Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÖKUR á kvikmyndinni Hafinu hófust í Neskaupstað í vikunni. Áætlað er að tökur standi yfir fram í nóvember en kvikmynda- gerðinni fylgir talsvert umfang svo að eftir er tekið í bænum. Starfslið og leikarar, alls um 35- 50 manns, búa í Neskaupstað á meðan á tökum stendur og hafa mannvirki víða um bæinn, sem notuð verða í leikmynd, tekið stakkaskiptum. Kvikmyndin Hafið er byggð á sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson sem gerist á Norðfirði. Það eru Ólafur Haukur og Baltasar Kor- mákur sem skrifa handrit mynd- arinnar í sameiningu. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Leikstjórinn Baltasar Kormákur leiðbeinir Stefáni Þorleifssyni frá Nes- kaupstað en hann leikur aukahlutverk í kvikmyndinni Hafinu. Tökur á Hafinu hafnar HÆSTIRÉTTUR telur ekki að sú íslenska dómvenja að farþegar sem taka sér far með ölvuðum öku- mönnum fyrirgeri rétti til bóta á eigin tjóni, brjóti í bága við tilskip- anir Evrópusambandsins og ráð- gefandi álit sem EFTA-dómstóll- inn hefur sent frá sér um norskt mál. Hæstiréttur telur hins vegar að umræddar niðurstöður dómstóla hafi ekki byggst á lögfestri reglu heldur mótast af almennum við- horfum og kenningum í skaðabóta- rétti og leitt til dómvenju sem talin hafi verið bindandi. Í ljósi þróunar skaðabótaréttar hér á landi og annars staðar megi fallast á að efni séu til að þessi regla sæti nú end- urskoðun. Hæstiréttur kvað á fimmtudag upp dóm í máli konu, sem slasaðist þegar hún var farþegi í bíl sem ölv- aður maður ók í Vestfjarðagöng- unum árið 1997. Talið var sannað að konunni hefði mátt vera ljóst að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis og jafnframt þótti sannað að slysið yrði rakið til ölvunar hans. Dómstólamynduð regla íslensks skaðabótaréttar hefur verið sú að farþegi sem tekur sér far með ölv- uðum ökumanni missi bótarétt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þessi dóma- venja ætti ekki stoð í ákvæðum umferðarlaga og yrði að telja að hún leiddi til niðurstöðu sem gengi gegn tilskipunum Evrópusam- bandsins. Því voru konunni dæmd- ar bætur en hún var látin bera helming tjónsins sjálf þar sem talið var að hún væri með nokkrum hætti meðvöld að tjóninu af stór- kostlegu gáleysi með því að þiggja boð mannsins um að aka bíl sem hún var með í láni. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Hæstiréttur taldi hins vegar ekki að umrædd dómvenja bryti í bága við reglur ESB. En í ljósi þróunar skaðabótaréttar hér á landi og annars staðar væru ekki efni til þess lengur að halda dóm- venjunni við og var niðurstaða málsins því látin ráðast af reglum um eigin sök samkvæmt umferð- arlögum. Taldi Hæstiréttur að kon- an hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi er hún fékk manni, sem henni gat ekki dulist að var veru- lega undir áhrifum áfengis, stjórn bifreiðar, sem hún hafði umráð yf- ir, og tók sér far með honum. Hæstiréttur lækkaði því bætur konunnar úr rúmum 2,5 milljónum krónum sem henni voru dæmdar í héraði í rúmar 1,8 milljónir og hún var látin bera 2⁄3 hluta tjóns síns. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Guð- rún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason, Markús Sigur- björnsson og Pétur Kr. Hafstein. Hrafn Bragason skilaði sératkvæði í málinu og taldi m.a. að ekki þyrfti að taka afstöðu til þess hvort fram- angreind dómvenja hefði stangast á við tilskipanir Evrópusambands- ins. Lögmaður aðaláfrýjanda, eig- anda bílsins og tryggingafélags, var Ólafur Axelsson hrl. og lög- maður gagnáfrýjanda, konunnar, Jóhann H. Níelsson hrl. Fallist á að endurskoða dóma- reglu um ábyrgð farþega ölvaðra Neskaupstað. Morgunblaðið. KÍSILIÐJAN við Mývatn hefur farið þess á leit við Skipulagsstofn- un að hún fresti afgreiðslu á tillögu að matsáætlun vegna kísilvinnslu úr Ytriflóa Mývatns. