Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket kemur í dag. Flinterdam kemur á morgun, Júpiter fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Flinterdam kemur í dag, Selfoss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 10 boccia, kl 13, bað og vinnustofa, kl 14 félagsvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10 púttvöllurinn opinn, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna,kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið,kl. 13–16 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Haust- basarinn verður laug- ardaginn 3. og sunnu- daginn 4. nóvember. Tekið við basarmunum frá mánudeginum 29. október til vikuloka. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun verður fé- lagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10. Tréútskurður í Lækjar- skóla kl. 13. Saumar og brids í Hraunseli kl. 13.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30 fjög- urra daga keppni annan hvern sunnudag. Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla, fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Félagsmiðstöðin, Furu- gerði 1. Sprautað verður gegn inflúensu þriðju- daginn 30. október kl. 13. Árleg skemmtun Bandalags kvenna verð- ur fimmtudaginn 1. nóv- ember kl. 20. Söngur, grín og gaman. Upplýs- ingar í síma 553-6040. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–15 mynd- listarsýning Valgarðs Jörgensen, listamað- urinn verður á staðnum. Veitingar í veitingbúð. Á morgun 9–16.30 vinnu- stofur opnar frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing, kl. 15.30 dans. Fimmtudaginn 1. nóv- ember kl. 13.15 fé- lagsvist í samstarfi við Fellaskóla, stjórnandi Eiríkur Sigfússon. Allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 9.05, brids kl. 13, kl. 11 myndmennt, kl. 12 myndlist, félagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska. Fótsnyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð, kl.12 bóka- safn. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl.12.15 dans- kennsla, kl. 13 kóræfing. Helgistund verður fimmtudaginn 1, nóv- ember kl. 10.30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spil- að. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kvenfélag Kópavogs vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20, að Hamraborg 10. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík fundur verð- ur haldinn fimmtudag- inn 1. nóv. kl. 20 í Sæ- björgu, Grandagarði hjá Slysavarnahúsinu. Kaffi og skemmtiatriði. Öldungaráð Hauka. Fundur verður miðviku- daginn 31. okt. kl. 20 í Félagsheimilinu á Ás- völlum. Hana-nú, Kópavogi. Byrjað verður að skrá þátttakendur og selja miða á galakvöldið eftir hádegi á morgun, mánu- dag, sem verður laug- ardaginn 3. nóvember kl. 20 í Gjábakka. Húsið opnað kl.19.30. Dagskrá: Hátíðarræða heið- ursgests; Sigríður Hannesdóttir leikkona skemmtir við píanóund- irleik Sigurðar Jóns- sonar; Helga Þórarins- dóttir lágfiðluleikari leikur einleik á lágfiðlu; Arngrímur, Ingibjörg og Pétur sjá um að dansinn duni að loknum þríréttuðum hátíð- arkvöldverði. Allar upplýsingar í Gjá- bakka, s. 554-3400 og Gullsmára, s. 564-5261. Kvenfélag Hreyfils. Vetrarstarfið hafið, fyrsti fundur verður miðvikudaginn 31 okt. kl. 20. Ath. breyttan fundardag. Minningarkort Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, þjónustu- íbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Bergmál, líknar og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Í dag er sunnudagur 28. október, 301. dagur ársins 2001. Tveggja- postulamessa. Orð dagsins: Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyr- ir gullið, en Drottinn prófar hjörtun. (Orðskv. 17, 3.