Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 51 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert fær í flestan sjó en mátt gæta þín á fljót- færninni því hún kemur þér oft í klípu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ekki allt grænna í garði grannans þótt þér kunni að sýnast svo. Vertu ánægður með þig og þína hæfileika og njóttu þess sem lífið er þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinur sýnir þér mikið traust með því að trúa þér fyrir sín- um innstu leyndarmálum. Þér er heiður að svo eins gott að þú bregðist ekki traustinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú verður að koma einhverju skikki á líf þitt. Þessi ringul- reið drepur allt í dróma og þér verður ekkert úr verki. Hristu af þér slenið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur gert í dag. Það eru nokkur erindi sem þú hef- ur dregið úr hömlu að svara. Gakktu nú í það að klára þetta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að setjast niður með fjölskyldunni og fara í gegn- um málin. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er eins og allt þurfi að gerast í einu og þú átt í mesta basli með að hafa yfirsýn yfir hlutina. Reyndu að halda ró þinni og brosa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er betra að vera með á nótunum þegar fjármálin eru annars vegar. Það er nefni- lega aldrei að vita hvenær óvænt útgjöld banka upp á. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að verða þér úti um lausar stundir sem þú getur notað til að endurnýja kraft- ana. Þetta er allt bara spurn- ing um rétta forgangsröðun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér er mikil þörf á einveru þessa dagana og þú ættir að tala út um málið við þína nán- ustu. Þá verður enginn mis- skilningur til að skemma fyr- ir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hlustaðu á ráð vina þinna. Þótt þau gagnist þér ekki er ókurteist af þér að skella skollaeyrum við öllu sem sagt er. Sýndu tillitssemi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Til þín verður leitað með sér- stök verkefni og þú ættir að hafa svigrúm til þess að taka þau að þér. En þá dugar líka ekkert elsku mamma! Fiskar (19. feb. - 20. mars) Misstu ekki af tækifærum til að bæta við þekkingu þína. Þótt þú sjáir ekki í fljótu bragði hvernig það gagnast þér, þá er öll þekking af hinu góða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞEGAR ég var í skóla fyr- ir miðja síðustu öld, kenndu íslenzkukennarar okkur, að betra mál – og raunar réttara mál, – ef svo leyfist að nefna það nú á dögum – væri að segja sem svo: Þetta hefur get- að átt sér stað árið 1930 í stað þess að segja: Þetta getur hafa átt sér stað ár- ið 1930. Menn hljóta að taka eftir þessum orða- lagsmun. Ég var minntur á þetta, þegar ég rakst á eftirfarandi á tveimur stöðum í Fréttablaðinu 5. okt. sl. Þar var á öðrum staðnum rætt um flug- skeyti og komizt svo að orði, að flaugarnar „hefðu ekki nægilegt flugþol til að geta hafa valdið slys- inu“. Á hinum staðnum er greint frá því, að menn í fólksbíl hentu þungum hlut í hliðarrúðu vörubíls. Talað var um fólskuverk í þessu sambandi, enda „gæti vörubílstjórinn hafa misst stjórn á bílnum sín- um“. Hér er eðlilegra mál að segja, að flaugarnar hefðu ekki nægilegt flug- þol til að hafa getað valdið slysinu. Á seinni staðnum hefði átt að tala um, að vörubílstjórinn hefði get- að misst stjórn á bílnum. Hér er um að ræða svo- nefnda núliðna og þáliðna tíð af so. að geta. Hún tek- ur svo með sér lh. þt. af aðalsögninni, þ.e. valdið af valda og misst af missa, en ekki nafnhátt. Vissu- lega er þetta hlutverka- skipti sagnorðanna orðið algengt í máli okkar og við fyrir alllöngu fengið það að láni frá Dönum. Þeir munu segja sem svo: Han kunne have gjort det. En við snarað þessu á ís- lenzku: Hann getur hafa gert þetta. Ég hygg, að þetta sé eina dæmið í máli okkar, þar sem so. að geta tekur með sér nafnhátt í stað lýsingarháttar. Sjálf- sagt er að benda lesend- um á þennan mun. J.A.J. ORÐABÓKIN Getur hafa LJÓÐABROT VIÐLÖG Hirði eg aldrei, hver mig kallar vóndan. En heldur kyssi eg húsfreyjuna en bóndann. Sú er ástin heitust sem bundin er meinum. Er því bezt að unna ekki neinum. Ljósmyndir Rut. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní sl. í Krist- kirkju, Landakoti, af sr. Jurgen Jamin Theodóra Thorlacius og Valgeir Pét- ursson. Ljósmyndir Rut. