Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 59
DAGBÓK
JÓN Hjaltason og Hermann
Friðriksson unnu Reykja-
víkurmótið í tvímenningi
sem fram fór í Hreyfilshús-
inu á laugardaginn. 26 pör
mættu til leiks og voru spil-
uð 48 spil. Sigur Jóns og
Hermanns var sannfærandi,
þeir fengu 59,5% skor, en
parið í öðru sæti, Guðjón
Bragason og Vignir Hauks-
son, hlaut 57,3% skor. Í
þriðja sæti urðu Heiðar Sig-
urjónsson og Þröstur Þor-
láksson með 56,9%. Jón og
Hermann gáfu tóninn strax í
fyrsta spili:
Suður gefur; enginn á
hættu. (Áttum snúið.)
Norður
♠ ÁK8
♥ 10963
♦ G10
♣ ÁD98
Vestur Austur
♠ – ♠ 10976432
♥ Á84 ♥ 5
♦ Á976542 ♦ K8
♣G52 ♣643
Suður
♠ DG5
♥ KDG72
♦ D3
♣K107
Vestur Norður Austur Suður
Jón Hermann
– – – 1 hjarta
3 tíglar 4 tíglar * Dobl 4 hjörtu
5 tíglar 5 hjörtu Pass Pass
Pass
* Góð hækkun í fjögur hjörtu.
Fimm tíglar fara tvo niður
og það gaf NS ágæta skor að
taka 300 í þeim samningi.
En hér ákvað norður að
reyna við fimm hjörtu, enda
þótti honum sennilegt að
suður væri með einspil í
tígli.
Jón kom út með tígul-
níuna undan ásnum, sem var
hávært hróp í spaða. Her-
mann skildi hvað klukkan
sló þegar hann átti slaginn á
kónginn og sendi spaða til
baka. Fimm hjörtu fóru
þannig tvo niður og sigur-
vegararnir hlutu að launum
100-kall. Það reyndist nóg í
22 stig af 24 mögulegum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
GRÍMR HJALTASON
(13. öld)
Eisandi veðr undan
uður, nú er hvast ór suðri,
stærir sterkar bárur,
(starf era smátt) fyr Hvarfi;
klökkr verðr kjölr, en rakkan
kemr hregg í stað seggjum,
nú eru fjöll á sæ sollin;
súð gengr æ sem prúðast.
Árnað heilla
50ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 13.
október, verður fimmtug
Jenný Olga Pétursdóttir,
Geithömrum 3, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er Veig-
ar Már Bóasson. Í tilefni
þess taka þau á móti gestum
á heimili sínu á morgun milli
kl. 17 og 20.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP.
Gefin voru saman
16. júní sl. í Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði af sr. Árna
Bergi Sigur-
björnssyni Guð-
rún Jakobsdóttir
og Svavar Sig-
þórsson.
Hlutavelta
Morgunblaðið/RAX
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðu kr. 4.950. Þau heita Anna Guð-
laug, Íris Björk, Jóna Dóra, Adda Margrét og Stefán Óskar.
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4.
Rf3 g6 5. cxb5 a6 6. b6 d6 7.
Rc3 Bg7 8. e4 O-O 9. Db3
Bb7 10. a4 a5 11. Rd2 Rbd7
12. Rc4 Rg4 13. Bg5 Rde5
14. h3 Rxc4 15. hxg4 Rxb6
16. Rb5 Bc8 17. Dg3 f6 18.
Bd2 Hf7 19. Ha3 Bd7
20. Dh2 Bh8 21. Hh3
h5 Bosníumaðurinn
Ivan Sokolov (2659)
