Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Skömmu síðar handtók lögreglan mann inni í íbúð sinni og er sá grun- aður um aðild að málinu. Einnig fannst hnífur á heimili hans sem talið er að hafi verið notaður við verkn- aðinn. Að sögn Harðar Jóhannesson- ar yfirlögregluþjóns virðist sem átök hafi átt sér stað á heimili hins LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt kl. 00.46 í fyrrinótt um fyr- irgang og háreysti frá íbúð við Bakkasel í Efra-Breiðholti. Þegar komið var á staðinn sást blóðblettur fyrir utan íbúðina og ummerki um átök. Þar skammt frá fannst maður látinn með nokkur stungusár á hálsi og víðar um líkamann eftir hníf, sam- grunaða og hann komið líkinu fyrir í garði skammt frá. Þar sem hinn grunaði var talsvert ölvaður við handtöku gátu yfir- heyrslur yfir honum ekki hafist fyrr en á hádegi í gær. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun lá fyrir að gæslu- varðhalds yrði krafist yfir mannin- um. Hinn grunaði er 25 ára og ein- hleypur og hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður, fremur en mað- urinn sem fannst látinn. Hann er 44 ára að aldri og einhleypur og að sögn Harðar er ekki vitað hvort mennirn- ir hafi þekkst áður. Ekkert bendir til annars en að þeir hafi bara verið tveir á vettvangi. Karlmaður handtekinn grunaður um aðild að mannsláti í Reykjavík Maður fannst látinn eftir hnífsstungur Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík fengu körfubíl frá slökkviliðinu til að taka yfirlitsmyndir í gærmorgun af vettvangi atburðarins í Bakkaseli. heimilis í Blesugróf 20. Selma var 26 ára, fædd 29. desember 1974, til heimilis í foreldrahúsum í Jöklaseli 17. Þær voru farþegar í aftursæti fólksbílsins og er talið að þær hafi látist samstundis. Eru í gjörgæslu Piltarnir tveir sem slös- uðust alvarlega í árekstr- inum, ökumaður og far- þegi í framsæti fólksbílsins, liggja á gjör- gæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi og að sögn læknis í gær er þeim haldið sof- andi í öndunarvél með stöðugu lífsmarki. Hlutu þeir báðir alvar- lega höfuðáverka auk annarra meiðsla. ÞAÐ sem af er ári hafa 19 manns látist í umferðinni hér á landi, þegar bana- slysið á föstudag er með- talið þegar tvær ungar konur létust í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa á mótum Nesjavallavegar og Hafravatnsvegar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Umferðarráði höfðu 24 lát- ist í umferðinni á sama tíma í fyrra en alls létust 32 í 23 umferðarslysum það ár. Til samanburðar má geta þess að allt árið 1999 lést 21 í umferðinni á veg- um landsins og í lok októ- ber það ár var tala látinna 19 líkt og á þessu ári. Nöfn hinna látnu Konurnar sem létust á föstudag hétu Helga Rán Sigurðardóttir og Selma Sigurðardóttir, báðar með lögheimili í Reykjavík. Helga Rán var 22 ára, fædd 9. ágúst 1979, til Nítján látnir í umferðinni í ár Helga Rán Sigurðardóttir Selma Sigurðardóttir NORÐURÁL hefur hafið að nýju mat á umhverfisáhrifum stækkunar álvers fyrirtækisins á Grundartanga úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn. Starfsleyfi álversins gerir ráð fyrir álveri með allt að 180 þúsund tonna afkastagetu á ári, en forráða- menn fyrirtækisins hafa lýst áhuga sínum á að stækka álverið verulega á næstu árum. Norðurál hóf mat á umhverfis- áhrifum vegna stækkunar álversins upp í 240 þúsund tonn, með stækk- unarmöguleikum upp í 300 þúsund tonn, í fyrrahaust. Síðar var þeirri vinnu hætt vegna þeirrar óvissu sem verið hefur uppi um raforku- sölu til álvers af þeirri stærðar- gráðu sem fyrirtækið hafði áform um. Enn er mikil óvissa með raforkuöflun Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðuráli, segir að enn sé mikil óvissa vegna raf- orkumála, en viðræður standi þó yf- ir og Landsvirkjun vinni að um- hverfismati á ýmsum virkjunar- kostum. Hann segir enga tímasetningu framkvæmda felast í umhverfismatinu nú, en benda má á að í fyrra gerði matsáætlun vegna stækkunarinnar ráð fyrir því að fyrri áfangi stækkunarinnar yrði tekinn í notkun í september 2004. Að sögn Ragnars liggur ekkert fyrir um áfangaskiptingu stækkun- ar álversins í því umhverfismati sem nú stendur yfir. Hann segir að slíkt ráðist fyrst og fremst af getu Landsvirkjunar til framleiðslu og sölu á raforku, en einnig muni þró- un efnahagsmála í heiminum hafa þar áhrif. Nýtt umhverfismat hjá Norðuráli Stækkun upp í 300 þúsund tonn ENGINN erlendur hælisleitandi hefur komið til Íslands eftir að landamæraeftirlit var hert hér á landi og erlendis í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember sl. Frá áramótum hafði 51 beðið um hæli hér á landi. Kristín Völundardóttir, lögfræð- ingur hjá Útlendingaeftirlitinu, seg- ir að hún teldi meginástæðuna vera þá að flestir hælisleitendur sem koma hingað til lands séu þar að auki á leiðinni vestur um haf, til Bandaríkjanna eða Kanada. Fáir hælisleitendur leggi nú upp í slíkt ferðalag vegna stóraukins landa- mæraeftirlits þar. Auk þess sé hert eftirlit með þeim sem fara um Schengen-svæðið. Enginn hælisleitandi frá 11. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.