Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÍLADAGAR hafa staðið um helgina og verða bílaumboðin tólf á höfuðborgarsvæðinu opin í dag milli kl. 13 og 17. Í Smáralind eru aldrifsbílar sýndir í Vetrargarðinum og verður opið þar milli kl. 12 og 18. Alls sýna umboðin rúmlega 170 gerðir bíla frá 30 fram- leiðendum og sögðu forráðamenn Vina bíls- ins, sem standa að átakinu Bíladögum, að aðsókn hefði verið með ágætum í gær. Hægt er að reyna að vinna til verðlauna með því að fá stimpla í umboð- unum og veitir hvert umboð verðlaun. Morgunblaðið/Kristinn Góð aðsókn að bíla- dögum TÁLKNI BA 162 sem gerður er út frá Patreksfirði gerði góða ferð í Jökuldýpið í Breiðafirði í vikunni. Skipverjar fönguðu eina stærstu hámeri sem veiðst hefur við Ís- landsstrendur. Hámerin vó alls 162 kg og var um 2,60 metrar að lengd. Að sögn Garðars Pálssonar, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er það frekar sjaldgæft að menn veiði hámeri enda ekki gert út á hana eins og var á Patreksfirði á árunum 1959 til 1962. Hámerin er mjög kraftmikil og þurfa menn að kunna lagið á því að veiða hana. Þykir hún mikið lostæti, ekki ósvip- uð túnfiski. Ljósmynd/Garðar Pálsson Tálkni fékk stóra hámeri NOKKUÐ hefur verið um að er- lendir ferðahópar hafi afboðað komu sína til Íslands eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Hefur það m.a. komið niður á veitingahúsum sem hafa til dæm- is orðið af viðskiptum við ferða- skrifstofur sem beint hafa hingað fyrirtækjum sem staðið hafa fyrir hvataferðum. Jóhannes Viðar, framkvæmda- stjóri Fjörukráarinnar í Hafnar- firði, telur afbókanir hafa numið milli 20 og 30% í september og október en kvaðst ekki hafa ná- kvæmar tölur. Allmargir hópar sem áttu pantað hefðu hætt við en hann sagði alla jafnan dálítið um afbókanir. „Ég reyni að mæta þessu með því að stíla inn á innan- landsmarkaðinn en vonandi lagast ástandið næsta sumar og að ferða- menn þori frekar hingað til lands en í suðurátt,“ segir Jóhannes Við- ar. Hann segist fá kringum 65 þús- und manns árlega í Fjörugarðinn og um 70% gesta séu útlendingar. Næsta skref sagði hann vera ítalska daga, síðan kæmi að jóla- hlaðborðunum og eftir áramót myndi hann efna til færeyskra og grænlenskra daga. Valur Magnússon, framkvæmda- stjóri Naustsins, sagði nokkuð hafa verið um afpantanir hópa í sept- ember og byrjun október. Einkum hefði þar verið um Bandaríkja- menn að ræða en nokkrir evrópsk- ir hópar hefðu einnig afpantað. Taldi hann fyrirtækið hafa orðið af 1.000 til 1.200 máltíðum vegna þessara afpantana. Valur kvaðst ekki merkja lengur sérstakar af- pantanir og mikið væri um hópa frá Norðurlöndum og mörgum Evrópulöndum. Hann sagði hópana einkum hafa komið gegnum erlend- ar og innlendar ferðaskrifstofur og eigin markaðssetningu. Ráðstefnum frestað eða þær felldar niður Fyrirtækið Fundir og ráðstefn- ur, sem annast m.a. skipulagningu og móttöku ráðstefnuhópa, hefur ekki fengið afbókun en einn hópur frestaði Íslandsför sinni sem vera átti seint í september fram í byrj- un maí. Þar höfðu menn einnig fengið ýmsar fyrirspurnir um að taka hingað ráðstefnur sem vera áttu annars staðar en ekki orðið af bókunum ennþá. Nokkrar ráðstefn- ur eru þegar ákveðnar á næsta ári og verður ekki ljóst fyrr en uppúr áramótum hver þátttaka verður í þeim og hvert umfang þeirra verð- ur. Congress Reykjavík, sem einnig starfar á þessum vettvangi, missti 80 manna ráðstefnu sem vera átti hér 17. september. Helmingur þess hóps átti að koma frá Bandaríkj- unum. Var hætt við þá ráðstefnu og kannað hvort unnt væri að halda hana í október en horfið frá því. Hjá Vestfjarðaleið fengust þær upplýsingar að það ætti eftir að sýna sig hvort atburðirnir í Banda- ríkjunum myndu leiða til fækkunar ferðamanna hingað til lands næsta sumar. Fyrirtækið hefur annast móttöku ferðahópa hér, einkum á sumrin, og nú stendur yfir gerð til- boða og önnur sölustarfsemi