Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnskipulag Háskóla Íslands er ef til vill þungt í vöfum. En stendur það skólanum fyrir þrifum? Gunnar Hersveinn leitaði til háskólamanna með spurningar um vald og skyldur kennara. Enn er stað- inn er vörður um stjórnskipun HÍ frá 1999, en kvartað er undan litlu fé til stjórnunar deilda. Ekki er samhljómur á milli ábyrgðar og valda í kerfinu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ’ Við erum stolt af Háskóla Íslands, envið hikum ekki við að segja að það þarf að gera gagngerar breytingar á stjórn- fyrirkomulagi innan hans. Það er full veikt og stirt og ekki fyllilega í takt við nútíma stjórnarhætti, þótt þar haldi margir ágætir menn um tauma. Það skortir mjög á að háskólamennirnir sjálfir hafi tekið stjórnunarlega veik- leika Háskóla Íslands til alvarlegrar umræðu, en fjöldi dæma frá liðnum ár- um sýnir að nauðsynlegt er að gera gagngerar breytingar án tafar eigi há- skólinn að hafa í fullu tré við alþjóðlega samkeppni,“ sagði Davíð Oddsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2001. ‘ Rekstrarfé stjórn Ólafur Þ. Harðarson 1 „Rétt er að hafa í huga almennt, að núver-andi stjórnfyrirkomulag Háskólans varákveðið með lögum frá 1999 og því lítil reynsla komin á það,“ segir Ólafur Þ. Harð- arson deildarforseti félagsvísindadeildar „Árin á undan hafði farið fram ítarleg umræða innan Háskólans um stöðu hans og skipulag. Stjórn- arfrumvarpið um Háskólann, sem Alþingi sam- þykkti 1999, var að stofni til blanda af hug- myndum háskólamanna og menntamálaráðuneytisins. Eitt af því sem rætt var innan Háskólans þegar unnið var að und- irbúningi laganna, var efling á stjórnunarvaldi deildarforseta. Deildarforsetar voru kjörnir til tveggja ára og í sumum deildum var litið á emb- ættið sem leiða skyldu sem „róteraði“ milli pró- fessora og skora. Þetta var þó aldrei reyndin í félagsvísindadeild. Þar hefur deildarforseti aldrei verið kosinn á grundvelli „róterings“- sjónarmiða. Jón Torfi Jónasson, sem lét af störfum forseta félagsvísindadeildar fyrr á þessu ári, hafði gegnt starfinu í sex ár.“ Með lögunum frá 1999 var kjörtímabil deild- arforseta lengt í þrjú ár. Auk þess hefur verið unnið að því að styrkja stöðu þeirra með ýmsum hætti og þarf að halda því áfram. „Mér sýnist almenn- ur vilji til þess innan Háskól- ans, að auka festu í starfi deildarforseta í þá áttina sem verið hefur raunin undanfarin ár í félagsvís- indadeild,“ segir Ólafur. „Deildarforseti verður að líta á sig sem forystumann og stjórnanda. Því má heldur ekki gleyma, að skrifstofustjórar deilda og sérhæft stjórnsýslufólk gegna miklu hlutverki við hlið hans.“ „Hugmyndin um hvort ráða eigi deild- arforseta frekar en að kjósa þá hefur ekki verið mikið rædd. Þetta væri afar róttæk breyting, af því að í þessu fælist mikilvægt frávik frá þeim akademísku lýðræðishefðum sem viðgengist hafa í Háskólanum og tengjast raunar grunn- hugmyndum um eðli háskóla,“ segir Ólafur. „Sjálfsagt er að velta þessu fyrir sér, en fráleitt væri að flana að slíkum grundvallarbreytingum. Eðlilegt er að sjá hvernig þær breytingar reyn- ast, sem hafa verið gerðar og verið er að gera á deildarforsetastarfinu.“ 2„Rétt er hafa í huga að skorir eru mjögmisstórar, sumar hafa kannski bara þrjáeða fjóra kennara,“ svarar Ólafur. „Skor- arformaður veitir eigi að síður mikilvæga fag- lega forystu. En mikilvægt er að skorarformenn njóti margvíslegrar stjórnunaraðstoðar starfs- fólks á skrifstofu, eins og raunin hefur verið í fé- lagsvísindadeild. Í stórum skorum ber hins veg- ar að kosta kapps um að kjósa þá eina til skorarformennsku, sem best eru til stjórnunar fallnir. Það virðist hins vegar fráleitt í augna- blikinu að ráða „prófessjónal“ stjórnendur til þess að stýra skorum.