Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 31 ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn á Myndlistarþingi Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs sem haldið var í fyrirlestrarsal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss á föstu- dag, en þar var saman kominn fjöldi myndlistarmanna, forstöðumanna listastofnana og gallería, forráða- menn menningarmála og annað fag- fólk á sviði myndlistarmála. Efnt var til þingsins í því skyni að ræða stöðu mála í íslenskum mynd- listarheimi á breiðum grundvelli. Um- ræður fyrirlesara og þinggesta tóku til fjölmargra brýnna málefna sem sett voru í samhengi við þróun mála á sviði myndlistar í nágrannalöndun- um. Á þinginu, sem stóð frá kl. 10 til 17, flutti á annan tug manns úr ólíkum geirum myndlistarmála erindi og tók þátt í pallborðsumræðum. Beindust umræður að skilgreiningu myndlistar í upplýsingasamfélagi, möguleika við nýtingu upplýsingatækni til kynning- ar og miðlunar myndlistar á alþjóða- grundvelli og réttindamál myndhöf- unda voru rædd í ljósi örrar þróunar á sviði fjöl- og margmiðlunar. Á síðari hluta þingsins var íslenskur mynd- listarmarkaður til umræðu. Rætt var um þörf þess að skilgreina hlutverk myndlistarstofnana og einkarekinna gallería, verðmyndun í myndlist var rædd, neikvæð áhrif málverkafölsun- armálsins á íslenskan myndlistar- markað, kostnaður myndlistarmanna við sýningarhald og möguleikar við eflingu markaðar fyrir íslenska myndlist hérlendis annars vegar og erlendis hins vegar voru auk þess rædd. Ljóst er af þeim breiðu skoðana- skiptum og viðhorfum sem fram komu á þinginu að mikil þörf er fyrir öfluga umræðu um skilgreiningu myndlistarmála á Íslandi, m.t.t. mót- unar vænlegra skilyrða fyrir mynd- listarsköpun og miðlun myndlistar sem verðmæta. Hátt bar þá umræðu að horfa bæri til þess alþjóðlega mynd- listarheims og -markaðar sem þróast hefði á undanförnum árum og að leita yrði leiða til eflingar tengsla við þenn- an markað og leita yrði raunhæfra og stórhuga leiða til þess, en talað var um „einangrun íslenska myndlistarheims- ins“ í því sambandi. Í samantekt þátt- takenda pallborðsumræðna í lok þingsins kom fram að menn væru al- mennt ánægir með þá umræðu sem fram hefði komið á þinginu og ítrekaði Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafn Reykjavíkur, að þörf væri á að halda umræðunni áfram á opinber- um vettvangi. Stefnumótun borgarinnar Í ávarpi sínu til þingsins sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að fyrir lægi að Reykjavíkurborg mótaði skýra stefnu um hlutverk sitt gagnvart myndlistarsköpun í borg- inni. Ítrekaði borgarstjóri að slík stefnumótun kallaði á skýra afstöðu, og yrði þar að taka mið af aðstæðum hverju sinni til þess að tryggja að það fé sem borgin hefur til ráðstöfunar á því sviði verði nýtt á sem bestan hátt. Bætti hún við að menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar hefði á undanförnum misserum unnið á markvissan hátt að slíkri mótun. Upplýsti borgarstjóri um nokkur grunnatriði í þeirri stefnu, þ.e. að Reykjavíkurborg yrði efld sem höf- uðborg mennta og menningar í land- inu með frjóu menningar- og listalífi, sem styrkti sjálfsmynd og samkennd þjóðarinnar. Þá væri stefnt að því að menning og listir verði snar þáttur í uppeldi og kennslu í Reykjavík, verði aðgengilegar borgarbúum og gestum og einkennist af þrótti og metnaði. Að í manngerðu umhverfi borgarinnar verði skýrleiki, saga og listræn sjón- armið ávallt höfð í heiðri og að menn- ingarlíf í borginni einkennist af víð- sýni og gagnkvæmri virðingu í samskiptum fólks af ólíkum toga. Sagði borgarstóri mikið starf fyrir höndum að finna réttar leiðir til að framfylgja þessum háleitu markmið- um. Síðar á þinginu tilkynnti Knútur Bruun, stjórnarformaður Myndstefs og kynnir þingsins, fyrir hönd menn- ingarmálanefndar Reykjavíkurborgar að nefndin hefði ákveðið að koma á fót Listskreytingasjóði sem í rynni 1% heildarkostnaðar við nýbyggingar annars vegar og viðhaldskostnað hins vegar. Þörf fyrir umræðu um myndlist Morgunblaðið/Árni Sæberg Að myndlistarþingi loknu á föstudag var boðið til móttöku í nýuppgerðu húsnæði SÍM í Hafnarstræti 16, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti Pjetri Stefánssyni, formanni SÍM, húsið formlega. Ljóst er af þeim breiðu skoðanaskiptum sem fram komu á myndlist- arþingi að mikil þörf er fyrir umræðu um mynd- listarmál á Íslandi. Heiða Jóhannsdóttir sat þingið. heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.