Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 29 ÞETTA er engin smáræðis útgerð hjá Mosfellingum. Fyrir utan leikara- fjöldann (23 leikendur) hafa þau um- bylt húsinu sínu, innréttað kirkju baksviðs en breytt leiksviðinu í veislu- sal. Svo láta þau sig ekki muna um að bera fram tvíréttaða máltíð meðan á sýningu stendur. Það fer ekki á milli mála, sýningargestir í Bæjarleikhús- inu eru staddir í brúðkaupi. Brúðkaup Tony og Tinu er önnur atlaga leikfélagsins að því sem þau kalla samskiptaleikhús, tilraun til að brjóta múrinn milli leikara og áhorf- enda og draga gesti inn í heim verks- ins. Í þeirri fyrri, Jarðarför ömmu Sil- víu, voru áhorfendur viðstaddir útför og erfidrykkju ættmóður gyðingafjöl- skyldu í New York. Nú er það ítalskt -amerískt brúðkaup og veislan sem fylgir á eftir. Eins og gefur að skilja er sýning sem byggist á samskiptum við áhorf- endur að miklu leyti spunnin. Það á að mér sýnist enn frekar við um brúð- kaupið en jarðaförina. Það er nánast enginn söguþráður, framvinda eða þróun í samskiptum persónanna. Jafnvel ekki þar sem lagt er upp með eitthvað slíkt, eins og að gamall kær- asti brúðarinnar birtist óvænt í at- höfninni og er hreint ekki búinn að gleyma henni. Uppgjörið sem maður á von á í þeim þríhyrningi kemur aldr- ei. Þess í stað verða sýningargestir að láta sér nægja að fylgjast með ferð einstakra persóna í gegnum veisluna, nú eða að hella sér út í að taka þátt í henni af lífi og sál og skemmta sér sjálfur. Því miður finnst mér það engan vegin koma í staðinn fyrir leiksýn- ingu. Til þess er ramminn sem sam- skiptum leikara og gesta er settur of stífur, brúðkaup ókunnugs og fram- andi fólks. Sýningargestir eru boð- flennur, sem vissulega eru boðnar velkomnar og reynt að draga þær inn í gleðskapinn, en ekkert fær breytt því að þær þekkja engan og fá í raun engu ráðið um framgang mála. Og af því að söguþráðurinn er að mestu lát- inn lönd og leið er ekkert sem stýrir athygli gestanna, ekkert sem gerist öðru merkilegra. Afmörkuð atriði eru skemmtileg sem slík, en breyta engu nema fyrir þá sem taka þátt í þeim. Að þessu leyti þykir mér þessi athygl- isverða tilraun Leikfélags Mosfells- sveitar ekki ganga upp. Það sem hins vegar gengur upp og tekst vel er persónusköpun og innlif- un leikhópsins. Hver einasti þátttak- andi er á tánum frá upphafi til enda og margar persónurnar frábærlega mótaðar og skemmtilegar. Af þeim sem mest fönguðu athygli mína má nefna Stefán Bjarnason, sem þróaðist úr taugastrekktum brúðguma í blind- fullt (og ákaflega íslenskt) partídýr og Halldór Halldórsson, sem var svo þorparalegur fyrrverandi kærasti brúðarinnar að erfitt var að skilja af hverju var ekki búið að henda honum á dyr fyrir löngu. Allra mest horfði ég þó eftir Ólafi J. Straumland sem var ósýnilegur og þó ótrúlega áberandi ljósmyndari. Og við Maddy, sem Unnur Arnardóttir skilaði stórvel, vil ég segja þetta: Já, ég laug mig frá að dansa við þig. Maður dansar ekki í leyfisleysi við hjákonur svona mafíu- lega vaxinna manna. LEIKLIST L e i k f é l a g M o s f e l l s s v e i t a r Frumflutt af Artificial Intelligence Þýðing: María Guðmundsdóttir og Guðný María Jónsdóttir Leikstjóri: Guðný María Jónsdóttir Bæjarleik- húsinu í Mosfellsbæ fimmtudaginn 25. október 2001 BRÚÐKAUP TONY OG TINU Boðflennur velkomnar Þorgeir Tryggvason KVIKMYNDIN Steinblómið verður sýnd í bíósal Mír, Vatnsstíg 10, sunnudag, kl. 15. Myndin er gerð í Moskvu árið 1946 og byggist á göml- um ævintýrum og þjóðsögum. Leik- stjóri er A. Ptútsko. Kvikmyndin er sýnd án þýddra texta. Aðgangur er ókeypis. Steinblómið í Mír  ÁFRAM er einsöngsplata Þorgeirs J. Andréssonar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Plat- an geymir 21 íslenskt lag og fjórar aríur úr óperum Rich- ards Wagners. Lögin íslensku eru m.a. eftir Árna Thor- steinsson, Eyþór Stef- ánsson, Emil Thor- oddsen, Inga T. Lárusson, Karl O. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns o.fl. Aríur Wagners eru úr óperunum Lo- hengrin og Hollendingnum fljúgandi. Trausti Jónsson ritar um íslensku lögin og höfunda þeirra en Reynir Axelsson ritar um aríurnar og þýðir texta þeirra á íslensku. Þorgeir hefur áður sungið inn á fjölmargar geislaplötur sem ein- söngvari með ýmsum kórum. Hann hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk á undanförnum árum, bæði í Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, ríkisóper- unnni í Hamborg og við Wagnerhá- tíðina í Bayreuth. Jónas Ingimundarson er meðal mikilvirkustu píanóleikara landsins og hefur í áratugi komið fram sem einleikari og leikið með flestum fremstu söngvurum landsins. Útgefandi er Fermata. Halldór Víkingsson sá um upptöku og hljóð- vinnslu en Ingvar Víkingsson sá um grafiska hönnun bæklings. Verðið er 2.399 kr. Nýjar geislaplötur Þorgeir J. Andrésson  BURT – og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif vest- urheimsfara á síðari hluta 19. aldar er fimmta bókin sem kemur út í rit- röðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar. Sagnfræðingarnir Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magn- ússon tóku bókina saman og rita báð- ir inngangskafla að henni. Í inngangi sínum fjallar Sigurður Gylfi um stöðu og þróun innflytjendarann- sókna hér heima og erlendis og ræðir möguleika framhaldsrannsókna á því fræðasviði.Birtir eru valdir kaflar úr dagbókum nokkurra Íslendinga sem fluttu vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna á síðasta fjórðungi nítjándu aldar auk bréfa og sjálfs- ævisögukafla vesturheimsfara. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon, hafa lagt stund á rann- sóknir á persónulegum heimildum á undanförnum árum og beitt rann- sóknaraðferðum einsögunnar við úr- vinnslu þeirra. Eftir þá liggja bækur og greinar sem fjalla um alþýðu- menningu á átjándu, nítjándu og tuttugustu öld sem birst hafa hér heima og erlendis. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Alda Lóa Leifsdóttir sá um hönnun bókarinnar. Prentun: Hjá oss. Verð: 3.500 kr. Nýjar bækur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.