Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ CAVELIUS hitti Leilu árið1999 þegar hún var á ferðí Sarajevo að taka viðtölvið konur sem beittarhöfðu verið skipulegu kynferðislegu ofbeldi á styrjaldarár- unum og ætluðu nú að bera vitni við réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum. Leila hafði, eftir að hafa sætt mis- þyrmingum einkahersveitanna, verið lokuð inni í nauðgunarbúðum í tvö ár en í frásögn sinni segir hún einnig frá því hvernig hún var á endanum „keypt“ úr búðunum af kokki serb- nesku hersveitanna, tók þátt í bar- dögum gegn króatíska stjórnarhern- um í Krajina-héraði og tókst loksins eftir mörg erfið ár að hitta fjölskyldu sína að nýju. Eitt það grátlegasta við sögu Leilu er að hún lenti í hremmingum sínum nánast fyrir tilviljun þegar hún var stödd í heimsókn hjá frænku sinni. Í örvæntingu sinni svíkur frænkan hana í hendur lögreglunnar og segir að hún sé njósnari. Á eftir er henni misþyrmt af lögreglumönnum og síð- an sleppt, en henni sagt að hún verði sótt daginn eftir. Er hér gripið niður í þeim kafla frásagnar Leilu. Hjá vinkonu Þar sem ég sat og starði út í myrkr- ið mundi ég eftir góðri kunningjakonu minni í Kladuša. Hún hét Zerina og var sextán ára eins og ég. Við höfðum kynnst á baðströndinni í K. og líkaði vel hvorri við aðra. Hún bjó þarna rétt hjá, bara á næsta götuhorni. Hún hafði oft sagt mér hvar íbúðin hennar væri ef ske kynni að ég kæmi að heim- sækja hana. Ég slagaði eins og ég væri dauðadrukkin eftir götunni. Þegar ég reyndi að lesa á dyrabjöll- urnar á blokkinni þar sem Zerina bjó sá ég allt tvöfalt. Ég pírði stokkbólgin augun til að sjá betur og fann loks bjölluna hennar. Ég vissi náttúrlega ekki hvort hún hélt með einkasveit- unum eða bosnísku hermönnunum. „Leila! Hvað er að sjá þig?“ hrópaði hún upp. Ég var marin og blá um all- an skrokkinn. „Komdu inn“ sagði hún og skimaði í flýti upp og niður stiga- ganginn. Zerina bjó ein í pínulítilli íbúð. Stundum gistu foreldrar hennar eða bróðir hjá henni. Hún var frá litlu þorpi í grenndinni og bjó þarna bara yfir skólatímann. Eins og allir aðrir taldi hún að þessu stríði hlyti að ljúka í næstu viku og þá hæfist skólinn að nýju. „Eru þeir búnir að koma hingað?“ spurði ég fyrst af öllu. „Nei, hingað hefur enginn komið ennþá,“ sagði Zerina og reyndi að róa mig. Ég hneig máttvana niður á sófann hjá henni. „Hver hefur gert þér þetta?“ spurði hún æst. Í einni bunu sagði ég henni frá frænku minni og öllu sem hafði komið fyrir mig. Tárin runnu niður kinnarnar á Zerinu við að heyra þetta. „Þú getur verið hjá mér eins lengi og þú vilt. Ég er viss um að ástandið fer bráðum að lagast,“ sagði hún huggandi. Svo strauk hún blóð- ugan hárlokk frá andlitinu á mér. Hendurnar á henni voru blautar af svita. Við voru dálítið líkar og ekki bara í útliti en Zerina var reyndar nokkru lægri en ég. Hún fylgdi hvorugum stríðsaðilanum að málum. Okkur fannst báðum að allir þarna úti væru jafn bilaðir. Fólk var að drepa hvert annað vegna þess að einhverjir valda- sjúkir brjálæðingar skipuðu svo fyrir. Alla nóttina sátum við Zerina og reyndum að finna einhverja leið til að komast burt. Inn á milli duttum við örþreyttar út af í augnablik. Við skulf- um á beinunum af hræðslu um að her- menn úr einkasveitunum myndu sparka upp hurðinni á hverri stundu. Ofbeldismenn Þegar tók að birta um morguninn vorum við enn ekki búnar að finna neitt út úr því hvað við ættum að gera. Það gauluðu í okkur garnirnar af hungri en við höfðum enga rænu á að borða. Það var bara þorstinn sem rak okkur af stað. Ekkert vatn var að hafa í húsinu og við vorum að deyja úr þorsta. Eiginlega var bannað að yf- irgefa íbúðirnar en við áttum engra annarra kosta völ en að reyna að laumast út að vatnshananum og sækja okkur vatn. Við flýttum okkur saman eftir götunni því ég vildi ekki vera eitt augnablik ein í íbúðinni. Lík- lega hefur einhver séð okkur og sagt til okkar. Allan þennan dag og næstu nótt húktum við þarna saman. Við hvert minnsta þrusk hrukkum við í kút. „Við gætum flúið heim í þorpið til for- eldra minna og falið okkur þar“, datt Zerinu í hug. Saman hugleiddum við hvernig best væri að laumast út úr bænum. Vitanlega vissum við að slíkt væri næstum því ómögulegt en við hengdum okkur á þetta hálmstrá. „Opnið!