Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 11 Á MÁLÞINGI um fjármögnun háskóla í Háskóla Íslands á föstudaginn kom fram hjá Ingjaldi Hannibalssyni, pró- fessor og framkvæmdastjóra rekstr- ar- og framkvæmdasviðs HÍ, að launa- stika ríkisvaldisins er stökk. Sökum þess að stikan sem ríkisvaldið notar til að reikna út fjárþörf HÍ vegna launa- kostnaðar er of lág er oft lítið fé eftir fyrir stjórnendur til að reka deildir og skorir. Starfsskyldur kennara hafa verið eftirfarandi: kennsla 48%, stjórnun vegna kennslu 9%, rannsóknir 40% og stjórn- un vegna rann- sókna 3%. 16% eru fundin með því að reikna út 9/(48+9). Deildir og skorir bregð- ast við þessari skekkju með ýmsum hætti. En hér getur hugsanleg skýring á meintum veikleika í stjórnun HÍ legið. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku og formaður skorar róm- anskra og slavneskra mála, var spurð um rekstur og stjórnun í HÍ. Hún telur að undanfarin ár hafi margt batnað í stjórn Háskóla Íslands og viljinn til að bæta sig sé alls staðar fyrir hendi. Stjórnun hefur lengi verið vanmetin í vinnuframlagi háskólakennara, nokk- uð sem sést á nýjustu kjarasamn- ingum. Þar er stjórnunarskylda lekt- ora og dósenta minnkuð niður í 6% úr 12%. Þannig er minna fé varið í stjórn- un en áður, þótt kennarar verji sífellt meiri tíma í stjórnunarstörf. Ekki var ráðið í ný skrifstofustörf til að mæta þessum breytingum. „Nýjungar í minni skor stranda ekki á svifaseinni stjórnun heldur á fjárskorti,“ segir Margrét. „Mér finnst þess vegna ekki hægt að tala um stjórnun án þess að tala um peninga. Við fáum mun minna fé en við ættum að fá samkvæmt þreyttum einingum og kössum og er- um því undirmönnuð og allt of störf- um hlaðin. Fengjum við það fé sem okkur ber væri staða okkar allt önnur. Þannig velta allar þær breytingar sem ég vildi sjá í minni skor á peningum.“ Ímyndin af háskólakennaranum sem er niðursokkinn í eigin rann- sóknir fellur ekki vel að þeirri ímynd sem við höfum af skilvirkum stjórn- anda. „Þeir sem ekki hafa hæfileika til stjórnunar neyðast þó oft til að taka að sér slík störf. Það er miður. Samt sem áður er það ekki aðalvandi stjórn- kerfis HÍ,“ segir Margrét. „Það sem mér finnst alvarlegast er að ekki fara saman ábyrgð og völd. Skor- arformenn bera gífurlega ábyrgð en hafa ekki völd að sama skapi til þess að bregðast við því sem upp á kemur. Stjórnunarpíramídinn er ekki nægi- lega skilgreindur og virkar ekki þeg- ar á reynir. Því þarf að fastsetja allar starfslýsingar mun nánar.“ Margrét Jónsdóttir enda uppurið Gylfi Magnússon 1 „Hlutverk og umsvif skorarformanna ernokkuð mismunandi eftir skorum í Há-skóla Íslands vegna þess hve skorirnar eru ólíkar,“ segir Gylfi Magnússon formaður viðskiptafræðiskorar HÍ. „Sem dæmi má nefna að í við- skiptaskor einni eru á annað þús- und nemendur og væri skorin því ein og sér með stærri mennta- stofnunum á land- inu.“ Aðrar skorir Háskóla Íslands eru minni og flestar raunar miklu minni. „Það skapar við- skiptaskor líka nokkra sérstöðu að eðli málsins samkvæmt eru kennarar hennar allir menntaðir í við- skiptafræði eða skyldum greinum og hafa því góðan faglegan grunn til að takast á við stjórn umsvifamikils rekstrar,“ segir hann. Viðskiptaskor hefur tekið mjög örum breytingum á undanförnum árum. „Stjórn- kerfið hefur á engan hátt staðið í vegi fyrir þessum vexti, raunar hafa vaxtarverkirnir einkum birst í því að deildin hefur fyrir löngu sprengt það húsnæði sem hún hefur til ráðstöfunar utan af sér,“ segir Gylfi. Skorarformenn, líkt og raunar deild- arforsetar, rektor og fleiri stjórnendur skól- ans, eru kosnir úr hópi kennara til nokkurra ára í senn. Þessi störf ganga því manna á milli sem þætti óvenjulegt í fyrirtæki. „Auk þess einkennir það stjórnsýslu í Háskólanum og sérstaklega alla stefnumótun að margir koma að henni og greiða jafnvel atkvæði um tillögur. Skorir og deildir halda reglulega fundi til að taka ýmsar ákvarðanir, t.d. um námsframboð, ráðstöfun fjár og mannaráðn- ingar,“ segir Gylfi. „Þessa fundi sitja kenn- arar og fulltrúar nemenda. Þannig er það ekki hlutverk skorarformanns að móta stefnu skorar sinnar en hann framfylgir ákvörðunum skorarfunda og stjórnar fund- unum. Skorarformaður getur þó vitaskuld haft talsverð áhrif á stefnumótun skorar þótt hann taki ekki sjálfur stefnumótandi ákvarðanir. Það sama má raunar segja um þátt deildarforseta í stefnumótun deildar.