Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 29. október 1991: „Deilur hafa staðið um nokkurt skeið á milli ríkisvaldsins og þjóð- kirkjunnar vegna skerðingar á sóknar- og kirkjugarðs- gjöldum. Gjöld þessi eru inn- heimt við staðgreiðslu skatta fyrir þjóðkirkjuna og eiga að renna til safnaðanna. Rík- isstjórn Steingríms Her- mannssonar ákvað að skerða þessar lögbundnu tekjur þjóðkirkjunnar við fjár- lagagerð fyrir árið 1990. Því var þá heitið, að skerðingin yrði aðeins í eitt ár, en sama sagan endurtók sig við fjár- lagagerðina fyrir 1991, þó með þeirri breytingu að kirkjugarðsgjaldið var skert um 20% í stað 15% áður en hætt við 5% skerðingu á sóknargjöldum. Þessi sama skerðing bitnaði einnig á greiðslum til annarra trú- félaga og á Háskólasjóði. Þjóðkirkjan mótmælti þess- um aðförum harðlega og þá- verandi stjórnarandstaða tók undir mótmælin, enda er það fráleitt, að inn- heimtumenn geti með sjálf- dæmi skert þá upphæð, sem þeir hafa til innheimtu.“ 27. október 1981: „Guðrún Helgadóttir alþingismaður komst svo að orði í þingræðu á dögunum, að með aðild að ríkisstjórninni fengju kommúnistar „vald ... yfir al- rangri stefnu í utanrík- ismálum“ þjóðarinnar, taldi þingmaðurinn þetta raunar „eina meginástæðuna“ fyrir því, að kommúnistar taka „á sig þá ábyrgð að sitja í nú- verandi ríkisstjórn“. Hér er ekki töluð nein tæpitunga, enda ekki siður kommúnista, þegar þeir hæla sjálfum sér. En hvernig bregðast sam- starfsmenn kommúnista í ríkisstjórninni við slíkum yf- irlýsingum? Á meðan enginn þeirra mótmælir orðum Guðrúnar Helgadóttur, hljóta menn að líta á þögnina sem samþykki ...“ 28. október 1971: „Bar- áttan gegn aðild Peking- stjórnarinnar að Sameinuðu þjóðunum var lengi vel háð á þeim grundvelli, að það sam- rýmdist ekki stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða, að hún ætti fulltrúa á þessum vettvangi, þar sem Peking- stjórnin væri árásaraðili. Var þá höfðað til þess, að stjórn kommúnista í Kína, sendi kínverska sjálfboðaliða til þátttöku í Kóreu- styrjöldinni. Norður- Kóreumönnum til trausts og halds, eftir að MacArthur hershöfðingi hafði hrakið þá norður yfir Yalu-fljót en her- sveitir MacArthurs börðust undir fána Sameinuðu þjóð- anna.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E mbættismenn í bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og leyniþjónustunni, CIA, telja nú að bandarískir öfgamenn standi fyrir því að dreifa miltisbrandi í Washington, New York og Flórída. Í Washington Post í morgun, laugardag, kemur fram að embættismenn hafi einnig verulegar áhyggjur af því að þau hryðjuverk, sem framin hafa ver- ið með sýklavopnum undanfarið, dragi athygli almennings frá hinni raunverulegu ógn, sem talið er að standi af Osama bin Laden og al Queda, hryðjuverkasamtökum hans. Sagt hef- ur verið að hann sé að skipuleggja aðra hryðju árása á Bandaríkjamenn, annaðhvort heima fyrir eða erlendis. Í frétt Washington Post, sem Bob Wood- ward skrifar ásamt Dan Eggen, segir að þrátt fyrir víðtækt eftirlit og upplýsingasöfnun hafi ekki tekist að tengja þau umslög, sem send hafa verið með miltisbrandi, al Qaeda eða öðr- um þekktum hryðjuverkasamtökum og rann- sóknir á sýnishornum af miltisbrandsgróum gefi engar vísbendingar um að þau komi frá erlendu stjórnvaldi eða rannsóknarstofu. Í fréttinni segir að FBI og rannsóknardeild bandarísku póstþjónustunnar séu nú að kanna marga möguleika innanlands, allt frá öfgahóp- um á hægri vængnum til manna, sem eru hlynntir málstað íslamskra öfgamanna. Hins vegar hafa þeir, sem að rannsókninni standa, enga