Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 59
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 20. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, iðjuþjálfi hjá GÍ, og Tómas Guðmundsson, prestur og fyrr- verandi prófastur í Hveragerðisprestakalli. Þau eru erlendis. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 59 DAGBÓK Hef opnað lækningastofu í Domus Medica. Sérgrein: Háls-, nef- og eyrnasjúkdómar. Tímapantanir virka daga kl. 9 til 17 í síma 563 1056. L Æ K N I N G A S T O F A Guðni Páll Daníelsson, háls-, nef- og eyrnalæknir Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending Ullar- og kasmírkápur Flottir aðskornir heilsársfrakkar Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is Postulíns matarstell 17 stk. Kaffistell 21 stk. Sandblásin og gyllt glös 6 stk. í pk. DÚNDUR VERÐ Í MÍRU Opið laugardag frá kl. 11-16 og sunnudag frá kl. 13-16 Verð frá 6.930 Verð frá 4.760 Verð frá 1.330 LJÓÐABROT ÚR MARÍULYKLI Drottning æðsta, dýr af ættum, drottins móðir, jungfrú góða, Máría skærust, dyggða dýrust, dáðaprýddust, full af náðum, veittu mér, að eg verða mætta vonarmaðr, sem allir aðrir, þína mjúka miskunn leika, mætust brúður himnasætis … Hef eg hrellda sál (hún þarf líknarmál). Gerir brennheitt bál beiskt glæpatál. Mæt María, snú mér á rétta trú. Nóg er þörf, að þú í þrautum dugir nú. Jón prestur Maríuskáld Pálsson Árnað heilla 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rdb5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Ra3 b5 10. Bxf6 gxf6 11. Rd5 f5 12. c3 fxe4 13. Bxb5 Bd7 14. Da4 Rb8 15. Bxd7+ Rxd7 16. Dxe4 Hc8 17. Rc2 Bh6 18. O-O Hg8 19. f4 Hg6 20. Hae1 Kf8 21. fxe5 Rxe5 22. Df5 Hg7 23. Rd4 Kg8 Staðan kom upp í A-flokki Haustmóts Tafl- félags Reykavík- ur. Ingvar Þór Jóhannesson (2055) hafði hvítt gegn Júlíusi Friðjónssyni (2220). 24. Dxc8! og svartur gafst upp enda verður hann hróki undir eftir 24...Dxc8 25. Re7+. Fyrri hluti Íslandsmóts taflfélaga stend- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ur nú yfir í Vestmanna- eyjum. Í dag, 20. október verða 2. og 3. umferð telfd. Búast má við mikilli spennu enda hafa sum af sterkustu taflfélögunum styrkt sig með erlendum skákmönnum. Sérstaklega verður áhugavert að vita hvernig Taflfélaginu Hróknum reiðir af í ólgu- sjó fyrstu deildarinnar. Eins og kunnugt er þá tefla í liði þess kappar á borð við Ivan Sokolov og Jaan Ehlvest. EFTIR hagstætt hjartaút- spil eru níu slagir í húsi í þremur gröndum suðurs. En í tvímenningi setja menn markið hærra. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á986 ♥ K108 ♦ K98 ♣ 976 Vestur Austur ♠ 532 ♠ DG107 ♥ 9763 ♥ D2 ♦ DG74 ♦ Á52 ♣52 ♣G1084 Suður ♠ K4 ♥ ÁG54 ♦ 1063 ♣ÁKD3 Spilið er frá Reykjavík- urmótinu í tvímenningi. Sigurvegararnir, Jón Hjaltason og Hermann Friðriksson, fóru stystu leið í þrjú grönd – Jón opnaði á einu grandi og Hermann stökk í þrjú. Sú ákvörðun Hermanns að leita ekki eftir spaðasam- legu reyndist vel, því þá hefði suður kjaftað frá hjartalitnum og vestur leitað að öðru útspili. En Jón fékk sem sagt út smátt hjarta og drottning- in kom strax í leitirnar. Næst spilaði Jón tígli að blindum og lét áttuna þeg- ar vestur fylgdi með smá- spili. Austur ákvað að dúkka, en þegar Jón tók nú hjörtun var austur í vondum málum með spaða- valdið og fjórlitinn í laufi. Austur henti fyrst spaða- sjöu og svo laufi frá gos- anum, svo Jón fékk ellefta slaginn á laufþrist. En austur má heldur ekki missa tígul, því þá slær ás- inn vindhögg og tígulkóng- ur verður slagur. Gat vestur gert betur með því að stinga upp tíg- ulgosa? Kannski, en þá hefði vörnin þurft að nota báðar innkomur sínar á tígul til að spila spaða og brjóta þannig upp sam- ganginn fyrir þvingun á austur í svörtu litunum. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Bridsfélag Borgarfjarðar Bridsfélag Borgarfjarðar hefur hafið vetrarstarf sitt. Aðalfundur fé- lagsins var haldinn 15. október og var öll stjórnin endurkjörin með lófaklappi. Formaður er Sveinbjörn Eyjólfsson, gjaldkeri er Guðmundur Kristinsson, ritari Örn Einarsson og meðstjórnendur Jón Eyjólfsson og Baldur Árni Björnsson. Námskeið fyrir byrjendur, sem Þorsteinn Pét- ursson stjórnaði síðastliðið vor, hef- ur skilað félaginu mörgum nýjum og áhugasömum spilurum þannig að allt útlit er fyrir blómlega framtíð. Eftir aðalfundinn var spilaður tví- menningur og urðu úrslit þessi: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 145 Halldóra Þorvaldsd.– Unnur Jónsd. 126 Haraldur Jóhanness. – Sveinn Hallgr.ss. 121 Guðm. Kristinss. – Ásgeir Ásgeirss. 119 Sem fyrr er spilað í Logalandi öll mánudagskvöld. