Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 37                          ! "#    $%& ''   & !     '  !  (   !"#$ % &% '%  ()$%##)  "'*%+ ()$%#$ %                                ! "!       !!  "! !# !#  $%&                      !"#$ !                       ! "  #$     ##$ %      &              '  & (      )  %&"# '&()#'(*# (+,,  &+' &+'-& .!#'  -& /00#  1"# ,# (+,,  )#'  .#&%(+,,  /' #2- ,&-&  3!# .# !-3!# / &# .#&%(+,,  #('#$ )(#!-$4 !%' .#&%-& 0# &#05 &-0# &#0# &#05 &6                                  !" #  $    "   %   !    !!  &"               !" #"  $ "" %&    '' ("$ "" "    ! ) "$ "" (" "   *                                     !     "    ##$    !  "#" $ %&  #" '"  ($(  )&    !  *  ))  ))) +                                     ! "#  $" "%&  !              !  " # $% &# ' '  ( $ %( ')!$)   #  $ *! '   (  +)! $ , - !$) )  #  %  $ ') $ #    (  . $  %    % )      %                                                   ! " #        ! ! $!%%&'! ()   %%!  *+,%"-%&# ✝ Gísli Theodórs-son fæddist í Reykjavík 12. des- ember 1930. Hann lést á St. Jósefs- sjúkrahúsinu í Hafnafirði að morgni 18. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Theodór Gíslason, hafnsögumaður í Reykjavík, f. 4. ágúst 1907, d. 3. apríl 1986, og Sig- ríður Margrét Helgadóttir frá Tungu í Reykjavík, f. 28. febrúar 1910, d. 27. febrúar 1977. Systk- ini Gísla eru Friðrik Theodórs- son, f. 7. febrúar 1937, og Guð- björg Theodórsdóttir, f. 3. nóvember 1943. Gísli kvæntist 6.október 1953 Ragnheiði Thorsteinsson, f. 24. janúar 1932. Þau skildu. For- eldrar hennar voru Geir Thor- steinsson útgerðarmaður, f. 4. mars 1890, og Sigríður Hann- esdóttir Hafstein, f. 3. desember 1896. Gísli kvæntist 12. desember 1959 Margréti Gunnlaugsdóttur, f. 11. mars 1938. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Gunn- laugur Kristinsson múrarameist- ari, f. 18. júlí 1910, og Steinunn Thorlacius, f. 26. júlí 1910. Hinn 20. desember 1976 kvæntist Gísli Aðalheiði Steinþórsdóttur, f. 24. desember 1941. Foreldrar henn- ar voru Steinþór Helgason út- gerðamaður og Guðríður Brynj- ólfsdóttir, f. 15. mars 1911. Aðalheiður lést í London 1. mars 1979. Gísli var í sambúð frá 1987 til dauða- dags með eftirlifandi sambýliskonu sinni, Hebu Júlíusdóttur, f. 25. janúar 1937. For- eldrar hennar voru Júlíus Oddsson, kaupmaður og út- gerðamaður í Hrísey, f. 11.október 1899, d. 23. október 1946, og kona hans Sigríður Jörundsdóttir, f. 4. febrúar 1911, d. 15. maí 1999. Gísli útskrifaðist úr verslunardeild Verslunar- skóla Íslands 1949. Hann starf- aði við aðalbókhald Flugfélags Íslands frá 1949–1951 en hóf þá störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, var deildar- fulltrúi rafmagnsdeildar 1951– 1954, deildarstjóri bíladeildar 1954–1965, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Arnfirðinga á Bíldu- dal 1965–1969, aðstoðarfram- kvæmdastjóri innflutningsdeild- ar SÍS 1969–1976, framkvæmdastjóri Lundúna- skrifstofu 1977–1980, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi 1981, fram- kvæmdastjóri fyrstu erlendu skrifstofu Hafskipa í Bretlandi árin 1982–1984, stundaði sjálf- stætt fisksölu í Bretlandi og víð- ar 1984–1985, vann að ýmsum ráðgjafar- og áætlunarverkefn- um árin 1985–1988 og hjá Verð- lagsstofunni í Reykjavík 1988– 1991. Útför Gísla fór fram frá