Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 21

Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 21 inn að fiskimiðunum væri takmark- aður. Upplýsingatæknin væri grund- völlurinn í þessum málum. Árni M. Mathiesen sagði ótrúlegt að sjá hversu vel hugbúnaður, sem hannaður hefur verið vegna rekjan- leika í sjávarútvegi, virkaði. Kröfurnar um rekjanleika kæmu einkum til af tveimur ólíkum ástæð- um. Annars vegar væri það vegna ótta við skort á heilnæmi matvæla og hins vegar vegna krafna af umhverf- islegum toga. Fólk vildi vita hvaðan fiskurinn kæmi og að tryggt væri að MIKIL skilvirkni hefur náðst fram í sjávarútvegi hér á landi fyrir tilstuðl- an upplýsingatækninnar. Starfsemi fiskmarkaða hefur einnig gjörbreyst og eflst vegna hennar. Þetta kom fram í opnunarerindi Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ráðstefnu um upplýsingatækni í sjáv- arútvegi, sem Maritech ehf. gekkst fyrir í gær. Ráðherra sagði að skil- virkur markaður með sjávarafurðir kallaði á öruggar upplýsingar og að öflugt upplýsinga- og eftirlitskerfi væri nauðsynlegt þar sem aðgangur- fiskverkun í viðkomandi landi væri með ábyrgum hætti. Ráðherra sagð- ist ekki þurfa að fjölyrða um hlutverk upplýsingatækninnar í þessari þróun. „Mér finnst tilvalið að koma því á framfæri hér að þeir sem vinna að samningum um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum í sjávarútvegsráðuneyt- inu hafa margoft rekið sig á að erlend ríki treysta ekki á upplýsingatæknina í sama mæli og við. Við höfum til að mynda iðulega bent á að í ljósi þess- arar tækni sé ekki jafn rík ástæða og áður til að gera kröfur um eftirlits- menn um borð í fiskiskipum þegar um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum er að ræða. Þarna komum við aftur að hagræðingu og minnkandi kostnaði útgerðarinnar. Það er mjög dýrt að kosta slíkt eftirlit. Ég nefni þetta núna vegna þess að þarna er tækifæri til að standa í fremstu röð, til að koma kunnáttu á framfæri sem aftur kæmi útgerðinni í landinu til góða.“ Ráðherra nefndi fleiri verkefni í er- indi sínu þar sem upplýsingatæknin yrði stór liður í því að markmið um aukin verðmæti sjávarfangs næðust fram og jafnframt að hún myndi ýta undir nýsköpun í sjávarútvegi. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Upplýsingatæknin grund- völlur í sjávarútvegi Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ráðstefnu Maritech ehf. Öryggið á oddinn hjá Groundfish Forum GROUNDFISH Forum, alþjóðlegri ráðstefnu stjórnenda fyrirtækja í sölu og framleiðslu sjávarafurða í heiminum, lauk á fimmtudag hér í Reykjavík. Ráðstefnan átti upphaf- lega að vera í Madrid en var flutt til Íslands með einungis þriggja vikna fyrirvara vegna atburðanna 11. sept- ember síðastliðinn. Ástæðan var sú að stór hluti þátttakenda vildi ekki fara til Spánar af öryggisástæðum. Að sögn Jóns Hákons Magnússon- ar framkvæmdastjóra Kynningar og markaðar sem hefur séð um undir- búning ráðstefnunar frá upphafi komu 130 af þeim 170 sem ætluðu að fara til Madrid. Skipulag ráðstefn- unnar er að mestu í höndum Íslend- inga. Ritari hennar er dr. Alda Möll- er en Friðrik Pálsson hefur verið stjórnarmaður Groundfish Forum frá upphafi. Jón Hákon segir að ráðstefnan hafi gengið mjög vel þrátt fyrir flutn- inginn frá Madrid til Reykjavíkur. Erlendu gestirnir voru mjög ánægð- ir með að heimsækja Reykjavík og töldu sig mun öruggari hér en ann- ars staðar eins og ástandið er. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, flutti ávarp á ráðstefnunni þar sem hann gerði grein fyrir nið- urstöðum FAO ráðstefnunar sem haldin var nýverið í Reykjavík. Að- spurður hvaða málefni brenni mest á stjórnendum í sölu, framleiðslu og dreifingu sjávarafurða segir Jón Há- kon að viðfangsefnin séu yfirleitt þau sömu og snúist mikið um framboð, eftirspurn og verð á sjávarafurðum. Einnig fjalli ráðstefnugestir mikið um samkeppni við önnur matvæli enda hafi verð á fiskafurðum farið hækkandi á síðastliðnum árum með- an önnur matvæli eins og kjúklinga- kjöt lækki ört. Groundfish Forum er lokuð ráð- stefna stjórnenda á þessu sviði. Mál til ríkislög- reglustjóra varða ekki starfandi félög FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær: „Til áréttingar vegna umfjöllunar fjölmiðla. Í umfjöllun fjölmiðla um ársskýrslu og ársfund Fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að Fjármálaeftirlitið hafi greint Ríkislögreglustjóra frá tveim- ur málum á vátryggingasviði. Vegna þessarar umfjöllunar þykir Fjár- málaeftirlitinu rétt að taka fram að þau mál sem það hefur greint Rík- islögreglustjóra frá varða ekki starf- andi líftryggingafélög eða vátrygg- ingamiðlanir, heldur tengjast skaða- tryggingafélagi og vátryggingamiðl- un, sem hætt eru virkri starfsemi.“ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.