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. maí sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matth- íassyni Nadine Thorlacius og Þorleifur Pétursson. 1. d4 d6 2. Bg5 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 c5 5. d5 b5 6. cxb5 a6 7. e4 Da5 8. Bd2 Rf6 9. a4 axb5 10. Bxb5+ Rbd7 11. Rf3 O-O 12. O-O Ba6 13. h3 Bxb5 14. Rxb5 Db6 15. He1 e6 16. dxe6 fxe6 17. Bc3 d5 18. exd5 exd5 19. He7 d4 20. Db3+ Kh8 21. Bd2 Dc6 22. Hae1 Rd5 23. H7e6 Db7 24. Dc2 Ha6 25. Rg5 Bf6 26. Rd6 Da7 27. De4 Bxg5 28. Bxg5 Da8 Staðan kom upp í atskákkeppni Evr- ópu og Asíu sem lauk fyrir nokkru. Mikhail Gurevich (2633) hafði hvítt gegn Ian Rogers (2538). 29. Rf7+! Kg7 29...Hxf7 gekk ekki upp vegna 30. He8+ 30. Hxa6! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 30...Dxa6 31. Bh6+ Kxf7 32. Dxd5+. Umferð í minningarmóti Jóhanns Þóris fer fram í dag, 28. október, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Í breska Acol-kerfinu er lög- málið um „skjóta afgreiðslu“ (fast arrival) í hávegum haft, en kerfið er byggt upp á þeirri meginhugsun að það borgi sig að segja strax það sem spilið þolir. Sjaldan hef- ur greinarhöfundur séð jafn skjóta afgreiðslu og í eftir- farandi spili frá HM í París: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ KD10 ♥ G107 ♦ ÁK104 ♣986 Vestur Austur ♠ – ♠ G82 ♥ D42 ♥ 98652 ♦ DG873 ♦ 962 ♣ÁD1052 ♣G7 Suður ♠ Á976543 ♥ ÁK ♦ 5 ♣K43 Í leik Indverja og Japana í kvennaflokki tók það NS að- eins einn sagnhring að kom- ast í slemmu: Vestur Norður Austur Suður Hayashi Chothia Yamada Sicka 1 tígull Dobl Pass 6 spaðar! Pass Pass Pass Eftir opnunardobl norð- urs er slemma líkleg frá bæjardyrum suðurs, en ein- hverjir hefðu kosið að fara hægar í sakirnar og athuga a.m.k. hvort vörnin ætti tvo ása. En indverska konan Sicka lét bara vaða í slemmu og uppskar vel þegar vestur kom út með laufás. Útspilið var vissulega hjálplegt, en sagnhafi fær líka tólf slagi með hjarta út, því vestur lendir í óverjandi kastþröng þegar trompin eru tekin, enda með vald á þremur lit- um. Það þarf háan tígul út til að hnekkja slemmunni, því þá slitnar samgangurinn við blindan. Opnunardobl norðurs er umdeilanlegt, en í viðureign bandarísku og þýsku kvennanna var líka doblað á spil norðurs. Hins vegar fór suður hægt í sakirnar með slæmum árangri: Vestur Norður Austur Suður Auken Quinn Von Arnim Breed 1 tígull Dobl Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar ! Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Breed í suður krafði fyrst með tveimur tíglum og Quinn sá ekki aðra leið út úr vandanum en melda spað- ann á þrílit. Þar með var norður orðinn sagnhafi í slemmunni. Von Arnim hitti ekki á laufgosann út, en hún valdi tígul og það dugði vörninni í tvo slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Haldið þér því ennþá fram að eitt- hvað hafi verið að steikinni yðar? Herrann þarna er að borða hana með góðri list. www.postlistinn.is 20% afsl áttur til 1. nóve mber sér me rkt Nú kr. 1.560 Rétt verð kr. 1.950 Stærð 70 x 140 cm, margir litir. sími 557-1960 handklæði tilb oð Íslenski Póstlistinn Akureyri Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 2. nóvember og laugardaginn 3. nóvember í safnaðarsal Glerákirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 og hjá Halldóru Bergman, sálfræðingi, í síma 847 1418. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Kjörin leið til sjálfsþroska og meiri meðvitundar um andlegan veruleika. 4. nóv. - Reikimeistaranámskeið Undirbúningur: Reiki 2 frá einhverjum reikimeistara. Sem hluta af þessu námskeiði átt þú jafnframt kost á að fylgjast með kennslu á námskeiði í Reiki 1 og 2. 10. og 11. nóvember Reiki 1 og Reiki 2 Grunnurinn og þungamiðjan í reiki. 18. nóvember Karuna - Reiki 1 og 2 Yfirbygging á hefðbundið Usui reiki með táknum til margvíslegra nota. Einnig hér er nauðsynlegt að hafa lært Reiki 2 áður. Reiki - Námskeið Bergur Björnsson, reikimeistari, sími 898 0277 halló 30-40% afmælisafsláttur alla næstu viku af einstökum skóm og öðrum vörum. Þökkum góðar viðtökur. 1 árs afmæli NÁMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í  grunnskóla  háskóla  framhaldsskóla  flestar námsgreinar Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.