Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er hellingur fínna leikara í nýj- ustu mynd breska leikstjórans Johns Madden, sem seinast leik- stýrði kvikmyndinni Ástfanginn Shakespeare. Captain Corelli’s Mandolin er stórmynd úr seinni heimsstyrjöld- inni sem byggist á skáldsögu Louis de Bernières. Þar segir frá grískum sjómanni sem fer að berjast, en á meðan fellur heitmey hans fyrir ítölskum herforingja. Mótsagnirnar eru áskorun –Hvað fannst þér áhugavert við söguna í upphafi? „Það verður langur listi að telja það allt upp. Mér fannst áhugavert að sagan segir frá stríði, sem allir þekkja, frá nýju sjónarhorni sem ég hafði aldrei heyrt um. Einnig hvern- ig höfundurinn skoðar stríð út frá daglegu lífi fólks. Innst inni er þetta saga um ást, ekki bara rómantíska ást, heldur í víðasta skilningi þess orðs. Eins og ást föðurins til dótt- urinnar sem er jafnkraftmikil og ástin milli tveggja aðalpersónanna. Og sem leikstjóri fannst mér áskor- un falin í að takast á við mótsagn- irnar í myndinni þar eð hún er stundum fyndin, jafnvel „absúrd“ og farsakennd, en um leið hrottafengin og hrollvekjandi, auk þess að vera bæði saga um þjóðerni og mjög náið um persónur. Mér fannst hún ófyr- irsjáanleg og falleg og áhrifarík saga úr heimi sem við erum ekki vön að sjá.“ –Sumir lesendur bókarinnar segja ómögulegt að kvikmynda bók- ina, er myndin öðruvísi? „Já, hún er öðruvísi en hvorki í anda né atburðum. Sem skáldsaga brýtur hún margar reglur, þar sem alls konar fólk segir söguna á mis- jöfnum tíma og hefur fjölmarga út- úrdúra.Ég hef breytt ýmsu í frá- sögninni og dæmi um það þá hittast Mandras og Corelli aldrei í bókinni. Í alvöru gáfu Ítalir grísku skærulið- unum vopn og börðust við hlið þeirra, en það gerist ekki í bókinni. Það eru breytingar, en allir sem lesa bókina munu þekkja hana aftur í myndinni. Höfundurinn, Louis de Bernières, er ánægður með mynd- ina og það ætti að segja ýmsilegt.“ –Það eru ekki allir ánægðir með- Nicolas Cage sem leikara. Kom hann fyrstur til greina í titi- hlutverkið? „Mér finnst hann frábær kostur fyrir hlutverkið, en ég veit að það er ekki allir sammála mér í því. Það er mjög óvenjulegt að sjá bandaríska stórstjörnu leika nokkuð annað en Ameríkana. Brad Pitt er stundum Íri og kannski Johnny Depp en lengra nær það ekki. Okkur finnst minna mál þegar Bretar eða Ástr- alir gera svona lagað. Mér finnst hann alveg frábær í hlutverkinu og mjög kjarkmikill að taka það að sér, jafnvel þótt hann sé af ítölskum uppruna. Það var heldur ekki auðvelt að finna rétta leikarann í hlutverkið. Það eru fáir leikarar sem það hent- ar. Nicolas virkar frábærlega fyrir suma áhorfendur og alls ekki fyrir aðra. En ég er mjög ánægður með hann.“ Þjóðernisblindur í leikaravali –Þurfti hann að læra að spila á mandólín? „Já, hann gerði það. Hann tekur öll sín hlutverk mjög alvarlega. Á ferilskrá hans eru mjög mörg sér- stök hlutverk og hann leikur þá gjarna miður aðlaðandi náunga. Hann gefur sig allan í leit að per- sónunni. Hann var mjög efins um að hann gæti leikið tónlistarmann eða söngvarann sem Corelli er, þrátt fyrir að afi hans sé stjórnandi og tónskáld. En hann var ótrúlega fljótur að læra á mandólínið og það þurfti ekki að blöffa neitt með myndavélinni, hann spilar í alvöru.