Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 64

Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Skömmu síðar handtók lögreglan mann inni í íbúð sinni og er sá grun- aður um aðild að málinu. Einnig fannst hnífur á heimili hans sem talið er að hafi verið notaður við verkn- aðinn. Að sögn Harðar Jóhannesson- ar yfirlögregluþjóns virðist sem átök hafi átt sér stað á heimili hins LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt kl. 00.46 í fyrrinótt um fyr- irgang og háreysti frá íbúð við Bakkasel í Efra-Breiðholti. Þegar komið var á staðinn sást blóðblettur fyrir utan íbúðina og ummerki um átök. Þar skammt frá fannst maður látinn með nokkur stungusár á hálsi og víðar um líkamann eftir hníf, sam- grunaða og hann komið líkinu fyrir í garði skammt frá. Þar sem hinn grunaði var talsvert ölvaður við handtöku gátu yfir- heyrslur yfir honum ekki hafist fyrr en á hádegi í gær. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun lá fyrir að gæslu- varðhalds yrði krafist yfir mannin- um. Hinn grunaði er 25 ára og ein- hleypur og hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður, fremur en mað- urinn sem fannst látinn. Hann er 44 ára að aldri og einhleypur og að sögn Harðar er ekki vitað hvort mennirn- ir hafi þekkst áður. Ekkert bendir til annars en að þeir hafi bara verið tveir á vettvangi. Karlmaður handtekinn grunaður um aðild að mannsláti í Reykjavík Maður fannst látinn eftir hnífsstungur Morgunblaðið/Júlíus Rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík fengu körfubíl frá slökkviliðinu til að taka yfirlitsmyndir í gærmorgun af vettvangi atburðarins í Bakkaseli. heimilis í Blesugróf 20. Selma var 26 ára, fædd 29. desember 1974, til heimilis í foreldrahúsum í Jöklaseli 17. Þær voru farþegar í aftursæti fólksbílsins og er talið að þær hafi látist samstundis. Eru í gjörgæslu Piltarnir tveir sem slös- uðust alvarlega í árekstr- inum, ökumaður og far- þegi í framsæti fólksbílsins, liggja á gjör- gæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi og að sögn læknis í gær er þeim haldið sof- andi í öndunarvél með stöðugu lífsmarki. Hlutu þeir báðir alvar- lega höfuðáverka auk annarra meiðsla. ÞAÐ sem af er ári hafa 19 manns látist í umferðinni hér á landi, þegar bana- slysið á föstudag er með- talið þegar tvær ungar konur létust í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa á mótum Nesjavallavegar og Hafravatnsvegar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Umferðarráði höfðu 24 lát- ist í umferðinni á sama tíma í fyrra en alls létust 32 í 23 umferðarslysum það ár. Til samanburðar má geta þess að allt árið 1999 lést 21 í umferðinni á veg- um landsins og í lok októ- ber það ár var tala látinna 19 líkt og á þessu ári. Nöfn hinna látnu Konurnar sem létust á föstudag hétu Helga Rán Sigurðardóttir og Selma Sigurðardóttir, báðar með lögheimili í Reykjavík. Helga Rán var 22 ára, fædd 9. ágúst 1979, til Nítján látnir í umferðinni í ár Helga Rán Sigurðardóttir Selma Sigurðardóttir NORÐURÁL hefur hafið að nýju mat á umhverfisáhrifum stækkunar álvers fyrirtækisins á Grundartanga úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn. Starfsleyfi álversins gerir ráð fyrir álveri með allt að 180 þúsund tonna afkastagetu á ári, en forráða- menn fyrirtækisins hafa lýst áhuga sínum á að stækka álverið verulega á næstu árum. Norðurál hóf mat á umhverfis- áhrifum vegna stækkunar álversins upp í 240 þúsund tonn, með stækk- unarmöguleikum upp í 300 þúsund tonn, í fyrrahaust. Síðar var þeirri vinnu hætt vegna þeirrar óvissu sem verið hefur uppi um raforku- sölu til álvers af þeirri stærðar- gráðu sem fyrirtækið hafði áform um. Enn er mikil óvissa með raforkuöflun Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðuráli, segir að enn sé mikil óvissa vegna raf- orkumála, en viðræður standi þó yf- ir og Landsvirkjun vinni að um- hverfismati á ýmsum virkjunar- kostum. Hann segir enga tímasetningu framkvæmda felast í umhverfismatinu nú, en benda má á að í fyrra gerði matsáætlun vegna stækkunarinnar ráð fyrir því að fyrri áfangi stækkunarinnar yrði tekinn í notkun í september 2004. Að sögn Ragnars liggur ekkert fyrir um áfangaskiptingu stækkun- ar álversins í því umhverfismati sem nú stendur yfir. Hann segir að slíkt ráðist fyrst og fremst af getu Landsvirkjunar til framleiðslu og sölu á raforku, en einnig muni þró- un efnahagsmála í heiminum hafa þar áhrif. Nýtt umhverfismat hjá Norðuráli Stækkun upp í 300 þúsund tonn ENGINN erlendur hælisleitandi hefur komið til Íslands eftir að landamæraeftirlit var hert hér á landi og erlendis í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember sl. Frá áramótum hafði 51 beðið um hæli hér á landi. Kristín Völundardóttir, lögfræð- ingur hjá Útlendingaeftirlitinu, seg- ir að hún teldi meginástæðuna vera þá að flestir hælisleitendur sem koma hingað til lands séu þar að auki á leiðinni vestur um haf, til Bandaríkjanna eða Kanada. Fáir hælisleitendur leggi nú upp í slíkt ferðalag vegna stóraukins landa- mæraeftirlits þar. Auk þess sé hert eftirlit með þeim sem fara um Schengen-svæðið. Enginn hælisleitandi frá 11. september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.