Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mjög góð og rúmgóð 3ja herb. ca. 97 fm íbúð á 3. hæð, ásamt aukaherbergi í kjallara í góðu nýviðgerðu húsi. Stutt er í skóla og helstu þjónustu. Áhv. ca. 5 millj., verð aðeins 10,9 millj. Guðrún og Magnús taka á móti ykkur milli kl. 13 og 17 í dag. Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. ÁSBYRGI OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13 OG 17 AÐ HRAUNBÆ 74 Verðum frá kl 14.00 til 16.00 í dag með sölusýningu í Breiðuvík 75. Um er að ræða ca 230 fm einbýlishús, þar af ca 45 fm bílskúr. Húsið er til afhendingar nú þegar. Húsið afhendist fullfrágengið að utan, pússað á hefðbundinn hátt en ómálað. Þakkantur og gluggar málaðir. Að innan skilast húsið í fokheldu ástandi. Sölumenn Ásbyrgis verða á staðnum. SÖLUSÝNING Í DAG. BREIÐAVÍK 75 EINBÝLISHÚS Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. ÁSBYRGI FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög fallegt og vandað 221 fm einlyft einbýlishús með innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað í Skerjafirði. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarps- hol, stórar samliggjandi borð- og setustofu, auk arinnstofu, eldhúss, þvottaherb., 4 svefnherb. og flísalagðs baðherbergis. Mjög vandaðar innréttingar og gólfefni úr gegnheilu mahóní. Franskir gluggar í öllu hús- inu. 640 fm falleg ræktuð lóð með hellulagðri verönd. Eign í sérflokki. SKILDINGANES KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 NAUSTABRYGGJA 26 - BRYGGJUHVERFI TILBÚIN TIL AFHENDINGAR! Í sölu stórglæsileg 170 fm penthouse-íbúð, endaíbúð, á 3. hæð. Hátt er til lofts og vítt til veggja og setja fallegir gluggar svip sinn á íbúðina. 3-4 svefnherb. og stórar stofur. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Suður- svalir. Útsýni til allra átta. Verð 22,9 millj. Áhv. 10,6 millj. MYNDIR Á NETINU! ÞESSARI MÁ FAGURKERI EKKI MISSA AF! OPIÐ HÚS Í DAG, frá kl 15-17 PENTHOUSE-ÍBÚÐ Á FRÁBÆRUM STAÐ Í HJARTA HVERAGERÐISBÆJAR Erum með í einkasölu raðhús við Réttarheiði 2-12. Um er að ræða 1 hæðar hús, sem er 3 herbergi ásamt innbyggðum bílskúr, samtals um 122 m2. Húsin eru í byggingu og verða til afhendingar í febrúar og mars 2002. Verða þau fullbúin að utan og einangruð að innan og lóð grófjöfnuð. Einnig er hægt að fá húsin fullbúin. Stutt er í alla þjónustu og aðeins 25 mín. akstur til Reykjavíkur. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu H-gæði. Húsunum fylgja garðhúsgögn og heitur pottur. Verð 1. Verð miðað við framanskráða lýsingu kr. 8,9 milljónir Greiðslur 1. Greitt með húsbréfum kr. 6,5 milljónir 2. Lán frá verktaka kr. 1,0 milljón 3. Greitt við kaupsamning, lagt á bankabók merkta kaupanda þar til húsið er afhent kr. 0,7 milljónir 4. Lokagreiðsla við afhendingu kr. 0,7 milljónir Nánari upplýsingar gefur Sæmundur í síma 898-2817 Raðhús á ótrúlegu verði Suðurlandsbraut 16. Sími 588 8787 Fax 588 8780 Þuríður Halldórsdóttir, hdl., lögg. fasteigna- og skipasali. Aðalsteinn Torfason, sölustjóri. Þórður Kr. Guðmundsson, sölustjóri, Reykjanesi, sími 893 0007. Símar 551 7270 og 893 3985 - Fasteignavefur www. hreidrid.is Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Glæsilega staðsettur þjónustu- kjarni fyrir ferðamenn við þjóðveg 101. Veitingarekstur, gisting, verslun o.fl. í einni fegurstu sveit landsins rétt við góðar laxveiðiár. Hentar vel fyrir tvær manneskjur. Fasteignasalan Hreiðrið, símar 551 7270 og 551 7282, GSM 893 3985. Ferðamannaþjónusta FORMAÐUR Félags fasteignasala og formaður Húseigendafélagsins eru mjög ánægðir með frumvarp til laga um fasteignakaup sem lagt hef- ur verið fram í ríkisstjórn og telja af því mikla réttarbót. Guðrún Árnadóttir, formaður Fé- lags fasteignasala, sagði að almenn ánægja væri með að loksins skuli hafa verið lagt fram frumvarp til laga í þessum efnum, en það hafi verið nauðsynlegt og löngu tímabært. Guðrún sagði að félagið hefði feng- ið drög að frumvarpinu til umsagnar og laganefnd félagsins