Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurGuðlaugsson fæddist í Laxholti í Borgarhreppi 23. júlí 1932. Hann lést 22. okt. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Unnar Guðmundsson, f. í Ytri-Knarratungu á Snæfellsnesi 24. feb. 1902, d. 21. sept. 1989, og kona hans, Valgerður Karls- dóttir, f. í Tandra- seli í Borgarhreppi 25. apríl 1900, d. 13. mars 1985. Systkini Guðmundar eru, í aldursröð: Karl, f. 2. júní 1923, Dóra Unnur, f. 6. ágúst 1925, Ásdís, f. 19. ágúst 1928, d. 24. des. 1993, Valdimar, f. 18. des. 1930, Júlíus, f. 19. júní 1935, Ásta Sigríður, f. 29. ágúst 1938, Hreinn, f. 24. maí 1941, og Gunnar, f. 30. maí 1943, d. 1995. Guðmundur kvæntist hinn 13. apríl 1958 Jórunni Axelsdóttur frá Hjalteyri, f. 14. apríl 1936. Hún er dóttir hjónanna Axels Sæmanns Sigurbjörnssonar, f. 14. ágúst 1895, d. 20. júní 1959, og Karenar Guðjónsdóttur, f. 5. janúar 1901, d. 23. okt. 1995. Guðmundur og Jórunn eignuð- ust sjö börn: Jó- hanna Gréta, f. 1957, gift Atla Sverrissyni, f. 1962, og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn; Karen, f. 1959, gift Auðuni Erni Jónssyni, f. 1959, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; Hafdís, f. 1960, gift Þor- steini Kjartanssyni, f. 1950, og eiga þau fjögur börn; Bryn- dís Halla, f. 1962, gift Óðni Guðbrandssyni, f. 1960, og eiga þau þrjú börn; Stúlku- barn, f. 1964, d. 1965; Guðlaug- ur, f. 1966, sambýliskona Cia Maria Sjöström, f. 1973, og á hann þrjú börn; Anna Þórdís, f. 1968, gift Kristjáni Stefánssyni, f. 1963 og eiga þau eitt barn. Fyrir hjónaband átti Guð- mundur tvo syni, Svein Trausta, f. 1956, og Ásgrím, f. 1957. Guðmundur bjó lengst af í Reykjavík og starfaði sem leigu- bílstjóri á meðan heilsa leyfði. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 29. október, og hefst at- höfnin klukkan 15. Sól rís, sól sest. Vor fylgir vetri, uppskera sáningu. Árin líða í aldanna skaut, maður kemur í manns stað. Þannig líður hann um garð hjá okkur hinn veraldlegi tími. Augnablik nú- tímans eru fyrr en varir horfin til landsins þangað sem fuglasöngurinn fer, þegar hann er þagnaður. En augnablik framtíðarinnar bíða okkar með birtu nýs dags í faðmi, þau eru sem fersk og ósnortin blóm, sem bíða þess tíma að blómstra í mannlífsreit. En eins snöggt og nóttin hrindir burt hallandi degi, eins fölna blómin og hverfa. Þannig hverfa augnblik framtíðarinnar fyrr en varir í gleymskunnar dá og koma aldrei til baka. En þó að andrá augnabliksins sé fyrr en varir liðin eru til eilíf augnablik, stundir sem aldrei gleym- ast. Hávaxinn, hlæjandi, hrókur alls fagnaðar, snöggur í tilsvörum, mann- glöggur, sitjandi við skákborðið, blótandi íhaldinu og fyrirgreiðslu- pólitík. Þannig man ég þig og þannig ætla ég að muna þig. Rúmlega fertugur veiktist þú og varðst aldrei samur. Fyrir dugnað og eljusemi móður minnar gast þú dval- ið heima fram á síðasta ár og það ber að þakka. Að færa slíka fórn sem þú mun flestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú þær hörmungar að bera. Í hljóði barst þú hverja sorg, sem hlaust oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða (Eiríkur Einarsson.) Nú finnst okkur allt svo veikt og valt og haustið svo dapurt og kalt. En við hittumst, og það er okkar hjart- fólgna trú, fyrir handan við hin og þú. Hafdís, Þorsteinn og börn. Elsku pabbi minn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Sú fullvissa í hjarta mínu að þú ert kominn heim til Drottins er huggun harmi gegn. Mikið rosalega sakna ég þín, minn- ingarnar hrannast upp, þú stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum. Ég sé þig fyrir mér, þegar ég var lítil, þar sem við liggjum uppi í rúmi ég, þú og Gulli bróðir og þú segir okkur eina af þínum frábæru spennusög- um. Aðalsportið var að hafa