Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÁVAHLÁTUR eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur var í aðalhlut- verki íslenskra bóka á alþjóðlegu bókastefnunni í Frankfurt í liðinni viku. Bókin kom út í tilefni af bóka- stefnunni hjá þýska útgefandanum Krüger Verlag og var mikið gert úr útkomu hennar í Þýskalandi og höf- undurinn kynntur vel í þýskum fjöl- miðlum. Að sögn Kristjáns B. Jón- assonar útgáfustjóra Forlagsins hjá Eddu miðlun og útgáfu og Valgerð- ar Benediktsdóttur hjá Réttinda- stofu Eddu eru samningar í gangi um útgáfu Mávahláturs í fleiri lönd- um, þó ekkert af því sé endanlega frágengið ennþá. „Á standi forlagsins á bókastefn- unni var Mávahlátur í aðalhlutverki og henni var alls staðar stillt fram í búðum. Mikið markaðsátak fylgdi útkomunni með viðtölum í sjón- varpi, útvarpi og blöðum. Vonast útgefendur til að bókin verði að metsölubók í stíl við aðrar metsölu- bækur frá Norðurlöndunum. Í kjöl- far þessa keypti Krüger Verlag nú útgáfuréttinn á seinni bókum höf- undar: Hús úr húsi og Kular af degi sem munu koma út í Þýskalandi í kjölfar Mávahláturs. Einnig hafa forlög í öðrum Evrópulöndum lýst áhuga á að kaupa útgáfuréttinn á Mávahlátri í kjölfar hins mikla út- gáfuátaks forlagsins, bæði á Norð- urlöndunum og eins á Spáni og í Frakklandi,“ sagði Kristján. Þá hefur Bertelsmann-útgáfu- samsteypan fest kaup á réttinum á sögunni Galdur (2000) eftir Vil- borgu Davíðsdóttur og kemur hún út hjá forlaginu BTB eða kiljufor- lagi útgáfunnar. Áður hafði sagan Eldfórnin eftir Vilborgu komið út hjá sama forlagi. „Einnig er mikill áhugi á fyrri bókum höfundar, Við Urðarbrunn og Nornadómi. Bækur af þessum toga, sögulegar skáldsögur sem nýta sér heimildaefni, eru afar vin- sælar í Evrópu og þykir Vilborgu takast vel að ná fram anda liðinna tíma. Sögur Vilborgar koma út í stórum upplögum í Þýskalandi og fá mikla útbreiðslu.“ Kaupa óútkomna bók Steinunnar Fyrr á árinu kom út hjá Amman Verlag í Zürich skáldsagan Hjarta- staður og hlaut afar lofsamlega dóma í fjölmiðlum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Kiljuréttur bókarinnar hefur nú verið seldur til Rowohlt-útgáfunnar að sögn Krist- jáns. „Í kjölfarið á útgáfunni á Hjartastað var samið um á Frank- furt-messunni að Amman keypti réttinn á skáldsögunni Jöklaleik- húsið eftir Steinunni sem væntan- leg er nú í haust. Það er í eitt af fáum skiptum sem íslensk skáld- saga hefur verið seld til erlends út- gefanda áður en hún er komin út hérlendis,“ segir Valgerður. Þá hefur skáldsaga Hallgríms Helgasonar 101 Reykjavík nú verið seld til 12 landa og komið þar út í 13 útgáfum en í Póllandi, þar sem hún kom út sl. fimmtudag kemur hún jafnframt út í rafrænni útgáfu. Hallgrímur er nú í Varsjá að kynna bókina. Hún kemur út seinna á þessu ári í Bandaríkjunum hjá Scribner forlaginu. Í Frankfurt fóru fram viðræður um útgáfu við forlög víða um heim þangað sem bókin hefur enn ekki verið seld, í Austur-Evrópu, Portúgal og víðar.