Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 50

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Kennarar Vegna forfalla vantar kennara til starfa á yngsta og miðstigi við Brúarásskóla. Upplýsingar í símum 471 1047, 471 1046 og 471 1912. Skólastjóri. ⓦ í Grafarholt og í afleysingar á Arnarnesi R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið Handverksmarkaður verður á Garða- torgi laugardaginn 13. október. Vinsamlega staðfestið básapantanir í síma 692 6673 eða 861 4950. Hefur þú séð þessa bifreið? Bifreiðinni PF-251, sem er gul Renault Clio 01 ´99, var stolið frá bílasölu við Bíldshöfða 15. sept sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina, vinsamlega látið lögregluna í Reykjavík vita. Auglýsing um mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda. Dælu- og hreinsistöð við svínabúið Brautarholti, Kjalarnesi Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að dælu- og hreinsistöð við svínabúið Brautar- holti, Kjalarnesi í Reykjavík, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: http://www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 9. nóvem- ber 2001. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  18210128  Sk. I.O.O.F. 12  18210128½  9.I. Haustdagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum Laugardagur 13. október Kl. 13.00 Urriðinn í Öxará. Í þessari göngu verður saga Þing- vallaurriðans rekin með áherslu á Öxarárstofninn. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur á Veiðimálastofnun mun ræða um rannsóknir á urriðanum sem hann hefur staðið fyrir á undan- förnum árum. Reynt verður að hafa lifandi urriða til sýnis. Gangan tekur um 2 klukkustund- ir og hefst við Flosagjá. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar má fá í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og á heimasíðu þjóð- garðsins www.thingvellir.is . Í kvöld kl. 21 heldur Pétur Gissurarson erindi „Er big bang kenningin röng“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun laugardag kl. 15 verður haldið sérstakt kaffisam- sæti með dagskrá í tilefni nýs starfsárs í húsi félagsins. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. „Á flugi með Guði“ Haustátak KSS og KSF dagana 12.—14. október. Líflegar sam- komur með fjölbreyttri dagskrá. Sérstaklega er höfðað til ungs fólks, engu að síður eru allir ald- urshópar innilega velkomnir. Föstudagskvöld klukkan 20.30. „Þorir þú að fljúga?“ Ragnar Gunnarsson talar laugardags- kvöld kl. 20.30. Tveggja hæða breskur strætisvagn KFUM og KFUK tekinn í notkun. „Með hverjum ferðast þú?“ Ragnhild- ur Ásgeirsdóttir talar. Sunnudagur klukkan 17.00. „Kemstu á áfangastað?“ Ragnar Gunnarsson talar sunnudags- kvöld kl. 20.30, mikil lofgjörð, vitnisburðir og fyrirbænir. ILMREYNIRINN, eða reyniviður eins og hann er gjarnan kallað- ur í daglegu tali, á ættir sínar að rekja til Ís- lands. Greinar ættar- trés hans teygja sig um tempraða beltið, um Evrópu og austur í As- íu, allt norður og austur í Síberíu. Reynirinn sýnir mikinn sveigjan- leika í vali á vaxtarstað og getur fundist allt frá hlýjum, þurrum suður- hlíðum yfir í rakar mýr- ar. Hérlendis finnst reynir einkum í birki- skógum og þá helst inn- an um birkikjarr þar sem reynirinn nær að standa vel upp úr kjarrinu. Hann myndar ekki samfelldar breið- ur eða skóga heldur finnst helst stak- stæður. Í öðrum löndum á hann þó til að mynda þyrpingar af trjám. Ilmreynir er beinvaxið, upprétt tré sem verður um 8–12 m hátt. Krónan er ávöl, jafnvel egglaga og getur orðið ansi þétt. Blöð reynis eru stakfjöðruð og talsvert stór. Blómg- un á sér stað snemma sumars, í júní og eru blómin stór, kremhvít og ilma mikið og vel, eins og nafn plöntunnar gefur til kynna. Blómin eru í stórum hálfsveipum á endum greina og eru því mjög áberandi. Fræflarnir í blómunum eru nokkuð langir og gefa því blómsveipunum loðið yfirbragð. Þegar líður að hausti birtast svo ald- inin, reyniberin. Þau