Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fötlun og samfélag Breytingar urðu með nýrri hugmyndafræði BÓKIN Fötlun ogsamfélag rekur þáþróun sem hefur átt sér stað í málefnum fatl- aðra frá sögulegu og sam- félagslegu sjónarhorni. Fjallað er um málefni fatl- aðra hér á landi og meðal erlendra þjóða, sérstaklega á Norðurlöndunum, að sögn Margrétar Margeirs- dóttur, höfundar bókarinn- ar, en bókin er gefin út af Háskólaútgáfunni í sam- vinnu við félagsmálaráðu- neytið. Er hér um braut- ryðjandaverk að ræða. Hvenær urðu þær breyt- ingar sem áttu eftir að valda straumhvörfum í málefnum fatlaðra á Norð- urlöndum og víðar? „Upp úr 1950 kom fram á sjónarsviðið ný hugmyndafræði sem varð grundvöllur að nýrri fé- lagsmálastefnu varðandi þjónustu við fatlaða. Hún átti upptök sín í Svíþjóð og breiddist síðar út til annarra landa.“ Hvað fólst í þessari hugmynda- fræði? „Hún byggðist á kenningum um jafnrétti, eðlilegt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Hér áður fyrr var algengast að fatlaðir væru vistaðir á stofnunum og væru þar jafnvel alla ævi. Þessar stofnanir voru oft reistar fjarri þéttbýli og alfaraleiðum. Þannig að fatlaðir lifðu í einangrun frá samfélaginu. Ofangreind hugmyndafræði var höfð að leiðarljósi við uppbyggingu á þjónustu við fatlaða.“ Var það eitthvað sérstakt sem kveikti þessa nýju hugmynd í Sví- þjóð? „Þegar kemur fram á sjötta ára- tuginn er orðin til mikil þekking í ýmsum fræðigreinum eins og fé- lagsvísindum, læknisfræði, lög- fræði og uppeldisfræði, svo dæmi séu tekin, sem ýtti undir þessa þró- un.“ Hver er einkum munurinn á málefnum fatlaðra á Norðurlönd- unum og svo Bandaríkjunum? „Það má segja að hugmynda- fræðin að baki því sem gert er á þessu sviði í löndunum sé sú sama. Hins vegar eru kerfin ólík í þessum löndum. Árið 1990 urðu einhver merk- ustu tímamót í málefnum fatlaðra í Bandaríkjunum þegar alríkislög um málefni fatlaðra voru sam- þykkt. Markmiðið með lögunum var full þátttaka fatlaðra og jafn- rétti, sjálfstætt líf og efnahagslegt sjálfstæði. Í Bandaríkjunum er ekki um að ræða velferðarkerfi í líkingu við það sem er í boði á Norðurlönd- unum. Bandaríkjamenn leggja hins vegar þá skildu á forsvars- menn fyrirtækja og stofnana að þeir taki tillit til þarfa þessara hópa. Ef tekið er dæmi um lög um aðgengi fatlaðra þá leggja þeir þá skildu á fyrirtæki og stofnanir að þau sjái um að aðgengið sé í lagi. Aðgengismál þar í landi eru talin með þeim bestu í heiminum. Í Bandaríkjunum njóta fatlaðir ekki sam- bærilegrar aðstoðar á félagslega sviðinu eins og fatlaðir gera á Norð- urlöndunum þar sem lögboðin, viðamikil fé- lagsþjónusta er veitt í samræmi við skil- greindar einstaklingsbundnar þarfir. Á Norðurlöndunum er velferð- arkerfið fjármagnað með skatt- greiðslum almennings. Í Banda- ríkjunum eru kostnaðurinn og skyldurnar lagðar á fyrirtæki og atvinnurekendur.“ Hvað einkennir einkum fé- lagslega þjónustu fyrir fatlaða hér á landi? „Það urðu þáttaskil í þjónustu við fatlaða með lögum um aðstoð við þroskaheftra sem tóku gildi ár- ið 1980. Þau voru gerð víðtækari árið 1983 og náðu þá til allra fatl- aðra og nefndust Lög um málefni fatlaðra. Þá varð ríkið ábyrgt fyrir uppbyggingu á þjónustu fyrir fatl- aða og landinu var skipt upp í þjón- ustusvæði. Lögin byggjast á hug- myndinni um jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Þarna koma inn ýmsir þættir sem ekki voru fyrir hendi áður og varða búsetumál fatlaðra, ýmiss konar aðstoð við foreldra, fötluðum börnum er ætlað að sækja almenna skóla og stefnt er að því að fatlaðir geti unnið á almennum vinnumark- aði og aðgengi verði bætt.