Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 31

Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 31 ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn á Myndlistarþingi Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs sem haldið var í fyrirlestrarsal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss á föstu- dag, en þar var saman kominn fjöldi myndlistarmanna, forstöðumanna listastofnana og gallería, forráða- menn menningarmála og annað fag- fólk á sviði myndlistarmála. Efnt var til þingsins í því skyni að ræða stöðu mála í íslenskum mynd- listarheimi á breiðum grundvelli. Um- ræður fyrirlesara og þinggesta tóku til fjölmargra brýnna málefna sem sett voru í samhengi við þróun mála á sviði myndlistar í nágrannalöndun- um. Á þinginu, sem stóð frá kl. 10 til 17, flutti á annan tug manns úr ólíkum geirum myndlistarmála erindi og tók þátt í pallborðsumræðum. Beindust umræður að skilgreiningu myndlistar í upplýsingasamfélagi, möguleika við nýtingu upplýsingatækni til kynning- ar og miðlunar myndlistar á alþjóða- grundvelli og réttindamál myndhöf- unda voru rædd í ljósi örrar þróunar á sviði fjöl- og margmiðlunar. Á síðari hluta þingsins var íslenskur mynd- listarmarkaður til umræðu. Rætt var um þörf þess að skilgreina hlutverk myndlistarstofnana og einkarekinna gallería, verðmyndun í myndlist var rædd, neikvæð áhrif málverkafölsun- armálsins á íslenskan myndlistar- markað, kostnaður myndlistarmanna við sýningarhald og möguleikar við eflingu markaðar fyrir íslenska myndlist hérlendis annars vegar og erlendis hins vegar voru auk þess rædd. Ljóst er af þeim breiðu skoðana- skiptum og viðhorfum sem fram komu á þinginu að mikil þörf er fyrir öfluga umræðu um skilgreiningu myndlistarmála á Íslandi, m.t.t. mót- unar vænlegra skilyrða fyrir mynd- listarsköpun og miðlun myndlistar sem verðmæta. Hátt bar þá umræðu að horfa bæri til þess alþjóðlega mynd- listarheims og -markaðar sem þróast hefði á undanförnum árum og að leita yrði leiða til eflingar tengsla við þenn- an markað og leita yrði raunhæfra og stórhuga leiða til þess, en talað var um „einangrun íslenska myndlistarheims- ins“ í því sambandi. Í samantekt þátt- takenda pallborðsumræðna í lok þingsins kom fram að menn væru al- mennt ánægir með þá umræðu sem fram hefði komið á þinginu og ítrekaði Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafn Reykjavíkur, að þörf væri á að halda umræðunni áfram á opinber- um vettvangi. Stefnumótun borgarinnar Í ávarpi sínu til þingsins sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að fyrir lægi að Reykjavíkurborg mótaði skýra stefnu um hlutverk sitt gagnvart myndlistarsköpun í borg- inni. Ítrekaði borgarstjóri að slík stefnumótun kallaði á skýra afstöðu, og yrði þar að taka mið af aðstæðum hverju sinni til þess að tryggja að það fé sem borgin hefur til ráðstöfunar á því sviði verði nýtt á sem bestan hátt. Bætti hún við að menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar hefði á undanförnum misserum unnið á markvissan hátt að slíkri mótun. Upplýsti borgarstjóri um nokkur grunnatriði í þeirri stefnu, þ.e. að Reykjavíkurborg yrði efld sem höf- uðborg mennta og menningar í land- inu með frjóu menningar- og listalífi, sem styrkti sjálfsmynd og samkennd þjóðarinnar. Þá væri stefnt að því að menning og listir verði snar þáttur í uppeldi og kennslu í Reykjavík, verði aðgengilegar borgarbúum og gestum og einkennist af þrótti og metnaði. Að í manngerðu umhverfi borgarinnar verði skýrleiki, saga og listræn sjón- armið ávallt höfð í heiðri og að menn- ingarlíf í borginni einkennist af víð- sýni og gagnkvæmri virðingu í samskiptum fólks af ólíkum toga. Sagði borgarstóri mikið starf fyrir höndum að finna réttar leiðir til að framfylgja þessum háleitu markmið- um. Síðar á þinginu tilkynnti Knútur Bruun, stjórnarformaður Myndstefs og kynnir þingsins, fyrir hönd menn- ingarmálanefndar Reykjavíkurborgar að nefndin hefði ákveðið að koma á fót Listskreytingasjóði sem í rynni 1% heildarkostnaðar við nýbyggingar annars vegar og viðhaldskostnað hins vegar. Þörf fyrir umræðu um myndlist Morgunblaðið/Árni Sæberg Að myndlistarþingi loknu á föstudag var boðið til móttöku í nýuppgerðu húsnæði SÍM í Hafnarstræti 16, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti Pjetri Stefánssyni, formanni SÍM, húsið formlega. Ljóst er af þeim breiðu skoðanaskiptum sem fram komu á myndlist- arþingi að mikil þörf er fyrir umræðu um mynd- listarmál á Íslandi. Heiða Jóhannsdóttir sat þingið. heida@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.