Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AF nógu er að taka fyrir Listasafn Íslands þegar kemur að Gunnlaugi Scheving og yfirlitssýningu á verkum hans. Segja má að það sé nokkur vandi að velja sér því verk Gunnlaugs í eigu safnsins verða ekki talin á fingrum annarrar handar. Þar sem listamaðurinn ánafnaði safninu öll verk sín eftir sinn dag, er útilokað að slík sýning nái að gera allri gjöfinni skil á einu bretti. Lunginn af olíu- myndum listamannsins er þó til sýnis á þessu fyrsta yfirliti sem efnt er til á gjöfinni og virðist það ekki verri ráð- stöfun en hver önnur þótt maður sakni þess að sjá ekki eitthvað af und- irbúingsmyndunum fyrir stærri verkin. Gunnlaugur er nú eitt sinn einhver besti teiknari og vatnslita- málari sem við höfum átt. Sú ráðstöfun að halda sig eingöngu við olíumyndirnar gerir einnig miklar kröfur til hinna takmörkuðu húsa- kynna. Það er ekki laust við að áhorf- anda þyki sums staðar þrengja all- verulega að verkunum, einkum þeim risastóru. Á nokkrum stöðum er það hreinlega á mörkunum að fjöldinn gangi upp í hinu aðkreppta rými. Á hinn bóginn er það merkileg reynsla að sjá öll þessi málverk saman komin á einu bretti. Það gefur óneitanlega afar gott yfirlit yfir merkilegan feril þessa epískasta af öllum íslenskum listmálurum. Á kreppuárunum má segja að Gunnlaugur hafi verið hreinn fá- tækramálari. Skyldleiki málverka hans við ádeilumyndir þýsku lista- konunnar Käthe Kollwitz, og bænda- myndir van Gogh, er sláandi. Myndir Gunnlaugs af þrælandi þvottakonum, gömlum konum og rúmliggjandi stafa sterkri samkennd sem erfitt er að lýsa í stuttu máli. Það býr drungi og sorg í þessum málverkum, sem málarinn miðlar af miklu næmi án þess að gangast nokkurn tíma upp í dramatíkinni. Þrátt fyrir bág kjör virðist þetta fólk eiga sína stoltu ró óskerta, eins og þeir einir eiga sem bíta það í sig að sigrast á mótlætinu. Það má því ætla að á fjórða áratugn- um hafi hann þegar verið farinn að móta þá siðferðislegu hetjuhugmynd sem átti eftir að einkenna persónurn- ar í atvinnumálverkum hans eftir stríð. Sérstaða þessara mynda miðað við verk Gunnlaugs frá byrjun fimmta áratugarins og síðar er hve strítt pensilfarið er. Það er óhætt að segja að Gunn- laugur hafi einnig verið málari mann- fólksins, meir en nokkur annar ís- lenskur listmálari, ef til vill að Jóni Engilberts einum undanskildum. Áhugi Gunnlaugs á mannfólkinu kemur hvarvetna í ljós, ekki síst eftir stríð þegar hann var að móta hug- myndir sínar að krambúðinni og smiðjunni. Aðeins sumar þorps- myndirnar úr Grindavík, sprottnar af dvöl Gunnlaugs hjá Sigvalda Kalda- lóns, eru mannlausar. Það var þó ein- mitt í Grindavík sem sjómannamynd- irnar fæddust, snemma á stríðsárunum, þessar sem við þekkj- um síðar sem hálfgerðar freskur um alþýðlega hetjulund. Í Grindavík mótast sömuleiðis það litaspjald sem er svo hrífandi; grátt móti ólífugrænu og gulu. Í sjávarmyndunum er oftar en ekki dumbungur, ólíkt sveitamyndunum, þar sem heiðríkjan býr. Litaspjaldið er samt sem áður býsna líkt, ef frá er talinn bláminn sem ríkir í endur- minningamyndunum frá Úthéraði. Það er ótrúlega mikill munur á lita- meðferð Gunnlaugs á fjórða áratugn- um og þeirri sem hann tamdi sér á stríðsárunum og þróaðist allar götur fram til æviloka listamannsins. Ef til vill má rekja þessa breytingu til áhrifa kúbismans á myndgerð Gunn- laugs, en hann fór ekki varhluta af áhrifum Braque fremur en aðrir síð- búnir, íslenskir kúbistar. Gunnlaugur virðist með öðrum orðum hverfa frá hinum þýsk-danskættaða raunsæis- heimi til hins franska, þar sem alle- gorían, táknheimur endurminning- anna ríkir í kúbískri myndskipan. Styrkur yfirlitssýningarinnar á verkum Gunnlaugs Scheving í Lista- safni Íslands felst í því hvernig gestir geta rakið sig lið fyrir lið gegnum fer- il hans sem málara. Veikleikinn er þrengslin sem myndast sums staðar í sölunum. Ef til vill hefði verið betra að fórna nokkrum stórmyndunum fyrir léttara