Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 53 EINS og frímerkjasöfnurum er kunnugt, gaf brezka póst- stjórnin út fyrsta frímerkið árið 1840 sem greiðslu fyrir póstsend- ingar. Fljótlega tóku margar aðr- ar póststjórnir að feta í fótspor hinnar brezku. Af Norðurlöndum urðu Danir fyrstir til að taka upp þessa greiðsluaðferð árið 1851. Norðmenn, Svíar og Finnar tóku svo upp þennan sið næstu ár á eftir. Ísland bættist síðan í hópinn með eigin frímerki 1873. Fyrsta frímerki í Danmörku, 4 ríkis- bankaskildinga- merki, kom út 1. apr- íl 1851. Eru því liðin 150 ár frá þessum merka atburði í danskri og norrænni póstsögu. Danskir frímerkjasafnarar minnast hans nú í samvinnu við dönsku, grænlenzku og færeysku póst- stjórnirnar og eins í samvinnu við Félag danskra frímerkja- kaupmanna. Al- þjóðasýningin verð- ur haldin með veglegum hætti í stærsta sýning- arsal í Danmörku, Bella Center, undir vernd FIP, þ.e. Alþjóða- sambands frimerkjasafnara. Umboðsmaður HAFNIU 01 á Ís- landi er Jón Aðalsteinn Jónsson, en dómari af hálfu Íslands er Hálfdan Helgason. Einkunnarorð sýningarinnar: „Við byggjum brú“ höfðar til brúnna yfir Stórabelti og svo yfir Eyrarsund, sem tengja saman landssvæði og lönd. Þau eiga einnig að vera táknræn fyrir HAFNIU 01, sem á að vera brú milli danskra safnara, brú milli safnara um heim allan, brú milli þjóða heims, brú milli ólíkra áhugamála og brú, sem nær til nýrra safnara og allra fjöl- skyldna. HAFNIA 01 er fjórða alþjóða- sýningin með þessu nafni í Dan- mörku frá 1976, en þær hafa allar verið haldnar í Bella Center úti á Amager í Kaupmannahöfn. Um 2200 rammar verða á sýn- ingunni með fjölbreyttu frí- merkjaefni úr víðri veröld, en ekki sízt frá Danmörku sjálfri og öðrum Norðurlöndum. Því miður er ekki unnt í stuttu máli að greina frá því efni, sem verður þarna til sýnis. Óhætt er einungis að fullyrða, að enginn verður fyr- ir vonbrigðum að skoða þá sýn- ingu. Það þekki ég sjálfur af fyrri reynslu. Héðan að heiman verður einn- ig margt áhugavert sýnt á HAFNIU 01, sem snertir ís- lenzka póst- og frímerkjasögu, Þjóðskjalasafni Íslands hefur verið boðið að sýna í heiðursdeild hluta af safni sínu af skildinga- bréfum, en í því eru margir fá- gætir hlutir og sumir hvergi til annars staðar.. Að vonum fer ekki mikið fyrir íslenzkum þátttakendum á NORDIU 01, en þar verða sýnd fjögur mjög góð söfn, sem ís- lenzkir frímerkjasafnarar þekkja raunar vel frá fyrri sýningum. Indriði Pálsson sýnir í átta römmum í samkeppnisdeild hið einstæða og skemmtilega safn sitt af íslenzku frímerkjaefni frá 1836 til 1902. Megintilgangur Indriða með safni sínu er að sýna þróun póst- þjónustunnar á Íslandi frá ofan- greindu tímabili. Fyrst eru svokölluð forfrí- merkjabréf, en þau voru send milli manna, áður en frímerki komu til sögunnar á Íslandi. Þau bera hins vegar ýmsar áritanir og stimpla, sem þau fengu á leið sinni til viðtakenda sinna. Þessi bréf eru sjaldgæf og því hinir mestu kjörgripir. Á árunum 1870 til 1872 voru notuð dönsk frí- merki á póstsendingar héðan til útlanda, en frá 1873 tóku íslenzk frímerki við til burðargjalds. Indriði sýnir mismunandi prent- anir þeirra og eins stimpla á þeim eftir póstafgreiðslustöðum, bæði stökum og á heilum umslögum. Svo oft hefur þessa frábæra og einstæða safns verið getið í þátt- um mínum, að óþarft er að fjöl- yrða um það að þessu sinni. Sigurður R. Pét- ursson sýnir í sam- keppnisdeild safn sitt af Tveggja kónga frí- merkjum, sem út komu á árunum 1907 - 15. eru þau með vangamyndum af þeim feðgum Krist- jáni IX. Og Friðriki VIII. Er safnið í fimm römmum. Hér eru öll frímerki og bréfspjöld með tveimur kóngum og helztu afbrigði þeirra í tökkun og vatns- merki. Eins er sýnd póstnotkun þeirra, meðan þau giltu til burðargjalds. Þá sýnir Sigurður notkun svonefndra upprunastimpla, kórónustimpla, númerastimpla og brúarstimpla á þessum frímerkjum. Eins má sjá erlenda stimpla á frímerkjum þessum og auk þess, hvernig þau voru notuð á tollskýrslum. Umsjónarmaður þessara frí- merkjaþátta tekur einnig þátt í sýningunni, en með dönskum frí- merkjum. Eru þau svonefnd tví- lit merki, sem út komu frá 1870 - 1905. Þessi frímerki hafa löngum þótt látlaus, en falleg og því verið áhugamál margra danskra safn- ara. Ekki sízt þess vegna þykir umsjónarmanni gaman að sýna Dönum, að áhugi sé einnig á þeim hér á Fróni. Í þessu safni eru bæði skildinga- og aurafrímerki í margs konar prentunum og einn- ig með fjölmörgum afbrigðum, sem upp komu við