Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMSKIPTI Bandaríkjamanna viðÍsraela hafa frá upphafi verið náin ogvinsamleg og ímynd Ísraels er já-kvæð í huga þorra Bandaríkjamannaog það í meiri mæli en gerist meðal annarra vestrænna þjóða. Ehud Barak, fyrr- verandi forsætisráðherra Ísraels, sagði nýlega í viðtali við breska tímaritið The Spectator að land hans væri eins og lítil vin lýðræðis og frelsis í Mið-Austurlöndum. Það hefur Ísrael verið í meira en hálfa öld í augum flestra Bandaríkjamanna og þeir hafa ekki talið ástæðu til að velta mikið fyrir sér rökum Pal- estínumanna eða hlutskipti þeirra almennt. Fleira en áratugalöng samúð með gyðingum og Ísrael kemur til þegar margir Bandaríkja- menn efast um að rétt sé að beita sér sem stendur af þunga til að miðla málum og tryggja Palestínumönnum réttinn til að stofna eigið ríki. Ein röksemdin er að þá sé verið að gefa til kynna að vilji menn telja Bandaríkja- stjórn hughvarf sé best að gera morðárásir á almenning í landinu og hræða menn þannig til hlýðni. Osama bin Laden bætti skömmu eftir árásirnar í september við þeirri hótun í áróður sinn að Bandaríkjamenn fengju ekki að vera í friði fyrr en réttur yrði hlutur Palestínu- manna. Hann gerði skyndilega hatrið á Ísrael, „krabbameininu“ eins og sumir í arabaheim- inum kalla ríkið, að lykilatriði og fékk víða hljómgrunn. Ísraelum ekki fyrirgefið allt Ísraelsher var sendur inn á svæði Palest- ínumanna í liðinni viku til að leita uppi meinta morðingja ráðherra. Shimon Peres, utanrík- isráðherra Ísraels, segir að þrátt fyrir harð- orðar yfirlýsingar út á við skilji ráðamenn í Washington vel að Ísraelar geti ekki látið und- an kröfunum um að fjarlægja herliðið og skrið- drekana af svæðunum nema kyrrð komist á. Hann ber sig vel en viðurkennir þó að aðstæð- ur í heimsmálunum séu gerbreyttar. Nokkur spenna var þegar komin upp í sam- búð Bandaríkjamanna og Ísraela fyrir hryðju- verkin 11. september, aðallega vegna við- bragða Ísraela við uppreisn Palestínumanna, intifada, sem staðið hefur í rúmt ár með til- heyrandi blóðsúthellingum. Óþolinmæði George W. Bush forseta og ekki síður Colin Powells utanríkisráðherra er augljós en mörg- um brá í brún og fjölmiðlar sögðu Ariel Sharon forsætisráðherra og menn hans hafa verið „höggdofa“ yfir hörðum viðbrögðum samherj- anna gömlu í vikunni. Powell sagði að Ísr- aelum bæri að draga herinn „strax“ á brott. Hann vill að stjórn Sharons sýni skilning nú þegar Bandaríkjamenn eru að reyna að byggja upp brothætt bandalag með óvæntum liðsmönnum í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Ásakanir um hræsni Við þessar óvenjulegu aðstæður er vægast sagt slæmt að minna araba og samtímis alla múslíma á deilurnar um Palestínu. En Sharon segist mega senda skriðdreka sína inn á pal- estínsk svæði vegna þess að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, geri ekkert til að handsama þá sem standa fyrir ódæðum gegn Ísraelum. Viðbrögð Sharons og margra ann- arra í Ísrael, ekki síst fjöl- miðla, voru þau að krafa Bandaríkjamanna um að draga herinn burt lýsti hræsni. Þeir væru ekki sjálf- um sér samkvæmir. Bandarískir þingmenn eru margir sammála. „Ef