“ Það telst einnig til tíðinda að kvikmyndarétturinn að Slóð fiðrild- anna var fyrir skömmu seldur til Hollywood. Í kjölfarið hefur komið fram mikill áhugi á útgáfu í fleiri löndum. Bókin hefur fengið frá- bæra dóma í fjölmiðlum allt frá Hong Kong til New York og henni hefur verið tekið afar vel á Ítalíu. Sænskir útgefendur hafa sýnt bók- inni mikinn áhuga og samningar eru í augsýn. „Tveir útgefendur berjast nú um réttinn og enn ekki fyrirséð hvor hreppir hnossið.“ Að sögn Kristjáns er einnig mikill áhugi á barnabókum þeirra Brians Pilkingtons, Andra Snæs Magna- sonar og Guðrúnar Helgadóttur. „Guðrún var fyrir skömmu tilnefnd til H.C. Andersen-verðlaunanna og í kjölfarið hefur áhugi á verkum hennar glæðst mikið. Blái hnöttur- inn eftir Andra Snæ hefur nú verið seldur til Danmerkur, Færeyja, Frakklands, Ítalíu, Spánar og Júgóslavíu. Viðræður standa yfir við útgefendur í fleiri löndum.“ Ekki linnir heldur áhuga er- lendra útgefenda á Englum al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson og eru samningar við ný lönd þar í burðarliðnum. Þá hafa þýskir útgefendur sýnt skáldsögunni Dís eftir þær Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur í Þýskalandi mikinn áhuga og eru samningar um kaup á útgáfurétt- inum á henni í augsýn að sögn Val- gerðar. Kristján bætti því við að um þessar mundir væru líka að koma út margar þeirra bóka sem seldar hafa verið erlendis. „Það gleðileg- asta er að þessi verk eru nánast undantekningalaust gefin út af stórum forlögum, eru vel kynnt og gefin út í stórum upplögum af kilju- útgáfum.“ Mikill áhugi á bókum Guðbergs Að sögn Jóhanns Páls Valdimars- sonar hjá JPV útgáfu sem einnig var á bókastefnunni í Frankfurt kom fram mikill áhugi á verkum Guðbergs Bergssonar en JPV út- gáfa annast samningamál fyrir hönd höfundarins. Meðan á sýning- unni stóð komu út á þýsku Jólasög- ur úr samtímanum í þýðingu Karl- Ludwigs Wetzig. „Þetta er þriðja bókin sem Steidl útgáfan í Þýska- landi gefur út eftir Guðberg en bækur hans hafa hlotið framúrskar- andi móttökur þar í landi,“ segir Jó- hann Páll. Í vor sem leið kom Svanurinn út á ítölsku í þýðingu Silviu Cosimini. Það er Il Saggiatore útgáfufyrir- tækið sem gefur hana út. „Hún hef- ur hlotið afbragðs móttökur og þeg- ar selst í yfir tíu þúsund eintökum og er uppseld. Hún verður endur- prentuð í innbundinni útgáfu þegar Guðbergur fer til Ítalíu til að fylgja bókinni eftir í næsta mánuði. Guð- bergur var reyndar á Ítalíu í sept- ember síðastliðnum og birtust við- töl við hann í mörgum helstu fjölmiðlum Ítalíu. Ítalski útgefand- inn er að vonum glaður og hefur þegar ákveðið að gefa Svaninn út í kiljuútgáfu til fjöldadreifingar haustið 2002. Il Saggiatore hefur einnig óskað eftir ítölskum útgáfu- rétti á skáldsögu Guðbergs Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma.“ Spænski útgefandi Guð- bergs, Tusquets-útgáfan, hefur nú keypt rétt til útgáfu á fyrsta bindi skáldævisögu hans: Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar en hún var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. „Tusquets hefur áður gefið út bæði Svaninn og Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma sem hlutu mjög góðar við- tökur Spánverja,“ segir Jóhann Páll en að sögn hans er JPV útgáfa ennfremur í samningaviðræðum við nokkra aðra erlenda útgefendur um útgáfu á verkum Guðbergs. Erlendir útgefendur berjast um íslenskar skáldsögur Guðbergur Bergsson Kristín Marja Baldursdóttir Steinunn Sigurðardóttir Vilborg Davíðsdóttir Leikfélag Íslands selur hljóðvers- deild sína LEIKFÉLAG Íslands hefur selt hljóðversdeild sína sem starfrækt er í Höfðatúni 12. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá leik- félaginu var deildin seld í framhaldi af athugasemdum menntamálaráðuneytisins um að hljóðversdeild félagsins væri í starfsemi á almennum samkeppnismarkaði á sama tíma og félagið leitar eftir stuðningi við leikhússtarfsemi sína. Unnið að frekari hlutafjársölu Fyrir viku var boðuð hluta- fjáraukning núverandi hlut- hafa upp á 40 milljónir króna auk aðkomu nýrra hluthafa. „Unnið er að frekari hluta- fjársölu, sölu á eignum, styrktarsamningum ofl. Með þessu vinnur félagið að því að skuldir félagsins verði ekki hærri en 35 – 40 milljónir. Á móti skuldum þarf jafnframt að meta eignir félagsins, sem felast í sviðs- og tæknibúnaði tveggja leikhúsa. Hlutafjár- aukning hefur þegar átt sér stað að hluta og verður frá- gengin á næstu dögum,“ segir ennfremur. FYRSTU tónleikar vetrarins í Múlanum voru helgaðir þeim djassi sem hófst til vegs og virðingar með Art Blakey og Horace Silvers um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og einkenndist af hörðu boppi, oft blönduðu karabískum hryn og gospel. Grúvið var sterkt og þetta er hinn dæmigerði djass í huga al- mennings. Þetta er líka djassinn sem rapparar og danstónlistar- menn blönduðu inn í tónlist sína og kvikmyndagerðarmenn nota gjarn- an. Kvintett Ástvaldar og Ólafs sótti flest lög á efnisskrá kvöldsins til harða boppsins og hið fyrsta var Short story eftir Kenny Dorham, trompetleikarann í fyrstu djass- sendiboðum Blakeys og Silvers; síðan léku þeir félagar einn af þekktari ópusum stórtónskáldsins Bennys Golsons: Stablemates. Hvorugt þessara verka náði flugi í túlkun kvintettsins, en í þriðja verkinu, Out of the night, blús eftir tenórsaxófónjöfurinn Joe Hender- son, kviknaði neistinn og Ástvaldur lék glanssóló með löngum tóna- hlaupum, en dvaldi þó lengstum í neðri byggð hljómborðsins og spann listilega. Ólafi Jónssyni tókst vel upp í fyrri hluta spuna síns. Hann er næmur fyrir því ljóðræna og vann það vel úr hráefni Hend- ersons. Aftur á móti lætur honum verr að ýlfra í fóninn eins og hann gerði að hluta í seinni hluta sóló- sins. Birkir Freyr blés frá hjartanu og tókst það vel. Fyrri hluta tón- leikanna lauk á söngdansi Coles Porters, Love for sale, í útsetningu Ólafs Jónssonar. Hér var öll samba látin lönd og leið og hreinu bíboppi bætt í dansinn með keim af ryþma- blús. Var það smekklega gert og sólóar fínir. Duke Pearson er flestum gleymdur sem píanisti en ýmsir ópusar hans eru lífseigir. Einn þeirra er Jeannine, sem var fyrsta lag eftir hlé, og blésu þeir Ólafur og Birkir hraustlegt riff undir kraftmiklum spuna Ástvaldar Traustasonar. Svo voru tveir Joe Henderson-ópusar á dagskrá. Seið- andi Serenity með fínum flygil- hornssóló Birkis og Punjab með austurlenskum blæ. Lokalagið var af annarri ætt: One bird, one stone eftir Don Grolnick og fannst mér það hæfa kvintettnum betur en