grunaða og vita ekki einu sinni hversu mörg bréf hafa verið send. Talið er að um þrjú bréf hafi verið að ræða, en grunur leikur á að þau geti hafa verið fjögur. Eina vísbendingin, sem hingað til hefur verið gerð opinber og gæti bent til þess að erlendur aðili sé að baki, er það álit atferlissérfræðinga FBI að enska hafi ekki verið móðurmál bréfritara bréfanna þriggja til Toms Daschles, forystumanns meirihluta demókrata í öldungadeild Banda- ríkjaþings, fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar NBC og dagblaðsins New York Post. Sameiginleg markmið nýnasista og íslamskra öfgamanna Í bréfunum er meðal annars veist gegn Ísrael líkt og Osama bin Laden hefur gert í yfirlýsingum sínum, en bent hefur verið á að málflutningur bandarískra öfga- hópa sé af sama toga. Einn slíkur hópur, Bar- átta aría (Aryan Action), fór meira að segja lofsamlegum orðum um árásina á New York og Washington 11. september á vefsíðu sinni. Þar sagði: „Annaðhvort berst þú með gyðing- unum gegn al Queda, eða þú styður al Queda í baráttunni gegn gyðingum.“ Abraham Cooper, aðstoðarforstöðumaður Simon Wiesenthal- stofnunarinnar í Los Angeles, sagði í samtali við Washington Post, að hann vissi til þess að fyrr á þessu ári hefði verið haldinn fundur í Beirút, þar sem komu saman nýnasistar og ísl- amskir öfgamenn sameinaðir í hatri sínu á gyðingum og bætti við: „Sumir öfgamenn eru nú orðnir hnattrænir.“ Í greininni í Washington Post segir að hvítir öfgamenn hafi áður verið orðaðir við milt- isbrand. Árið 1997 var Larry Wayne Harris, örverufræðingur og fyrrverandi félagi í sam- tökunum Þjóðir aríanna, dæmdur eftir að hafa fengið þrjú glös með svarta dauða í pósti. 1998 var hann handtekinn skammt frá Las Vegas eftir að vísbending hafði borist til FBI um að hann hefði miltisbrand í fórum sínum. Hins vegar fannst aðeins skaðlaust bóluefni við miltisbrandi í skotti bifreiðar hans. Deilt er um það hvort hægri öfgamenn í Bandaríkjunum hafi þekkingu og tæknigetu til að framleiða miltisbrand og nota sem sýkla- vopn. Hryðjuverkið í Oklahoma-borg um miðj- an síðasta áratug sýnir að þeir svífast einskis. Hins vegar þarf að meðhöndla miltisbrand sérstaklega til þess að hann verði jafnhættu- legur og í sendingunum þremur, sem sett hafa Bandaríkin á annan endann. Fyrr í vikunni var reyndar frétt í Wash- ington Post þess efnis að miltisbrandsgróin, sem send hefðu verið, hefðu aðeins getað verið búin til í rannsóknarstofum í þremur löndum, Bandaríkjunum, Írak og Rússlandi. Miltis- brandsgróin, sem fundust á skrifstofu Daschl- es, höfðu verið meðhöndluð með sérstöku efni þannig að þau svífi í loftinu og dreifist. Undir venjulegum kringumstæðum er miltisbrandur rafmagnaður þannig að örlítil gróin vilja loða saman og falla til jarðar. Framleiðendur sýklavopna lögðu mikla áherslu á það á sínum tíma að finna út hvernig mætti afhlaða gróin, ef svo mætti að orði komast. Þetta tókst bandarískum vísindamanni á sjöunda áratugn- um með því að frostþurrka gróin og með- höndla með sérstöku efni. Miltisbrandsgró voru fjöldaframleidd, en birgðum var eytt og hvort eitthvað var geymt er ekki vitað. Rússar fundu einnig leið til að gera þetta, en notuðu aðra aðferð en Bandaríkjamenn og þurftu að framleiða meira af miltisbrandi til að ná sömu áhrifum. Írakar hafa síðan fundið upp enn eina að- ferð að sögn Richards Spertzels, sem var í sérliði Sameinuðu þjóðanna, sem sent var með misjöfnum árangri til að finna og eyða vopnum til fjöldamorða í Írak eftir Persaflóastríðið. Í blaðinu kom fram að samkvæmt heim- ildum væri ólíklegt að