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmtudaginn 11. okt. sl. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Aðalbjörn Bened. – Leifur Jóhanness. 267 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 246 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 238 Árangur A-V: Björn E. Pálsson – Haukur Sævaldas. 274 Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 260 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsd. 242 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 15. október. 22 pör. Árangur N-S: Björn E. Péturss. – Haukur Sævaldas. 254 Eysteinn Einarsson – Sigurður Pálss. 236 Magnús Oddsson – Hilmar Ólafsson 229 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 258 Halla Ólafsd. – Ólína Kjartansdóttir 251 Hannes Ingibergss. – Anton Sigurðss. 244 Aðaltvímenningur Bridsfélags Akureyrar hafinn 18 pör taka þátt í aðaltvímenningi Bridsfélags Akureyrar en mótið hófst sl. þriðjudag. Spilað verður fimm kvöld og er keppnisstjóri Óli Ágústsson. Staða efstu para: Reynir Helgason – Örlygur Örlygss. 60,5% Sveinn Stefánsson – Hans Viggó 59,2% Páll Pálsspn – Þórarinn B. Jónsson 56,7% Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 55,1% Kristján Guðjónss. – Ævar Ármannss. 55,1% Einnig er spilað hjá Bridsfélagi Akureyrar á sunnudagskvöldum en þá er eins kvölds tvímenningur. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. október, er áttræður Jón Ei- ríksson, fyrrverandi oddviti og bóndi í Vorsabæ II á Skeiðum í Árnessýslu. Jón er að heiman á afmælisdag- inn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í garðinum á Lambhaga af sr. Þóri Haukssyni Inga Sólonsdótt- ir og Hafberg Þórisson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Ásta Margrét. Liz, sem er 18 ára gömul, óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál henn- ar eru lestur, sport og tón- list. Liz Straschewski Zur Kringsmühle 8 41844 Wegberg Germany Gregory hefur áhuga á að komast í bréfasamband við Íslendinga. Hann stefnir á að heimsækja Ísland á næsta ári. Gregory James Bird P.O. box 1218 Suite W64347 Shirley, Mass. 01464 U.S.A. Pennavinir MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú lætur engan annan hugsa fyrir þig og það er styrkur þinn að vera svo sjálfstæður sem raun er. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hikaðu ekki við að þiggja hjálp samstarfsmanna þinna þegar hún er boðin fram af góðum hug. Mundu bara að gjalda í sömu mynt þegar þannig stendur á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt gott sé að setja markið hátt máttu ekki vera svo kröfuharður að ekkert verði af neinu. Lækkaðu heldur rána svo þú eigir möguleika á að komast yfir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú siglir nokkuð lygnan sjó í samskiptum við vini og vandamenn og ættir að nota tækifærið til að auka þau. Mundu að hláturinn lengir líf- ið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt vinir þínir vilji ekki um- svifalaust fallast á röksemdir þínar er engin ástæða fyrir þig til að fyrtast við. Gefðu þeim tíma til að sjá ljósið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leyfðu gjafmildi þinni að njóta sín en reyndu að fylgj- ast með því að framlög þín lendi á réttum stöðum og komi þeim til góða sem þú vilt styrkja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hafðu heilsuna í fyrirrúmi, hvað sem það kostar. Að- gæsluleysi nú getur reynst þér dýrkeypt því oft er erfitt að vinna aftur það sem tapast hefur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gefðu börnunum meiri tíma, því fátt er yndislegra en að njóta samvista við þau. Sá tími sem þú eyðir til þessa endurnýjar þig á allan máta. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert að mála þig út í horn og verður að söðla um. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa og dragðu þann lærdóm af sem nauðsynlegur er þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert í náðinni þessa dagana, en mátt auðvitað gá að þér, því skjótt skipast veður í lofti. En sjálfsagt er að njóta með- byrsins meðan hann er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er í góðu lagi að gera áætlanir og vera stórhuga, ef þú bara gætir þess að hafa báða fætur á jörðunni. Dragðu úr ef þú telur offarið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gleymdu ekki að víkja góðu að þeim sem standa sig, því viðurkenning hefur jákvæð áhrif og tryggir þér áfram- haldandi góðan árangur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú mátt alveg eyða meiri tíma í félagsskap annarra. Þótt þér sé stundum hollt að vera einn með sjálfum þér, er maður alltaf manns gaman. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.