klassíkin og samleikur allur mark- vissari, en nokkrir hnökrar voru á samblæstrinum í sumum boppópus- unum. Aukalagið var gamalkunn- ugt: I remember you, í golsonískri útsetningu Ásvaldar Traustasonar. Birgir og Erik voru traustir í ry- þmanum, en bassinn hljómar ekki vel í Húsi málarans. Þess ber þó að geta að hljómurinn í salnum hefur batnað til muna frá því í vor og sér í lagi njóta trommurnar þess. Til stendur að bæta hljóminn enn meira og er það fagnaðarefni. Það er líflegur djassvetur framundan. Tónleikar á hverju fimmtudags- kvöldi í Múlanum og hverju sunnu- dagskvöldi í Ozio. Létt boppDJASSM ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Birkir Freyr Matthíasson trompet og flygilhorn, Ólafur Jónsson ten- órsaxófón, Ástvaldur Traustason píanó, Birgir Bragason bassa og Erik Qvik trommur. Fimmtudags- kvöldið 18.10. KVINTETT ÁSTVALDAR TRAUSTASONAR OG ÓLAFS JÓNSSONAR Vernharður Linnet  SVARTÁLFADANS er með 18 lögum eftir Jón Ásgeirsson. Flytj- endur eru Guðrún Jóhanna Jóns- dóttir sópr- ansöngkona og William Hancox píanóleikari. Guðrún hefur lokið píanókenn- araprófi frá Tón- skóla Sig- ursveins og einsöngvaraprófi (LRSM) frá Söngskólanum í Reykjavík. Guðrún stundaði fram- haldsnám í söng við Trinity College of Music í London og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn (Distinction). Að prófi loknu starfaði hún við Mayer- Lismann Opera Centre og söng m.a. aðalhlutverkið í óperunni The Turn and the Screw, eftir Benjamin Brit- ten. Meðal annarra viðfangsefna Guðrúnar voru Vier letzte Lieder, eftir R. Strauss, og hefur hún auk þess komið fram á tónleikum í Lond- on, á Spáni og Íslandi. Guðrún starfar nú sem söngvari og kennari í London. William Hancox starfar sem kenn- ari við Guildhall School of Music and Drama, Trinity College of Music og Britten-Pears School in Aldeburgh og hefur haldið þar meistaranám- skeið fyrir undirleikara. Flest lögin á diskinum hafa verið flutt opinberlega áður en það er í fyrsta sinn sem lagaflokkurinn Svart- álfadans er fluttur í heild. Lögin eru samin við kvæði eftir Jó- hann Sigurjónsson, Freystein Gunn- arsson, Einar Braga, Þorgeir Þor- geirson, Matthías Johannessen (fjögur lög) og tíu lög við ljóð úr ljóða- bókinni Svartálfadansi, eftir Stefán Hörð Grímsson. Enskar þýðingar á ljóðunum eru eftir Bernhard Scud- der, Pétur Knútsson og Sigurð A. Magnússon. Útgefandi er Classical Recording Company í London. Upptakan fór fram í St. Silas kirkjunni í Kentish Town. Framleiðandi og tæknimenn voru Simon Weir, Campbell Hughes og Morgan Roberts en grafiskur hönnuður var Þorgeir Jónsson. Dreif- ingu annast Edda - miðlun og útgáfa. Nýjar geislaplötur Guðrún Jóhanna Nýjar bækur  ORÐASTAÐUR, orðabók um íslenska málnotkun, bók Jóns Hilmars Jónssonar er komin út, aukin og endur- bætt. Í Orðastað eru rakin virk- ustu orðasambönd 11 þúsund flettiorða, í 45 þúsund orða- samböndum ásamt 15 þúsund notkunardæmum, að viðbætt- um 100 þúsund samsettum orðum. Í þessari nýju og endur- bættu útgáfu er það nýmæli að birtur er valinn málsháttur við rösklega ellefu hundruð flettiorð. Útgefandi er JPV útgáfa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.