slökkt í herberginu helst niðamyrkur, svo hófst hin spennuþrungna saga og í lokin stökkstu á fætur okkur algjör- lega að óvörum og hljópst fram og lokaðir og við öskruðum. Það eru þessi augnablik sem koma upp í huga minn. Þrátt fyrir skin og skúrir í lífi okkar man ég þig sem ótrúlega já- kvæðan, hressan og síhlæjandi. Ég var aðeins 10 ára þegar þú veiktist fyrst. Ég skildi ekki hvað hefði gerst og skil kannski ekki enn. Líf þitt tók miklum breytingum. Veikindin drógu smátt og smátt úr þér allan kraft. Síðustu ár hefur þú þurft að þjást, elsku pabbi minn, en aldrei kvartaðirðu. Alltaf svo þakk- látur fyrir það litla sem maður gerði fyrir þig. Ég er svo þakklát fyrir síðustu ár- in í samskiptum okkar. Við eignuð- umst eitthvað nýtt. Gagnkvæman kærleik og virðingu. Elsku pabbi ég sit hér og hugsa um það þegar ég kom til þín meðan þú dvaldist tímabundið á Landakoti. Sú stund er mér svo dýrmæt. Þú ját- aðist Jesú og fórst með frelsisbæn með mér. Við báðum fyrir allri fjöl- skyldunni. Nærvera Drottins var svo mikil þarna inni að það var stórkost- legt, þú fannst svo greinilega fyrir því. Ég er Guði svo þakklát fyrir þessa stund. Eftir þetta fannst mér þú breytast, þú eignaðist eitthvað nýtt, ákveðna sátt. Ég trúi því að Guð hafi haldið verndarhendi yfir þér síðasta spölinn. Elsku pabbi þegar þú veiktist af lungnabólgu í haust var ég svo hrædd um þig, en þú jafnaðir þig og ég hélt að hættan væri liðin hjá. Kraftaverkið sem gerðist í kjölfar veikindanna það að þú hættir að reykja, stórreykingamaðurinn sjálf- ur, var ótrúlegt. Ég man að ég hugs- aði að finnst þú gætir hætt, gætu allir hætt. Þú varst sem sagt reyklaus og fínn þegar þú fórst til Drottins. Það var svo gaman að koma til þín og segja þér fréttir, þú varst alltaf jafn áhugasamur og stoltur, þegar ég sagði þér frá nýrri vinnu, eða þegar ég og Stjáni keyptum íbúðina okkar, skein úr augum þínum gleði og stolt. Þér fannst allt svo æðislegt. Síðast þegar þú varst hérna hjá okkur átt- irðu ekki orð yfir hvað íbúðin væri fín og hvað þér liði óskaplega vel hér hjá okkur. En ég veit að núna líður þér eins og lýst er í hinum yndislega sálmi Davíðs: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga þig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Bless elsku pabbi minn, sjáumst í eilífðinni. Elsku mamma, Hanna, Kæja, Haddý, Didda, Gulli, Sveinn Trausti og Ásgrímur, megi Guð blessa ykkur og styrkja í sorginni. Anna Þórdís. GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Guðlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jóhanna GuðrúnGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1944 og ólst þar upp. Hún andaðist 19. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðný Nanna Hans- dóttir, f. 28.10. 1917, d. 4.3. 1965, og Gunn- ar Árnason, f. 3. 12. 1917, d. 23.3. 1998. Jóhanna var elst sex systkina en þau eru Bjarni Hans, f. 26.11. 1946, Þóra, f. 4.1. 1953, Guðný, f. 11.4. 1955, Guð- mundur Gunnar, f. 2.10. 1956, og Guðleif Nanna, f. 26.4. 1958. Jóhanna giftist Þór Gunnlaugs- syni 25. 1. 1965, en þau slitu sam- vistum. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Gunnar Steinn, f. 20. 8. 1965, maki hans er Guðbjörg K. Pálsdóttir, börn þeirra eru Helgi Steinn, Jóhanna Guðrún, Arnar Þór og Alda María; 2) Gunnlaug- ur, f. 30.11. 1971, maki hans er Guðbjörg B. Jónsdóttir og eiga þau einn son, Jón Kristján; 3) Guðný Nanna, f. 12.9. 1977, maki hennar er Albert V. Kristjánsson og börn þeirra eru Bjarni Þór, Steinar Freyr, Sonja Sif og Krist- ján Ottó. Eftirlifandi eiginmaður Jóhönnu er Bjarni Gunnlaugs Bjarnason, f. 19.6. 1945, en þau giftu sig 13.5. 