Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 58
ÍSLENSKA gamanleikritið Blessað barnalán er fyrsta verkið sem Leik- félag Akureyrar setur upp á þessu leikári. Frumsýnt var um síðustu helgi og var því mikið um dýrðir í leikhúsinu gamla. Höfundurinn, Kjartan Ragn- arsson, var viðstaddur frumsýn- inguna en hann samdi verkið handa Leikfélagi Reykjavíkur fyrir rúm- um tuttugu árum og naut það mik- illa vinsælda og gekk lengi fyrir fullu húsi á fjölum Iðnó. Þetta er í fyrsta sinn síðan þá sem verkið er sett upp aftur í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri uppfærslunnar á Ak- ureyri er Þráinn Karlsson og koma alls ellefu leikarar fram í henni, þ.á m. góðkunningjar akureyrskra leikhúsunnenda á borð við Sögu Jónsdóttur, Aðalstein Bergdal, Sunnu Borg og Skúla Gautason. LA frumsýndi Blessað barnalán um síðustu helgi Í hópi vinsælustu gamanleikrita Kjartan Ragnarsson, höfundur verksins, og Jón Þórisson, sem sá um leikmynd og búninga, heilsa upp á leikarana Aðalstein Bergdal, Þor- stein Bachmann og Sögu Jónsdóttur í lok frumsýningarinnar. Saga Jónsdóttir leikkona og Þráinn Karlsson leikstjóri brostu út að eyrum að lokinni frumsýningu. Morgunblaðið/KristjánLeikkonurnar María Páls- dóttir og Laufey Brá Jóns- dóttir glaðbeittar í lok frumsýningarinnar. FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík, www.bilabudrabba.is JÓLIN NÁLGAST! VINSÆLA AMERÍSKA JÓLASKRAUTIÐ KOMIÐ. SKOÐIÐ EINNIG SÝNISHORN Á HEIMASÍÐUNNI OKKAR. EINNIG NOKKRAR VÖRUR Á TILBOÐSVERÐI. VERÐ FRÁ 399. FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ! SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Sýnd kl. 2, 5.10, 8 og 10.30. Mán kl. 5.10, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Með íslensku tali Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. 5 hágæða bíósalir MOULIN ROUGE! FRUMSÝNING Hausverkur Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær- ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Varúð!! Klikkuð kærasta! Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. LAUF hefur að geyma 14 lög og texta sem öll eru eftir Hörð Torfa- son. Lögin byggjast á gróinni hefð trúbadúrs- og vísnalaga, en Hörður lætur þann ramma þó ekki þrengja að sér. Hér fær hann til liðs við sig góðan hóp manna til að gefa lögunum fjöl- breyttari og fyllri hljóm og lagasmíð- arnar koma stundum við á óvæntum stöðum. Diskurinn hefst til dæmis á gospel-laginu „Brekkan“ en þar er Hörður og kórinn reyndar ekki endi- lega að syngja Guði til dýrðar heldur er boðskapurinn fremur sá að treysta á sjálfan sig: „Ég vil sjá og sigra/ég sættist ekki á minna.“ Spila- gleðin er auðheyranleg í „Floginn“ sem er nett „röffaður“ blús og loka- lagið, „Fíflið“, er í anda rússneskra tregasöngva. Burðarvirkið er þó norræn vísnalagahefð þar sem flytj- andinn tekur sér stöðu við hlið með- aljónsins og hversdagslífsins með hógværum laglínum og jarðbundn- um, oft ádeilukenndum textum. Þegar Hörður Torfa er annars vegar, eru textarnir órjúfanlegur þáttur laganna og ekki ortir aðeins til skrauts eða uppfyllingar. Rödd Harðar býr yfir allskyns blæbrigð- um enda hefur maðurinn kallað sig „eins manns leikhús“ og getur auð- veldlega talað fyrir munn allra þeirra litríku persóna sem hann sendir á sviðið í lögum sínum. Þarna má finna rónann á botninum, hræsn- arann, pervertinn og fleiri, þar sem Hörður hæðist góðlátlega að for- dómafullu samfélagi sem vill baka alla í sama kökuformi. Helsti gallinn í þessum „leikhúslögum“ er að þótt textarnir séu oft hnyttnir og skemmti- legir, þjóna laglínurnar aðeins þeim tilgangi að vera undirleikur fyrir sögurnar en eru ekki nógu bitastæðar á eig- in forsendum. Bestu lög plötunnar finnst mér þau þar sem Hörður fer persónu- legri leið og setur fram vangaveltur um lífið og ástina, því þar næst jafnvægi milli laglínu og texta og hvort styður við annað, eins og í lögunum „Takkinn“, „Lauf“ og „Stormur“. Í því síðastnefnda má finna línurnar: „Þú hefur meir en væntumþykju vakið/ég vona að sólin rjúfi gat á þakið“. Mér þótti líka gít- arleikurinn allur vel heppnaður á disknum, áberandi fallega mjúkur og áreynslulaus og jafnvel má heyra smávegis kántríhljóm hér og þar sem ekki skemmir fyrir. Hér er kannski ekki á ferðinni tímamótaverk á ferli Harðar og hann fer varlega í brot og beygjur á hefð- inni, en hins vegar gerir hann hlutina af einlægni og heiðarleika sem hefja lög hans og texta upp úr miðjumoð- inu. Laufin sem hann sendir okkur á þessu hausti, ættu því ekki að svíkja aðdáendur flökkuskáldsins þraut- seiga. Tónlist Heiðarleg haustlauf Hörður Torfason Lauf Ofar/Edda Lauf. Ný plata frá Herði Torfasyni sem fær hér til liðs við sig Einar Val Scheving sem sér um trommur og áslátt, Jón skugga á bassa og Vilhjálm Guðjónsson „altmulig- mann“ sem, auk þess að sjá um upp- tökustjórn og hljóðblöndun, leggur lið við raddir, gítar, bassa, orgel, slagverk o.fl. Ofar gefur út, Edda dreifir. Steinunn Haraldsdóttir Hörður Torfason hefur ætíð gefið sig allan í túlkun tónlistar sinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.