“ Klukkan fimm um morg- uninn hamraði einhver á hurðina. Hjartað hamaðist í brjóstinu á mér. Við Zerina vorum svo hræddar að við þorðum ekki að horfa hvor á aðra. Hún tók svo á sig rögg og opnaði hurðina. Þrír hermenn, allir um þrí- tugt, marséruðu í röð inn í íbúðina. Þeir voru meðlimir í svörtu herdeild- inni. Við höfðum ekki hugmynd um að þessi serbneska herdeild var alræmd fyrir grimmd og hrottaskap. Þeir ein- kenndu sig með því að vera svart- klæddir frá hvirfli til ilja: svartar húf- ur, svartir einkennisbúningar. Á húfunni var auk þess hauskúpumerki. Einn þeirra skipaði okkur fyrir: „Farið í eitthvað utanyfir ykkur. Þið þurfið að gefa skýrslu.“ Örvingluð sneri ég mér að Zerinu og kjökraði: „Hvert ætla þeir með okkur?“ Þá rétti þessi smávaxna vinkona mín úr sér fyrir framan mennina og sagði reiðilega: „Þið hafið engan rétt til að fara neitt með okkur. Ef þið viljið að við gefum skýrslu getum við allt eins gefið hana hér.“ Nú gerðist allt mjög hratt. Einn þeirra reif í peysu Zerinu og hristi hana til og frá: „Hverju þyk- ist þú geta mótmælt hér stelpudræsa. Þú ferð þangað sem við skipum þér að fara.“ Þessi maður var hávaxinn og hor- aður og var með stórt ör þvert yfir vinstri vangann. Zerina stóð eins og frosin fyrir framan hann. Skyndilega sneri hún sér við og hljóp í áttina að baðherberginu. Ég veit ekki af hverju hún gerði það. Hvers vegna gerði hún það? Hermennirnir þrír misstu stjórn á sér. Þeir börðu hana og spörkuðu í höfuðið á henni með þungum her- mannaklossunum. Zerina reyndi að halda höndunum fyrir andlitinu sér til varnar. Snögglega þreif sá með örið til byssu sinnar og skaut hana í kvið- inn. Það geisar stríð Hvað vissum við, sextán ára gaml- ar, svosem um lífið? Foreldrar okkar höfðu alið okkur illa upp. Þau höfðu aldrei búið okkur undir það að til gætu verið svona vondar manneskjur í heiminum. Zerina stundi. Guð minn góður, hún stundi svo hátt af kvölum. „Hvers vegna varstu að þessu?“ öskraði einn ofbeldismannanna að þeim með örið. „Ég gerði ekkert,“ varðist morðinginn. „Hvernig eigum við nú að drasla henni með?“ vildi hinn vita. „Við dröslum henni yfirleitt ekkert með,“ ansaði sá með örið. Sá þriðji þagði allan tímann. Á næsta augnabliki hrinti hann mér á undan sér niður tröppurnar. Hann skildi dyrnar eftir opnar. Þegar ég var kom- in niður heyrði ég tvö skot í viðbót. Þeir hentu mér eins og gömlum poka inn í aftursæti bíls og tveir fant- anna klemmdu mig þar á milli sín. „Ef þér er annt um líf þitt þá skaltu aldrei segja frá þessu,“ sögðu þeir ógnandi. Svo þögðu þeir. Innra með mér var tóm. Engin hræðsla, engin tár. Ein- faldlega ekkert. Ég var alveg viss um að strax næsta dag færi ég sömu leið og vinkona mín. Það var eiginlega fyrst með morði Zerinu sem ég áttaði mig á því að það geisaði stríð. Mann- eskjurnar voru einskis virði; þær dóu eins og flugur. Aftur var farið með mig á lögreglu- stöðina. En nú var ég yfirheyrð af öðrum lögreglustjóra. Hvaðan var ég? Hver ég væri og hvað ég væri að gera í Kladusa. Ég ruddi úr mér svör- unum eins og vélbrúða. Svo skipaði hann: „Farðu þarna inn í salinn og skrifaðu þetta allt niður í stikk- orðum.“ Hlýðin skrifaði ég vitnisburð minn á blað. Lögreglumaður kom og tók miðann og fór með hann en kom strax til baka með annað autt blað og skipaði: „Skrifaðu þetta aftur.“ Þetta endurtók sig fimm sinnum enn. Á hvert blað skrifaði ég: „Ég heiti Leila Ziško og er fædd þann 17. september 1976 í B. Ég flutti til afa míns og ömmu í K. til að ganga í framhalds- skólann þar. Fyrir fjórum dögum kom ég hingað í heimsókn til Nerm- önu frænku minnar.“ Þegar ég hafði afhent blaðið í fimmta skipti skipaði lögreglumaður- inn mér inn í yfirheyrsluherbergið. Um leið og þangað kom réðst lög- reglustjórinn að mér með skömmum yfir því hve ótrúlega heimsk og þrjósk ég væri. Hvort ég vildi endilega missa fallega hausinn minn? Svo þrumaði „Þú verður bara að venja þig við þetta“ Leila er saga stúlku sem var meðal fórnarlamba borgarastríðsins á Balkanskaga. Fimmtán ára göm- ul lenti hún í fangabúðum Serbneska lýðveldisins og síðar var hún seld fyrir þrjá sígarettupakka til einkahersveitar þar sem hún sætti misþyrmingum. Saga Leilu, sem Edduútgáfan gefur út, er skrifuð af þýska blaðamanninum Alexöndru Cavelius. „Það var eiginlega fyrst með morði Zerinu sem ég áttaði mig á því að það geis- aði stríð. Manneskjurnar voru einskis virði; þær dóu eins og flugur,“ segir í sögu Leilu. Myndin er af bókakápu sögunnar og er sviðsett. Reuters Margir eiga um sárt að binda eftir borgarastríðið á Balkanskaga, ekki síst konurnar sem sumar hverjar, eins og Leila, sættu misþyrmingum og voru jafnvel lokaðar inni í nauðgunarbúðum. Konurnar á myndinni eru bosnískir múslimar sem biðjast hér fyrir við fjöldagröf í bænum Srebrenica í Bosníu. SJÁ SÍÐU 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.