2000. Jóhanna starfaði við verslunar- og veitingastörf mest- allt sitt líf. Hún starfaði í nokkur ár í Kjötbúðinni Lauga- vegi 32, Kjöthúsinu í Ásgarði, einnig starfaði hún í grill- inu í Sigtúni. En lengst af starfaði hún hjá Vogakaffi og Sundakaffi, þar til hún hóf sinn eigin rekstur með Kaffistofuna á Sendibílastöð- inni hf. 1993. Jóhanna var virk í félagsstarfi og var hún í Kven- félaginu Fjallkonunum í Fella- og Hólakirkju. Þar var hún formaður frá mars 1992 til dauðadags. Einnig var hún starfandi í Banda- lagi kvenna í Reykjavík. Hún sinnti þar varaformennsku frá 1992–1998 en þá gerðist hún for- maður starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna í Reykjavík. Útför Jóhönnu Guðrúnar fer fram frá Fella- og Hólakirkju á morgun, mánudaginn 29. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, það tekur mig þyngra en orð fá lýst að skrifa þessar línur. Ég var staddur í sumarbústað í Skorradal þegar Gulli bróðir hringdi í mig og sagði mér að eitthvað væri að þér í fæti sem þyrfti að kíkja á og það væri verið að flytja þig á spítala. Ég bað hann að láta mig vita hvernig gengi þar sem ég taldi enga hættu á ferðum. Ég hitti þig á föstudags- morgun og við fengum okkur kaffi saman og ræddum við um líðan þína eftir aðgerðina . Sem var reyndar ekki nógu góð en þú varst ekki vön að kvarta yfir einu né neinu. Ég man einu sinni þegar þú dast á svelli á gangstétt og lást með fótinn í gifsi upp fyrir hné og gast varla hreyft þig, þú kvartaðir ekki heldur þá. Það er svo ótrúlega margt sem við áttum og gerðum saman, þær minningar geymast í hjarta mínu sem er stórt alveg eins og þitt var. Þú varst sú hjartahlýjasta, ósérhlífnasta og óeig- ingjarnasta kona sem ég veit um og tala ég fyrir munn margra manna, þú varst með öðrum orðum perla. Það eru ekki allir sem eru þeirrar heppni aðnjótandi að eiga eins mömmu eða ömmu og þig. Það var fyrir nokkrum mánuðum að þú fórst að finna fyrir óþægindum í hnénu og fórst margoft til læknis. Það var allt á sama veg, ekkert að þér. Síðan kvartaðir þú og þá fóru læknar að hlusta á þig og gerðu eitthvað í málinu. Mér finnst alveg ótrúlegt þegar sumir læknar þykjast vita betur en sjúklingurinn um það hvort maður er með verk eða ekki. Það er hlutur sem enginn getur komið mér í skilning um. Þú útskýrir það fyrir mér seinna þegar við hitt- umst aftur. Ég er mjög ánægður að hafa hitt þig um morguninn yfir kaffisopa, ég kom, tók utan um þig, kyssti og sagði þér að ég elskaði þig skilyrðislaust, annað væri bara ekki hægt. Elsku mamma, Gulli bróðir hringdi í mig aftur nokkrum mínút- um seinna og sagði mér að þú værir dáin, ég á engin orð til að lýsa líðan minni við það reiðarslag, mín eina huggun er sú að hann Bjarni, sem þú elskaðir og þér þótti svo vænt um, var hjá þér. Síðan komu allir til þín upp á spítala. Ég ætlaði að syngja fyrir þig eins og ég gerði fyrir Gunn- ar afa en ég kom ekki upp orði. Elsku mamma mín, viltu vaka yfir okkur öllum, vernda okkur og passa. Hafðu þökk fyrir allt og allt, perlan mín. Þinn sonur Gunnar Steinn. Elsku mamma, ég vildi bara segja þér að ég elska þig og sakna þín svo mikið. Ég var að vona að þetta væri aðeins vondur draumur og ég gæti vaknað og allt yrði sem fyrr. Við átt- um eftir að gera svo margt saman. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman þótt stuttur væri, þó á ég margar góðar minn- ingar um okkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, alveg sama hvað það var eða hvað ég gerði, þú bara elskaðir mig. Elsku mamma, ég kveð þig með þessu ljóði sem er ritað á plattann sem ég gaf þér kvöldið áður en þú kvaddir, ég veit að þér þótti þetta ljóð mjög fallegt og þú varst hreykin af þessari gjöf: Þú leiddir mig og studdir er lítil ég var og smá þú áfram veginn ruddir svo allir mega sjá nú lífið við mér brosir það er gott að vera til, og allar mínar óskir þær rætast ef ég vil. (Þóra B. Jóns.) Þín dóttir, Guðný Nanna. Kallið er komið allt