Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 47

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 47 Genginn er á vit feðra sinna einn fremsti bítmeistari tuttugustu aldarinnar á Íslandi. Kjölfestan í helstu sveitum sixtís og seventís og þar með um leið eins konar táknmynd hinnar nýgildu tónlistar á mikilvægu mót- unarskeiði hennar hérlendis. Eftir að hafa í félagsskap fremstu tónlist- armanna Bretlands tekið þátt í þró- un þeirrar hrynjandi sem síðar varð ráðandi í framsækinni rokktónlist, sneri Jökullinn margefldur til fóstur- jarðarinnar, þá enn kornungur að aldri og gerðist óumdeildur konung- ur tvöfalda bítsins í heimalandinu, hann hélt jafnan óaðfinnanlegu tempói með Tónum, Flowers og Trú- brotum. Menn og konur flykktust að hvar sem Jökullinn kom fram, tróðu sér aftan við og til hliðar við trommu- pallinn til þess að geta numið og meðtekið hið ótrúlega: hvernig bassatrommufetlinum var stýrt af undraverðri festu og á slíkum leift- urhraða að annað eins hafði aldrei sést, og sást í raun á stundum alls ekki, sökum hins yfirnáttúrlega hraða. Jökullinn var hreint ekki einham- ur á sínu blómaskeiði, hvorki sem hljóðfæraleikari né sem hinn mikli framkvæmdastjóri, útgefandi og umboðsmaður. Það var eins og margir menn stæðu á vígvellinum þegar brast á með stóru páku- og snerilbreikunum, og Mandölu-, Lif- unar- og Saltvíkurgaldrar hans opn- uðu augu ýmissa yngri manna fyrir þeim möguleikum sem þrátt fyrir allt reyndust vera fyrir hendi á hin- um íslenska örmarkaði. Líkt og Hallgrímur Pétursson kom með hjálpræðið inn í lúthersk- GUNNAR JÖKULL HÁKONARSON ✝ Gunnar JökullHákonarson fæddist í Reykjavík 13. maí 1949. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 22. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 2. októ- ber. una á sínum tíma benti Jökullinn á annars konar hjálpræði til handa þeim sem vildu feta hina hálu slóð ný- gildrar tónlistar á Ís- landi: að hjálpa sér ein- faldlega sjálfir. Þetta voru dýrmæt skilaboð ýmsum ungum og óhörðnuðum kollegum sem gátu ekki annað en dáðst að hinum öfl- uga og fullveðja Trú- brjóti sem kunni svo vel að brjótast áfram, með óbilandi trúna á sjálfan sig og félaga sína að leiðar- ljósi. Það er við hæfi að fela fyrrnefnd- um Hallgrími Péturssyni niðurlag minningargreinar um Gunnar Jökul Hákonarson, blómabarnið í hinni frægu höfuðsveit tvöfalda bítsins, Flowers: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er: grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. (Hallgrímur Pétursson.) Jakob Frímann Magnússon. Gunnar Jökull hefur kvatt okkur. Það var árið 1969 þegar söngvarinn starfaði með unglingahljómsveitinni Bendix úr Hafnarfirði þegar kallið kom frá Jöklinum og Kalla Sighvats. Þeir vildu fá hann til liðs við eina helstu sveit landsins. Hljómsveitin var Flowers. Söngvaranum unga þótti þetta mikill heiður að vera boð- ið tækifæri til að ganga til liðs við þessa ofursveit. Þetta var eins og að vera boðið að starfa með erlendri súpergrúppu. Þegar söngvarinn var að byrja í bransanum átti hann þann draum heitastan að einhvern tíma myndi hann fá tækifæri til að vinna með hetjum sínum í Flowers eða Hljómum. Flowers komu fyrst og Hljómar á eftir. Þegar Gunnar Jök- ull kom fyrst fram á sjónarsviðið bar hann með sér nýja strauma í trommuleik og hreif alla með sér. Það var sérstaklega eftir að hann kom frá Englandi, eftir að hafa starf- að með SYN að hann sýndi hvað í honum bjó. Hann bókstaflega færði gæðastaðalinn á trommuleik hér á landi upp um fjölmörg stig. Hann var einfaldlega bestur. Ég er þakklátur að hafa kynnst honum þótt kynni okkar hafi verið stutt. „Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða aðra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðl- ast eilíft líf.