andrumsloft og víðara útsýni. Þar hefði mátt hugsa sér und- irbúningsmyndir sem stoð fyrir þær myndir sem eftir stæðu. Það breytir þó engu um það að með þessari sýn- ingu staðfestist það sem við höfum lengi vitað, að Gunnlaugur Scheving var óviðjafnanlegur listamaður sem fór stórbrotna, epíska leið sem eng- inn hefur leikið eftir. Epísk tjáning MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Til 9. desember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11–17. MÁLVERK GUNNLAUGUR SCHEVING Halldór Björn Runólfsson  ELDUR á Möðruvöllum I og II bindi er saga Möðruvalla í Hörg- árdal eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín. Titill bókarinnar leiðir hugann að þeim fjölmörgu brun- um sem orðið hafa á þessu merka höfuðbóli en alls hafa sjö stórbrunar orðið á staðnum svo vitað sé. Í fyrra bindinu er fjallað um tímabilið frá því um árið 1000 til ársins 1841, er fyrst sagt frá heimildum um staðinn frá þjóðveldistímanum. Þá er klaust- ursagan rakin, en klaustur var á Möðruvöllum frá árinu 1295 til siða- skipta (1551). Þriðji hluti bókarinnar fjallar um tíma klausturhaldaranna (1551-1783), en þá sátu staðinn um- boðsmenn klaustureignanna. Ítarlegasta umfjöllunin er um amtmennina sem sátu Möðruvelli meðan staðurinn var amtmanns- setur (árin 1783-1874). Í síðara bindinu er sagt frá amt- mannsárum Péturs Havstein (1850- 1870). Þá er sagt frá heiftugum deil- um Péturs við helstu fyrirmenn Þingeyinga, við undirmenn sína og við danska ráðamenn. Einnig er sagt frá fjölskyldu amtmanns en hann var faðir Hannesar Hafstein ráðherra og skálds. Annar aðalhluti seinna bindis fjallar um Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum (1880-1902) sem var fyrirrennari Menntaskólans á Ak- ureyri. Í tveimur lokaköflunum er fjallað um kirkjustaðinn Möðruvelli, um þau stórmenni sem hvíla í kirkju- garðinum þar og um þá presta sem þjónuðu þar eftir siðaskiptin. Að lokum er stuttlega fjallað um kirkjustarf á staðnum á 20. öld og um þá tvo atburði sem vöktu athygli á staðnum um miðja öldina, „beina- málið“ svokallaða og umdeilda „skírn“ í Möðruvallakirkju. Höfundur, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, var sóknarprestur á Möðruvöllum á árunum 1989-2000. Útgefandi er Flateyjarútgáfan. Bækurnar eru samtals 925 bls., prentaðar í Gutenberg. Kápu hann- aði Kristinn Gunnarsson. Nýjar bækur Torfi K. Stefánsson Hjaltalín  MEGAS hefur að geyma viðtöl við samferðamenn Megasar, Magn- úsar Þórs Jónssonar, viðtöl við hann og greinar sem skrifaðar hafa verið um hann. Bókin kemur út í tilefni af sýning- unni Omdúrman: Margmiðlaður Megas sem stendur yfir í Ný- listasafninu. Rit- stjórar eru Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson. Mikill fjöldi ljósmynda sem hafa aldrei birst áður príða bókina sem og teikningar og grafíkmyndir, nótnablöð, textar í vinnslu, drög að skáldsögum og sendibréf. Útgefandi er Mál og menning, Kistan og Nýlistasafnið. Bókin er 224 bls. Verð: 4.990 kr. Megas, Magnús Þór Jónsson  KLUKKAN sem gekk eins og henni sýndist er eftir Per Nilsson í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Teikningar eru eftir Evu Lindström. Bókin er ætluð börnum frá sex ára aldri. Í kynningu segir m.a.: „Fyrir þann sem kann á klukku er einfalt að passa tímann, mæta á rétt- um tíma í skólann og missa ekki af barnasjónvarpinu. En hvað ef maður á klukku sem ekki er hægt að stóla á?“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 94 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Verð: 1.890 kr.  ÞEGAR Brandur litli týndist er eftir Sven Nordqvist, bæði teikn- ingar og texti, í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Þar segir frá gömlum félögum, karlinum Pétri og kettinum Brandi sem margir kannast við úr bókum á borð við Veiðiferðina og Pönnuköku- tertuna. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 32 bls. í stóru broti. Verð: 1.890 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.