“ Er stjórnsýslan í málefnum fatl- aðra með svipuðum hætti á öllum Norðurlöndunum? „Stjórnsýsla á þessu sviði hér á landi er með öðrum hætti en á hin- um Norðurlöndunum. Á Norður- löndunum er algengast að fé- lagsleg þjónusta fatlaðra sé á vegum sveitarfélaga en ekki ríkisins eins og hér og gilda þá sömu lög fyrir fatlaða og ófatlaða. Í öðru lagi leggja hin Norðurlöndin megin- áherslu á að hvert sam- félagssvið taki tillit til þarfa fatlaðra og beri þar sömu ábyrgð gagn- vart þeim og ófötluðum. Þetta gild- ir um atvinnumál, húsnæðismál, aðgengis- og ferlimál, menntamál og heilbrigðismál o.fl. Þannig gilda sömu lög fyrir fatlaða og ófatlaða.“ Margrét Margeirsdóttir  Margrét Margeirsdóttir fé- lagsráðgjafi er fædd í Skaga- firði árið 1929. Hún útskrif- aðist sem félagsráðgjafi frá félagsráðgjafaskóla í Kaup- mannahöfn árið1959. Síðan 1970 hefur hún unnið að mál- efnum fatlaðra. Hún átti sæti í stjórnarnefnd ríkisspítalanna um nokkurra ára skeið, starf- aði sem ráðgjafi hjá Styrkt- arfélagi vangefinna frá 1973- 78. Var formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar 1977-1979 og deildarstjóri mál- efna fatlaðra í félagsmálaráðu- neytinu frá 1980-1999 auk stundakennslu við Háskóla Ís- lands. Eiginmaður Margrétar er Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur og eiga þau fjögur börn. Stjórnsýsla í málefnum fatlaðra hér á landi er með öðrum hætti en á hinum Norður- löndunum LANDSPÍTALA – háskólasjúkra- húsi vantar á bilinu 600 til 650 millj- ónir króna í reksturinn til að endar nái saman á þessu ári. Um er að ræða um 2,5% af heildarveltu spít- alans. Staðan hefur verið kynnt fyrir stjórnarnefnd Landspítalans og stjórnvöldum. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir við Morgunblaðið að þar sem engin framlög hafi sést á drögum að fjár- aukalagafrumvarpi hafi athygli verið vakin aftur á fjárhagsstöðunni. Framlög til sjúkrahússins hækka samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um 2 miljarða króna á næsta ári en stjórnendur spítalans telja það ekki duga. Að sögn Magnúsar eru þrjár meg- inskýringar á því hve mikið vantar inn í rekstur þessa árs. Í fyrsta lagi nefnir hann verðlags- og gengis- breytingar, í öðru lagi hafi svonefnd S-merkt lyf, sem eingöngu eru veitt út af spítalanum, orðið kostnaðar- samari en ráð var fyrir gert og í þriðja lagi hafi sameining spítalanna kostað sitt. „Við höfum kynnt þessi rök fyrir stjórnarnefnd spítalans og heilbrigð- isráðherra. Málin eru til skoðunar og umræðu. Ég tel að ágætur skilning- ur sé á stöðunni og okkar rökum. Það er annarra að halda á því gagn- vart fjárveitingavaldinu,“ segir Magnús. Aðspurður til hvaða ráða verði gripið, fáist ekki meira fjármagn til Landspítalans í ár, segir Magnús tvo kosti vera í stöðunni. Annars vegar að auka yfirdrátt á bankareikning- um og hins vegar að draga greiðslur við birgja, þ.e. þá sem útvega hjúkr- unarvörur og annan búnað. „Ef ekkert verður gert nú færist vandinn yfir á næsta ár og gerir stöðu mála þá enn alvarlegri. Það gæti ekki leitt til annars en róttæk- ari aðgerða,“ segir Magnús Péturs- son. Forstjóri Landspítalans um fjárhagsvandann Ágætur skilningur stjórn- valda á okkar rökum Maður tekur enga sjensa, þessar skepnur vita að gluggapóstur er það sem allt heiðarlegt fólk opnar fyrst, elskan. KARL á fimmtugsaldri og kona á þrí- tugsaldri réðust inn í íbúðarhús við Bergstaðastræti í Reykjavík snemma í gærmorgun, veittu húsráðanda áverka og bundu hann á höndum og fót- um niður í stól. Á meðan lét fólkið greip- ar sópa í húsinu og bar út verðmæta hluti eins og sjónvarp og myndbands- tæki. Lögreglunni var tilkynnt um grun- samlegar mannaferðir og þegar hún kom á vettvang voru innbrotsþjófarnir að bera út góssið. Fannst þýfið í porti skammt frá og var parið handtekið og fært til yfirheyrslu. Húsráðandi var leystur úr prísundinni en hann hlaut smávægileg meiðsl. Húsráðandi var bundinn í stól ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.