við for- dæmum Ísrael fyrir að verja sig fyrir hermdarverkamönnum finnst mér að við séum að láta undan kröfum hermdarverka- manna á borð við Osama bin Laden,“ sagði Eliot Engel, einn af fulltrúadeildarþingmönn- um demókrata frá New York. Powell utanrík- isráðherra hefur átt erfitt með að svara þess- um rökum nú þegar Bandaríkjamenn láta sprengjum rigna yfir stöðvar talibana og segj- ast staðráðnir í að hætta ekki fyrr en búið sé að handsama Osama bin Laden eða drepa hann. Hvers vegna mega Ísraelar ekki leita að sínum óvinum og beita til þess hervaldi? En einn af dálkahöfundum ísraelska dag- blaðsins Ha’aretz, Zvi Bar’el, sagði í grein á föstudag að hæpið væri að leggja að jöfnu heimsstyrjaldarrekstur undir forystu Banda- ríkjanna gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og „hverfisslagsmál“ eins og hann kallaði átökin við Palestínumenn. „Gríðarlegt átak gegn hryðjuverkaríki á ekkert sameiginlegt með hernámi sem hefur staðið í 35 ár og veitt fjölmörg færi til að losna við byrðina [af því að halda herteknu svæð- unum frá 1967]. Það getur verið að Banda- ríkjamenn ætli að velta stjórn talibana úr sessi en það er öruggt að þeir reyna ekki að hefja þar bandarískt landnám.“ Vandinn er að skilyrðislaus fordæming á hryðjuverkum, eins og Bush forseti sagði í frægri ræðu að væri leiðarljósið, virkar ekki vel þegar farið er að vega og meta verkin eftir aðstæðum og röksemdum þeirra sem þau drýgja. Ísraelar vinna „ríkishryðjuverk“ á Palestínumönnum þegar unglingar og aðrir vopnlitlir borgarar falla fyrir byssukúlum ísr- aelskra hermanna, segir Arafat. Og í löndum araba fullyrða fréttaskýrendur að Sharon og menn hans vilji alls ekki frið heldur byggi þeir völd sín á því að framhald verði á átökum. Þeir egni Palestínumenn eins og þeir þori í von um að fá ofbeldisfull svör, hryðjuverk. Þá sé kom- in átyllan til að ráðast inn á svæði Arafats og gera út af við stjórn hans. Hefndarárásir og skollaleikur Shlomo Ben-Ami, fyrrverandi utanríkisráð- herra Ísraels og andstæðingur harðlínumanna eins og Sharons, sagði eitt sinn að frá sjón- arhóli Palestínumanna væri barátta þeirra fyllilega réttmæt. Þeir teldu sig berjast fyrir frelsi og sjálfstæði gegn erlendu hernámi á sama hátt og gyðingar börðust á sínum tíma fyrir því að mega stofna ríki sitt. Hann er því enginn haukur en segir nú að með því að krefjast þess að Ísraelar dragi her- inn strax á brott séu Bandaríkjamenn að bjóða heim ákveðinni hættu. Sharon gæti látið und- an. „En hver yrði þá ímynd Ísraels í araba- heiminum? Geta þess til að ógna með hefnd- arárás, trúin á staðfestu þess myndi bíða mikinn hnekki,“ sagði Ben-Ami. Hann bætti því við að Bandaríkin, sem arabaþjóð- irnar teldu að ættu að geta látið Ísrael hlýða þegar þörf krefði, myndu einnig lækka í áliti og geta þeirra til að miðla málum yrði dregin í efa. Áhrifaríkir Bandaríkjamenn eru afar ósáttir við að deilur við Ísraela skuli koma upp á yf- irborðið eins og nú hefur gerst. Joseph Biden, demókrati og áhrifamikill öldungadeildarþing- maður, er einn þeirra og sagði í liðinni viku að ekki bæri að líta á sambandið við Ísraela eins og hvert annað „hagsmunahjónaband“. Fleiri Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Ísraela. Dálkahöfundurinn William Safire sagði í The New York Times að stjórn Bush reyndi nú að vera sniðugri en ger- legt væri í tafli heimsmálanna. Þess væri kraf- ist að Ísraelar gerðu „eins og við segjum en ekki eins og við gerum“. Markmiðið sé að reyna að slá ryki í augum almennings í araba- löndum, fá fólk þar til að halda að Bandaríkja- menn séu ekki hlutdrægir, þeir taki tillit til Palestínumanna ekki síður en Ísraela. Þá sé hægt að halda saman bandalaginu gegn bin Laden. „Á sama hátt og spilltir arabaleiðtogar reyna að vernda sig gagnvart reiði undirok- aðra þegna sinna með því að ýta undir hatur á Bandaríkjunum og Vesturlöndum reynum við, með skollaleiknum um útvalda skotspóna í stríðinu gegn hryðjuverkum, að láta áðurnefnt hatur beinast fyrst og fremst að Ísrael. (Ekki skamma okkur, er sagt – sjáið þið ekki hvernig við erum að þrýsta á gyðingana fyrir ykkur?)“ segir Safire. Gagnkvæm stríðsþreyta og friðarlíkur Áðurnefndur Bar’el minnti með ummælum sínum á eina helstu ástæðuna fyrir heift og vonleysi Palestínumanna. Hún er sú stefna Ísraela að sölsa stöðugt undir sig meira svæði undir landnemabyggðir gyðinga og gera Pal- estínumönnum þannig smám saman ókleift að stofna raunverulegt ríki á svæðum sínum. En báðir aðilar hafa ástæðu til að vantreysta hvor öðrum. Ísraelar segja að Óslóarsamningarnir frá 1993 hafi farið út um þúfur vegna þess að hryðjuverk Hamas gegn óbreyttum borgurum næstu árin á eftir hafi eyðilagt það traust sem byrjað var að byggja upp. Margra ára gagnkvæmar hefndarárásir hafa valdið stríðsþreytu sem samkvæmt kenn- ingum um átök þjóða ætti að geta orðið grund- völlur viðræðna milli Palestínumanna og Ísr- aela. Ekki er þó margt sem bendir til að það gerist. Svo mikil er tortryggnin og vonleysið og flestir Ísraelar vilja nú ýta undir fall Ara- fats. Hver sem arftakinn verði geti hann ekki orðið verri. Arafat standi aldrei við loforð um að kveða niður verstu ofstækismennina og reyni stöðugt að leika tveim skjöldum. Hann þykist hafa eftir mætti hemil á hryðjuverka- mönnum en nota framferði þeirra til að þrýsta á um hagstæðari samninga við Ísraela. Aðeins eitt gæti þvingað hann til að semja, segja Ísraelar: Hótun Bandaríkjamanna um að þeir muni leyfa Ísraelum að leysa upp stjórn hans og herlög- reglu og hrekja hann í út- legð. Arafat er tekinn að eldast og óvinsældir hans fara vaxandi meðal Palestínumanna; yrði þróun mála með þessum hætti myndi ferill hans vera á enda. Bandarískir ráðamenn munu þó hafa sent Ísraelum skýr skilaboð í vikunni: ekki komi til mála að beitt verði her- valdi til að grafa endanlega undan Palestínu- leiðtoganum. Fall Arafats gæti að áliti liðs- manna Bush aukið enn rótleysið á svæðinu. Dyggur stuðningur í könnunum Nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum gefa til kynna að 73% vilji að áfram verði hald- ið að taka málstað Ísrael og 56% segjast hlynnt ríkinu. En þar með er ekki hægt að segja að staða mála sé óbreytt, efasemdir hafa vaxið á síðustu árum. Ljóst er að vanþekking á málstað Palest- ínumanna og íslam og fáfræði um þær aðferðir sem Ísraelar nota til að