Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ ÓSKAST í Honda Accord árgerð 1997, Mitsubishi L300 4x4 (m. dieselvél) árgerð 1993 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 30. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. TANKBIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í GMC olíuflutningabifreið með 18000 lítra tanki (10 hjóla m. CAT. dieselvél) árgerð 1979. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA „AFSTAÐA lækna til framtíðar- staðsetningar Landspítala – há- skólasjúkrahúss mótast auðvitað nokkuð af því hvar þeir starfa, en það er óhætt að segja að flestir vilja ganga út frá skynsemissjónarmiði. Því fer fjarri að innan læknastétt- arinnar takist á einhverjar blokkir Hringbrautar-, Fossvogs- og Vífils- staðamanna. Við erum lausir við slíka flokkadrætti,“ segir Sigur- björn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands. Sigurbjörn segir að ef peningar væru engin fyrirstaða lægi ljóst fyr- ir að læknar vildu helst af öllu nýj- an spítala, sem væri byggður frá grunni. „Það er óskastaða allra lækna, en við erum ekki olíuríkir arabar eða Norðmenn og því ólík- legt að sá draumur rætist.“ Glundroði og ómarkviss sameining Aðalfundur Læknafélags Íslands, sem haldinn var 12. og 13. október sl., ályktaði um sameiningarferli sjúkrahúsanna í Reykjavík og lýsti yfir áhyggjum vegna glundroða og ómarkvissrar uppbyggingar sem einkenndi ferlið. Fundurinn taldi óviðunandi að við sameininguna hefði ekki legið fyrir ákvörðun um framtíðarstaðsetningu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og að í fjár- lögum skyldi ekki vera gert ráð fyrir útgjöld- um til að standa straum af stofnkostn- aði við sameininguna. Sigurbjörn Sveins- son segir að í byrjun síðasta árs hafi Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykja- víkur lýst því sameig- inlega yfir að félögin styddu sameiningu sjúkrahúsanna, sem varð að veruleika í mars það ár. Félögin sögðu þá að húsnæði Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans væri óhentugt til sjúkrahúsrekstrar og tóku undir orð fyrrverandi heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands haustið 1999, að í framtíðinni ætti að byggja eitt sjúkrahús sem rúm- aði starfsemina. „Við bentum á í fyrra að end- anleg markmið sameiningar næðust ekki nema undir einu þaki. Við er- um enn á sama máli,“ segir Sig- urbjörn. „Það stefnir vissulega í það nú að starfsemin verði allavega að mestu á einum stað. Menn hafa verið að vakka svolítið í kring- um þessi staðsetning- armál og kallað eftir mörgum skýrslum, en vonandi kemur niður- staðan fljótlega. Ég efast ekki um að góð sátt næst um framtíð- arstaðsetningu Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss, ef kraftur verður settur í upp- bygginguna.“ Óttast einhæfa starfsemi Sigurbjörn segir að helstu áhyggjur lækna, sem mæla fyrir uppbyggingu á því sjúkrahúsi sem þeir starfa á, séu þær að verði meg- instarfsemin byggð upp annars staðar muni starfsemi þeirra sjúkrahúss verða einhæf. „Mikill til- flutningur frá einu sjúkrahúsi þýðir að þar verður einhæft starf, ann- aðhvort mikil bráðaþjónusta eða mikil þjónusta við króníska sjúk- linga og svo ýmsar valdar aðgerðir. Ef öll bráðaþjónustan flyst á annað sjúkrahúsið þá gjörbreytist hitt. Á móti kemur að það sjúkrahús sem losnar við bráðavakt getur nýtt starfskrafta sína og aðstöðu betur, til dæmis verða skurðstofur ekki fyrir stöðugri truflun vegna óvæntra aðgerða.“ Læknir í stjórnunarstöðu innan LSH, sem Morgunblaðið ræddi við, baðst undan því að koma fram und- ir nafni og sagðist líkt og margir kollegar hans vilja bíða eftir nið- urstöðu nefndar um framtíðarstað- setningu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, áður en þeir tækju endanlega afstöðu til málsins. Í máli hans kom fram, líkt og hjá Sig- urbirni, að læknar myndu flestir sætta sig við hvaða staðsetningu sem væri, ef markviss framtíðar- uppbygging væri tryggð. Í sama streng hafa aðrir viðmælendur Morgunblaðsins innan LSH tekið og hafa m.a. nefnt að líklega verði umræða meðal lækna hin fjörugasta um leið og tillögur um framtíðar- staðsetningu liggja fyrir. Nefnd undir forsæti Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, skilar tillögum sínum um framtíðarstaðsetningu Land- spítala – háskólasjúkrahúss, um mánaðamótin nóvember/desember. Formaður Læknafélags Íslands um framtíðarstaðsetningu LSH Óskastaða allra lækna væri að nýr spítali væri reistur, segir Sigurbjörn Sveinsson og kveður enga flokkadrætti um vænt- anlega staðsetningu Landspítalans – háskólasjúkrahúss meðal lækna. Engir flokkadrættir meðal lækna Sigurbjörn Sveinsson hann dimmraddaður: „Farið með hana í hænsnabúið!