Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANDSFUNDUR VINSTRI GRÆNNA Steingrímur J. Sigfússon, for-maður Vinstrihreyfingarinnar– græns framboðs lagði mikla áherzlu á það í setningarræðu sinni á landsfundi samtakanna í gær, að þörf væri breytinga í landstjórninni og sagði: „Höfum það í huga að sitji nú- verandi ríkisstjórn að völdum út kjörtímabilið og fram að kosningum 2003, jafnar Sjálfstæðisflokkurinn met sitt í óslitinni stjórnarsetu hér á landi, hefur þá setið samfleytt í 12 ár. Það er því kominn tími á breytingar og þó fyrr hefði verið.“ Þessi málflutningur þarf ekki að koma á óvart frá formanni stjórn- málaflokks, sem samkvæmt skoðana- könnunum er sá stjórnarandstöðu- flokkur, sem nýtur mests fylgis nú um stundir og hefur raunar gert um skeið. Þegar málefnastaða flokkanna er skoðuð vakna hins vegar ýmsar spurningar af þessu tilefni. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð eru sammála í afstöðunni til Evrópu- sambandsins og hugsanlegrar þátt- töku Íslands í því. Báðir flokkarnir eru á móti aðild að ESB, þótt sú af- staða þeirra byggist á mismunandi forsendum. Þeir tveir stjórnmála- flokkar, sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynni að vilja mynda ríkisstjórn með miðað við málflutning formannsins, þ.e. Framsóknarflokk- ur og Samfylkingin, hafa báðir viðrað hugmyndir, sem eru mun nær ESB- aðild. Er hugsanlegt að þessir þrír flokkar eða Vinstrihreyfingin – grænt framboð með öðrum hvorum hinna flokkanna tveggja gætu mynd- að ríkisstjórn við þær aðstæður að ESB-aðild kæmist frekar á dagskrá en nú er? Í umfjöllun sinni um annað stórt mál, sem nú er á dagskrá, sagði Steingrímur J. Sigfússon m.a.: „Það gefur auðvitað auga leið, að viðhorf af því tagi, sem birtust í viðbrögðum oddvita ríkisstjórnarinnar við úr- skurði skipulagsstjóra um Kára- hnjúkavirkjun eru ættuð aftan úr grárri forneskju. Auðvitað átti að leggja þessi áform til hliðar þegar þau, eftir gríðarlega umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum, fengu al- gera falleinkunn.“ Af þessum ummælum er ljóst, að það er grundvallarágreiningur á milli Framsóknarflokksins og Vinstri grænna um þetta stóra mál. Geta þessir tveir flokkar starfað saman í ríkisstjórn í ljósi þessa ágreinings? Þessi tvö dæmi sýna, að það er óskynsamlegt að fjalla um stjórn- málaástandið á þeim forsendum, að tímabært sé að einhver einn tiltekinn flokkur hverfi frá landsstjórninni af þeirri ástæðu einni, að hann sé búinn að vera lengi við völd. Auðvitað á stjórnmálabaráttan að hafa náð þeim þroska nú, þegar tæp- lega 60 ár eru liðin frá lýðveldisstofn- un, að málefni ráði við stjórnarmynd- un og samstaða einstakra flokka um mikilsverð mál, sem uppi eru á hverj- um tíma hafi úrslitaáhrif á það hverj- ir starfi saman í ríkisstjórn. Það er fagnaðarefni að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur gert það stefnumál að grundvallarat- riði í sjávarútvegsmálum, að taka skuli gjald fyrir afnot af auðlind, sem er sameign íslenzku þjóðarinnar. Sú grundvallarafstaða er fólgin í þeirri tillögu flokksins að fara skuli svo- nefnda fyrningarleið. Eins og Morg- unblaðið hefur bent á er fyrningar- leiðin önnur af tveimur leiðum, sem um hefur verið rætt sem aðferð til þess að framfylgja grundvallarstefnu um að afnotagjald skuli koma fyrir nýtingu auðlindarinnar. Menn grein- ir á um leiðirnar en eru sammála um grundvallarstefnuna. Með samþykkt landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um þetta efni er nú svo komið, að allir íslenzkir stjórn- málaflokkar hafa gert þetta meginat- riði að stefnu sinni. Eftir sem áður er deilt um aðferðir en það er önnur saga. Það er ástæða til að vekja sérstak- lega athygli á þessari afstöðu Vinstri grænna vegna þess m.a. að fyrir nokkrum árum fór því fjarri að Stein- grímur