“ Gylfi segir að það þekkist vissulega, að háskólar séu mjög miðstýrðir og ráðnir stjórnendur, sem ekki endilega hafa hæfi sem háskólakennarar, taki stefnumótandi ákvarðanir og reki háskólana í raun á svip- aðan hátt og venjuleg fyrirtæki. Stundum eru sumar deildir háskóla reknar nánast eins og fyrirtæki, t.d. viðskiptadeildir, en öðrum stjórnað að miklu leyti af kennurum sjálfum innan þeirra ramma sem fjárhagur deildanna og ýmsar reglur sem stjórn skól- ans og yfirvöld setja leyfa. 2 „Stjórnkerfi Háskóla Íslands sker sigþví ekki sérstaklega úr meðal háskólaog sú grunnhugmynd að hafa litla miðstýringu, þar sem stjórnendur eru í raun bara fremstir meðal jafningja – og það tíma- bundið – þarf alls ekki að þýða að skólinn sé ekki samkeppnishæfur, hvort heldur er inn- an- eða utanlands,“ segir Gylfi. „Slíkt um- hverfi og sérstaklega sú blanda af frelsi og ábyrgð sem því fylgir virðist henta ágætlega til að laða fram það besta í háskólamönnum og draga gott fólk til starfa í háskólum.“ Hann segir að vitaskuld sé það svo í jafn- stórri og umsvifamikilli stofnun og Háskóla Íslands að ýmislegt geti betur farið. Það liggur nánast í hlutarins eðli að í svo flókn- um og síbreytilegum rekstri gengur sumt vel en annað ekki. „Það er í því ljósi örugg- lega óhætt að taka undir sumt af gagnrýni forsætisráðherra á stjórnkerfi skólans,“ seg- ir Gylfi en segir þó að gagnrýnin sé of al- menn og því erfitt að átta sig á hvað for- sætisráðherra telur að helst standi skólanum fyrir þrifum og því vart hægt að skoða þá þætti sérstaklega nema hann nefni áþreifanleg dæmi. „Ég tel þó að því fari fjarri að skólinn eigi í einhverjum sér- stökum vandræðum með að standast sam- keppni við erlenda skóla stjórnkerfisins vegna. Það er raunar fátt yfirhöfuð sem bendir til þess að mínu mati að skólinn eigi erfitt með að standast slíka samkeppni og ekkert sem bendir til þess að hann eigi erf- iðara með það nú en áður,“ segir hann. Guðrún Gísladóttir 1 „Skorarformenn hjá okkur starfa 2 ár íröð og skiptast menn á um starfið,“segir Guðrún Gísladóttir formaður í jarð- og landfræðiskor. „Skorarformenn hafa unnið í nánu samstarfi við skorarfund þar sem fastir kenn- arar við skorina sitja, auk að- júnkta og fulltrúa stúdenta.“ Guð- rúnu finnst sjálf- sagt að skor- arformaður sé úr röðum kennara, enda þurfa skor- arformenn að taka á og sjá um fagleg mál skor- ar. „Hins vegar er því ekki að neita að starf skorarformanns nær oft langt út fyrir það sem manni finnst þurfa vera á höndum hans, með því á ég við t.d. ýmis mál sem snerta fjármál skorar,“ segir hún. „Því þyrftu skorir að hafa fulltrúa innan sinna vébanda, en hingað til hafa skorir raunvís- indadeildar ekki haft slíka aðstoð. Þetta er því nauðsynlegra þar sem mun fleiri mál en áður koma beint inn á borð skorar.“ Skorarformenn bera meiri fjárhagslega ábyrgð nú en áður. „Við erum vissulega ekki sérmenntuð á því sviði en verðum samt sem áður að axla þá ábyrgð sem skorarfor- mennskunni fylgir,“ segir hún. Hins vegar er það svo að allar stærri breytingar sem felast í breytingum á kennslu og stöðugild- um og snerta þannig fjármál skorar og deildar þurfa að fá samþykki deildar sem hefur fjármálanefnd deildarinnar sér til að- stoðar. „Við höfum gert talsvert miklar breyt- ingar á náminu hjá okkur á skömmum tíma,“ segir Guðrún. „Um róttækar breyt- ingar í skorum, sem hafa í för með sér fjár- útlát, þarf hinsvegar að leita samþykkis deildarfundar. Skorir verða að standa undir sér fjárhagslega en þær fá fjármagn sam- kvæmt deililíkani sem ræðst af fjölda stúd- enta sem þreyta próf í einstökum nám- skeiðum.