miltisbrandurinn, sem notaður hefði verið til að fremja hryðjuverkin í Bandaríkjunum, kæmi frá Rússlandi eða Írak. En það segði ekki alla söguna þótt upp- runi miltisbrandsins fyndist því lítið er vitað um það hversu öruggar birgðir af sýklavopn- inu hafa verið í löndunum þremur. Ekki er hægt að segja til um hvort hryðjuverkamenn hafi verið látnir hafa efnið eða þeir hafi komist yfir það eftir öðrum leiðum. George Bush Bandaríkjaforseti undirritaði á föstudag ný lög þar sem veitt er víðtækt vald til rannsókna og eftirlits í því skyni að hjálpa yfirvöldum að fylgjast með og hindra starf- semi grunaðra hryðjuverkamanna í Bandaríkj- unum. Stjórnvöld hafa nú aukinn rétt til að gera leit, handtaka og vísa grunuðum mönnum úr landi, hlera Netið, fylgjast með peninga- tilfærslum og verða sér úti um upplýsingar um einstaklinga. Um leið verður dregið úr kröfum um að yfirvöld þurfi áður að verða sér úti um stefnur og leyfi dómara til að láta til skarar skríða. John D. Ashcroft dómsmálaráðherra hefur sagt að í vændum sé herferð gegn hryðjuverkum af svipuðum toga og herferðin gegn Al Capone og skipulagðri glæpastarf- semi á sínum tíma. Þegar Bush undirritaði lögin tók hann fram að um leið og verið væri að taka nauðsynlegt skref til að sigrast á hryðjuverkum væru stjórnarskrárbundin rétt- indi allra Bandaríkjamanna vernduð. Þótt nú sé verið að setja lög og grípa til að- gerða gegn hryðjuverkamönnum hafa hryðju- verk verið ofarlega á baugi í umræðum um ör- yggismál undanfarin ár. Hafa sumir sagt að ógnin af hryðjuverkum og svokölluðum ut- angarðsríkjum hafi komið í staðinn fyrir ógn- ina af kjarnorkuvopnum eða hefðbundnum styrjöldum. Þar hefur meðal annars verið til umræðu hvernig brugðist skuli við ef hryðju- verkamenn komi höndum yfir efna- og sýkla- vopn. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gaf árið 1995 út tilskipun um aðgerðir gegn hryðjuverkum og var meiri mannafli settur í aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum og sam- tökum þeirra og kom þar þrennt til: eiturgas- árásin í Tókýó 1995, upplýsingar um það hversu víðtæk sýklavopnaáætlun Sovétmanna var í raun og upplýsingar um birgðir Saddams Husseins, leiðtoga Íraks, af efna- og sýkla- vopnum. Árið 1997 sendi sérstök nefnd, sem Banda- ríkjaþing skipaði, frá sér skýrslu þar sem hvatt var til þess að Bandaríkjaher breytti um áherslur og einbeitti sér að því að bregðast við hættum heima fyrir. Þar sagði meðal annars að þjóðvarðliðið og varalið hersins þyrftu að vera reiðubúin til að þjálfa yfirvöld í sveitum og bæjum til að greina efna- og sýklavopna- árásir, byggja upp varnir og sjá um afeitrun, aðstoða við meðhöndlun slasaðra og brott- flutning, einangrun svæða og fólks, sem orðið hefur fyrir árás, og hjálpa til við að end- urbyggja samgöngur og koma á þjónustu. Í kjölfarið tilkynnti varnarmálaráðuneytið áætl- un um að þjálfa þjóðvarðliðið og varalið um öll Bandaríkin til að fara eftir þessum tilmælum. Clinton tilkynnti í stefnuræðu sinni 1998 að hann hygðist bregðast við hættunni af sýkla- vopnum í höndum „útlagaríkja, hryðjuverka- manna og skipulagðra glæpasamtaka“. Sama ár komu fulltrúar hinna ýmsu stofnana í Bandaríkjunum, sem þurfa að bregðast við verði gerð árás, saman í hvíta húsinu, bústað Bandaríkjaforseta, til að taka þátt í æfingu, nokkurs konar hlutverkaleik. Gert var ráð fyr- ir því að hryðjuverkamenn slepptu blöndu af bólusóttarveirunni og Marburg-veirunni við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó þannig að mörg hundruð þúsund mannslífum var stefnt í hættu. Tilgangurinn var að