J. Sigfússon skipaði sér í sveit þeirra, sem kröfðust greiðslu fyrir af- not af sameiginlegri auðlind lands- manna allra. Setningarræða formanns Vinstri grænna leiddi skýrt í ljós, að metn- aður hans er sá, að flokkurinn verði helzti valkosturinn gagnvart stefnu núverandi ríkisstjórnar. Um þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu sinni: „Við skulum því bera höf- uðið hátt og vera stolt af því hlut- skipti okkar í íslenzkum stjórnmálum að bera fram skýran valkost við stefnu núverandi ríkisstjórnar, vera póllinn á móti í hverjum málaflokkn- um á fætur öðrum.“ Það sem helzt má gagnrýna Vinstri græna fyrir í þessum efnum er, að þótt gagnrýni þeirra á stefnu núver- andi ríkisstjórnar og stjórnarflokka sé skýr er ekki alveg jafnljóst að hverju þeir vilja stefna í staðinn. Þar skiptir mestu máli afstaðan til at- vinnumála. Vinstri grænir eru aug- ljóslega á móti frekari uppbyggingu stóriðju en hafa þeir sett fram trú- verðugan valkost? Þeim valkosti lýsti Steingrímur J. Sigfússon með þessum orðum í ræðu sinni: „Margir telja að hlutir eins og vatnsútflutningur, lyfja- og heilsu- vöruiðnaður, vistvænn orkubúskap- ur, hátækni- og þekkingargreinar, upprunamerkt hágæða matvæla- framleiðsla eða þá ferðaþjónusta og möguleikar sem íslenzk náttúra, menning og landrými skapar, að vöxtur slíkra greina hverrar um sig gæti orðið að þvílíkri stóriðju fyrir Ísland á komandi árum og áratug- um ...“ Þetta má vera rétt, en vandinn er m.a. sá, að hætt er við að jafnvel kjós- endum Vinstri grænna í Norðaustur- kjördæmi finnist þetta ekki nægilega áþreifanlegur valkostur. Hvað sem því líður er ljóst af lands- fundi Vinstri grænna, að þar fer öflug stjórnmálahreyfing, sem hefur fest sig í sessi með afdráttarlausari hætti en flesta grunaði, þegar til hennar var stofnað.. MÉR SEGIR svo hugurað það hausti að víðaren í efnahagslífinu –það sé líka að renna upp haust núverandi valdatíma Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, m.a. í setningarræðu sinni á landsfundi VG í gær. Um 250 landsfundarfulltrúar frá öllum kjördæmum landsins sátu fundinn og hylltu formanninn með kröftugu lófaklappi í lok setningarræðunnar. Steingrímur kom víða við í ræð- unni og sagði m.a. að það væri kominn tími á breytingar í stjórn landsmálanna og þótt fyrr hefði verið. „Höfum það í huga að sitji núverandi ríkisstjórn að völdum út kjörtímabilið og fram að kosning- um 2003 jafnar Sjálfstæðisflokkur- inn met sitt í óslitinni stjórnarsetu hér á landi, hefur þá setið sam- fleytt í 12 ár. Það er því kominn tími á breytingar og þó fyrr hefði verið. Burtséð frá ágreiningi um pólitík er alveg ljóst að 12 ára valdaseta er langur tími og al- menningur skynjar að þörf er á breytingum.“ „Það er mishollt að sömu menn sitji of lengi og smátt og smátt raskast það jafnvægi á milli ólíkra grundvallarviðhorfa sem móta samfélagið með því að samstarfs- stjórnir og meirihluti til hægri og vinstri komi og fari á víxl. Það er því orðið mjög brýnt að félagsleg viðhorf verði aftur í öndvegi í landsstjórninni. Það þarf að lag- færa þær skemmdir á velferðar- kerfinu sem langvarandi stjórnar- seta Sjálfstæðisflokksins hefur valdið.“ Í upphafi stefnuræðu sinnar gerði Steingrímur reyndar alþjóða- málin að umtalsefni. Kom hann þar m.a. inn á hryðjuverkin í Banda- ríkjunum hinn 11. september sl. og þau viðbrögð sem hann hefði feng- ið við skoðunum sínum í þeim mál- um. „Ég lýsti, að ég taldi með mjög hófsamlegum orðum, hryggð minni yfir því hvernig komið væ ræðum á Alþingi um þess áhyggjum yfir hag óbreyt ara í Afganistan og því sj að áður en til aðgerða kæm reyndist óumflýjanlegt, v verk öryggisráðs Sameinu anna að fjalla um slíkt. sjónarmiðum valdi for herra, Davíð Oddsson, kunnarorð að þau væru óv Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – gr