Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalbjörg Zoph-oníasdóttir fædd- ist 7. apríl 1918 á Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri að kvöldi föstu- dagsins 19. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Zophonías Stefánsson og Ólína Jóhannsdótt- ir. Aðalbjörg ólst upp í Loðmundarfirði, en hélt ung til Reykja- víkur, þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Gísla Dag- bjartssyni, f. í Syðri-Vík í Land- broti 29. sept. 1908. Þau hófu bú- skap árið 1939, en gengu í hjónaband 7. apríl 1943. Aðalbjörg og Gísli eiga þrjú börn og þau eru: 1) Gylfi Baldur, f. 6. júní 1939, kvæntur Ingu Gunnarsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Guðfinnu Gígju og Sonju Aðalbjörgu, og þrjú barnabörn. 2) Álfheiður, f. 26. sept. 1941, gift Bjarna Felixsyni. Þau eiga fjögur börn, Gísla Felix, Bjarna Felix, Ágústu og Aðal- björgu, og fjögur barnabörn. 3) Óli Zophonías, f. 11. ágúst 1953. Kona hans er Guðrún Ragna Emilsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Aðalheiði Rögnu. Óli á og tvær eldri dætur, Ingunni og Margréti Þóru, og tvö barnabörn. Aðalbjörg var sjálfmenntuð kona og listfeng og mikill náttúruunnandi. Hún hafði yndi af göngu- ferðum í íslenskri nátturu og steina- söfnun og var heið- ursfélagi í Ferða- félaginu Útivist. Hún lagði stund á mynd- list og ljóðlist í frístundum, en fór leynt með. Hún tók samt þátt í nokkrum sýningum áhugamálara og finna má ljóð eftir hana í kvæða- bókinni Raddir að austan. Fyrstu tíu árin bjuggu þau Aðalbjörg og Gísli í Sjávarborg og Bráðræði á Bráðræðisholti en síðan í hálfa öld í eigin íbúð á Birkimel 6A. Aðal- björg átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu æviárin og sl. þrjú ár var hún á Hjúkrunarheimilinu Eiri þar sem hún lést 19. október. Útför Aðalbjargar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 29. október, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Nú ertu farin frá okk- ur eftir að hafa háð langt og erfitt stríð við hræðilegan sjúkdóm, þar sem þú varst svo langt frá því að vera sjálfri þér lík og náðir þar af leiðandi ekki að njóta samskipta við fjölskyldu þína sem skyldi. En við systurnar vit- um að núna ertu komin til Guðs og ert orðin á ný eins og þú átt að þér að vera, skemmtileg, kát og hvers manns hugljúfi. Því nálægt þér var aldrei nein lognmolla og alltaf varstu með eitthvað í deiglunni, hvort sem það var ferðalag upp um fjöll og firnindi, drög að málverki eða andinn hafði komið yfir þig og þú sest niður við ljóðagerð. Hæfileikar þínir voru ótrú- legir og ef einhverjir titla sig því starfsheiti listamaður þá varst þú það að Guðs náð. Elsku amma, það er svo margt skemmtilegt sem upp úr stend- ur í minningunni um þig, til dæmis ferðirnar sem við fórum með þér með ferðafélaginu Útivist, og grínuðumst við með það að varla væri til sú þúfa á landi þessu sem þú vissir ekki deili á og hefðir ekki grandskoðað. Mikið rosalega skemmtum við okkur vel. Þegar við systur hugsum núna til baka þá verður manni ljóst hve þessar samverustundir með þér skildu eftir sig sterkar og yndislegar minningar. Snæfellsnesið, Þórsmörk og fleiri af þessum stöðum sem við heimsóttum og í þínum félagsskap urðu þessar ferðir ævintýri líkastar því fróðari og betri leiðsögumann er vart hægt að finna og veistu það amma að þú átt heiðurinn af því að þessi áhugi og virðing okkar fyrir fallega landinu sem við búum á er eins sterk í okkur og raunin er. Fyrir þitt tilstilli er langt síðan við ákváðum að okkar börn skyldu kynnast náttúrunni og læra að virða hana rétt eins og þú kenndir okkur það. Við vildum óska að þú hefðir átt heilsu lengur því ég veit að