Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni NÚ er kominn annar dagur vetr- ar. Í hönd fer tími kulda og skammdegis, vekjandi kvíða í brjóstum margra. Og kannski ekki að furða, ef grannt er skoðað. Allt frá landnámstíð hefur vog- skorin og hrikaleg strandlengja norðurhluta þessa lands verið byggð, kynslóðirnar háð þar bar- áttu sína við nátt- úruöflin, holskeflur Íslands- og Græn- landshafs, snjóalög, og hafísa, einangrun og oft á tíðum mis- kunnarlausa veð- urhörku. Og þver- hnípt björgin gnæft ógnandi og svip- þung yfir litlum býl- um í fjörðum og vík- um. Annars staðar í landinu hefur bar- áttan á stundum einnig verið hörð, úr því skal hvergi dregið; oftar en ekki var enginn hluti þess undan skilinn, eða er. En íslenskur vetur hefur þó að jafnaði hvergi verið meiri og sterkari en í norðrinu. Það ligg- ur í hlutarins eðli. Saga þjóðarinnar á heimildir um marga kalda og erf- iða tíma, s.s. Lurk, Píningsvetur, Eymdarár og Svellavetur. Það, að búa við ysta haf, á mörkum þess sem byggilegt getur talist, hefur líka í gegnum tíðina krafist mikilla fórna. Þegar fjöll, snjór, vindar og haf leggjast á eitt verður fátt til bjargar. Þá er maðurinn smár. Þau eru mörg heimilin, sem frá öndverðu og allt til okkar daga, hafa misst ástvini sína í veðragný norðursins, og litið til himins í angist og spurt um til- gang þeirrar sorgar, er á þurfti að dynja. Já, þau eru mörg, alltof mörg. En baráttan við nátt- úruöflin og harðneskju lífsins efldi mannkosti, þolgæði, kjark, og dugnað þessa fólks – með hjálp trúarinnar á almættið, sem breiddi líkn og frið og birtu yfir hverja raun. Og þannig hélst byggðin í gegnum aldirnar. Þótt nú séu breyttir tímar, ör- yggi og þægindi orðin meiri en fyrr á tímum, getur enn skapast hætta, þegar náttúruöflin eru ann- ars vegar. Alltaf er vá fyrir dyrum, ef þau eru í ham. Um það eru næg dæmin frá seinni árum. Barátta ljóss og myrkurs er eitt af grunnstefum Biblíunnar og strax í upphafsorðum hennar kem- ur það fram: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yf- ir vötnunum. Guð sagði: „Verði ljós!“ Og það varð ljós. Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Og Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt.“ Þannig hefst 1. Mósebók og á ljós er síðan minnst í u.þ.b. 300 ritningargreinum, um Biblíuna þvera og endilanga, og á myrkur í rúmlega 60 ritningargreinum. Þetta var mönnum sannarlega hugleikið í þá daga, eins og nú. Í raun ættum við þó, sem kristin erum, ekki að hafa neina ástæðu til að óttast myrkrið, eða bera kvíðboga fyrir vetrinum, því við erum jú börn ljóssins, eftir það sem gerðist á páskum forðum, þegar lífið fór með sigur af hólmi. Og eftir tvo mánuði komum við til með að fagna upphafi þess, minn- ast atburðanna í Betlehem – jöt- unnar, stjörnunnar, vitringanna, englanna og hirðanna – einmitt þegar dagurinn er hvað stystur og nóttin köldust og dimmust. Upp úr því fer að birta, að vísu hægt og ró- lega, en stefnan er þaðan í átt til vorsins og sumarsins. Út af fyrir sig er veturinn ekki alvondur, langt því frá. Hann get- ur verið tími margs góðs. Árið 1947 komst Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ, þáverandi prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi, t.d. svo að orði í prédikun: „Veturinn er að koma. Gjafir hans eru alla jafna áhyggjur og kvíði, og ekki þarf að efa það, að í þetta sinn set- ur marga hljóða við komu hans… En veturinn hefur einnig annað að færa oss en áhyggjur og kvíða… Hann skortir hina mildu fegurð sumarsins, en gjafir tígulegrar fegurðar gefur hann oss í ríkum mæli. Bragandi norðurljós þjóta um bláan og stirndan himingeim- inn… Hvítar mjallarbreiðurnar, þegar hvergi sér á dökkan díl, eiga sína tignu töfra. Og svelluð vötn og ár, merluð mánasilfri, eru ein feg- urstu fyrirbrigðin í náttúrunnar ríki. En gjafir vetrarins eru ekki þar með taldar. Hann gefur meiri tómstundir og næði til uppbygg- ingar andlegu lífi voru en sumarið. Veturinn er öðrum árstíðum frem- ur fræðslutími og íhugana á and- legu sviði, svo að veturinn hefur sínar góðu gjafir að færa oss öll- um.