eru yfirleitt hárauð á lit en til eru afbrigði af ilmreyni með appels- ínugul og jafnvel gul ber. Reyniber eru eft- irsótt af fuglum og end- urspeglast það í lat- neska tegundarheitinu ,,aucuparia“ sem þýðir ,„sá sem laðar að sér fugla“. Haustlitir reyn- isins eru sérlega glæsi- legir en þó eru til ein- staka tré sem fá engan haustlit heldur frjósa græn. Þótt reynirinn sé þolgóður og geri al- mennt ekki miklar kröfur til jarð- vegs á vaxtarstað sínum er það stað- reynd, að tré sem fá djúpan, frjóan og vel rakaheldinn jarðveg sýna best þrif. Rótakerfi reynisins er nokkuð umfangsmikið og það getur gengið alldjúpt niður í jörðina. Sumar reyni- plöntur eiga það til að mynda heil- mikinn flota af rótarskotum, litlum plöntum sem vaxa þétt upp við stofn móðurplöntunnar. Almennt er talið að þetta sé merki um vanþrif á plönt- unni en einnig eru einstaklingarnir misjafnir hvað þetta varðar. Reyn- irinn er ákaflega ljóselskur og það þýðir lítið að gróðursetja hann á skuggsæla staði, hann plumar sig mjög illa við slíkar aðstæður. Hann sómir sér vel hvort heldur sem er stakstæður eða í stærri hópum svo framarlega sem hvert tré fær notið þeirrar birtu sem það þarf á að halda. Ilmreyni er fjölgað upp af fræi eða með ág- ræðslu. Berin eru tínd á haustin og kjötið hreinsað af þeim áður en fræjunum er sáð. Fræin geta ekki spírað fyrr en eftir kuldatíma- bil þannig að það er mjög gott að sá í bakka og geyma bakkana ut- andyra yfir veturinn. Við það brotna niður spírunarhindrandi hormón í fræjunum en hormón þessi tryggja að fræið spíri ekki á óhag- stæðum tíma. Talið er hér um bil ómögulegt að fjölga ilmreyni með græðlingum þannig að það er lítið reynt. Til skamms tíma var reyn- inum fjölgað með vefja- ræktun og voru þá vald- ir sérlega beinvaxin og fagurlimuð tré til und- aneldis. Val á móður- plöntu er vissulega mik- ið atriði, hvort sem notuð eru af henni fræ eða sprotar. Hún þarf að vera vel vaxin, blómviljug, fá fallega haustliti og hafa í sér mótstöðu gegn sjúk- dómum sem herja á reyninn. Einna algengastur er reyniátan sem getur leikið mörg reynitré grátt, sérstak- lega í röku loftslagi og þar sem trén eru svekkt á annan hátt. Reyniviður af íslenskum uppruna er líka betur til ræktunar hérlendis fallinn en þar skapast vandamál því að á fyrstu áratugum síðustu aldar var mikið magn reyniplantna flutt inn til lands- ins frá Danmörku og Noregi og í dag er erfitt að finna út hvaða tré eru innlend og hver innflutt. Ilmreynir þrífst vel um allt land og er það gleði- efni að eftir nokkurra áratuga lægð í útplöntun á reyni er hann að komast í tísku aftur. Reynirinn skipar sérstakan sess í þjóðtrú margra landa. Hann var tal- inn búa yfir sérstökum verndarmætti og álitu menn að ef þeir bæru á sér dálítinn sprota af ilmreyni væru þeir verndaðir gegn hvers kyns galdrafári. Það þótti gott að planta reynitrjám í grennd við hýbýli manna til að bægja frá illum öndum. Samkvæmt íslenskri hjátrú var álitið að reyninum fylgdu níu náttúrur góðar og níu náttúrur vondar. Reyniberin eru, sem fyrr segir, eftirsótt af fuglum. Þau eru ekki bragðgóð til átu en það er alveg tilvalið að sulta úr reyniberjum. Best er að berin hafi frosið að- eins áður en þau eru tínd en einnig má skella þeim í ísskáp eða frysti- kistu í svolitla stund áð- ur en þau eru notuð. Reyniberjahlaup er bú- ið til á sama hátt og rifs- berjahlaup, berin soðin í svolitlu vatni og svo sí- uð frá safanum. Sykri er svo bætt í safann í hlutföllunum 1:1. Slíkt hlaup er mjög gott með svínakjöti og villibráð. Ef hlaupið þykir of bragð- sterkt má milda það með því að hafa epli í því og er þá magn berjanna minnkað í réttu hlutfalli við magn eplanna. Rétt er að geta þess að það þarf að hafa hraðar hendur við ber- jatínsluna áður en fuglarnir hafa klárað berin. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 463. ILMREYNIR Sorbus aucuparia Ilmreynir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.