Foss- vogskapellu 26. október í kyrr- þey að ósk hans. Mágur okkar og svili, Gísli Theó- dórsson, er látinn eftir langa og stranga sjúkralegu – og bið eftir því að fá að kveðja. Gísli kom inn í fjöl- skyldu okkar fyrir sautján árum þeg- ar hann kynntist Hebu. Við munum hann þá sem glæsimenni, teinréttan og vel eygðan með sterkan augnsvip og yfirbragð sem minnti á enskan að- alsmann. Hann var hlédrægur maður með fágaða framkomu og lumaði á góðum húmor. Þessi hæverska og lát- leysi ásamt stolti fylgdi honum í sam- skiptum okkar alla tíð síðan. Heba og Gísli áttu vel saman og voru náin og samstillt í daglegu lífi. Skipulag og nákvæmni einkenndi samfylgd þeirra, meðal annars á mörgum ferðalögum erlendis, ekki síst til Bretlands. Þar var Gísli þaul- kunnugur og þau nutu áhyggjulausra daga. Á góðum stundum með fjöl- skyldunni gat Gísli tekið fram gítar- inn og þá var sungið af hjartans lyst sem minnti á gamla daga þegar oft var glatt á hjalla í fjölskylduboðunum. Gísli átti hjónaband að baki en eignaðist ekki börn sjálfur. Það var því ánægjulegt að sjá hversu vel hann naut samskiptanna við barnabörn Hebu og þau munu búa að því. Hann var barngóður og hafði yndi af að gefa þeim gjafir, fylgjast með þeim og passa meðan hann hafði heilsu og þau voru lítil. Gísli átti hins vegar ekki gott með að þiggja sjálfur og afþakk- aði gjafir og allt tilstand með sig. En hann var bóngóður og ætíð fús að út- vega hluti, taka myndir og halda til haga minningum. Ósjaldan lagði hann líka óbeðinn lykkju á leið sína í þessu skyni. Auðfundið var að Gísli bjó yfir fjöl- þættri lífsreynslu og þjálfun úr störf- um sínum fyrr á árum. Hann gegndi trúnaðar- og stjórnunarstörfum á vegum samvinnuhreyfingarinnar í þrjátíu ár. Hann hafði verið kaup- félagsstjóri á Bíldudal er hann réðst til að veita forstöðu skrifstofu SÍS í London og þar dvaldist hann um ára- bil. Hann hafði afar góð tök á enskri tungu enda las hann mikið alla tíð og helst á ensku. Þetta sagði til sín ásamt gerhygli hans og samviskusemi þegar hann hjálpaði til við samningu og þýð- ingar á ensku. En lífið átti eftir að bæta á hann byrðum. Hann greindist með sjald- gæfa tegund hægfara blóðkrabba- meins fyrir allmörgum árum og síð- ustu árin var lífslöngun hans horfin. Hann lét aðeins í ljós eina ósk – að hafa Hebu sína hjá sér sem oftast og vita stöðugt af nálægð hennar. Hún var líka vakin og sofin í því að hlúa að honum sem mest og sem best. Friðrik bróðir hans reyndist honum líka vel í veikindum hans og var Hebu og okkur öllum þannig góður stuðningur. En það var átakanlegt að fylgjast með andlegum þjáningum hans síð- ustu misserin og horfa á glæsileika hans hverfa inn í skugga sjúkdómsins. Hann hefði viljað fá að halda reisn sinni og stolti og síst af öllu verða öðr- um til byrði. Það var sárt að sjá hann þurfa að láta í minni pokann í þeirri baráttu. Hann var líklega einn af fáum langlegusjúklingum á sjúkrastofnun- um okkar sem urðu fyrri til að kveðja þegar komið var í heimsókn. Gísli hefur nú kvatt okkur hinsta sinni. Hann var ferðbúinn og stríði hans er lokið. Við þökkum samfylgd- ina við drengskaparmann sem skilur eftir sig skarð í huga okkar og lífi. Sigrún og Þorsteinn. GÍSLI THEODÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Gísla Theodórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.