þú hefðir notið þín til fullnustu í sveitinni minni í kringum öll dýrin mín sem þar eru. Því meira náttúru- barn er vart hægt að finna. Kær er mér minning um heimsókn þína til mín þegar ég var í verknámi frá Hól- um í Hjaltadal. Þú vildir endilega komast á hestbak og reyndi ég eftir bestu getu að verða við þeirri beiðni. En þar sem flest hrossin sem ég var með á húsi voru lítið tamin trippi, keppnishross eða stóðhestar var ég í dálitlum vandræðum með hvað á hvað ég ætti að setja þig. Varð þá fyrir val- inu frekar þjáll og reyndur keppnis- hestur sem var vel viljugur. Og svo varð úr að búið var að gera gæðinginn tilbúinn fyrir ömmu og ég sest á hest- inn minn og fer af stað á hægu feti og sný mér að ömmu svona rétt til að nefna það að fet í upphafi reiðtúrs sé nú nauðsynleg upphitun svona fyrst um sinn meðan klárarnir séu að hitna. Mér gafst nú aldrei tími til að klára setninguna því sú gamla rak upp eitt- hvert indíanaöskur, rak þvínæst hæl- inn í hestinn og rauk á blindstökki eitthvað út í loftið og ég sat bara eftir. Fyrir öryggis sakir ákvað ég að hleypa ekki á eftir henni til að æsa klárinn ekki enn meira því mér sýnd- ist nóg samt. Náði henni þó einhverj- um kílómetrum seinna og vel fjarri sveitabænum og bjóst þá við henni kannski í þreyttara lagi og jafnvel smeykri, ónei aldeilis ekki, indíána- gólið var sko fyrirfram ákveðið til að bikkjan færi hraðar og hún skildi ekk- ert í því af hverju hrossið gæti ekki haldið hraðanum og svindl að núna væri bara komin þreyta í gripinn og ekkert lengur gaman. Þetta er amma í hnotskurn; kjarkmikil og gaf okkur unga fólkinu aldrei neitt eftir. Minn- isstæðar eru einnig gönguskíðaferð- irnar sem hún dró Gígju systur í og sögurnar sem systir hefur sagt mér í kjölfarið og voru þessar ferðir frábær skemmtun í alla staði, var ég ekkert að pota mér með því ég hafði ekki roð við þessum tveimur skíðaskvísum. Yf- irleitt hringdi hún eldsnemma á laug- ardags- eða sunnudagsmorgnum og var þá samkvæmt henni ákveðið að drífa sig og ekki seinna en strax og voru þær ferðir yndislegar og kom það aldrei fyrir að eitthvert tillit þyrfti að taka til ömmunnar um hversu hratt var farið yfir því að sögn Gígju var sú gamla fremst og systir þurfti víst á öllu sínu að halda til að halda í við þjarkinn. Elsku amma, svona er lífið og þótt við systurnar vildum upplifa þessar stundir aftur og aftur þá er það víst ekki hægt og árin þau líða því miður svo hratt og núna eru það okkar börn og þinn sonur sem eru í þeim sömu skemmtilegu sporum og við systur vorum með þér fyrir öllum þessum árum og veistu elsku amma að það er yndislegt að þetta skuli endurtaka sig svona. Þínar Gígja og Sonja. Þegar dauðinn kemur sem líknandi hönd og leysir úr viðjum þann sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi þar sem engin leið er til bala, ber okkur að þakka, jafnvel þótt það valdi okkur depurð og sorg. Nú er hún Aðalbjörg orðin frjáls og hún skilur eftir handa okkur svo margar góðar minningar. Kynni okkar hófust í Ferðafélaginu Útivist þar sem við áttum samleið í rúm 20 ár. Ég fletti ekki ferðamynda- albúmunum mínum svo að ekki verði fyrir mér myndir af Aðalbjörgu. Aðal- björg að bæsa loftbitana í skálanum í Básum, Aðalbjörg uppi á fjallatoppi. Aðalbjörg að hvíla lúin bein í fallegri lyngbrekku, Aðalbjörg á gangi í fjöru eða klofandi snjó, syngjandi á kvöld- vöku í skálanum í Básum, dansandi á árshátíð félagsins, og svo mætti lengi telja. Hún var afar félagslynd og naut sín svo vel í hópi félaganna, glaðlynd og hjálpsöm. Hún var svo létt á göng- unni, svo örugg til fótanna, hoppaði yfir hvaða á sem var, stiklandi á oft rennblautum steinum yfir ár