og kemur ekki í ljós fyrr en um og eftir áramót hvort breyting verður á fjöldanum næsta sumar. Fulltrúar ferðaþjónustufyrir- tækja, sem rætt var við, nefndu líka að nokkuð hefði orðið vart ferðamanna hér sem hefðu jafnvel ætlað annað og talið að öruggara væri að ferðast um norðurslóðir. Færri ferðahópar skila sér á veitingahúsin LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt starfsáætl- un fyrir árið 2002 en skv. áætluninni fjölgar leikskólaplássum um allt að þrjú hundruð á næsta ári. Á móti verður dregið úr kostnaði vegna reksturs gæsluvalla og er fyrirsjá- anlegt að þeim verði fækkað. Gert er ráð fyrir að starfsáætlunin fari fyrir borgarráð í næstu viku. Starfsáætlunin var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlistans en sjálfstæðis- menn sátu hjá við afgreiðsluna. Hefur fulltrúum starfsmanna gæsluvallanna verið greint frá fækkun vallanna, að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkurborgar. Sagði Bergur að þeir yrðu hafðir með í ráðum þegar kæmi að því að ákvarða hvar loka ætti völlum og jafnframt hefur þeim verið tjáð að starfsfólki gæsluvalla verði tryggð áframhaldandi atvinna. Heimsóknum á gæsluvelli fer ört fækkandi Bergur segir að á undanförnum árum hafi verið unnið að því að auka framboð leikskólapláss. Er gert ráð fyrir að haustið 2002 muni jafnvel hafa tekist að tryggja pláss fyrir öll börn tveggja ára og eldri en opna á nýjan leikskóla við Háteigsveg í upphafi árs og í Grafarholti undir lok ársins. Jafnframt á að bæta við nokkrum nýjum deildum við eldri leikskóla. Loks verður opnaður nýr einkarek- inn leikskóli í Grafarvogi en borgin leggur til styrki vegna reksturs hans. Bergur sagði að til að svara kostnaði vegna þessara fram- kvæmda þyrfti að spara um tuttugu milljónir króna. Það yrði gert með fækkun gæsluvalla. Aukið framboð leikskólapláss undanfarin ár hefði hvort eð er þýtt að mjög hefði dreg- ið úr heimsóknum á gæsluvelli. Sagði hann að heimsóknir á gæslu- velli hefðu verið um 280 þúsund ár- lega fyrir nokkrum árum en ekki nema 120 þúsund í fyrra og gert væri ráð fyrir fækkun niður í allt að 80 þúsund á næsta ári. Leikskólaráð samþykkir starfsáætlun fyrir árið 2002 Fækkun gæsluvalla er fyrirsjáanleg TIL AÐ framleiða súrál á Íslandi þyrfti líklega að flytja hingað til lands jarðefnið báxít, sem inniheld- ur súrál, en auk þess þarf til vinnsl- unnar orku. Þar yrði væntanlega um að ræða svokallaða hitaorku, að sögn Einars Guðmundssonar, stað- gengils forstjóra ÍSAL, en hitaorka er víðast hvar framleidd úr olíu. Hann segir þó að hugsanlega mætti nota raforku framleidda hér á landi. Einar segir algengast að fram- leiða súrál með svonefndi Bayer-að- ferð, þ.e. vinna það úr báxíti. Báxít finnst víða í Evrópu og Mið-Amer- íku og er sambland af súráli annars vegar, þ.e. súrefni og áli, og járn- oxíði hins vegar, þ.e. járni og súr- efni. Fleiri jarðefni innihalda að vísu súrál og t.a.m. má finna það í flest- um bergtegundum á Íslandi. Sagði Einar að þannig hefðu Svíar unnið súrál á stríðsárunum úr bergteg- undum sem kallast andalúsít. „En þeir hættu þeirri framleiðslu, vænt- anlega af því að hún reyndist ekki hagkvæm,“ sagði hann. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra greindi frá því á föstudag að fulltrúar rússneska álfélagsins Russian Aluminium, sem voru hér á landi fyrir helgina, hefðu haft orð á því að þeir hefðu áhuga á að kanna hvort grundvöllur væri fyrir fram- leiðslu súráls hér á landi. Sagði Ein- ar í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hefði komið upp áður en hann sagði Alusuisse hafa kannað það fyrir u.þ.b. 20 árum hvort hag- kvæmt væri að hefja slíka vinnslu á Reykjanesi. Var þá hugmyndin sú að flytja hingað til lands báxít og framleiða úr því súrál. Ekki varð úr að ráðist yrði í það verkefni. Algengast að fram- leiða súrál úr báxíti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.