Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 39 ÖNNUR Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn 28. október, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fast- an sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðsta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu fjögur árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Heiti messunnar er dregið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann upprisinn og þreifa á sárum hans. Markmið Tómasarmessunnar eru öðru frem- ur að leitast við að gera nútíma- manninum auðveldara að skynja ná- vist Drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnuði og í bænaþjón- ustu og sálgæslu, en mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu. Þá ein- kennist messan af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna. Stór hóp- ur fólks tekur jafnan þátt í und- irbúningi og framkvæmd Tóm- asarmessunnar og er það um 30 manna hópur, bæði leikmenn, djáknar og prestar, sem stendur að hverri messu. Það er von okkar, sem að messunni stöndum, að þær góðu mótttökur sem Tómasarmessan hef- ur hlotið hingað til gefi tóninn um framhaldið og að hún megi áfram verða mörgum til blessunar og starfi íslensku kirkjunnar til efl- ingar. Skilnaðarnámskeið í Kvennakirkjunni KVENNAKIRKJAN gengst fyrir námskeiði um afleiðingar skilnaðar og leiðir til betra lífs. Námskeiðið verður í Þingholts- stræti 17 og byrjar mánudags- kvöldið 29. október. Það verður frá kl. 17.30 til 19 næstu sex mánudags- kvöld. Leiðbeinandi verður Val- gerður Hjartardóttir hjúkr- unarfræðingur og djákni. Valgerður hélt svipað námskeið í Kvennakirkjunni í fyrra og bætir nú við nýjum þáttum og ræðir sér- staklega um þátttöku barna í skiln- aði foreldra. Þátttakendur komi í Þingholts- stræti 17 á auglýstum tíma. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum fást þær á skrifstofu Kvennakirkjunnar í síma 551 3934. Allir kórar Langholtskirkju með söngskemmtun SÖNGSKEMMTUN verður haldinn í Langholtskirkju sunnudaginn 28. október kl. 16, þar sem að allir kór- ar sem starfa við kirkjuna munu syngja auk sönghópa sem sprottið hafa upp úr starfinu. Markmiðið er að kynna söngstarfið í Langholts- kirkju og um leið að gefa söfn- uðinum og öðru áhugafólki kost á góðri skemmtun, en efnisskráin að þessu sinni verður blanda af léttum lögum við allra hæfi. Þetta er í fyrsta sinni sem þessir kórar syngja allir á einum tón- leikum og eru söngvararnir á þriðja hundrað í alls tíu kórum og söng- hópum. Þeir sem fram koma eru allt frá fjögurra ára aldri, en kórarnir eru: Krúttakórinn, Kór Kórskólans, Graduale futuri, Gradualekór Lang- holtskirkju, Graduale Nobili, Kór Langholtskirkju, Kammerkór Lang- holtskirkju, Karlakór Íslands og ná- grennis, Djúsí (systur) og Töfra- drengirnir (úr Töfraflautunni). Fleiri sönghópar og kórar hafa reyndar sprottið upp úr söngstarf- inu í Langholtskirkju en þeir verða ekki með að þessu sinni. Jón Stef- ánsson hefur umsjón með tónleik- unum og stjórnar flestum kóranna, en einnig koma fram aðrir stjórn- endur og kennarar sem starfa við Kórskóla Langholtskirkju. Kynnir verður Ólafur H. Jóhannsson. Að- göngumiðinn kostar 1.000 kr. (sæt- ið) og eru miðar seldir við inngang- inn, en húsið verður opnað kl. 15. Þórunn Harðardóttir spilar við tónlistar- guðsþjónustu ÞÓRUNN Harðardóttir leikur á víólu við tónlistarguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 17 nk. sunnudag. Við tónlistarguðsþjónustuna er lögð áhersla á sjálfa tónlistina, bæn- ina, kyrrðina og íhugunina. Tónlistarguðsþjónustur hafa ver- ið haldnar við kirkjuna undanfarin ár. Að venju er organisti Natalía Chow og félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Prestur að þessu sinni er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnesprófasts- dæmi. Kópamessa BOÐIÐ verður upp á þá nýbreytni í starfi Kópavogskirkju í vetur að svokallaðar Kópamessur verða einu sinni í mánuði. Í þeim verður tónlist- in léttari en í hefðbundnum messum og yfirbragð þeirra nokkuð annað. Lögð verður áhersla á þáttöku kirkjugesta bæði í söng og öðrum þáttum helgihaldsins. Með Kópa- messunum, sem eru viðbót við hinar hefðbundnu guðsþjónustur, vill sóknarnefnd og starfsfólk kirkj- unnar bjóða upp á nýjan valkost í helgihaldinu. Fyrsta Kópamessan verður sunnudaginn 28. október kl. 20.30. Sóknarnefnd - sóknarprestur. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði KVÖLDVAKA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudagskvöldið 28. október og hefst hún kl. 20. Fyrir næstu þrjár kvöldvökur hefur verið valið þemað: Trú, von og kærleikur. Að þessu sinni verður flutt dag- skrá í tali og tónum um þemað: Trú – hverju eigum við að trúa? Hver er tilgangurinn? Umsjón með kvöldvökunni hafa prestarnir Einar Eyjólfsson og Sig- ríður Kristín Helgadóttir. Örn Arn- arson tónlistarmaður sér um söng- dagskrá með fjölhæfu liði tónlistarfólks en hljómsveit hans hefur á að skipa píanóleikara, bassaleikara, gítarleikara og þver- flautuleikara. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða almennan safnaðarsöng. Leitast er við að kynna og kenna trúarlega söngva á kvöldvökunum en þær eru að jafnaði einu sinni í mánuði. Og eins og á öllum almenni- legum kvöldvökum verður lesin saga, að þessu sinni saga sem teng- ist þema hennar. Að lokinni kvöldvökunni verður kaffihús í safnaðarheimilinu. Þessar mánaðarlegu kvöldvökur í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði henta fólki á öll- um aldri. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Einar Eyjólfsson. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 28. októ- ber kl. 14. Bjarni Karlsson sókn- arprestur í Laugarneskirkju predik- ar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur, miðborgarpresti, Hans G. Alfreðssyni, guðfræðingi og Sverri Jónssyni. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir lofgjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbæn- arefni til þeirra sem þjóna í mess- unni. Í lok stundarinnar verður alt- arisganga. Messan fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Miðborgarstarf KFUM&K. Nýjung í Bessastaðasókn BRYDDAÐ hefur verið upp á ýms- um nýjungum að undanförnu í safn- aðarstarfi Bessastaðasóknar, en markmið þeirra er að sem flestir geti fundið starf við sitt hæfi á vett- vangi kirkjunnar. Miðvikudaginn 31. október hefst sérstakt kirkjustarf fyrir eldri borg- ara í Bessastaðasókn. Starfið fer fram í Haukshúsum á mið- vikudögum kl. 13–16. Bessa- staðasókn býður eldri borgurum sínum að taka þátt í opnu húsi, en þar er stefnt að því að eiga notaleg- ar samverustundir með fræðslu, leik og söng. Til að jafnvægis sé gætt gagnvart holdi og anda verður gott kaffiborð hverju sinni kl. 15. Á fyrstu samverunni, 31. október, mun Þórir S. Guðbergsson, rithöfundur, koma og fjalla um bók sína Lífsorka og létt lund. Einnig verður sungið og starfið framundan kynnt. Um- sjónarmenn þessa starfs verða þær Gréta Konráðs og Nanna Guðrún, djákni. Til að auðvelda fólki þátt- töku munu Auður eða Erlendur sjá um að sækja fólkið og aka því heim. Hægt er að hringja í síma 565 0952. Miðvikudagar eru dagar kirkj- unnar í Haukshúsum, því kl. 10–12 koma þar saman foreldrar ungra barna sem bundnir eru yfir börnum sínum. Í daglegu tali eru þessar stundir kallaðar mömmumorgnar, en að sjálfsögðu eru feðurnir einnig velkomnir. Starf fyrir 10–12 ára börn, TTT- starf, fer fram í Álftanesskóla á þriðjudögum kl. 17.30 í framhaldi af fermingarfræðslunni, sem er kl. 16.30 hvern þriðjudag. Þá má einnig minna á öflugt starf Álftaneskórsins sem kemur sterkur að kirkjusöngnum ásamt hinum nýja organista safnaðarins, Hrönn Helgadóttur. Sunnudagaskólinn er hvern sunnudag kl. 13 í Álftanesskóla og helgihald í kirkjunni hefur verið kynnt í Kirkjutíðindunum, en bæna- og kyrrðarstund verður í Bessa- staðakirkju á sunnudagskvöld, 28. október, kl. 20.30. Vonir standa til að þessi ný- breytni í starfi safnaðarins mælist vel fyrir og efli kirkjuvitund og kristna trú. Prestar, djákni og sóknarnefnd Bessastaðasóknar. Kaffihúsamessa SVOKÖLLUÐ kaffihúsamessa verð- ur í Safnaðarheimili Landakirkju sunnudagskvöldið 28. október. Haldnar voru þrjár slíkar guðsþjón- ustur síðasta vetur með Tónsmíða- félagi Vestmannaeyja. Kaffihúsamessa er heiti á sér- stakri umgjörð um góða tónlistar- dagskrá þar sem skiptast á frum- samin verk félaga