Morgunblaðið - 17.10.2001, Síða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag opnum við lagersölu
á Laugavegi 67
Kápur
Úlpur
Dragtir
Kjólar
Buxur
Pils
Toppar
Skór
Stærðir
36-52
Opið
kl. 11-18
MYNDLISTARSÝNING á vegum
WHO, Evrópudeildar Alþjóða Heil-
brigðisstofnuninnar, verður opnuð
í Aðalsal Hafnarborgar, menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í
dag kl. 18. Sýningin hefur yf-
irskriftina ListVerkun og er sam-
starfsverkefni Evrópudeilda um
baráttu gegn tóbaksreykingum og
hefur farið víða.
20 af framsæknustu listamönnum
Evrópu hafa verið fengnir til starfa
í því augnamiði að hvetja fólk til að
leita sér aðstoðar við að hætta
reykingum. Listamennirnir eru
Stefano Arienti, Miroslaw Balka,
Heike Baranowsky, Pedro Barb-
eito, Jean-Marc Bustamante, Wim
Delvoye, Milena Dopitova, Dom-
inique Gonzalez-Foerster og Ange
Leccia, Zuzanna Janin, Olav
Christopher Jenssen, Komar og
Melamid, Zofia Kulik, Lisa Milroy,
Nakis Panayotidis, Thomas Ruff,
Sarah Staton, Gavin Turk, Not Vit-
al, Julian Walker og Chen Zhen.
Listamennirnir hafa hver sinn
hátt á því hvernig þeir takast á við
verkefnið og vinna í ýmsa miðla,
s.s. höggmyndir, myndbönd, mál-
verk og ljósmyndir.
Í verkunum takast þeir á við
þann heilsuskaða sem reykingar
valda, en einnig það hvernig tísku-
heimurinn hefur fegrað ímynd
reykingamannsins og hvernig aug-
lýsingaherferðir tóbaksframleið-
enda reyna að rugla fólk í ríminu.
Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11-17 og
sýningunni lýkur 12. nóvember.
Verk eftir Milenu Dopitovu.
Myndlist
gegn tób-
aksreyk-
ingum
♦ ♦ ♦
NORRÆNA húsið í Reykjavík stóð
fyrir barnabókahátíðinni Köttur úti í
mýri í síðustu viku. Meginmarkmið
hátíðarinnar var að miðla norrænum
bókmenntum og frásagnarheimi til
barna og unglinga. Margvíslegir
möguleikar voru nýttir til að setja
fram sögur og leyfa börnum og full-
orðnum að upplifa ævintýri þeirra.
Þótt Norræna húsið væri gestgjaf-
inn, naut það samstarfs ýmissa
stofnana við undirbúning hátíðar-
innar. Þar á meðal voru Borgar-
bókasafn Reykjavíkur, Listasafn
Gautaborgar, Samtök íslenskra
barna- og unglingabókahöfunda,
IBBY á Íslandi, Norrænir sendi-
kennarar við Háskóla Íslands og
Tante Andante frá Danmörku. Með-
al viðburða á hátíðinni voru opnun
sýningar á myndum úr barnabókum
í Borgarbókasafninu, norrænt höf-
undaþing og ráðstefna um norrænar
barna- og unglingabókmenntir. Til
ráðstefnunnar var boðið fræðimönn-
um og barnabókahöfundum sem
skiptust á skoðunum og
leiddu gesti um heima
barnabókmenntanna með
fyrirlestrum og upplestr-
um.
Barnabókmenntir
heimspekilegri
en áður
Dagný Kristjánsdóttir,
prófessor við Háskóla Ís-
lands, hélt fyrirlestur sem
hún nefndi Barnet som en
lille voksen – igjen? Hún
rakti hvernig viðhorf
manna til barnsins og
bernskunnar hefur tekið
breytingum í aldanna rás
og endurspeglar breyting-
ar á samfélaginu. Að henn-
ar dómi er afstaðan til
bernskunnar nú á dögum
líklega flóknari en nokkru
sinni fyrr og einkennist af
óöryggi hvað varðar hlut-
verk og ábyrgð barna og
fullorðinna. Barnabók-
menntir nútímans bera
þessu einnig vott, þær eru
til dæmis orðnar mun
heimspekilegri en áður var og velta
gjarnan upp erfiðum spurningum og
ræða þær án þess endilega að halda
fram eindregnum og óyggjandi
lausnum. Åse Kristine Tveit, lektor
við Høgskolen i Oslo, ræddi um
stöðu barna- og unglingabókmennta
í Noregi út frá þemanu ferðalög,
bæði í bókstaflegum og yfirfærðum
skilningi, en ferðin hefur bæði fyrr
og síðar verið vinsælt og algengt
þema í barnabókmenntum. Hún
ræddi um það hvernig bæði innri og
ytri ferðalög geta verið mismunandi
hvað varðar afstöðuna til sam-
ferðafólksins og þess ókunna sem við
mætum og hvernig við sem lesendur
komum aftur í heimahöfn ýmist söm
og þegar lagt var af stað eða víðsýnni
en áður, allt eftir því hvernig sagan
leiðir okkur áfram.