er íslenskum skák-
áhugamönnum að
góðu kunnur enda
hefur hann ósjaldan
telft á hérlendri
grundu. Hann mun
að öllum líkindum
heiðra landann með
nærveru sinni í Ís-
landsmóti taflfélaga
ásamt því að taka
þátt í minningarmóti
Jóhanns Þóris Jóns-
sonar. Ivan er afar grimmur
eins og hinn frægi nafni
hans, en ólíkt nafnanum ein-
skorðar Bosnímaðurinn sig
við skákborðið. Þessu fékk
andstæðingur hans, Jan
Vidar Vestly (2109), svart,
að kynnast. 22. Hxh5! gxh5
23. Dxh5 Bg7 24. Dh7+ Kf8
25. Bh6 e5 26. Rxd6! Be8 27.
Rxf7 Bxf7 28. Bxg7+ Ke7
29. Bxf6+ Kxf6 30. Dh4+
Kg6 31. Dh6#.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Ef ég væri forsætis-
ráðherra þá væri
mamma ekki alltaf að
finna að við mig.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbarn dagsins:
Þú átt auðvelt með að um-
gangast aðra og það tryggir
þér aðgang að allskonar
mönnum og málefnum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að binda svo um
hnútana að ekki verði hægt
að koma þér á óvart með að-
finnslum við starf þitt. Hlust-
aðu á gagnrýni og reyndu að
læra af henni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Stundum á það við að fara eft-
ir tilfinningunni en oftast er
það nú tryggara að kanna
málin fyrst áður en gripið er
til einhverra aðgerða.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hláturinn lengir lífið og þú
skalt fyrir alla muni hlæja
svolítið með samstarfsmönn-
um þínum því það léttir ykk-
ur bara vinnuna og tryggir
betri árangur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu ekki þrýsta þér til ein-
hverra aðgerða í fjármálum
heldur farðu þér hægt og
kannaðu alla valkosti áður en
þú gerir upp hug þinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Láttu ekkert tækifæri ónotað
til þess að tjá þig með ein-
hverjum hætti því það er þér
nauðsyn. Takist það ekki get-
ur þú beðið tjón á heilsu
þinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ekki er allt gull sem glóir og
mörg þau tilboð í gangi sem
betra er að láta framhjá sér
fara. Gömul hugmynd leitar á
þig og þú ættir að gefa henni
tækifæri.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú kynnist manneskju sem
hefur mikil áhrif á þig með
framkomu sinni. Það er samt
ástæðulaust að þú fallir alveg
í duftið fyrir viðkomandi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Skemmtilegir atburðir á
heimaslóð eru þér dýrmætir.
Þú mátt ekkert gera til þess
að eyðileggja þá hamingju.
Sýndu samstarfsfólki þínu til-
litssemi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú færð tækifæri til þess að
auka við þekkingu þína og
þótt það virðist erfitt í fyrstu
skaltu ekki láta það framhjá
þér fara.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það hefur ekkert upp á sig að
rembast eins og rjúpan við
staurinn við að finna upp hjól-
ið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú þarft að sýna sérstaka þol-
inmæði í samskiptum við vini
og vandamenn. Leyfðu mál-
um að hafa sinn gang og
reyndu ekki að þrýsta á þau
með neinum hætti.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú mátt eiga von á allskonar
töfum af tæknilegum ástæð-
um. Láttu þær ekki fara um
of í taugarnar á þér því þótt
tæknin sé góð er hún ekki
óskeikul.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Fataverslun
Garðatorgi, sími 565 6550.
Danskar kvenúlpur
kr. 12.990
Húfur, treflar og hanskar
BÚÐIN
Afrískar trommur
Trommunámskeið
6 vikna námskeið frá 12. okt. - 25. nóv.
Kennt er á föstudögum kl. 17.00 og sunnudögum kl. 14.00
í Gerðubergi
Kennari er Alseny Sylla frá Gíneu, kennari í Kramhúsinu.
Trommur á staðnum.
Upplýsingar og skráning í símum 698 6272 og 690 0204.
Nýjar vörur
Heilsárskápur
Ullarkápur, stuttar og síðar
Stuttir kanínupelsar
Ódýrir gervipelsar
Úlpur — Jakkar
Hattar — Húfur
Silki — Sjöl — Slæður
Kr. 21.900
Kamel
Grátt
Svart
Mörkinni 6, 108 Reykjavík,
sími 588 5518
Opið laugardag kl. 10-15
FRÉTTIR
ÁSTA Magnúsdóttir og Björn Ingi
Pálsson, Kvistum, og Hólmfríður
Björnsdóttir og Jónatan Arnar Örlygs-
son, Gulltoppi, náðu þeim árangri að
komast í úrslit í danskeppninni Int-
ernational Brentwood í Bretlandi.
Með þessu hafa bæði pörin náð úr-
slitum í báðum greinum, en Björn og
Ásta urðu í þriðja sæti í suður-amerísk-
um dönsum og fimmta sæti í þeim sí-
gildu í aldursflokknum ellefu ára og
yngri. Jónatan og Hólmfríður urðu í
fjórða sæti í suður-amerísku dönsunum
og sjötta sæti í þeim sígildu í flokki tólf
til þrettán ára.
Í undanúrslitum í báðum greinum
voru: Karl Bernburg og Helga Soffía
Guðjónsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og
Þorleifur Einarsson og Sandra Júlía
Bernburg og Friðrik Árnason. Davíð
Gill Jónsson og Helga Björnsdóttir
komust í undanúrslit í suður-amerísk-
um dönsum.
Ásta Björg og Björn Ingi hlutu einn-
ig 2. verðlaun í latindönsum í flokki 11
ára og yngri og 3. sæti í ballroomdöns-
um í London open keppninni. Helga
Soffía Björnsdóttir og Karl Bernburg
lentu í 3. sæti í latindönsum og 2. sæti í
ballroomsdönsum í sömu keppni.
Þá náðu Ásta Björg og Björn Ingi 3.
sæti í latindönsum í London interna-
tional chamionship, en keppni fór fram
sl. þriðjudag. Þar var afar hörð keppni
milli para sem komu frá mörgum lönd-
um. Hólmfríður og Jónatan urðu í 4.
sæti í latindönsum í keppni 14 ára og
yngri. Þau eru núverandi Norður-
landamestarar. Karen og Adam Reeve
unnu 2. verðlaun í latin flokki sem kall-
aður er Professinal rising star.
Þessi pör kepptu einnig í ballrooms-
dönsum og náðu góðum árangri. Karen
og Adam unnu sér rétt meðal 30 para
til að dansa í Royal Albert Hall. Yfir
100 pör tóku þátt í þessum riðli. Keppn-
in í Royal Albert Hall þykir afar virt og
komast einungis 30 bestu dansarar
heims í þá keppni.
Ásta Björg Magnúsdóttir og
Björn Ingi Pálsson.
Góður árangur í
danskeppnum