bókarinnar í barna- og ung- lingamenningu samtímans. Fundar- stjóri: Ragnheiður Gestsdóttir. 14–14.45: Dagný Kristjánsdóttir, dr. phil. prófessor við Háskóla Ís- lands. 14.45–15: Færeyski rithöfund- urinn Rakel Helmsdal les úr verkum sínum. 15.15–16: Åse Kristine Tveit lektor við Høgskolen i Oslo. 16– 16.15: Norski rithöfundurinn Tor Åge Bringsværd les úr verkum sín- um. Kl. 18–19.30: Borgarbókasafn Reykjavíkur: Myndir úr íslenskum barnabókum. Opnun og móttaka í boði safnsins. Sýnendur eru: Anna Cynthia Leplar, Áslaug Jónsdóttir, Björk Bjarkadóttir, Brian Pilking- ton, Erla Sigurðardóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Hannesdóttir, Gunnar Karlsson, Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir, Halldór Baldursson, Jean An- toine Posocco, Margrét Laxness, Ragnheiður Gestsdóttir, Sara Vil- bergsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sigur- borg Stefánsdóttir, Tryggvi Ólafsson og Þóra Sigurðardóttir. Sýningin stendur til 26. október. Kl. 20–21.30: Rithöfundakynning í sal Norræna hússins. Kynntir verða höfundarnir Ulf Stark frá Svíþjóð og Tor Åge Bringsværd. Umsjón: Lars Göran Johansson og Gro Tove Sand- smark, sendikennarar í sænsku og norsku við Háskóla Íslands. Sjá http://www.nordice.is/islenska/ barnabokkynn.html. Veitingar í boði sendiráða Noregs og Svíþjóðar. Sýning á myndum úr sænskum barnabókum í anddyri Norræna hússins. Stendur til 28. október. Hægt er að bóka hópa á Ævintýra- sýningu Sjöunda himins í sýningar- sölum Norræna hússins, virka daga kl. 9–16. Sýningin stendur til 9. des- ember. Meðan á hátíðinni stendur munu liggja frammi upplýsingar um nor- rænu barnabókmenntastofnanirnar og auk þess geta gestir nálgast bækl- ing þar sem búið er að taka saman lista yfir norrænar barna- og ung- lingabækur sem hafa „ferðina“, í víð- asta skilningi þess orðs, sem þema. Ókeypis aðgangur á alla dagskrár- liði hátíðarinnar. Hauststemmn- ing í Handverk og hönnun SÝNINGIN Ljóslifandi verður opnuð í sýningarsal Handverks og hönnunar í Aðalstræti 12, á morg- un, laugardag, kl. 16. Markmiðið með sýningunni er að skapa haust- stemmningu með því að sýna ann- ars vegar margvíslega lampa, kertastjaka og kerti og hins vegar púða og ábreiður. Sýningin er öllum opin og val- nefnd valdi úr innsendum munum. Valdir voru munir frá 18 aðilum. Þeir sem sýna eru: Arndís Jó- hannsdóttir, Áslaug Höskuldsdótt- ir, Fríða S. Kristinsdóttir, Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Guðrún Indriða- dóttir, Guðrún J. Kolbeins, Halla Ásgeirsdóttir, Vaxandi, Hulda B. Ágústsdóttir, Inga Elín, Margrét Guðnadóttir, Nostra, Ólöf Erla Bjarnadóttir, R3 & T9, Ragnheiður Ágústsdóttir, Sigríður Örvarsdótt- ir og TÓ TÓ. Sýningarstjóri er Birna Kristjánsdóttir. Sýningin stendur til 4. nóvember og opið er alla daga nema mánu- daga kl. 12-17. Aðgangur er ókeyp- is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.