Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 57
geri mér grein fyrir því að sögu- þráðurinn er í anda þessa tímabils, og það er eitthvað sem gerist bara án þess að ég hafi meðvitað reynt það.“ –Þetta er mynd um Ítali, Þjóð- verja og Grikki. Var aldrei erfitt fyrir þig sem Breta að ná að lýsa þjóðareinkennum þeirra á sannfær- andi hátt? „Ég ætti kannski ekki að vera leikstjóri ef ég gæti ekki sett mig inn í heima sem ég þekki ekki svo gjörla,“ segir John og hlær við. „En þetta er samt sanngjörn spurning. Fyrir mig var mest áríðandi að ná tökum á og skilja grískan hugs- anahátt sem er kjarni sögunnar. Ég vildi geta lýst vel menningu þeirra, heimi og lífssýn. Þar skipti miklu máli sú ákvörðun að taka kvikmynd- ina alla upp á þessari eyju. Eyjan skapar trúverðugleika og þar bætist við þátttaka mjög margra Grikkja, og nokkrir þeirra höfðu hreinlega lifað þessar aðstæður sem ég er að lýsa í myndinni. Hefðbundin grísk hátíð er bæði í upphafs- og loka- atriði myndarinnar, og Grikkirnir sem þar eru hljóðfæraleikarar, eru þeir sömu sem spiluðu í laug- ardagspartíunum sem við héldum á upptökutímanum. Þannig gat ég á vissan hátt komist algjörlega inn í menninguna þeirra og þá hluta hennar sem eru óbreyttir frá því fyrir fimmtíu, sextíu árum þegar sagan gerist. Fyrir mér er þetta mynd að hluta til um Evrópu, málefni sem er mik- ilvægt um þessar mundir og eðli þess þegar menningarheimar rekast á, sem er mjög áhrifaríkt í sögunni. Þetta er jafnmikið um hvað Evr- ópuþjóðirnar eiga sameiginlegt og hvað sundrar þeim sem er viðeig- andi umfjöllunarefni.“ Öngþveiti og örvænting –Hafði þig lengi langað að gera mynd um heimsstyrjöldina síðari? „Ég hef áður fengist við sjón- varpsverkefni sem gerast á þessum tíma, en alls ekki heila stóra stríðs- mynd. Þetta stríð var ekki hluti af lífí mínu, ég ólst upp eftir stríð, en andrúmsloft stríðsins var alls staðar þegar ég var að alast upp. Þannig var áhugavert að snúa þangað aftur, en auðvitað á allt annan hátt og með allt annarri sýn. Það er líka áhuga- vert að myndin er samstiga því að fólk er að horfa upp á átök sem það hefði aldrei getað ímyndað sér, og ég held að blóðbaðið á þessari eyju sé á vissan hátt svipaður hlutur.“ –Voru sprengingarnar flóknar í upptökum? „Já, mjög og margar ástæður fyr- ir því. Það voru miklir peningar í spilinu því það þarf svo margt fólk til að vinna við þannig atriði. Þótt undarlegt megi virðast eru atriðin mjög ótæknileg á þessum seinustu tölvutæknitímum. Maður mundi halda að hægt væri að gera spreng- ingar í tölvum en það er ekki hægt. Við vorum að eiga við víra á jörðinni og skipta þurfti um sprengjustað í hverri töku. Ég hafði ákveðnar skoðanir á því hvaða áhrif ég vildi að sprengjuatriðin gæfu, sem voru öngþveiti og örvænting. Það var ekki auðvelt og maður verður að hafa algjöra stjórn á hlutunum. Það þarfnast mikillar skipulagningar og var hún mjög takmörkuð af pen- inga- og tímaskorti. T.d höfðum við bara einn skriðdreka og ég varð að láta líta út fyrir að þeir væru mun fleiri. Við unnum á setti sem við byggðum en var samt sem áður í miðjum bæ og einu ferjuhöfn eyj- unnar. Rétt fyrir ofan reykinn í myndinni er ferðamannabær í full- um gangi með fólk að kaupa minja- gripi. Þetta allt varð að hugsa um, þannig að við æfðum mikið og reyndum að fá þetta vel út, en þetta var erfitt og erfiðar vinnuaðstæður í 40 stiga hita. Við vorum svört og ógeðsleg í lok dagsins, en ætli stríð sé ekki einhvern veginn þannig?“ nd var um helgina Reuters John með gömlu félögunum sínum. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 57 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þess- arar heillandi borgar. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 5. nóvember á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 5. nóv., 3 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Aðeins 28 sæti 2 fyrir 1 til Prag 5. nóvember frá kr. 16.850 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. BOB Dylan hefur gert útgáfusamning við bókaforlagið Simon & Schuster um að rita fyrir það viðamikla sjálfsævisögu sína. Gert er ráð fyrir að afraksturinn sem hlot- ið hefur nafnið Chronicles verði gefin út í mörgum bindum. „Dylan er skáld og hefur fengist við mörg form ritlistarinnar. Þetta er því eðli- leg þróun á þeirri iðju hans,“ segir Elliott Mintz, talsmaður Dylans, um væntanleg ritstörf hans. Dylan, sem tilnefndur hefur verið til bókmenntaverðlauna Nóbels, gaf út sína 43. breiðskífu á dögunum sem heitir Love and Theft og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir, eins og svo oft áður. Þrátt fyrir að hafa samið yfir 500 lög og texta þá hefur Dylan einungis gefið út eina bók, ljóða- og prósasafnið Tarantula, sem kom út árið 1966 þegar hann var einungis 25 ára gamall. Í við- tali sem tekið var við hann í fyrra segir Dylan í raun ekki hafa viljað gefa þá bók út heldur hafi verið neyddur til þess að umboðsmanni sínum. Í þetta sinn er hugmyndin að bókaút- gáfunni frá honum komin. „Skriftir mínar síðustu misseri hafa leitað að opinber- unarformi um nokkra hríð,“ sagði hann í sama viðtali. Í september sagði hann í viðtali við tímaritið Time að hann hefði þegar lokið við tæplega 200 síður af sjálfsævisögu sinni og væri þessa dagana að púsla saman „skrýtlum“ og minnis- punktum um sig sem aðrir hefðu sagt sér því minnið væri ekki alveg eins og best væri kosið. Allmargar ævisögur hafa þegar verið ritaðar um Dylan og til marks um það eru til sölu hjá netversluninni Amazon 156 bækur um hann. Fyrsta bindi sjálfsævisögunnar er væntanlegt í búðir einhvern tímann á næsta ári. Dylan horfir um öxl og gerist annálaritari Ritar sjálfsævisögu sína Annálaritarinn Dylan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.