Hryggð og hlátur
í finnskum sögum
Janina Orlov, barnabókmennta-
og slavneskufræðingur, leiddi gesti
inn í heim finnskra barnabókmennta
og skýrði frá sögu þeirra og stöðu í
nútímanum. Raunsæislegar barna-
og unglingabókmenntir standa
styrkum fótum í finnskri hefð, ásamt
með ævintýra- og ljóðahefðinni. Svo-
lítið þunglyndislegt yfirbragð, en þó
samofið kímni, virðist einkenna
finnskar barna- og unglingabók-
menntir, sem Janina lýsti á þann veg
að hryggð og hlátur leiddist hönd í
hönd. Torben Weinreich, prófessor
við Center for børnelitteratur í Dan-
mörku, lýsti stöðu barnabókmennta
þar í landi á þann veg að ráðstefnu-
gestir frá öðrum löndum gátu ekki
leynt aðdáun sinni og jafnvel öfund!
Eindreginn stuðningur yfirvalda við
barnabókmenntir og barnabókaút-
gáfu hefur leitt af sér að þær standa
nú með miklum blóma, mikill fjöldi
titla er gefinn út og þótt þar kenni að
sjálfsögðu ýmissa grasa er mikið
framboð á góðum barna- og ung-
lingabókum. Í Danmörku kaupa al-
menn bókasöfn og skólabókasöfn
langstærstan hluta þeirra barna-
bóka sem út koma, eða allt að 90%
upplagsins.
Nýr íslenskur
barnabókavefur
Þuríður Jóhannsdóttir, M.Ed. við
Kennaraháskóla Íslands, kynnti
ráðstefnugestum nýjan íslenskan
vef um barna- og unglingabók-
menntir, http://barnung.khi.is. Þar
er safnað saman áhugaverðum
upplýsingum og kynningum á bók-
um og höfundum þeirra, hugmynd-
um um notkun þeirra í kennslu, um-
sögnum barna og fullorðinna með
meiru og þar gefst ungum lesendum
kostur á að tjá sig um bækur og bók-
lestur. Kristin Hallberg, kennslu-
fræðingur, sem um árabil hefur
skrifað ritdóma um barnabækur í
Svíþjóð, gerði grein fyrir stöðu
barna- og unglingabókmennta þar í
landi. Hún sagði umfjöllun um
barnabókmenntir í fjölmiðlum hafa
dregist nokkuð saman á síðastliðn-
um áratug eða svo, enda væri nú
meira greint frá barnaefni í öðrum
miðlum, kvikmyndum, tónlist
o.s.frv., án þess að heildarrými til
umfjöllunar um barnamenningu
hefði aukist. Hún ræddi um tengsl
bókmenntanna við aðra menningar-
geira og hvernig barnabókmennt-
irnar vísa til dæmis í kvikmyndir,
sjónvarp og tónlist. Milli þess sem
ráðstefnugestir hlýddu á fræðilega
fyrirlestra nutu þeir upplesturs rit-
höfunda sem lásu úr eigin verkum.
Nokkrir af fremstu barnabókahöf-
undum Norðurlanda glöddu áheyr-
endur með upplestri; færeyski rit-
höfundurinn Rakel Helmsdal, Tor
Åge Bringsværd frá Noregi, Bent
Haller frá Danmörku, finnski rithöf-
undurinn Hannele Huovi og Ulf
Stark frá Svíþjóð. Þau leiddu gesti
með sér um lönd goðsagna og æv-
intýra og inn í draumkenndan raun-
veruleika bernskunnar. Lestur
þeirra leyfði áheyrendum að horfa
um stund á veruleikann með augum
barnsins.