of fljótt. Það átti enginn von á því að við þyrftum að kveðja þig svona snöggt. Þú sem varst svo hress og brosmild, alltaf tilbúin að gera alla hluti og kunnir ekki að segja nei. Ég kynntist þér fyrir tæpum tíu árum, þegar ég kynntist syni þínum. Það er nú alveg eins og það hafi gerst í gær og þú tókst mér svo vel að það var eins og ég hefði alltaf þekkt þig. Og dóttir mín leit strax á þig sem ömmu og þú tókst henni þannig líka. Við vitum svo hvernig allir tengdamömmu- brandararnir eru, þeir gera tengdó alltaf að grýlum, en þannig var ekki komið hjá okkur. Okkur kom mjög vel saman og mér fannst mjög gott að vinna með þér, við vorum eins og ein heild. En þannig var líka sam- bandið á milli þinnar fjölskyldu og minnar, við vorum eins og ein stór fjölskylda, þegar við fórum saman í útilegur á sumrin eða hvað sem var. Einnig var mjög gaman þegar við hittumst á mánudagskvöldum á vet- urna í föndurklúbbnum okkar. Það voru heldur engin vandamál þegar við vorum að undirbúa og útbúa brúðkaup okkar Gunnars, þá stillt- um við bara saman strengi, ég, þú og mamma, og gerðum þetta að glæsi- legri veislu sem við allar gátum verið stoltar af. Svo rann stóra stundin þín upp í maí á síðasta ári, þegar þú gift- ist honum Bjarna þínum. Þið létuð loksins verða af þessu að börnunum viðstöddum en komuð öllum öðrum á óvart þar sem þeir héldu að þeir væru að mæta í matarboð og Evr- óvisjónpartí, en svo kom annað í ljós. Það var líka svo gaman að fá að taka þátt í jólafundi kvenfélagsins og sjá hvað þetta er skemmtilegur hópur sem þú starfaðir með. Þannig öðlað- ist maður skilning á því hvað þú lifðir þig inn í þetta starf. Oft var sagt við þig að þú værir svo upptekin kona og værir aldrei heima, en málið er að þú lifðir lífinu lifandi. Þú gafst þér alltaf tíma til að gera allt, hvort sem það var smáinnlit eða skipulagðar heim- sóknir. Þið Bjarni voruð kannski bara að labba Elliðárdalinn um helg- ar og komuð svo við í vatn eða kaffi- sopa. Það var líka gaman þegar við fórum saman til Benidorm 1996. Þá var sagt við Gunnar að hann væri hugaður maður að leggja það á sig að fara í frí með mömmu sinni og tengdó, mikið gátum við hlegið að því. Við vorum svo farin að tala um það að við þyrftum að fara að end- urtaka þetta. En því miður fórst þú í annað ferðalag. Elsku tengdó, þetta er allt svo óraunverulegt og minningarnar hell- ast hér yfir mig en það er svo erfitt að koma þeim á blað. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, við munum sakna þín sárt, en við munum halda minningu þinni á loft. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Guðbjörg Kristín Pálsdóttir. Elsku amma. Jæja, þá er komið að kveðjustund, sem ég var að vona að kæmi ekki nærri því strax. En eins og sumir segja þá hefur lífið sinn gang, mér finnst að það eigi ekki að fara á þennan veg af því að það er svo sárt að kveðja þig . Þú varst mikils metin kona alls staðar og það liggur við að önnur hver manneskja í Reykjavík þekkti þig. En nú ertu farin og við munum öll syrgja þig mikið og lengi. Þó að þú sért farin frá okkur líkamlega þá ferðu aldrei frá okkur andlega, þú verður alltaf hjá okkur, sama hvað gerist og þú verð- ur ávallt til í minningum okkar allra. Mín elsta minning um þig er hvernig þú sast og talaðir í símann. Svo var ég alltaf uppi og hlustaði á það sem þú sagðir. Ég gleymi heldur aldrei hvað það var gaman að fara með þér í útilegur eða hvað rödd þín var falleg eða hvernig þú hlóst. Mig minnir að ég hafi aldrei séð þig leiða því að það var alltaf bros á vörum þínum. Amma, ég elska þig hvað sem ger- ist og ég gleymi þér aldrei. Þín sonardóttir og alnafna Jóhanna G. Gunnarsdóttir. JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jó- hönnu Guðrúnu Gunnarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.