Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 25 5 6 9 0 6 9 1 1 6 0 0 0 5 matur og vín kökublaðið10. tbl. 2001, verð 899 kr. m.vsk. 6:30 - fljótlegt í bakstrinum kaffið með köku num Þorri velur vínin tilbrigði við Söru Bernhard G ó m sæt t á n s y k u r s - I n n l i t í e l d h ú s - V í n b i x - H e i m b o ð h j á N ó r u stóra syndin! sjö e instaklingar gef a uppáhaldsuppsk rift 001 forsí›a- 1 10.10.200 1 16:12 Pag e 1Kökublaðið er komið út! Freistingar til að falla fyrir!!! Uppáhaldskakan Hollar kökur Innlit í eldhús 6:30 fljótlegar kökur Sígildar kökur Þær eru þarna allar - kökurnar, smákökurnar, eftirréttirnir, bökurnar, pönnukökurnar og allar hinar freistingarnar. fyrst að ísraelsk herþyrla hefði skot- ið flugskeyti á bílinn. Þeir sögðu hins vegar seinna að palestínskur sam- starfsmaður Ísraelshers hefði komið fyrir sprengju í bílnum og herþyrlan hefði sprengt hana. Palestínumaður- inn hefur verið handtekinn. Ísraelsk leyniskytta skaut einn af leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar til bana á sunnudag og talið er að Ísraelsstjórn hafi tekið aftur upp þá stefnu að ráða af dögum herskáa Palestínumenn sem grunaðir eru um árásir á Ísraela. Gert var hlé á slík- um mannvígum í síðasta mánuði til að greiða fyrir vopnahléi. Palestínu- menn segja að árásir Ísraela á meinta palestínska hryðjuverka- ÍSRAELAR neituðu því í gær að þeir hefðu orðið þremur félögum í Fatah, hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, að bana í dularfullri sprengingu í bíl þeirra í Betlehem í fyrradag. Talsmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, sagði að ör- yggisráðgjafar hans teldu að Fatah- mennirnir hefðu ætlað að gera sprengjuárás á Ísraela en sprengjan hefði sprungið fyrir slysni í bíl þeirra. Einn mannanna, Atef Aba- yat, var foringi vopnaðs hóps Fatah í Betlehem og eftirlýstur í Ísrael fyrir morð á ísraelskri konu 20. septem- ber. Palestínskir embættismenn sögðu menn hafi kostað 65 manns lífið frá því í nóvember. Skoðanakönnun, sem ísraelska dagblaðið Maariv birti í gær, bendir til þess að rúm 70% Ísraela styðji þá stefnu að myrða meinta hryðju- verkamenn. Ísraelsher sendi 30 skriðdreka inn í Betlehem í gærmorgun og ísr- aelskir hermenn lögðu undir sig tvö hótel til að koma þar upp stjórn- stöðvum eftir að palestínskir byssu- menn hófu skothríð á byggð gyðinga nálægt Jerúsalem. 21 árs Palestínumaður lést af skotsárum sem hann fékk í átökum við ísraelska hermenn við landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins. Ísraelar neita að hafa vegið Fatah-mennina Jerúsalem, Gaza-borg. AFP, AP. ALEKSANDER Kwasniewski, for- seti Póllands, samþykkti í gær myndun samsteypustjórnar þriggja vinstriflokka undir forystu Leszeks Millers, fyrrverandi kommúnista. Lýðræðislega vinstribandalagið, flokkur fyrrverandi kommúnista, og samstarfsflokkur hans, Verkalýðs- bandalagið, mynduðu stjórnina með Pólska smábændaflokknum. Stjórn- arflokkarnir eru með öruggan meiri- hluta í neðri deild þingsins, fengu 258 sæti af 460 í kosningunum 23. september. Kwasniewski sagði í ræðu á þinginu að nýja stjórnin þyrfti að takast á við mesta vanda sem steðjað hefði að Pólverjum frá falli komm- únistastjórnarinnar árið 1989. Hag- vöxturinn var 4,1% í fyrra en hann mældist aðeins 0,9% á öðrum fjórð- ungi ársins og tekjur ríkisins hafa minnkað verulega. Áætlað er að fjár- lagahallinn þrefaldist á næsta ári og verði 11% af vergri landsframleiðslu. Nýja stjórnin hefur því boðað skattahækkanir og lofað að minnka ríkisútgjöldin. Miller hefur einnig gefið til kynna að hann vilji hraða viðræðunum um inngöngu Póllands í Evrópusam- bandið. Hann stefnir að því að við- ræðunum ljúki á næsta ári, þannig að Pólland geti verið í hópi fyrstu fyrrverandi kommúnistaríkjanna sem gangi í Evrópusambandið árið 2004. Pólland Arftakar kommúnista mynda stjórn Varsjá. AFP. STJÓRNVÖLD á Kúbu segja að fyrirhuguð lokun ratsjár- stöðvar Rússa á eyjunni sé „al- varleg ógn“ við öryggi Kúbu. Sakar stjórnin Bandaríkja- menn um að hafa beitt Rússa þrýstingi til að fá þá til að loka stöðinni, sem hefur verið notuð til að fylgjast með hernaðar- umsvifum Bandaríkjamanna. Stöðin var sett upp 1964 í kjölfar Kúbudeilunnar svo- nefndu, á milli Bandaríkja- manna og Sovétmanna um eld- flaugar þeirra síðarnefndu á Kúbu. Rússar greiða árlega sem svarar 20 milljörðum króna í leigu fyrir aðstöðuna á Kúbu. Rússnesk stjórnvöld segja að flestir starfsmanna stöðvarinnar muni hverfa það- an í janúar, en ekki hefur verið tilkynnt um hvenær stöðinni verði endanlega lokað. Enn- fremur er óljóst hvað verður um tækjabúnaðinn sem þar er. Segja öryggi Kúbu ógnað Havana. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.