í vexti og klifrandi upp kletta. Hún var fædd og uppalin í sveit, á Austfjörðum, og frá blautu barnsbeini vön göngum um fjöll og dali, barn náttúrunnar og mik- ill náttúruunnandi. Hún tók oft að sér fararstjórn og þá líka um sína heima- sveit á Austfjörðum. Aðalbjörgu var margt til lista lagt. Hún var listfeng í meira lagi, málaði bæði með olíu- og vatnslitum, hélt sýningar bæði með öðrum og líka ein og myndir hennar prýða veggi margra okkar félaga hennar. Einnig bjó hún til myndir úr mósaík, þar sem hún notaði steina sem hún sjálf hafði safnað í ferðum sínum og mulið. Hún var ágætlega hagmælt og orti falleg tækifærisljóð og gamanvísur ef eitt- hvað skemmtilegt kom upp á í ferð- um, og er margt eftir hana á söngskrá Útivistar og sungið á kvöldvökum fé- lagsins. Hún átti afar fallegt steina- safn sem hún hafði safnað á ferðalög- um sínum og látið slípa svo fegurð þeirra og litadýrð blasti alstaðar við á heimili þeirra Gísla, mannsins henn- ar, þar sem falleg og gróskumikil stofublóm gáfu til kynna að hún hafði líka „græna fingur“. Hún átti mikið safn „slides“-mynda sem hún tók í ferðum sínum og bauð okkur félögum sínum oft að koma og skoða myndir og drekka kaffi á eftir með þeim hjón- um, þar sem alltaf var hlaðborð af meðlæti, því að hún var einnig mikil húsmóðir og góður gestgjafi. Í mörgum ferðum okkar í Bása til hreingerninga og frágangs, vor og haust, í skálunum okkar og nágrenni, reyndist hún hörkudugleg. Þegar við vorum orðnar lúnar og leiðar á að skrúbba og skúra og aldurinn farinn að færast yfir okkur, en við vorum jafn- gamlar, var okkur fengið það verkefni að sá og bera á tjaldstæðin og hreinsa þar til, sömuleiðis að bera á örfoka- svæði sem voru hingað og þangað inn- an um annars gróðursælar og skógi- vaxnar brekkur í Básum og nágrenni. Þetta líkaði okkur vel. Við ókum áburð- arpokunum með okkur í hjólbörum milli tjaldstæða. Við þetta áttum við margar góðar stundir saman í róleg- heitum úti undir beru lofti í allri feg- urðinni sem umlykur Bása og Goða- land allt. Eiginlega voru þetta yndisleg og góð endalok á starfi okkar í Básum og okkur báðum til mikillar ánægju. Aðalbjörg var gerð heiðursfélagi Útivistar á 20 ára afmæli félagsins ár- ið 1995. Þrek hennar entist lengi eftir að sjúkdómurinn fór að gera vart við sig, en að lokum náði hann yfirhöndinni og lamaði svo þrek hennar og vilja að hún varð að láta undan síga, og nú er hún komin á leiðarenda. Ég er þakk- lát fyrir þessi góðu kynni, vináttu hennar og samstarf og margra ára samfylgd í okkar ógleymanlegu ferð- um um rúmlega tuttugu ára skeið. Gísla, eiginmanni hennar, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra sendi ég einlægar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar um ókomin ár. Nanna Kaaber. AÐALBJÖRG ZOPHONÍASDÓTTIR                                                   !" "  "#   $ % !"   $ % %&  $ "     ' %       $ % ( )& *+" "      $ "  #  + &  " (  $ %   %   ,% ,               !                 !"" ""  #"$ %&!" '("  & %)* %&!"&++! ,-""# !+)"" .&/  %&!"&++! !"  "" # !  "( %&!"" % )* 0 (+&++!1                                                            !   "   #   % & #       ! "      ##   $ %! " !   "      ## &    " %! '  %!  ## ( ( "( ( (                                                               !   "!  #  !" # $ %& ' (' !"!  )! *  ' & )!+   !"!     & #'  !"!    '   & $ %  !"&   ,' !   -  ! & &'.  .                                         !  "#$ % &'(  "#$ % ''  "")! %'   ' *) %+"#$ % &'( %'   *) "#$ %  #  , % -"")! ! %'.!/%"#$ % *)   !'% % -"")!  ' 01' %!' -"#$ % %' 21' %" !% -"#$ % % 3 "")! )'2!2!21! Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.