“ Segja má að því fleiri stúdentar sem eru í námskeiðum því hagstæðara fyrir skor og fámennu námskeiðin eru rekin með tapi. „Þá er á margan hátt ógagnsætt hvernig einstök námskeið eru metin t.d. vægi æfinga/sérhæfðrar vinnu í sérhæfðri aðstöðu. Það er oft ekki í samræmi við raunverulega kennsluhætti og stirt og flókið að fá leiðréttingu þar á. Þetta snýr allt eins að menntamálaráðuneyti eins og skor og deild. Því miður skortir mikið á að skorirnar fái nægjanlegt fjármagn til að standa undir metnaðarfullu námi. Í mörg ár hefur það t.d. tíðkast að skorir fá ekki rekstrarfé. Laun eru greidd en það virðist ekki skiln- ingur hjá ríkisvaldinu að það þurfi fjármagn í annan rekstur hvort sem er í sambandi við einstök námskeið, rannsóknastofur eða tækjakost. Þá er það afar dapurlegt að ríkið hafi ekki séð ástæðu til að búa fjárhagslega vel að framhaldsnáminu svo sómi sé að.“ Guðrún nefnir dæmi um nýjungar í skor- inni; ferðamálafræði, jarð- og landafræði fyrir erlenda stúdenta o.fl. „Viðbrögðin eru mjög góð en fé skortir. Það verður að segj- ast að meðal allnokkurra raunvísindadeild- armanna gætir ákveðinnar tregðu við nýj- ungar af þessu tagi. Nám í okkar skor er að nokkru leyti þverfaglegt og er hvoru tveggja á sviði raunvísinda og samfélagsvís- inda og situr það talsvert í sumum raunvís- indamönnum á meðan aðrir sjá kosti þessa fyrir deildina og eru því fylgjandi. Yfirvöld HÍ hvetja mjög til breytinga sem þessa, en helsti gallinn er að fjármagn skortir oftast til þess að hægt sé að framkvæma þetta svo vel sé,“ segir hún. „Raunvísindadeild er hlynnt svona nýjungum, en fjármagns- skortur er ósjaldan dragbítur á svona nýj- ungar. Því er það oft svo að farið er af stað með svona breytingar, sem við teljum nauð- synlegar, af vanefnum, sem kallar gjarnan á óhóflegt álag á kennara sem eru allt of fáir. Hér er fyrst og fremst við ráðamenn þjóð- arinnar að sakast. Ríkið skammtar skól- anum fé miðað við tiltekið ástand en lítið svigrúm gefst til breytinga nema það sé skorið niður annars staðar.“ Skorum er því þröngur stakkur sniðinn og lítið svigrúm gefst til þróunar, að mati Guðrúnar. „Mér finnst erfitt að tjá mig um orð Dav- íðs Oddssonar á landsfundi sjálfstæð- isflokksins. Ef hann er að mælast til þesss að framámenn úr atvinnulífinu ættu að fá meira um málefni Háskólans að segja, þá eru þeir nú þegar komnir í Háskólaráð, það má svo spyrja sig að því hvort það sé betra fyrir akademískt frelsi Háskólans. Þessir sömu menn hafa ekki mikil tengsl við neðri stjórnstig háskólans, og ég tel að þessi breyting sé ekki bót frá því sem áður var. “ Guðrún nefnir að stjórnkerfi Háskólans geti verið mjög þungt, t.d. þegar kemur að ráðningum í kennarastöður. Vissulega þarf að vanda til verka við ráðningar eigi Há- skólinn að halda uppi alþjóðlegum staðli, en þessi ferill er of langur; skor, deild, lögfræð- ingar skólans, rektorsskrifstofa og mennta- málaráðuneytið tengjast honum. Hann tekur oft ár, en má stytta án þess að slá af kröf- um. „Eins er það fullkomlega óeðlilegt svo dæmi sé tekið að stærðfræðingar og eðl- isfræðingar séu settir í þá stöðu að leggja endanlegt mat á hvort ráða skuli tiltekinn landfræðing eða jarðfræðing til starfa. Þetta gildir að sjálfsögðu á hinn bóginn líka,“ seg- ir Guðrún „Núverandi deildarforseti vill í vaxandi mæli færa ákvarðanir frá deild til skora. Það á meðal annars við um manna- ráðningar og er það vel.“ (Spurningu 2. sleppt hér). Spurningar til skorarformanna og svör Gylfi Magnússon Guðrún Gísladóttir Tveir skorarformenn í deildum Háskóla Íslands voru spurðir um tvennt í framhaldi af orðum Davíðs Oddssonar: 1Valdið og stjórnunarvald skorarfor-manna: Hvernig gengur að koma ábreytingum í ykkar skorum? 2 Skyldan og hæfileikinn til að stjórna:Hverju þarf að breyta til að stjórnun íHÍ verði skilvirkari? Minna fé í stjórnun en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.