tryggja stöðu sína hafa oft verið forsenda stuðnings við Ísrael í Bandaríkjunum. Að sögn tímaritsins The Economist seljast nú rit um Mið-Austurlönd meira en nokkru sinni fyrr í Bandaríkjunum og þar er ekki oft tekin óbilgjörn afstaða með Ísrael heldur reynt að upplýsa. Þótt samúðin með Ísraelum geti haldist er ósennilegt að menn gleypi framvegis jafnhrátt allar skýringar þeirra á deilunum – og hugs- anlegt að hlutskipti milljóna palestínskra flóttamanna undanfarna áratugi verði mönn- um ljósara. Bandaríkin hafa stutt Ísrael ótæpilega með fjárframlögum en einnig látið þeim í té vopn án þess að skilyrði fylgdu. Eins og bitur Pal- estínumaður orðar það í Palestine Times þeg- ar hann fjallar um fjöldamorð stuðningsmanna Ísraela á palestínsku flóttafólki í búðum þeirra í Líbanon 1982: „Á hverri einustu byssukúlu sem drap Palestínumann stóð Made in USA, sama áletrun var á hverri sprengikúlu, hverju flugskeyti og hverjum skriðdreka. Öll fjölda- morðin hafa verið fjármögnuð af Bandaríkj- mönnum. Þeir útveguðu jafnvel jarðýturnar sem voru notaðar til að reyna að fela glæpina í fjöldagröfunum þegar morðingjarnir hurfu á brott.“ Að vinna hug og hjarta Bandaríkjamenn veita Ísraelum meiri fjár- stuðning en nokkru öðru ríki en næstir í röð- inni eru Egyptar sem fá um tvo milljarða doll- ara, um 200 milljarða króna, í árlega aðstoð. Netútgáfa egypska blaðsins Al-Ahram, sem er eins konar stjórnarmálgagn í fjölmennasta landi araba, segir að Hosni Mubarak forseti hafi ákveðið að beita sér ákaft fyrir því að vest- urveldin þvingi Ísraela til að samþykkja stofn- un sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna. Mikilvægast sé að Ísraelar yfirgefi land- svæðin sem þeir hertóku 1967 og hætti að staglast á því að Jerúsalem verði um alla framtíð óskipt og undir stjórn gyðinga. Sjálfstætt ríki Palestínu- manna, sem jafnt Bush og Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, hafa nú lýst stuðningi við, sé grundvallarforsenda „ef Ísraelar vilji friðsamlega sambúð við araba“. Viðkvæðið hefur verið svipað hjá öðrum vinum Banda- ríkjamanna, Jórdaníukonungi og olíufurstum Sádi-Arabíu. Hvert sem litið er sjá Bandaríkjamenn sömu myndina: Ætli þeir sér að vinna hug og hjarta múslímaþjóða verða þeir að endurskoða gagnrýnislausan stuðning sinn við Ísrael. Við- unandi lausn Palestínudeilunnar er skilyrðið og þá skiptir engu hverjir eru við völd í heimi íslams, hvort það eru vestrænt þenkjandi leið- togar, afturhaldssamir klerkar eða gerspilltir og illa þokkaðir harðstjórar. Gamlir vinir í nýjum heimi Ísraelar hafa í 53 ár getað treyst á skilyrðislausa vináttu Bandaríkj- anna. Kristján Jónsson veltir fyrir sér brotalömum á sambandinu sem hryðjuverkin í september og eftirmál þeirra hafa nú leitt í ljós. Reuters Ungur Palestínudrengur virðir fyrir sér sundurskotinn jeppa þriggja palestínskra lögreglumanna. Mennirnir féllu snemma í október er ísraelski herinn réðst með skriðdrekum inn í borgina Hebron á Vesturbakkanum. Hagsmunir Bandaríkjamanna sjálfra munu fram- vegis hafa forgang Sjálfstætt ríki Palestínumanna frumskilyrði friðar Ísraela og araba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.