komast að því hversu vel undirbúnar þessar stofnanir væru. Í fjárlögum næsta ár voru framlög til að BAUGUR OG ARCADIA Áþessari stundu liggur ekkertfyrir um, hvort Baugur hf.gerir ákveðið tilboð í þau hlutabréf brezku verzlunarkeðj- unnar Arcadia, sem ekki eru í eigu fyrirtækisins. Samkvæmt því, sem fram kom í þeim tilkynningum, sem gefnar voru út um málið sl. fimmtu- dag hafa farið fram viðræður, sem gætu leitt til þess að slíkt tilboð komi fram. Engu að síður er ljóst, að með kaupum Baugs á 20% hlut í brezka fyrirtækinu og hugmyndum um yf- irtöku fyrirtækisins eru viðskipta- umsvif Íslendinga í öðrum löndum komin á nýtt stig. Hér er verið að kanna grundvöll fyrir því, að kaupa hlutabréf í stórri verzlunarkeðju fyrir um 67 milljarða íslenzkra króna. Íslenzkir kaupsýslumenn hafa fram að þessu ekki fengizt við svo stórar fjárhæðir. Margir líta svo á, að það hljóti að vera fásinna að lítið fyrirtæki á al- þjóðlegan mælikvarða, sem Baugur hf. er, reyni að kaupa margfalt stærra fyrirtæki og að Baugur hf. hafi einfaldlega ekki efni á slíkum kaupum. Slíkar efasemdir komu m.a. fram í brezkum fjölmiðlum í gær en þó er þessu framtaki Baugs sýnd sú virðing að um það er fjallað í dálki Lex í Financial Times og þarf töluvert til að fá umfjöllun í þeim dálki, sem nýtur einna mestr- ar virðingar í alþjóðlegu viðskipta- lífi. Í þessu sambandi er á það að líta að seint á níunda áratugnum fór ný tegund slíkra viðskipta að ryðja sér til rúms, sérstaklega í Bandaríkj- unum. Fjármálasérfræðingar, sem höfðu á sínu valdi háþróaða fjár- málatækni, tóku gríðarlegar upp- hæðir að láni til þess að kaupa upp hlutafé í fyrirtækjum. Það gerðu þeir m.a. á þeirri forsendu að í þessum fyrirtækjum væru duldar eignir, sem hægt væri að selja til þess að minnka skuldabyrðina og hagræða að öðru leyti í rekstrinum á þann veg að fyrirtæki með veru- legt peningastreymi gætu staðið undir greiðslu afborgana og vaxta af þeim lánaskuldbindingum, sem eftir væru. Í sumum tilvikum rústuðu þeir fyrirtækin, skildu starfsmennina eftir atvinnulausa en hurfu sjálfir á braut með mikla fjármuni. Í öðrum tilfellum leiddu þessar aðgerðir til heilbrigðari rekstrar. Enn önnur dæmi eru svo um það, að heimsþekktir viðskipta- jöfrar tóku svo mikla áhættu í slík- um viðskiptum að við lá að við- skiptaveldi þeirra hryndu til grunna. Það átti t.d. við snemma á tíunda áratugnum, þegar við lá að fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs yrði gjaldþrota vegna mikillar áhættu, sem hann tók með skuld- setningu í kaupum á öðrum fjöl- miðlafyrirtækjum. Um þetta tímabil í bandarískri fjármálasögu hafa verið skrifaðar athyglisverðar bækur en segja má, að það hafi liðið undir lok að mestu leyti með falli fjármálasnillingsins Michael Milkens, sem stóð á bak við fjármögnun þessara viðskipta að miklu leyti. Það er alveg ljóst, að útrás ís- lenzku fjármálafyrirtækjanna til annarra landa hefur leitt til þess að sumir starfsmanna þeirra hafa öðl- ast töluverða þekkingu á því, sem kalla má þróaða fjármálatækni og opnar ýmsar leiðir í viðskiptalífinu. Það fer heldur ekki á milli mála, að innan íslenzkra fyrirtækja hefur orðið til þekking t.d. í rekstri mat- vöruverzlana og fataverzlana, sem hægt er að nýta í sama rekstri í öðr- um löndum. Ljóst er að nú gera ungir menn tilraun til að beita þessari nýju þekkingu í stærri viðskiptaumsvif- um en áður hafa þekkst hér í okkar umhverfi. Það sýnir áræði og þor og verður óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með því, hvernig til tekst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.