prentun þeirra. Þá eru hér fjölmörg bréf og bréfspjöld með þessum frí- merkjum á til Íslands og annarra landa, bæði vestan hafs og austan og það allt austur til Kína. Guðni Friðrik Árnason er yngstur íslenzku sýnendanna, Hann sýnir hér í fimm römmum mótífsafn sitt, sem fjallar um Kristófer Kólumbus og fund Am- eríku. Þetta safn hefur verið á allmörgum sýningum og hlotið góða dóma, m.a. gyllt silfur í Kína og í Svíþjóð. Við hér heima þekkjum þetta safn Guðna vel, en ég hygg hann sé enn að bæta við það milli sýninga. Heyrt hef ég, að nokkrir ís- lenzkir frímerkjasafnarar og kaupmenn muni sækja HAFNIU 01 heim. Fer vel á því, að við sýn- um dönskum frímerkjasöfnurum þannig virðingu okkar á þessu merkisári í sögu danskra frí- merkja og póstsögu. Þá verða að venju margir kaupmenn á sýningunni með alls konar frímerkjaefni, sem getur komið söfnurum að góðum notum í söfnum sínum. Hafa safnarar eimitt oft fengið áhugaverða hluti í söfn sín á al- þjóðasýningum. Að lokum má segja, að þetta sé nokkuð viðráðanleg ferð fyrir ís- lenzka frímerkjasafnara, því að HAFNIA 01 er næstum við bæj- ardyr okkar, eins og samgöngu- málum er háttað nú á dögum. HAFNIA 01 FRÍMERKI K a u p m a n n a h ö f n ALÞJÓÐAFRÍMERKJA- SÝNING Dagana 16.–21. október nk. Kjörorð sýning- arinnar er „Við byggjum brú“. Jón Aðalsteinn Jónsson 262 HUNDAR af 40 tegundum voru til sýnis á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands, sem haldin var í reiðhöllinni Ingólfshvoli í Ölfusi um síðustu helgi. Sýningin er einskonar uppskeruhátíð yfir árið fyrir Hundaræktarfélagið. Stigahæsti hundur ársins, sá hundur sem hefur náð bestum ár- angri á sýningum félagsins síðustu 12 mánuði, var boxer-hundurinn Bjarkeyjar-Patrick Joe, sem Finna Birna Steinsson á. Besti hundur sýningarinnar var íslenskur fjár- hundur að nafni Hektor og er eig- andi hans Jóninna Hjartardóttir. Besti hvolpur sýningar var Leiru- Runa Gunn, sem einnig er íslenskur fjárhundur en hún er dóttir Hek- tors. Eigandi er Guðríður Valgeirs- dóttir. Besti öldungur sýningarinn- ar var border collie sem heitir Fenacre Blue Azil og eru eigendur Björn Ólafsson og Lára Birgisdótt- ir. Stór hópur barna og unglinga tók þátt í keppni ungra sýnenda, þar sem samband milli sýnanda og hunds skiptir höfuðmáli. Besti sýn- andi í eldri flokki, 14–17 ára, var Steinunn Þóra Sigurðardóttir með hundinn Bio Bios Rambo af tegund- inni tíbet spaniel. Steinunn Þóra var jafnframt stigahæsti ungi sýnandi ársins og fer hún næsta vor til Bret- lands þar sem hún mun taka þátt í heimskeppni ungra sýnenda fyrir hönd Íslands. Í yngri flokki, 10–13 ára sýnenda, var Stefanía Kristjáns- dóttir með hundinn Ævintýra- Þyrnirós er besta barn, af tegund- inni shih tzu. Þórður Rafn Guð- mundsson var stigahæsti sýnandi ársins í yngri flokki. Besti ræktunarhópur sýningar- innar var Nettu-Rósar ræktun, cav- alier king charles spaniel í eigu Halldóru Friðriksdóttur, hún fékk jafnframt verðlaun fyrir besta af- kvæmahóp sýningarinnar fyrir sömu tegund, fyrir tíkina Nettu- Rósar Pandóru með fjögur af- kvæmi. Besta par sýningarinnar voru Bio Bios Rambo og Silfur Delores af tegundinni tíbet spaniel. Á fjórða tug hunda fékk alþjóðlegt meistarastig Þetta var alþjóðleg sýning, þar sem hundar geta fengið alþjóðlegt meistarastig. Hundarnir þurfa að fá stig frá fjórum dómurum frá mis- munandi löndum til að fá slík verð- laun og segir Emilía Sigursteins- dóttir, sýningarstjóri sýningar- innar, að á fjórða tug hunda hafi fengið alþjóðlegt meistarastig að þessu sinni. Tveir erlendir dómarar dæmdu á sýningunni, Ole Staunskjær frá Danmörku og Leif Herman Wilberg frá Noregi og segir Emilía að þeir njóti báðir mikillar virðingar á vett- vangi alþjóðlegra hundasýninga, en Staunskjær hefur t.d. dæmt talsvert á heims- og Evrópusýningum. Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands Feðgin í efstu sætunum Ljósmynd/Sigurgeir Birgisson Steinunn Þóra, besti sýnandi í eldri flokki og stigahæsti ungi sýnandi ársins, með hundinn Bio Bios Rambo af tegundinni tíbet spaniel. Íslenski fjárhundurinn Hektor var valinn besti hundur sýningarinnar og dóttir hans, Leiru-Runa Gunn, besti hvolpurinn. Til vinstri má sjá Jóninnu Hjartardóttur með Hektor, ásamt dómurunum Leif Herman Wilberg og Ole Staunskjær. Á myndinni til hægri er Auður Sif Sigurgeirsdóttir með besta hvolpinn. Þórður Rafn Guðmundsson, stigahæsti sýnandi ársins í yngri flokki, með Papillon-hund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.