Morgunblaðið - 17.10.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.10.2001, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 43 DAGBÓK LJÓÐABROT HEIÐREKS GÁTUR (13. öld) UM ÖLDURNAR Hverjar eru snótir, er ganga syrgjandi at forvitni föður, mörgum mönnum hafa at meini orðit, við þat munu aldr ala. Hverjar eru meyjar, er ganga margar saman at forvitni föður, hadda bleika hafa enar hvítföldnu ok eigut þær varðir vera. Hverjar eru ekkjur, er ganga allar saman at forvitni föður, sjaldan blíðar eru við seggja lið, ok eigu í vindi vaka. 1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 e6 4. Rf3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. Hd1 a6 10. b3 Rbd7 11. Bb2 O-O 12. Rg5 Bxg2 13. Kxg2 Dc7 14. Rge4 Hfd8 15. f3 Re8 16. Hac1 Db7 17. Ba3 Re5 18. De3 Rg6 19. Bb2 b5 20. cxb5 axb5 21. Dd3 d5 22. Rf2 Rd6 23. a4 Re5 24. Dd2 Staðan kom upp í Evrópu- keppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Krít. Svissneski stórmeist- arinn, Yannick Pelletier (2531) hafði svart gegn austurríska alþjóðlega meistaranum Nikolaus Stanec (2530). 24... Rdc4! 25. bxc4 Rxc4 26. Df4 e5 og hvítur gafst upp enda drottningin að falla í val- inn. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson OFT er erfitt að segja geim á fáa punkta þar sem spilin koma vel saman. En hitt er líka vandasamt að sleppa punktaríkum geim- um þegar punktarnir vinna illa. Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson – sigurvegarar tvímenningskeppninnar á Hótel Örk – fengu nánast topp fyrir að stansa í þrem- ur hjörtum í þessu spili: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 843 ♥ D72 ♦ K85 ♣ KG95 Vestur Austur ♠ ÁD ♠ 10972 ♥ 8 ♥ 1053 ♦ Á97632 ♦ 104 ♣D1087 ♣Á642 Suður ♠ KG65 ♥ ÁKG964 ♦ DG ♣3 Víðast hvar voru spiluð fjögur hjörtu í suður, sem fóru óhjákæmilega einn niður. Helgarnir sögðu þannig á spil NS gegn Ólafi Lárussyni og Rúnari Magnússyni: Vestur Norður Austur Suður Rúnar Helgi J. Ólafur Helgi S. -- -- -- 1 hjarta 2 tíglar 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass Þegar suður fær stuðning við hjartalitinn verður geimsögn mjög freistandi. En Helgi Sigurðsson ákvað að kanna spilið í rólegheit- um og sagði tvo spaða. Sú sögn biður um aðstoð í litn- um, sem gæti verið hvort heldur mannspil eða stutt- litur. Þrír hundar er það versta sem svarhönd getur átt. Eigi að síður er Helgi Jónsson með hámarks- hækkun í tvö hjörtu og sýnir því laufstyrk á móti. En það kemur afleitlega við spil suðurs og Helgi Sigurðsson slær því af í þremur hjörtum. Níu slagir og yfir 90% skor. Hlutavelta Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Þessir piltar héldu á dögunum hlutaveltu til styrktar tækja- kaupum á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hellu. Þeir heita Tómas Ingi Guðmarsson og Esra Ósmann Víglunds- son. Á myndina vantar Steinu Guðbjörgu Tómasdóttur sem aðstoðaði piltana, en þau söfnuðu kr. 2.500. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 10.563 til styrktar Umhyggju, félagi til stuðnings langveik- um börnum. Þær heita Þórunn Jakobsdóttir og Hildur og María Kjartansdætur. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP: Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Kristín Konráðsdóttir og Einar Bjarnason. Heimili þeirra er á Hjallabraut 35, Hafnarfirði. Árnað heilla FRÉTTIR STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert nákvæmnismaður og vilt því hafa allt í röð og reglu í kringum þig. Þolinmæði er þó ekki þín sterka hlið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Það er góð regla að telja upp að tíu áður en þú tek- ur til máls. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt eiga von á miklum erli í dag og skalt því búa þig undir talsvert stress. En huggaðu þig við að þessi hryðja gengur yfir og þú kemst á lygnari sjó. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sýndu öðrum þolinmæði og sérstaklega börnunum sem eiga stundum bágt með að átta sig á því hvað fullorðna fólkið er að fara. Einlægni barnsins er aðdáunarverð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það reynir oft á þolinmæðina að tala við samstarfsmenn sem ekki eru með á nótunum. Reyndu að sýna þeim þolin- mæði meðan þeir eru að ná því sem að þarf að gera. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ekki sama hvernig þú segir fólki fyrir verkum og hreint engin spurning um hversu valdsmannslegur þú getur orðið. Skilningur er lyk- ilorðið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver þér nákominn veldur þér vonbrigðum en taktu það ekki nærri þér og mundu að það hefur komið fyrir að þú hafir sjálfur valdið viðkom- andi vonbrigðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að fresta því að fitja upp á erfiðum málum í dag og reyna þess í stað að halda sjó. Þetta er ekki þinn dagur í samskiptum við aðra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Veltu fyrir þér þeim áætlun- um sem þú hefur gert og kannaðu sérstaklega hvort áhugi þinn er raunverulegur eða hvort þú ert að þessu bara til þess að gera eitthvað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú mátt ekki láta nokkurn mann notfæra sér greiðvikni þína. Láttu þá leggja öll spilin á borðið og ræddu svo við þá um sanngirni hlutanna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það gæti lyft þér upp að hefja einhverskonar líkamsrækt því áreynslan er ekki aðeins góð fyrir skrokkinn heldur bætir hún líka sálarlífið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu hægt í öllum umræðum um trúmál og vertu algjörlega viss um það sem þú vilt segja. Mundu að aðrir eru álíka fast- ir fyrir og þú í þessum efnum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Gakktu glaður á móti því og þá opnast þér allir möguleikar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. DAGANA 11.–12. apríl á næsta ári munu tvær stúlkur og tveir piltar úr 9. bekk íslensks skóla halda til Fro- lands í Suður-Noregi til að taka þátt í KappAbel-stærðfræðikeppninni ásamt jafnöldrum sínum frá Norð- urlöndunum. Keppnin hefur verið haldin í Noregi í nokkur ár en á næsta ári eru 200 ár liðin frá fæð- ingu stærðfræðingsins Niels Hen- riks Abel sem keppnin er kennd við. Norska ríkisstjórnin samþykkti af því tilefni að leggja fram 200 millj- ónir norskra króna sem stofnfé al- þjóðlegra Abelsverðlauna í stærð- fræði sem er ætlað að verða hlið- stæða Nóbelsverðlaunanna. KappAbel-keppnin er bekkja- keppni og geta allir 9. bekkir á Ís- landi freistað þess að komast í loka- keppnina í Frolandi. Fyrst er haldin forkeppni hér heima og í janúar mun liggja fyrir hvaða bekkur sigr- ar og mun vinna að bekkjarverkefni til þátttöku. Fjórum nemendum úr þeim bekk verður síðan boðið til lokaviðburðarins í apríl á næsta ári. Markmiðið með KappAbel- stærðfræðikeppninni er að hafa áhrif á nemendur og vekja áhuga þeirra á stærðfræði. Þessu tak- marki er reynt að ná með því að leggja fram verkefni sem bjóða upp á skemmtun, fegurð og gagnsemi auk umræðna og samstarfs innan bekkja og einnig er lögð áhersla á rannsóknir í stærðfræðináminu. Kennurum bekkja sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á netfangið ak@khi.is og www.kappabel.com. Íslenskum nemendum er boðin þátttaka KappAbel-stærðfræðikeppnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.