“ Hænsnabúið Það ríkti þögn í bílnum. Morðingi Zerinu sat við stýrið. Ég man ekki lengur hvort ég horfði út um gluggann á meðan á ferðinni stóð, né hvað var að sjá fyrir utan. Allt um- hverfis mig hvarf mér sem í þoku. Eftir klukkustundar ferð var numið staðar fyrir framan átta blikkklædda bragga sem stóðu mjög afskekkt og voru eins og tunnur sem höfðu verið skornar í tvennt. Staðurinn var girtur af með gaddavír og umhverfis var ekkert að sjá nema skóg og engi. Það var farið að rökkva. Tveir hermenn fóru með mig gegn- um hlið inn í lítið vakthús. Í framher- berginu héngu þrír karlar fram á skrifborðin sín. „Nú, komin viðbót,“ sagði einn þeirra geispandi. Þeir bentu mér með hangandi hendi að fara inn í hliðarherbergi. Þar sat mað- ur, líklega um fimmtugt, hálfsköllótt- ur með feikilegt yfirskegg. Hann horfði á mig með fyrirlitningu. Einkaritarinn hans tók prentað blað upp úr skúffu sem hún rétti mér. Ég átti að skrifa undir það í hvelli og komst ekki til að lesa allt sem þar stóð. Í flýtinum náði ég aðeins að lesa að ég væri meðlimur í her Bosníu- Hersegóvínu og hefði skotið á bíl með ákveðnu númeri. Ég ætlaði strax að útskýra að hér væri um misskilning að ræða. „Haltu þér saman,“ greip karlinn fram í fyrir mér og ég átti ekki annarra kosta völ en að hlýða. Svo leit hann á undirskriftina mína og sagði háðslega: „Þú hefðir betur lært að skrifa en að skjóta.“ Ég hafði skolf- ið svo að skriftin mín var illlæsileg. Það var orðið dimmt þegar einn varðmannanna fór með mig inn í einn af skálunum baka til. Ég var alveg hætt að skilja nokkurn skapaðan hlut. Allt var orðið öfugsnúið. Hermaður- inn ýtti upp þungri járnhurðinni og stjakaði mér inn í koldimman sal. Ég sá ekki á mér höndina þó ég héldi henni upp að augunum. „Þetta er gas- klefi,“ þaut í gegnum huga mér, því að loftið var svo illþefjandi og þungt að það hefði mátt skera það með hníf. Ég stóð stíf og hlustaði eftir því hvort ég væri ein þarna. Svo fór ég að heyra lágar stunur og þrusk frá líkömum. Ungbarn kjökraði. Ég var loksins komin innan um manneskjur! Gætilega þreifaði ég mig áfram með útrétta arma. Mig langaði til að vita hve stórt þetta gluggalausa her- bergi væri. En ég komst bara tvö skref, þá rak ég fæturna í einhvern. Kona hrópaði: „Passaðu þig þarna!“ Dauðskelfd potaðist ég lengra en rak mig fljótlega í einhvern annan. Þá ákvað ég bara að halla mér upp að veggnum. Ég reyndi að vefja hand- leggjunum um mig af því að mér var hryllilega kalt í þunnri silkiblússunni. Með tímanum vöndust augu mín myrkrinu og ég fór að sjá móta fyrir dimmum skuggum á gólfinu. Allt í einu reis einn þessara skugga upp og kom í áttina til mín. „Ert þú ný?“ Af röddinni réð ég að þetta væri gömul kona. Ég skildi spurninguna ekki alveg. „Hvar er ég? Hvernig ný?“ Konan sagði róandi: „Vertu ekki hrædd. Hvað ertu gömul?“ „Sextán“, svaraði ég. Þá sagði hún huggandi: „Sestu hérna á gólfið, þú kemst ekk- ert lengra. Það er allt fullt.“ Ég lét spurningarnar dynja á henni: „Hvað gera þeir við okkur hérna? Hvaða skáli er þetta? Hvar erum við?“ „Ég veit ekkert meira en þú litla mín. Þeir eru búnir að loka öll börnin mín inni. Þau eru í öðrum skála.“ Svo fór hún að kjökra. Allt var kyrrt í kringum okkur. Svo hvarf gamla konan jafn skyndilega og hún hafði komið og skildi mig eina eftir þar sem ég var komin. Þar til ég kom þarna inn hafði ég ekki fellt eitt einasta tár. En nú var eins og álagið rynni af mér og ég hristist og skókst af grátkrömpum. Þá kom gamla konan aftur til mín og huggaði mig. Allt kæmist aftur í lag og yrði gott aftur. Ég féll í þungan svefn og dreymdi Zerinu. Ég vaknaði við veinin í sjálfri mér. „Hvað er að?“ spurði sú gamla áhyggjufull. Þá sagði ég henni frá því hvernig ég hefði kom- ið til Zerinu um miðja nótt og hvernig hermaðurinn hefði skotið hana í kvið- inn og hvað hún hefði stunið hátt af kvölun. Sú gamla sofnaði við hliðina á mér. En ég var vakandi fram í dögun. Þá fyrst gat ég séð að um það bil sjötíu konur og börn voru innilokuð þarna í skálanum. Nokkrar lágu á hálmi sem dreift hafði verið meðfram veggjunum. Hann var líklega leifar frá því að hænsnin höfðu verið þarna. Ég iðaði til og frá af því að ég var al- veg komin í spreng. Sú gamla vaknaði við hliðina á mér. „Komdu með mér,“ sagði hún. Við stikluðum á milli skrokkanna sem lágu í hnipri um allt yfir í enda skálans. Þar á gólfinu lágu hægðir úr sjötíu manns. Margir voru með niðurgang. Mér varð óglatt af stækum óþefnum. „Hér geturðu sinnt þörfum þínum,“ útskýrði sú gamla. „Þú verður að venja þig við þetta.“ Hún sagði þetta þó að hún væri bara búin að vera þarna í fjóra daga sjálf. „Þú verður bara að venja þig við þetta“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.