“ (Matteus 19:29.) Þó fjúki í fornar slóðir og fenni í gömul skjól, geta ekki fönnin og frostið falið Álfahól. Yfir hann skeflir aldrei, þó allt sé af gaddi hvítt, því eldur brennur þar inni, sem ísinn getur þítt. Þar á ég höfði að halla, þó hríðin byrgi sól, fjúki í fornar slóðir og fenni í gömul skjól. (Davíð Stefánsson.) Minningin um Gunnar mun lifa með mér. Björgvin Halldórsson. Svava mín, nú er líf þitt liðið. Minningarnar líða um hugann, minn- ingar frá löngu liðnum árum en þó svo undur dýrmætar. Við áttum svo oft samleið og ég man þig sem barn og unga stúlku. Foreldrar mínir fluttu til Húsavíkur haustið 1939. Rétt þar á eftir eignaðist ég lítinn bróður og nokkrum mánuðum seinna fæddist þú. Árið eftir keyptu foreldrar mínir Þórðarstaði og við fluttum þangað. Þið áttuð heima í Vallholti. Fljótlega tókst góður vinskapur milli foreldra okkar og mæður okkar urðu góðar vinkonur. Þær leituðu hvor til ann- arrar og hjálpuðust að í bardúsi sínu með börn og heimili. Ég man m.a. að mamma sagði mér að Pálína hefði stundum sent sér ábrystir í fötu. Á þessum fyrstu árum okkar á Þórð- arstöðum tíðkaðist ennþá þvottabala- bað eins og víðar. Ekki man ég hve- nær við fengum baðkar en ég man að þið áttuð fyrsta baðkarið sem ég sá. Þetta baðkar heillaði mig mjög. Mér fannst að það hlyti að vera unaðslegt að baða sig í þvílíku „íláti“. Þegar SVAVA BJÖRG KARLSDÓTTIR ✝ Svava BjörgKarlsdóttir fæddist á Húsavík 30. desember 1939. Hún lést 7. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkur- kirkju 15. septem- ber. Pálína mamma þín, sú góða kona, sá og heyrði hrifningu mína bauð hún mér að koma og prófa „ílátið“. Þær urðu síðan ófáar ferðirnar sem við Hanna systir mín áttum niður í Vall- holt til að fá að fara í bað í baðkarinu, okkur til óblandinnar ánægju. Alltaf tók mamma þín okkur svo vel. Svo feng- um við að sjá þig stækka og dafna. Seinna þegar þú varst orðin eldri komst þú uppeftir til okk- ar og lékst þér með okkur úti og inni. Fyrir nokkrum árum sátum við saman í litla, fallega eldhúsinu þínu og rifjuðum upp minningar frá bernskuárum okkar. T.d. höfum við krakkarnir í Brekkunni nær ótak- markað leyfi til að leika okkur á Vall- holtstúninu í nær endalausum slá- bolta og öðrum leikjum. Það var aðeins um hásláttinn sem við þurft- um að gera hlé á leikjum okkar þar. Mikið vorum við fegin þegar Áki var búin að hirða og gamanið gat hafist að nýju. Þú lékst þér oft með okkur krökkunum úr Brekkunni. Núna þegar ég hugsa um það held ég að þú hafir verið eina barnið sem lékst þér með okkur að staðaldri en áttir þó ekki heima þar. Okkur þótti það samt sjálfsagt enda, eins og þú sagðir, fannst þér þú alltaf tilheyra krökk- unum í Brekkunni. Þú rifjaðir það upp þegar þið kom- uð til okkar í jólaboð hvað það hafi verið gaman að sjá hvað mamma mín var búin að skreyta stofurnar fallega með einiberjalyngi og blómunum sem hún hafði búið til úr mislitum kreppappír ásamt músastigum og festum sem hún hafði fest í loftin og á veggina. Þegar við uxum úr grasi unnum við oft og tíðum saman í kaup- félaginu okkar. Eftir að við fluttum suður leigði ég tvö sumur hjá foreldr- um þínum í góðu yfirlæti. Þá var oft spjallað fram eftir kvöldi. Seinna lágu leiðir okkar saman á Kvennaskólann á Laugum þar sem við vorum saman í herbergi ásamt Öddu frænku minni. Þar var nú margt brallað og spjallað og mikið hlegið í góðum félagsskap. Já, margt varð okkur að hlátursefni. Mér fannst ég bera töluverða ábyrgð á þér á þessu tímabili. Þú tókst því furðu vel þegar ég var að ráðskast með þig, þótt þér fyndist ekki alltaf ástæða til þess og þú umbarst það með bros á vör og sagðir eitthvað skemmtilegt. Að vissu leyti leit ég á þig sem litlu systur mína. Rúmu ári eftir Laugardvölina hitt- umst við í „Vallholti“ með frumburði okkar og dáðumst þar að þeim og til- verunni. Á síðustu áratugum hafa leiðir okkar ekki oft legið saman. Um miðjan ágúst síðastliðinn var ég stödd á Húsavík og labbaði þá til þín og bankaði á dyr hjá þér. Þú varst ekki heima og nú ert þú farin. Svava mín, ég á góðar og skemmti- legar minningar um þig. Þakka þér fyrir þær. Ég bið Guð að taka vel á móti þér. Pálínu, Gunnsteini og Kristjáni og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæl vinkona. Hrafnhildur Ólafsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is)                 !" #               $% & % "&$'! '  % (  $% &%  )  ' % *% + '  ' ,"  % $' %  !  &%  !-  % '!   & &         ./0 11 //2 3   % 4 5#  !  "#  $%     6 ( &%  " '  &- ( '     1. 7 8         9:      & ' (%(   '!   )  !  "#   ; &%  !   '  *  46612(//62$8/628        +        &)       ",    "-## .   !   % !   &  % ( % '      6 ,'!+ &%   4  4 &  &%  66  ' $%4 &  &%    &(  & '  <," 4 &  '  &%  )-  4 &  ' 6&& ' &%  + 4 &  ' - 1$%&%  , ," '!, , ,"           $  070 =7* 1 //2  &%   !  "#  >!  ! 3 ' ">! ' ! 3 >! ' ,"!>! &%  3 *% &%                           !"  ! " #$% & "' "$

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.