í Tónsmíða- félaginu og eldri þekkt dægurlög úr trúarheimi kristinna manna. Upp- runi laganna er kynntur jafnóðum og inn á milli er guðspjallið lesið og lagt út af því guðsorði, sem tilheyrir þessum kirkjudegi, sem er siðbót- ardagurinn. Signing, bæn, lofgjörð og blessun eru einnig á sínum stað en ekki er um hefðbundin messus- vör að ræða. Söngurinn er allsráð- andi. Umgjörðin í Safnaðarheimilinu er lík því sem gerist á kaffihúsi, þannig að fólk situr við lítil borð og kerta- ljós, fær sér kaffisopa, te eða djús. Hugmyndin er að fólk njóti kvölds- ins án þess að vera í hefðbundnu hnakkasamfélagi kirkjuhússins. Í Tónsmíðafélagi Vestmannaeyja eru um tólf tónlistarmenn og söngv- arar en prestur er sr. Kristján Björnsson. Kaffihúsið verður opnað kl. 20 en tónlistin hefst 20.30. Eyrbekkingar og Stokkseyringar messa í Hafnar- fjarðarkirkju VON er á heimsókn kirkjufólks frá Eyrarbakka og Stokkseyri nk. sunnudag sem mun taka þátt í messu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Sr. Úlfar Guðmundsson, prófastur, mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni og kirkjukór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna syngja ásamt Kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn organista sinna. Ánægjulegt væri að sem flestir kæmu þá í kirkju og einkum þeir sem tengjast Stokkseyri og Eyr- arbakka. Eftir messuna mun að- komufólkið skoða sig um í Hafn- arfirði og líta við í kirkjum og söfnum. Tónlistarmessa fer svo fram kl. 17, sem sr. Kristín Tómasdóttir hér- aðsprestur mun annast. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Tólf sporin – Andlegt ferðalag FJÓRÐI og síðasti kynningarfundur á námskeiðinu, Tólf sporin – And- legt ferðalag verður nk. miðvikudag kl. 20 í Hjallakirkju í Kópavogi. Námskeiðið miðar að því að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín með kristna trú að leiðarljósi. Námskeiðið verður á mið- vikudögum á sama tíma í vetur.Allir hjartanlega velkomnir. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Breiðholtskirkja. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og allt- af hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora fundur mánudag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving, sál- gæsluþjónn safnaðarins. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. 10-12 ára TTT- starf mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4.-5. bekk velkomin. Litli Kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Mánudagur: TTT-klúbburinn frá kl. 17-18. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldumorgnar mánudag kl. 10-12 í umsjón Lilju djákna. Léttar hreyfingar, kaffi/djús og spjall/bæn- ir. Mánudagur: Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17- 18. Unglingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9- 17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyr- ir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.15 í kirkj- unni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur vel- komnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyr- ir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánudög- um kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjölskyldu- samvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30-15.30 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudag- ur: Kl. 16.45 æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney, Helga og Ingveldur leiða helga bæn og fjöruga leiki. Kl. 20 fundur í kvenfélagi Landakirkju. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30, lof- gjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Miriam Óskars- dóttir syngur einsöng. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Létt- ur hádegisverður að henni lokinni. Bæna- stund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Bene- dikt Jóhannsson prédikar, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Keflavíkurkirkja. Samvera með fermingar- börnum og foreldrum þeirra kl. 20. Systk- inin Sigurður Bjarni Gíslason og Þóra Gísla- dóttir aðstoða. Stutt kynning á fermingarstörfunum fyrir foreldra ferming- arbarna. Safnaðarstarf ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.