“ Sigurður Brynjólfsson 1 „Deildarforseti er kosinn til þriggja ára ísenn. Þetta er raunveruleg kosning enekki sjálfvirk færsla milli manna,“ segir Sigurður Brynjólfsson deildarforseti verk- fræðideildar HÍ. „Tímabil deildarforseta hefur verið lengt í þrjú ár og ekkert mælir gegn end- urkjöri, standi deildarforseti sig í starfi. Senni- lega er ekki ráðlegt að vera með sama deild- arforsetann lengur en sex ár.“ „Það er alveg mögulegt að ráða deild- arforseta utan Háskólans. Það er hins vegar nauðsynlegt að hann hafi hæfi til að starfa við deildina,“ segir hann. „Ut- anaðkomandi deildarforseti þarf að fá fag- legt hæfnismat eins og aðrir kennarar deild- arinnar. Ekki er nauðsynlegt að deildin komi að ráðningunni frekar, rektor eða háskólaráð gætu þess vegna ráðið deildarforseta að fengnu hæfnismati.“ 2 „Það er ekkert í reglum Háskóla Íslandssem krefst þess að menn taki að sér skor-arformennsku gegn vilja sínum. Að sjálf- sögðu eiga eingöngu þeir sem hafa áhuga á starfinu að taka það að sér,“ svarar Sigurður. Páll Sigurðsson 1 „Samkvæmt gildandi lögum og reglum umHáskóla Íslands fer deildarfundur meðæðsta vald í málefnum háskóladeilda – að því marki sem sjálfsákvörðunarvald deildanna nær til,“ segir Páll Sigurðsson forseti lagadeild- ar. „Milli deildarfunda tekur deildarforseti ákvarðanir, sem skuldbinda deildina, en hefur þá, eftir því sem unnt er, hliðsjón af þeirri stefnu, sem deildarfundir kunna að hafa markað á hlutaðeigandi sviðum.“ Deildarforseta er m.a. ætlað að hafa forgöngu um stefnumörkun af hálfu deildar. Form- leglegt stjórnunarvald deildarforseta er þannig allmikið. „Sú hugmynd að kjósa eða ráða deild- arforseta til lengri tíma en nú er – eftir atvikum með þeim hætti að hann sé ekki úr kennaraliði, er vissulega allrar athygli og umræðu verð, en ekki er þó, að mínu mati, tryggt að sú nýbreytni myndi endilega leiða til stjórnarbóta,“ segir hann. „Sá háttur, sem nú tíðkast, að velja deildarforseta úr hópi fastra kennara, tryggir a.m.k. að þeir hafi staðgóða þekkingu á málefnum sinnar deildar og á þeim faglegu viðfangsefnum og vandamálum, sem leysa þarf úr. Mikilvægt er hins vegar, að deild- arforsetar hafi sér við hlið góða aðstoðarmenn á skrifstofum deilda, en þeir hafa oft öðruvísi reynslu og menntun en deildarforsetinn. Komi deildarforseti úr hópi kennara, eins og nú er, virðist ekki heppilegt að hann gegni því starfi mjög lengi, ætli hann sér á annað borð að snúa aftur til almennra kennslu- og rannsóknarstarfa við sína deild. Mér er ekki kunnugt um, að sá háttur um val deildarforseta, sem gildandi lög og reglur gera ráð fyrir, hafi í reynd gefist illa, og árangur deildarforseta í starfi hlýtur, hvað sem öðru líður, að ráðast af ýmsum þáttum er varða starfshæfni hans og aðra persónulega eig- inleika, aðstoð sem honum er látin í té sem og starfsumhverfi hans að öðru leyti, fremur en af lengd þess tímabils, sem hann gegnir starfinu.“ 2Miðað við þann mannfjölda og mannval,sem nú starfar í deildum Háskólans, tel-ur Páll Sigurðsson ekki mikla hættu á því að sú staða komi upp að sá sem hafi hvorki hæfi- leika né áhuga á stjórnun verði ekki falin stjórn- un í HÍ. Sigurður Brynjólfsson Páll Sigurðsson Ólafur Þ. Harðarson Spurningar til deildarforseta og svör Þrír deildarforsetar Háskóla Íslands voru spurðir í framhaldi af orðum Davíðs Odds- sonar um tvennt: 1 Valdið og leiðir til að styrkja stjórn-unarvald forseta: Væri það til bótaef hægt væri að ráða forseta deilda til lengri tíma? Slíkur maður fengi vald til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir. Hann þyrfti ekki nauðsynlega að vera úr kennaraliðinu. 2 Skyldan og leiðir til að losna undanskyldunni: Sjáið þið fyrir ykkur stjórn-skipulag í HÍ þar sem öruggt væri að sá sem hafi hvorki hæfileika né áhuga á stjórnun verði ekki falin stjórnun, eins og að vera skorarformaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.