hefði farið yfir það og komið fram með ábendingar. Þá hefði Viðar Már Matthíasson, pró- fessor, sem unnið hefði að gerð frum- varpsins, komið á fund til að kynna það og fólk hefði almennt verið mjög sátt við það. Yrði frumvarpið að lög- um myndi það eyða réttaróvissu og auka neytendavernd og vera af því mikið réttarbót. Þarna væru mörg þörf ákvæði á ferðinni eins og til dæmis að það ættu að liggja fyrir ástandsskýrslur um fasteignir. Frumvarpið myndi gera það að verk- um að hlutirnir yrðu miklu skýrari en áður og sú óvissa sem hefði verið ríkjandi á þessu sviði yrði miklu minni. Frumvarpið væri mikið fram- faraskref og af því væri mikil bót fyr- ir alla aðila. Baráttumál Húseigendafélagsins Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, sagði að Húseigendafélagið hefði barist fyrir því árum saman að sett væri löggjöf á þessu sviði. Frumvarpið hefði verið unnið í nánu samráði við félagið og hann hefði átt beina aðild að samn- ingu þess. Sigurður sagði að dómsmálaráð- herra ætti heiður skilinn fyrir að hafa tekið þetta mál upp á sína arma og fylgt því eftir með þessum árangri. Það hefði verið vel til fundið að fá Viðar Má Matthíassson, prófessor, til að semja frumvarpið, en hann hefði verið nýbúinn að taka saman dóma í fasteignakauparétti og skrifa bók um þau efni. Viðar hefði tekið að sér verkið og hann hefði unnið að þessu með honum á síðari stigum verksins, sem sérfræðingur á þessi sviði. „Við erum himinlifandi. Það verð- ur mikill dagur þegar frumvarpið lít- ur dagsins ljós og við trúum því að það eigi greiða leið í gegnum þingið, enda hefur verið haft víðtækt samráð við alla þá sem koma að þessum mál- um við samningu þess, þannig að það á ekki að tefja framgang málsins,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann sagðist hafa nokkra reynslu af smíði frumvarpa, því hann hefði samið húsaleigulög og fjöleignahúsa- lög og hann gæti fullyrt að lagafrum- vörp gerðust ekki vandaðri en þetta. „Það er mjög brýnt að þetta mál verði afgreitt nokkuð hratt vegna þess að hingað til hafa menn verið að lögjafna frá lausafjárkaupalögunum frá 1920 og síðan hafa orðið til dóma- fordæmi á grundvelli þeirra. Núna eru komin ný lausafjárkaupalög og þá er spurningin hvað gerist. Dæma dómstólar áfram eftir lögjöfnun og dómafordæmum frá gildistíð eldri laganna eða verður farið að lögjafna frá nýju lausafjárkaupalögunum? Þarna er millibilsástand sem getur orðið til vandræða,“ sagði Sigurður að lokum. Formenn Húseigendafélagsins og Félags fasteignasala Mikil réttarbót að frum- varpi um fasteignakaup VIÐLAGATRYGGING Íslands bætir ekki tjón á landi vegna land- brots, enda borga landeigendur ekki iðgjöld af því til Viðlagatrygg- ingar. Þetta á við um ræktað sem óræktað land. Múlakvísl hefur að undanförnu brotið stórar landspildur úr landi Jóhannesar Kristjánssonar, bónda á Höfðabrekku, en í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag sagði hann að ekkert hefði verið hlustað á kröfur hans um að fá landið bætt. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra að landeigendur ættu almennt ekki rétt á bótum frá Landgræðslunni eða Vegagerðinni vegna landbrots. Það væri frekar mál Viðlagatryggingar ef um stór- tjón á ræktuðu landi væri að ræða. Ásgeir Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir að ræktað land hafi verið tryggt hjá stofnuninni þar til árið 1993 þegar lögum um Viðlaga- tryggingu var breytt. Landið var þó aðeins tryggt ef um skemmdir var að ræða af völdum náttúru- hamfara, s.s. eldgosa, skriðufalla eða vatnsflóða. Tjón vegna lands- brots var ekki bótaskylt. Spurður um ástæður fyrir því að hætt var að tryggja ræktað land segir hann að þær hafi einkum ver- ið þær að reynst hafi óframkvæm- anlegt að innheimta iðgjöld af ræktuðu landi. Tryggingafjárhæðir hafi t.d. verið það lágar að kostn- aður við innheimtu hefði orðið hærri en iðgjöldin sjálf. Viðlagatrygging bætir ekki tjón vegna landbrotsKVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.