Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SPORTKÖFUNARSKÓLA Ís- lands í Keflavík er ekki einungis kennd köfun heldur er einnig unn- ið að uppbyggingu ferðaþjónustu. Tekið er á móti erlendum gestum sem hafa áhuga á að kafa við Ís- land og næsta sumar verður boðið upp á köfun með höfrungum úti í Garðsjó. Nemendur skólans vinna að hreinsun hafna í sjálfboðaliðs- vinnu undir merkjum Bláa hersins. Tómas J. Knútsson starfar sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflug- velli og hefur lengi kennt köfun. Hann hefur haft alþjóðleg kenn- araréttindi í tíu ár, frá PADI sem eru samtök sportköfunarkennara. Kennarar innan samtakanna ann- ast meirihluta allrar köfunar- kennslu í heiminum, að sögn Tóm- asar. Hann hefur líka kennt köfun erlendis, var meðal annars í eitt ár í Belize og á Bamahaeyjum við kennslu. Hann stofnaði Sportköfunar- skóla Íslands fyrir fjórum árum og hefur verið að byggja upp starf- semina við erfiðar aðstæður. Loksins viðurkenndir Hér á landi voru í gildi þær reglur að einungis atvinnukafarar máttu kenna köfun og voru rétt- indi samtaka eins og þeirra sem Tómas er aðili að ekki viðurkennd. Tómas segir að það hafi háð upp- byggingu Sportköfunarskólans því hann hafi alltaf átt á hættu að verða stöðvaður, til dæmis í köfun með erlendum áhugaköfurum. Í kjölfar blaðaskrifa í haust um réttindaleysi sportköfunarkennara kom hingað til lands fulltrúi PADI-samtakanna og kynnti starf- semi þeirra yfirvöldum. Eftir þá heimsókn og reglugerðarbreytingu hafa þeir kafarar sem lært hafa hjá PADI og öðrum sambæri- legum samtökum fengið viður- kenningu Siglingastofnunar sem sportköfunarkennarar. „Við höfum átt í þessari baráttu lengi og lítum því á þetta sem stórsigur. Nú get- ur maður gengið uppréttur og auglýst sig sem atvinnumann í þessu fagi,“ segir Tómas. Hann segir mun mikilvægara að þeir sem hyggjast kenna sportköf- un nái sér í réttindi hjá alþjóð- legum samtökum en atvinnukaf- araréttindi. Hjá PADI læri menn að vinna skipulega með nemend- um. „Það er mikill ábyrgðarhluti að kenna fólki að kafa. Ef það er gert rétt getur fólk notið þess alla ævi enda er köfun eitt skemmti- legasta og vinsælasta tómstunda- gaman sem stundað er í heim- inum.“ Slys hafa orðið við köfun hér á landi, meðal annars í Sportköfun- arskólanum hjá Tómasi. Hann full- yrðir þó að köfun sé ekki hættuleg miðað við margt annað. Þannig verði færri slys við sportköfun en í keilu, eins og hann tekur til orða. „Fólk verður að haga sér miðað við menntun sína, þekkingu og reynslu. Þá nýtur það hverrar mínútu. Það geta hins vegar komið upp erfiðar aðstæður og þá eiga menn bara að fara upp úr og kafa seinna þegar aðstæður eru betri,“ segir Tómas. Hann lætur þess getið að allir sem kaupa þjónustu skólans séu tryggðir. Sportköfunarskólinn er nú með starfsemi í hentugu húsnæði við smábátahöfnina í Keflavík. Tómas er með þrjá viðurkennda kennara með sér og ásókn í námskeið er töluverð. Þannig ljúka um 50 manns námskeiðum hjá honum á þessu ári. Synda með höfrungum Tómas hefur tekið á móti fjölda erlendra ferðamanna sem vilja kafa hér við land. Segir hann að það þyki einstök upplifun að kafa á Íslandi, ekki síst í gjánum á Þing- völlum. Telur hann að mikill vaxt- arbroddur sé í þessari starfsemi. Tómas og félagar hans hafa synt með höfrungum úti í Garðsjó og eru aðeins