Tími kominn á br ar í stjórn landsm Hátt á þriðja hundrað manns situr landsfund Vinstri Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, sagði m.a. í setning- arræðu sinni á lands- fundi flokksins í gær að þörf væri á breytingum í stjórn landsmála. Sitji núverandi rík- isstjórn út kjörtímabil- ið hefur Sjálfstæð- isflokkurinn setið við völd samfleytt í tólf ár. Það væri því kominn tími á breytingar. VÍÐA var komið við í al-mennum stjórnmála-umræðum á landsfundiVinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í gærkveldi. Komu meðal annars fram efasemd- ir um fýsileika sameiginlegs fram- boðs með Reykjavíkurlistanum í sveitarstjórnarkosningunum á vori komanda í máli sumra fund- armanna. Þá kom fram andstaða við loftárásirnar á Afganistan. Fundarmenn gerðu einnig árangur flokksins að umtalsefni og sögðu að hann mætti fyrst og fremst rekja til skýrrar stefnumörkunar hans. Ólafur Jónsson, Akureyri, sagði að Alkirkjuráðið hefði beðið Bandaríkjamenn og Breta að hætta aðgerðum sínum í Afganist- an og skorað á aðrar þjóðir að taka ekki þátt í þeim. Hann sagði að hryðjuverk væru afleiðingar ákveð- inna orsaka og við ættum að varast að einblína það stíft á afleiðing- arnar að við sæjum ekki orsak- irnar. Orsakir hryðjuverka al- mennt væru þjóðfélagslegt ranglæti af verstu gerð sem ætti rætur að rekja til stéttaskipting- arinnar í heiminum og landráns framins af einni þjóð á annarri í skjóli hers og vopnavalds. Rang- lætið og kúgunin gæti verið slík að vonin um betri tíð væri brostin. Hjörleifur Guttormsson, Austur- landi, sagði að örbirgðin væri gróðrarstía fyrir biturð og vonleysi sem fengi menn til að grípa til ör- þrifaráða. Svarið við 11. september hefði átt að vera allt annað en sprengjuregn risaveldis yfir eitt af fátækustu löndum veraldar. Jóhannes Sigursveinsson, Reykjavík, sagði að vinstrihreyfing hefði sjaldan áður átt jafngóða möguleika á að ná verulegu fylgi og búa til alvöru vinstriflokk á Íslandi. En það væru válynd veður undan í íslensku efnahagsl gæti komið atvinnuleysi á leik. Flokkurinn hefði reifa sem væri dálítið neikvæð í málum. Hann hefði verið á stóriðju, stórvirkjunum og menn hefðu jafnvel sagst v móti hvalveiðum. Hann tel alveg nauðsynlegt fyrir flo koma fram með stefnu í at málum. Hann hefði orðið v það í þjóðfélaginu að fólki dálítið vanta upp á það. Sigfús Ólafsson, Norður eystra, sagði að flokkurinn mótmæla hugmyndum um Rásar 2 norður á Akureyri væri eina frjálsa útvarpsst dag og flokkurinn yrði að s vörð um frelsi í útvarpsmá Rúnar Sveinbjörnsson, R vík, sagði að það væri eins Reykjavíkurlistann snerti Efasemdir um samei ELÍSABET Jökuls- dóttir rithöfundur hélt erindi um reynslu sína af geð- hvörfum í upphafi landsfundar Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í gær. Hóf hún erindi sitt á eftirfarandi orð- um: „Ég er alltaf að hugsa um að ég sé geðveik. Ég er alltaf að hugsa um hvað all- ir haldi um mig fyrst ég er geðveik. Ég er alltaf að hugsa um strikið, brúnina; fara ekki yfir strikið; fara ekki fram af brúninni.“ Síðan sagði hún: „Ég var að hugsa um það á geðheilbrigð- isdaginn hvort mig langaði til að skrifa eitthvað í blöðin, hvort það væri eitthvað sem brynni á mér en fannst það ekki vera neitt sér- stakt, fyrir u að mér datt í maðurinn sem skotin í mynd vilja hitta mi hann sæi það að ég væri ge því ég hef ek séð neina ást færi til að seg um það, sem satt, eða ég m eigum við öll vera tala um sjúkdóma. E datt mér ekk en komst svo nokkrum dög seinna að ég að hugsa um mína eigin ge alltaf á verði, alltaf að fylg hugsunum mínum, passa a fólk ekki halda að ég sé ge að ég sé komin í maníu, þv fordómarnir eru innan í m lagi að Einar Már skrifi um Enginn skrifar um Elísabet Jökulsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.