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins segir að ekkert liggi á; komið hafi í ljós meira efni á núverandi námasvæðum og engin ákvörðun hafi verið tekin um fram- haldið. Skipulagsstofnun barst í byrjun september tillaga Kísiliðjunnar að matsáætlun vegna mats á umhverf- isáhrifum kísilvinnslu úr Ytriflóa, en þar hefur vinnsla farið fram síð- an 1967. Þar er í gildi námaleyfi til ársins 2010, en farið er fram á út- víkkun námasvæðanna á þremur stöðum, þ.e. norðan Slútness og sunnan þess og í Vogaflóa. Á móti kemur að hluta af núverandi námu- svæði, þar sem engin vinnsla hefur farið fram vegna grynninga, yrði skilað til baka. Nokkur styrr hefur staðið um starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn vegna áforma hennar um náma- vinnslu í Syðriflóa. Í fyrravetur staðfesti umhverfisráðherra úr- skurð Skipulagsstofnunar um heim- ild til efnistöku kísilgúrs á námu- svæði 2 í Syðriflóa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í úrskurði umhverfisráðuneytisins sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að kís- ilgúrnám í Mývatni raskaði lífríki vatnsins. Í nýjum hugmyndum Kísiliðjunn- ar, eftir eigendaskipti að fyrirtæk- inu, vöknuðu hugmyndir um frekari vinnslu í Ytriflóa. Segir í matsáætl- un að „ef samkomulag náist um vinnslu í Ytriflóa verði fallið frá því að sækja um námuleyfi í Syðriflóa og hann yrði því ósnortinn“. Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segir að nákvæmar rannsóknir fyrirtæk- isins síðustu misseri hafi leitt í ljós nokkru meira efni á núverandi námasvæði og það muni duga til kísilvinnslu í eitt og hálft „dælus- umar,“ eins og hann orðaði það. Sagði hann að þess vegna hefði stjórn fyrirtækisins beðið Skipu- lagsstofnun að fresta afgreiðslu á matsáætluninni. Erindi Kísiliðjunnar vegna Ytriflóa í Mývatni Matsáætlun verði frestað um óákveðinn tíma EINS og fram kom í Morgun- blaðinu á föstudag gerir Baugur ráð fyrir í áætlunum sínum að hlut- deild félagsins í afkomu Arcadia verði jákvæð um 700 milljónir króna og er Arcadia með þeim hætti farið að vega þungt í rekstri Baugs, en á síðasta ári var hagn- aður Baugs fyrir skatta 816 millj- ónir króna. Páll Steingrímsson, endurskoð- andi hjá Deloitte & Touche, segir að hann sjái ekkert athugavert við meðhöndlun Baugs á hlutdeild í af- komu Arcadia eins og henni var lýst í Morgunblaðinu. Eðlilegt væri að reikna hlutdeild í hagnaði frá þeim tíma sem hún færi yfir 20% og þar sem reikningsárin væru ekki hin sömu þyrfti Baugur í sínu upp- gjöri um áramót að taka inn hluta úr reikningsári Arcadia, þ.e. tíma- bilið september til desember. Þar yrði þó að hafa í huga að miða yrði við rauntölur úr rekstri Arcadia á þeim tíma en ekki áætlun. Eðlileg uppgjörs- aðferð hjá Baugi Álit endurskoðanda hjá D&T GÖMUL verbúð brann til kaldra kola í Hrísey í fyrrinótt. Slökkviliðinu á staðnum barst tilkynning um reyk og eld frá húsinu um hálffimmleytið og kom fljótlega á vettvang á eina bílnum sem það hefur til um- ráða, Bedford af árgerðinni 1962. Slökkvistarf tók á annan klukkutíma en þetta var fyrsta brunaútkall ársins í Hrísey. Um tíma var talið að nærstödd hús og olíutankar gætu verið í hættu sökum glæða sem fuku frá verbúðinni en þær áhyggj- ur reyndust ástæðulausar. Verbúðin, um 150 fermetra timburhús á einni hæð, stóð við Ægisgötu niðri við höfnina og átti að fara að flytja það á annan stað um helgina, að sögn Þorgeirs Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Hrísey. Eig- andi hússins hafði verið að gera það klárt til flutnings kvöldið áður og búið var að koma undir það stálbitum á vörubílsvögnum. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknarlög- reglumenn frá Akureyri voru væntanlegir á vettvang í gær. Gömul verbúð brann í Hrísey Fyrsta út- kall ársins hjá slökkvi- liðinu AÐ MATI lögmanns Blaðamanna- félagsins eru auknar líkur á því að hægt verði að fara fram á endurupp- töku dómsmáls, sem eigendur Gall- erís Borgar höfðuðu gegn blaða- manni og ritstjóra Pressunnar, í kjölfar yfirlýsinga Ólafs Inga Jóns- sonar forvarðar í fyrradag um tvö málverk sem eignuð hafa verið Sig- urði Guðmundssyni málara. Ólafur Ingi telur verkin fölsuð. Um áramótin 1990 til 1991 birti vikublaðið Pressan greinar þar sem því var haldið fram að fölsuð málverk væru í umferð hér á landi. Í kjölfarið höfðaði Gallerí Borg meiðyrðamál gegn ritstjóra og blaðamanni Press- unnar og voru þeir sakfelldir í héraði árið 1992 og í Hæstarétti þremur ár- um síðar. Fyrir tæpum tveimur árum kom hins vegar aftur upp mikil umræða um það, að fjöldi falsaðra málverka væri í umferð og ákvað Blaðamanna- félag Íslands þá að fela lögmanni sín- um, Atla Gíslasyni, að kanna hvort skilyrði væru til endurupptöku máls- ins á hendur blaðamönnunum. Uppreisn æru Atli sagði líkur á því að hægt yrði að óska endurupptöku heldur meiri eftir yfirlýsingar Ólafs Inga núna. Málið væri þó flókið. „Þetta er í öllu falli ákveðin uppreisn æru fyrir blaðamennina. Jafnvel þó að Hæsti- réttur myndi synja endurupptöku þá hafa þessir blaðamenn það allavega í höndunum núna að þeir voru að segja satt,“ sagði hann. BÍ kannar endurupp- töku meiðyrðamáls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.