Á höfundaþingi barnabókahátíð-
arinnar var fjallað um þemað ferðir
og goðafræði í norrænum barna-
bókmenntum. Þátttakendur voru
norrænu rithöfundarnir Tor Åge
Bringsværd frá Noregi, Bent Haller
frá Danmörku, Rakel Helmsdal frá
Færeyjum, Hannele Huovi frá
Finnlandi, Ulf Stark frá Svíþjóð auk
Guðrúnar Helgadóttur. Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson stjórnaði um-
ræðunum og lagði fyrst fram spurn-
inguna hver væri tilgangur goð-
sagna í barnabókmenntum. Fjör-
ugar umræður spunnust um þemað.
Tor Åge Bringsværd sagði að goð-
sagnir höfðuðu bæði til höfuðs og
hjarta. Í þeim fyndum við ekki að-
eins menningarlegar rætur okkar
heldur segðu goðsagnir og ævintýri
okkur mikið um raunveruleikann og
hversdagslífið. Bent Haller benti á
að goðsagnirnar væru einskonar
skrá um mannlegt eðli;
heimsku, ást, hatur. Í
goðafræðinni fælist viska. Í
goðsögnunum mætti finna
næstum því allt það sem
hægt er að segja um mann-
eskjurnar. Guðrún Helga-
dóttir sagði að goðsagnir
fjölluðu um ást, fegurð,
hatur og illsku. Umbúðirn-
ar væru endurnýjaðar, en
kjarninn væri sá sami. Um-
ræðurnar spunnust áfram
með spurningum um það
hvort munur væri á milli
landa á því hvernig goð-
sagnirnar væru notaðar og
hvað norrænu þjóðirnar
vissu um goðsagnir hverr-
ar annarrar.
Einu sinni var maður
sem fór til Afríku
Aðalsteinn Ásberg velti
upp næsta umræðuefni,
sem voru ferðalög í barna-
bókum. Guðrún Helgadótt-
ir benti á að ferðalagið
væri upplagt viðfangsefni;
lærdómsríkt og spennandi
í sjálfu sér. Í ferðinni gæti aðalper-
sónan þroskast og menntast og öðl-
ast nýja sýn á viðfangsefni sín í fjar-
lægð frá þeim. Guðrún sagði að
henni fyndist það að skrifa bók vera
einskonar ferðalag. Guðrún sagði
sögupersónur sínar ekki hafa mjög
mikinn ferðahug, en innri ferðin
væri mikilvæg. Hannele Huovi benti
á að allur lestur væri ferðlag inn í
heim tungumálsins, skáldskaparins
og táknanna. Ferðin væri ævintýra-
leg. Sá sem ferðaðist þyrfti stundum
að sigrast á eigin ótta, ekki síst nú á
dögum hryðjuverka. Ulf Stark taldi
það vera tvennskonar ferðir sem
finna mætti í sænskum barnabók-
menntum: Margar barnabækur fjöll-
uðu um pínulítið ferðalag þar sem
margt gæti gerst. Aðrar lýstu
löngum ferðum eins og ferð Nilla
Hólmgeirssonar. Í lok þingsins voru
ræddar spurningar eins og: Hvað
finnst Íslendingum um Dani og Dön-
um um Íslendinga? Taka karlhöf-
undar til heima hjá sér? Hversu
langt er frá helvíti til Svíþjóðar?
... og svo framvegis. Niðurstaðan var
sú að alltaf mætti leita svars, en
stundum færi það eins í í stuttri
ferðasögu Tors Åges Bringsværds:
„Einu sinni var maður sem fór til
Afríku til að finna sjálfan sig, en
hann var þar ekki.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kóngssonurinn mátar kórónuna sína á barna- og unglingabókahátíðinni Köttur úti í mýri.
Úti er
ævintýri
Hvað finnst Íslendingum um Dani og Dön-
um um Íslendinga? Taka karlhöfundar til
heima hjá sér? Hversu langt er frá helvíti til
Svíþjóðar? Þessar spurningar og fleiri
komu fram á ráðstefnu á norrænu barna- og
unglingabókahátíðinni Köttur úti í mýri.
TÓNSKÓLI Sigursveins gengst fyr-
ir hljómsveitartónleikum í Seltjarn-
arneskirkju í kvöld kl. 20. Fram
kemur Strengjasveit Tónskólans og
Jysk ungdomsorkester, sem er
þessa dagana í heimsókn hér á landi.
Flutt verða verk eftir Mozart, Sibel-
ius, Elías Davíðsson, Larsson og
Purcell.
Stjórnendur á tónleikunum eru
Jan Matthiesen og Sigursveinn
Magnússon.
Æskuhljómsveit
frá Jótlandi