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ágengt, 4 snauð, 7 slægjulandið, 8 þröngvað til, 9 elska, 11 anga, 13 karlfugl, 14 gösla í vatni, 15 gauragangur, 17 ófög- ur, 20 fjallsbrún, 22 sela- hópur, 23 stirðleiki, 24 grassverði, 25 hreinan. LÓÐRÉTT: 1 frosin jörð, 2 klaufdýr- um, 3 nöldra, 4 snjór, 5 sloka í sig, 6 rándýri, 10 ekki gömul, 12 ílát, 13 mann, 15 helmingur, 16 fuglar, 18 húðpoki, 19 ljósfærið, 20 á jakka, 21 syrgi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1skapnaður, 8 mítur, 9 dotta, 10 rýr, 11 nurla, 13 áfram, 15 friðs,18 samur, 21 tóm, 22 leifi, 23 eflum, 24 andkaldur. Lóðrétt: 2 kýtir, 3 púrra, 4 andrá, 5 urtur, 6 smán, 7 garm, 12 lið, 14 fúa, 15 fólk, 16 iðinn, 17 stilk, 18 smell, 19 muldu, 20 rúmt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Myndir vantar í útgerðarsögu Kljástrandar UNDANFARIN ár hefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri á Grenivík, unnið að bók um útgerð í Grýtu- bakkahreppi. Nú er farið að sjást fyrir endann á þessu verki og bókaútgáfan Hólar á Akureyri mun gefa bók- ina út á næsta ári. Útgerð- arsaga Grýtubakkahrepps er markverð fyrir margra hluta sakir. Einn sérstæð- asti og merkilegasti kafli hennar gerðist á Kljáströnd á tímabilinu 1890–1940. Að henni stóðu afkomendur sr. Gunnars Ólafssonar í Höfða, stórhuga menn og frumkvöðlar á sínu sviði. Enn skortir myndir frá út- gerðinni á Kljáströnd, af bátum, húsum og fólki. Nokkuð hefur Birni orðið ágengt en ekki nóg. Svona myndir geta verið á ólíkleg- ustu stöðum og það er aldr- ei að vita hvað kynni að koma upp úr kafinu ef fólk kannaði gömul myndaal- búm. Fjölmargir bjuggu á Kljáströnd og er næsta víst að margar myndir hafa ver- ið teknar á þessum slóðum – myndir sem gætu prýtt bókina og aukið á heimild- argildi hennar. Þeir sem telja sig geta aðstoðað höf- undinn eru hvattir til að hafa samband við hann í síma 895 8131 eða senda honum tölvupóst á netfang- ið bjorni@ismennt.is. Heimilisfang Björns er Melgata 10, Grenivík. Frábært – frábært ÉG var staddur í Reykjavík og var þá svo heppinn að mér var boðið í leikhús í Mosfellsbæ á leikritið Brúðkaup Tony og Tinu, sem leikfélag Mosfellssveit- ar sýnir. Ég tók því fremur fálega að fara í leikhús en sló þó til. Það er óhætt að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigð- um, þetta var alveg ógleym- anleg skemmtun. Tekið var á móti manni í kirkjunni sem einum af fjöl- skyldu Tinu (aðrir voru í fjölskyldu Tonys). Leikar- arnir (fjölskyldumeðlimirn- ir) komu inn hver á fætur öðrum og heilsuðu gestun- um eins og þeir væru búnir að þekkja þá í mörg ár. Margir spaugilegir hlutir gerast í brúðkaupinu. Að því loknu er öllum boðið til veislu og eru ýms- ar veitingar bornar fram á meðan á sýningu stendur. Áhorfendur eru með í leik- ritinu allan tímann og eru oft kallaðir til. Mikil gleði var ríkjandi hjá leikurum og eiga þeir allir þakkir skilið fyrir frábært kvöld. Stór hópur áhugaleikara tekur á móti fólki og er óhætt að mæla með þessu verki. Það er sama í hvernig skapi fólk er þegar það fer inn, ég næstum því lofa að það fer brosandi út. Það skal tekið fram að ég hef engra hagsmuna að gæta, þekki hvorki til leik- félagsins né leikaranna. Vil ég þakka Leikfélagi Mosfellssveitar fyrir. Guðmundur Bjarnason, Reyðarfirði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ ER grátlegt að horfa upp á þau landspjöll sem ráðamenn í Reykjavík standa fyrir þessar vik- urnar í Geldinganesi. Á einu fegursta bygging- arsvæði borgarinnar, móti suðri, er landið tætt í sundur af risavöxnum vinnuvélum og notað í uppfyllingar. Þegar er bú- ið að ryðja burtu 250.000 tonnum og stefnt að því að skera burtu milljón tonn af þessu fagra bygging- arsvæði. Og hver er til- gangurinn: Stórskipahöfn sem á ekki að rísa fyrr en eftir áratugi. Eyðilegg- ingin á þessu svæði er óbætanleg og óréttlæt- anleg, rétt eins og þegar Rauðhólarnir voru eyði- lagðir – hafa menn ekkert lært? En það þýðir ekki að ræða þessi mál við borg- aryfirvöld, þar er ætíð komið að harðlæstum