byrjaðir að fara með er- lenda ferðamenn þangað. Einnig er farið með ferðamenn í höfr- ungaskoðun á sjököttum. Tómas segir að þetta mælist vel fyrir, fólk geti ekki upplifað slíkt víða. Höfr- ungarnir syndi með fólkinu og séu alveg jafn forvitnir og gestirnir. Hreinsa hafnir í sjálfboðavinnu Tómas stofnaði Bláa herinn fyrir nokkrum árum en hann er skip- aður fólki sem verið hefur á nám- skeiðum í Sportköfunarskóla Ís- lands. Verkefni Bláa hersins er að hreinsa hafnir landsins. „Her- mennirnir“ hafa hreinsað 16 tonn af rusli upp úr höfnun Hafnasam- lags Suðurnesja í Garði, Vogum, Keflavík og smábátahöfninni í Grófinni. Segir Tómas að ótrúlegur sóða- skapur hafi viðgengist. Menn hafi meðal annars hent í sjóinn raf- geymum, dekkjum, bílahlutum og heilu bílflökunum og jafnvel brett- um með fullunnum afurðum. Blái herinn vinnur þetta í sjálfboða- vinnu og Tómas lætur það ekki á sig fá þótt atvinnukafarar hafi kært hann vegna þessa enda hefur hann verið sýknaður af þeim kær- um. „Það er mitt hjartans mál að bæta umgengni okkar við hafið. Það er ekki ruslahaugur. Við get- um ekki kynnt landið sem hreint og tært á meðan þessi sóðaskapur viðgengst. Húsnæði Sportköfunar- skólans er heimili þeirra sem þyk- ir vænt um hafið,“ segir hann. Segir Tómas að hreinsunarstarf- ið sé köllun hans í lífinu, honum líði miklu betur eftir að hann hóf starfið. Hann segist einnig sjá ár- angur, ekki bætist við rusl á þeim stöðum sem búið sé að hreinsa. Það sé að verða hugarfarsbreyt- ing. Tómas Knútsson kennir köfun, hjálpar ferðafólki að synda með höfrungum og hreinsar hafnir Verðum að bæta umgengni okkar við hafið Ljósmynd/Tómas J. Knútsson Sportköfunarskólinn býður upp á ferðir með kafara á höfrungaslóð. Keflavík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tómas J. Knútsson á og rekur Sportköfunarskóla Íslands. TÓNLEIKAR með heitinu Barna- djass verða haldnir í Heiðarskóla í Keflavík í dag, laugardag, og hefjast klukkan 15. Á nýliðinni jazzhátíð í Reykjavík var dagskráratriði undir nafninu Barnadjass. Þarna var fremst í flokki Anna Pálína Árnadóttir söng- kona en hún er þekkt fyrir það hvernig henni tekst að sameina góða texta, tónlist og flutning fyrir börn. Auk söngkonunnar Önnu Pálínu skipa hópinn þeir Gunnar Gunnars- son, píanó, Gunnar Hrafnsson, bassi, og Pétur Grétarsson, trommur. Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa nú í samvinnu við menningarfulltrúa bæjarins fengið listafólkið til að halda tónleika í Heiðarskóla. Í fréttatilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að allir séu velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfi. Aðgöngumiðinn kostar 500 krónur fyrir manninn, hvort sem um er að ræða barn eða fullorðinn. Miðasasla er við innganginn en fólk er beðið um að athuga að ekki er tek- ið við greiðslum með kortum. Tónleikar Barna- djass í Heiðarskóla Reykjanesbær ÍSLANDSMÓTIÐ í Galaxy- hreysti (Galaxy-fitness) verður haldið í íþróttahúsinu við Sunnu- braut í Keflavík í dag. Mótið hefst kl. 17. Er þetta í þriðja skiptið sem Ís- landsmót er haldið í þessari grein. Í úrslitum keppa tólf konur og tólf karlar. Konurnar keppa í arm- beygjum, hraðaþraut og saman- burði og karlarnir í upphífingum, dýfum, hraðaþraut og samanburði. Íslandsmót í Galaxy- hreysti haldið í dag Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.