“ Hér er viturlega mælt. Við skul- um muna þessi orð og taka á móti komandi vetri glöð í fasi, með það í huga, að við erum ávallt í skjóli og birtu hans, er sagði: „Ég er ljós heimsins.“ Vetrarkvíði Margir erfiðir vetur hafa gengið yfir þetta land, s.s. Lurkur, Píningur og Svellavetur. Og enn fylgir vetrar- komunni einhver geigur, þótt nú séu breyttir tímar frá því sem áður var. Sigurður Ægisson fjallar hér um baráttu ljóss og myrkurs. saeson@islandia.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti HUGVEKJA BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar boðaði til almenns borgarafundar í Félagsheimilinu Klifi sunnudags- kvöldið 21. október. Tilefnið var að kynna fyrir bæjarbúum notkun jarð- gerðartanka sem er liður í sorp- og flokkunarmálum Snæfellsbæjar í samræmi við framkvæmdaáætlun þeirra um Staðardagskrá 21. Bæjarstjórnin samþykkti á síðasta ári framlag til jarðgerðartanka og nú næstu daga stendur til að bjóða fyrstu bæjarbúum þá til notkunar í tilrauna- skyni, en árið 2006 er stefnt að því að þau rúmlega fimm hundruð heimili sem eru í Snæfellsbæ séu öll komin með jarðgerðartanka. Kjartan Valgarðsson, áhugamaður um jarðgerð og innflytjandi jarðgerð- artankanna, leiddi fundarmenn í gegnum það ferli sem felst í því að breyta „sviðum og rófustöppu“ eins og hann orðaði það, í mold. Fundar- mönnum kom á óvart hversu einfalt ferli það er að búa til moltu. Kjartan benti á mikilvægi þess að einhver einn tæki ábyrgð á jarðgerðartankinum og fólk lærði viss grundvallaratriði til að vel gengi. Mikilvægast sé að búa til hita og loftun í tankinum enda er súr- efni stærsti áhrifaþáttur á örverur við niðurbrot. Hann sagði að fátt hefði jafn góð uppeldisleg áhrif og jarðgerð en bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Krist- inn Jónasson, greindi einmitt frá því á fundinum að til stæði að koma upp jarðgerðartönkum á leikskólum og í grunnskólum bæjarfélagsins á næst- unni. Þeir bæjarbúar sem mættu á fund- inn fóru fram á að njóta forgangs við úthlutun jarðgerðartankanna. Þeir hefðu mætt á fundinn til að fræðast um notkun þeirra og hefðu því sýnt áhuga sinn í verki. Bæjarstjórinn brást jákvætt við þeim tilmælum en sagðist samt verða að leggja endan- lega ákvörðun fyrir bæjarráð. Hópur manna bíður því spenntur eftir ákvörðun þess sem ætti að liggja fyrir fljótlega. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Kjartan Valgarðsson kynnir notkun jarðgerðartanka. Breyta sviðum og rófustöppu í mold Hellnum. Morgunblaðið. VEGAGERÐIN hefur á síðustu þremur árum varið nærri 60 milljón- um króna í að skipta um klæðningu í Ólafsfjarðargöngum. Klæðning með eldfimu plastefni, sem Brunamála- stofnun hefur gert ítrekaðar athuga- semdir við, hefur verið tekin niður og eldvarinn vatnsvarnardúkur settur í staðinn. Að sögn Sigurðar Oddssonar, deildarstjóra framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri, verður haldið áfram að skipta um klæðninguna í byrjun næsta mánaðar og þá settur upp dúkur á um fjögur þúsund fer- metra svæði. Búið er að setja upp vatnsvarnardúk á um tíu þúsund fer- metrum. Klæðningin eldfima var á um 20 þúsund fermetrum. „Þegar göngin voru byggð á sínum tíma höfðu Norðmenn umsjón með framkvæmdum og ráðlögðu okkur að nota klæðningu sem þá var algeng í jarðgöngum í Noregi. Síðan þá hefur Brunamálastofnun verið að hnýta í okkur og sagt efnið vera ólöglegt. Norðmenn gripu til þess ráðs að sprauta steypu yfir þessa klæðningu en við getum það ekki í Ólafsfjarð- argöngum, þau eru það þröng. Göng- in eru orðin 11 ára gömul og þykja barn síns tíma. Klæðningin er líka orðin úr sér gengin og heldur engu vatni. Hún er svo hundrennandi blaut að ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að kveikja í henni,“ sagði Sigurður. Ólafsfjarðargöng Vegagerðin heldur áfram að skipta um klæðningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.