dyr- um. Borgarstjórinn virðist búa í rammgerðum turni sem er ekki ætlaður öðr- um en jábræðrum og systrum. Og svo þykist þetta fólk hafa mikinn áhuga á náttúruvernd. Já, og hvar eru Vinstrigrænir núna? Skiptir Geld- inganesið þá minna máli en Eyjabakkar? Er nema von að borgari í Reykjavík spyrji: Nær umhyggja þessa fólks fyrir nátt- úrunni bara til óbyggð- anna? Er það tilbúið að eyða hér fögrum svæðum við túnfót okkar Reykvík- inga vegna þess að það hefur tekið um það póli- tíska ákvörðun sem kemur hinum almenna Reykvík- ingi ekki við? Hinn al- menni Reykvíkingur skipt- ir ekki lengur máli að því er virðist. Hann getur bit- ist um lóðir uppi við hita- veitutanka þar sem vind- urinn blæs flesta daga. En Geldinganesinu blæðir út. Borgari í Reykjavík. Umhverfisslys í Geldinganesi Víkverji skrifar... ENN einu sinni er komið að því aðsvara þeirri samviskuspurningu hvort setja eigi nagladekk undir bíl- inn fyrir veturinn. Víkverji hallast að því að nagladekkin séu nánast óþörf á höfuðborgarsvæðinu. Önnur dekk, t.d. svonefnd harðkornadekk, ættu að geta komið í staðinn – en fyrst og fremst er lykilatriði að ökumenn fari varlega í umferðinni. Með því að hætta notkun nagladekkja sparast gríðarlegar upphæðir, vegna þess hve dregur þá úr eyðingu malbiksins, auk þess sem mengun verður vita- skuld verulega minni. x x x EIGINKONU Víkverja barst ádögunum tölvubréf þar sem var að finna leiðbeiningar um það hvernig best væri að falla í kramið á „þotu- stað“ bæjarins, eins og það var kallað. Staðinn er best að kalla Bangsa – og með tilheyrandi breytingum voru skilaboðin meðal annars þessi: „Klæðnaður skal vera sem hér seg- ir: þröngar buxur með lágum streng og helst svartar en alls ekki í áber- andi litum. Við buxurnar skal klæðast þröngum bol (litur er aukaatriði en þó ekki skræpótt). Best er að bolurinn sé mjög þröngur og að það sjáist vel í brjóstaskoruna. Góður Vúnderhald- ari er algjör nauðsyn. Kjólar og pils eru mjög vinsæl líka en hafa skal í huga að það er algjört skilyrði að þetta sé allt níðþröngt og eins stutt og rassaspik ræður við. Hlébarða- mynstur spillir ekki. Meikoppið er nokkuð frjálst en, guð minn góður, ekki fara lítið máluð því þá sjá allir hvað þú ert ljót.“ Síðan er bent á að tíu tvöfaldir túrbótímar hjá ákveðinni sólbaðs- stofu séu nauðsynlegir. Einnig er mjög mikilvægt að hafa ljóst, slegið hár niður á mitt bak. „Annað er bara viðbjóður,“ segir í bréfinu. „Ef þú ert svo óheppin að hafa það ekki þá er betra að sýna meiri brjóst.“ Svört handtaska er sögð nauðsyn- leg, og allt sem er gervi: s.s. augnhár, höfuðhár, neglur, augnlinsur og brjóst. Tekið er fram í ráðleggingunum að mjög mikilvægt sé að vera ekki of fullur þegar komið er að staðnum. „Þegar gengið er í átt að Bangsa skal gengið hratt, örugglega og ekki heilsa neinum nema hann sé frægur. Vanalega þegar komið er að staðnum er komin röð sem nær til Reykjanes- kjördæmis en þið verðið að muna að það að standa í röð sæmir ekki sannri Bangsapíu. Gott ráð er að standa fyr- ir framan hurðina og þrýsta brjóst- unum saman og reyna að ná athygli dyranördsins.“ Þegar inn er komið er sagt mik- ilvægt að láta líta út fyrir að maður skemmti sér ekki sérstaklega vel, án þess þó að vera í fýlu. „Ef þú sérð ein- hvern sem þú þekkir og hann er ekki frægur eða kúl þá má ekki undir nein- um kringumstæðun tala við þá mann- eskju. En aftur á móti ef manneskjan er fræg þá er um að gera að tala sem mest. Ef þú þekkir engan frægan skaltu finna einhvern á barnum og bara standa við hliðina á honum þangað til fólk heldur að þið séuð saman.“ Bréfið endar svo á þessum skila- boðum: „Muna að þrýsta saman brjóstunum reglulega. Stelpur skulu alltaf fara 10–30 saman á klósettið og það er mjög mikilvægt að standa fyrir framan spegilinn í 5–10 mínútur og laga eitthvað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.