“ –Hvers vegna valdirðu hina leik- arana í hlutverkin? „Það að velja leikara í hlutverk er mjög ósjálfrátt ferli, og þannig er það bara best og þýðir ekkert að skoða val sitt á rökvísan máta. Hér þurfti ég að finna leikara í hlutverk Grikkja, Ítala og Þjóðverja, og var þjóðernisblindur á vissan hátt við valið á leikurunum. Ég féll ósjálfrátt fyrir Penélope Cruz þegar ég sá hana í tveimur spænskum kvik- myndum og fannst hún dásamleg í báðum. Mér datt hún strax í hug í hlutverk Pelagiu. Ég er viss um að þeir sem hafi lesið bókina hafi séð þessa persónu fyrir sér einsog Penélope er. Það sama má segja um John Hurt í hlutverki Iannis. Það er náttúrlega skrýtið að John, hálf- írskur og hálfskoskur og alinn upp í Englandi, sé látinn leika föður Penélope, sem er algjör Miðjarð- arhafsstúlka. En mér finnst þau al- gjörlega virka sem feðgin í mynd- inni. Auðvitað fer ég eftir hæfileikum fólks sem ég vel, en líka bara hvort mér líkar það persónu- lega og hvort það heillar mig sem manneskjur og gæti gert það sama í kvikmyndinni. Ég held að allir leik- ararnir í myndinni hafi á einn eða annan hátt mjög mannlega hlið á sér sem skín út fyrir hlutverkið. David Morrissey er lítið þekktur leikari en ég hef unnið með honum oft áður. Hann leikur Þjóðverjann Weber og mér finnst hann hreint út sagt stórkostlegur í hlutverki sínu. Annars var alls engin pressa á mér í sambandi við hlutverkin. Ég reyndi eins og ég gat að láta útlitið passa nokkurn veginn, en var líka tak- markaður af því hversu vel mæltur leikarinn var á enska tungu. Að- allega fór ég bara eftir tilfinning- unni.“ Menning Grikkja og lífssýn –Mér finnst myndin mjög falleg útlitslega séð og sagan er þannig að stundum hafði ég það á tilfinning- unni að ég væri að horfa á mynd frá 1940. Var það meðvitað frá þér? „Fleiri hafa sagt það og stundum á niðrandi hátt. Myndin er tekin á mjög klassískan hátt út af tíma- bilinu sem hún gerist á. Mér þykir lítið koma til leikstjórnarstíls sem er sífellt að draga athyglina að sér. Þetta er mynd jafnmikið um þennan stað, sem ég þurfti að sýna og ég vildi að fólk sæi hann og skynjaði því hann er stór hluti sögunnar. Ég John Madden er leikstjóri Captain Corelli’s Mandolin sem frumsýn Fer eftir tilfinningunni Örlagaríkar ástir, Penélope Cruz og Nicolas Cage í hlutverkum sínum. John Madden segir að fyrir sig sem leikstjóra hafi áskorun falist í mótsögnunum sem þessi fallega og fyndna, en jafnframt hrollvekj- andi kvikmynd feli í sér. Hildur Loftsdóttir trúir því. NÚ ER gósentíð fyrir þá sem sér- hæfa sig í smíði melódískra kassagít- arsöngva. Vegna metsölu Coldplay og Travis leita stóru plötufyrirtækin log- andi ljósi að ungum og efnilegum söngvurum og laga- höfundum sem ým- ist leynast tötraleg- ir með gítar um öxl á fjölförnum göngugötum eða heima í foreldrahús- um og hafa ekki enn þorað að afhjúpa hugarsmíðar sínar. Frumburður dúettsins Turin Brak- es ber þess greinileg merki að þar fara sannir músíkantar og engin hraðsoðin en útpæld markaðssmíð. Tvíeykið Olly og Gale er með hreint guðdómlegar söngraddir sem þeir tvinna listilega saman og falla vel að einföldu og smekklegu gítarpoppinu. Hvers vegna því hefur verið líkt við tónlist Coldplay er auðheyrt en hér erum við þó á heldur blúsaðri nótum, nær gamla breska þjóðlagapoppinu og jafnvel Gomez. Um leið og flutningurinn getur tal- ist næsta óaðfinnanlegur verður því miður ekki sagt hið sama um laga- smíðarnar. Þær eru heldur of einhæf- ar og keimlíkar til að frumburðurinn fái fyllilega notið sín í heild. En inn á milli glittir í ljúfsárar og listilega pússaðar perlur sem gefa til kynna að vert er að fylgjast með brambolti Tur- in Brakes í framtíðinni. Tónlist Sannir söngmenn Turin Brakes the Optimist Lp Source/Skífan Ein af uppgötvunum ársins og kandídatar í valið um Coldplay ársins. Tveir æskuvin- ir sem hafa verið að bardúsa í tónlist frá blautu barnsbeini. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.