Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 21
mið. Sumar listahátíðir byggjast al- gjörlega á því að kaupa inn list, og það er misjafnt hve hátíðirnar leggja mikla áherslu á að koma eig- in list á framfæri. Við leggjum mikla áherslu á að gera það, þótt við viljum líka fá hingað góða lista- menn utanfrá. Þeir stóru erlendu listamenn sem hafa komið á Listahátíð gegnum árin hafa gefið okkur alveg ný viðmið, og sýnt okk- ur eitthvað sem við þekktum ekki áður. Þess vegna eigum við ekki að flytja inn aðra listamenn en þá bestu – og frekar fólk sem er að hefja ferilinn en þá sem hafa verið í sviðsljósinu lengi. Listahátíð hefur reyndar verið mjög heppin hvað þetta varðar. Pavarotti var upp á sitt allrabesta þegar hann kom hingað, þó svo að hann hafi ekki fyllt Laugardalshöll. Hann var bara ekki þekktari hér þá en það.“ Hljóðverk eftir Finnboga og kamm- erverk eftir Jón Nordal Það vekur strax athygli þegar dagskrá Listahátíðar er skoðuð, að tónlistarviðburðir eru ekki síður merkir og margir en undanfarin ár, enda löng hefð fyrir sterkum tón- listarprófíl á hátíðinni. Fiðluleikar- inn Maxim Vengerov er þegar tal- inn einn þriggja bestu fiðluleikara heims í dag, 26 ára gamall. June Anderson er stórstjarna í óperu- heiminum, og þykir standa ein sem arftaki þeirrar frægu söngkonu Joan Sutherland í mörgum þekkt- ustu hlutverkum Donizettis, Bell- inis og Verdis. Sígaunasveitin Taraf de Haïdouks hefur vakið mikla at- hygli á síðustu árum, enda er tón- list hennar algjörlega einstök. Kúbumennirnir sem hingað koma urðu frægir á einni nóttu þegar þeir sungu Banana Boat Song í af- mæli Harrys Belafontes í fyrra. Þeir eru hljómsveit án hljóðfæra. Syngja það sem annars er spilað – hvort sem það eru saxófónar eða dillandi hrynsveit. Fengur verður að nýju verki eftir Jón Nordal sem Kammersveit Reykjavíkur frum- flytur á hátíðinni, og eflaust munu margir stefna á tónleika Sigur Rós- ar og Kronos kvartettsins, en það hlýtur að teljast stórviðburður á heimsmælikvarða. Listahátíð hefur pantað nýtt hljóðverk af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni, og verður það sýnt á opnun Listahátíð- ar. Myndlistarsýningar á Listahátíð verða margar og fjölbreyttar, en forvitnilegt verður fyrir Íslendinga að sjá sýningu hollenska lista- mannsins Aernout Mik, sem sagður er brjóta öll lögmál listarinnar og vekja upp ótal spurningar um eðli hennar og innihald. Ekki er á aðra viðburði hallað þótt trúlega verði stærsti viðburðurinn á hátíðinni Ís- landsfrumflutningur á Hollendingn- um fljúgandi eftir Wagner, í upp- færslu nafntogaðra Wagnerista. Í samtökum evrópskra listahátíða Nýr ballett eftir Auði Bjarna- dóttur byggður á Sölku Völku verð- ur frumsýndur, Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason verða með af- ar spennandi verkefni sem heitir „Raddir þjóðar“ þar sem þeir nota gamlar upptökur og spinna með þeim. Ólafur Elíasson verður með sýningu í Gallerí i8 og í Hafnarhús- inu verður stór samtímasýning ís- lenskra myndlistarmanna, svo eitt- hvað sé nefnt. Tvær leiksýningar koma að utan, sem eru sérstaklega ætlaðar börnum, „Týndar mömmur og talandi beinagrindur“ frá Pero leikhúsinu verður í Gerðubergi og í Íslensku óperunni verður spænska sýningin „Ambrossia“, svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að Listahá- tíð var tekin inn í Samtök evrópska listahátíða EFA nú í vikunni, en þar eiga 80 listahátíðir aðild og inn- gönguskilyrði eru mjög ströng. Listahátíð var ein þriggja hátíða sem voru teknar inn á aðalfundi í leynilegri atkvæðagreiðslu eftir að 4 framkvæmdanefndir samtakanna höfðu mælt með inngöngu. Sígaunasveitin Taraf de Haïdouks. begga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 21 Lið-a-mót FRÁ Apótekin H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.