Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI dansflokkurinn ríður á vaðið þetta haustið með þrjú frum- samin dansverk öll eftir íslenska danshöfunda. Fyrsta verk kvöldsins er „Da“ eftir Láru Stefánsdóttur, samið við samnefnda Fantasíu fyrir sembal eftir Leif Þórarinsson. Verk- ið hefst á dansi fjögurra para við sembalspil Guðrúnar Óskarsdóttur. Kvendansararnir eru klæddir í fjólubláa síða kjóla en karldansar- arnir í ljósar buxur og skyrtur. Í dansverkinu er vitnað í „Ertu sögnin að fljúga“ ljóð eftir Elísabetu K. Jök- ulsdóttur. Þar er minnst á vængja- lausa manneskju sem þráir að fljúga yfir fjall en fjallið gæti allt eins verið manneskjan sjálf. Hreyfingarnar sýna hugmyndir um vængjaslátt og flug. Dansstíll Láru einkennist gjarnan af hreyf- ingaflæði þar sem fléttaðar eru sam- an fettur og brettur, rykkir og skrykkir. Hún notar langar, teygðar hreyfingar sem enda í rykk þar sem þær brotna eða beyglast saman. Tónlistin er frek á eyrað og sækir í að yfirdrífa dansverkið. Lára semur á köflum á móti tónlistinni sem mild- ar áhrifin. Dansverkið og tónlistin innihalda dramatísk átök og ljóð- rænu í bland sem dönsurunum geng- ur ágætlega að finna sig í. Kvendans- arar dansflokksins eru vanir dansgerð Láru og dönsuðu af öryggi. Nýliðar dansflokksins þurfa sýnu meiri tíma til að aðlagast hreyfigerð hennar og tekur höfundur lítið tillit til þess í verkinu. Þar af leiðandi litu þeir þunglamalegir út á köflum. Ná- lægð dansaranna við áhorfendur var mikil sem gerði það að verkum að þegar margir hreyfðu sig í einu, dreifðir um sviðið var ómögulegt að sjá heildarsvip á verkinu. Það er óhætt að segja að „Da“ sé krefjandi fyrir auga og eyra. Fallegir dúettar paranna standa upp úr í þessu dans- verki og óhætt er að segja að það hafi verið þakklátt að heyra ljúfa sembaltónana í lok verksins við ró- legar hreyfingar dansaranna. Næst á dagskrá var 10 mínútna langt dansverk Katrínar Hall, stjórnanda Íslenska dansflokksins. Verkið er mótað út frá tónlistarhug- mynd Barry Adamson en hann er einn af höfundum tónlistarinnar í verkinu. Hann segir kveikjuna að verkinu hafa verið togstreituna sem myndast við árekstur blekkingar og veruleika. Árekstur þessara tveggja andstæðna er túlkuð í verkinu með tónspennu sem aldrei er leyst. Tón- spennan er sköpuð af tveim ólíkum hljóðgjöfum, raftónlist á móti mannsröddinni. Dansverkinu er ætl- að að endurspegla tónlistina og tog- streituna sem verður á milli þessara ólíku afla eða heima. Dansverkið hefst á röddum Hljómeykis sem samanstóð að þrettán söngvurum. Söngvurunum var snyrtilega komið fyrir uppsviðs þar sem þeir stóðu í hnapp á misháu undirlagi. Raftónlist brýtur sér farveg inn á milli radd- anna og kallast þessir ólíku tónar á um stund. Hlín Diego birtist í dyra- gættinni hliðarsviðs, flóðlýst í rign- ingunni. Hún er hvítklædd og ráfar ráðvillt inn á sviðið. Þar bíður henn- ar Katrín Johnson og saman dansa þær hraðan dans sem einkennist af snerpu. Guðmundur Elías og Jesus De Vega koma inn í dansinn en eru aðallega í stuðningshlutverki við kvendansarana. Höfundur notar gjarnan lægstu hæð, það er gólfið í sinni dansgerð og eru hreyfingarnar sem hún notar hraðar og snöggar. Dansinn mæðir á kvendönsurunum og eru karldansararnir notaðir til að styðja við eða halda á kvendönsurun- um. Þeir virkuðu óöruggir í hreyfing- um og eins og þeir þyrftu meiri tíma til að venjast dansgerð höfundar. Dansararnir voru klæddir í and- stæða liti, konur í hvítt og karlar í svart. Andstæður þeirra náðu ekki lengra þar sem lítið fór fyrir tog- streitu eða árekstrum á milli dans- aranna. Til þess að svo yrði þyrfti meira mótvægi við hraðan, kaldan og einsleitan dansinn. Fljúgandi vængjalaus – dansandi leikandi létt LISTDANS B o r g a r l e i k h ú s i ð Í s l e n s k i d a n s f l o k k u r i n n Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Tónlistarflutningur: Guðrún Óskarsdóttir. Dansarar: Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálm- arsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa John- son, Trey Gillen. Lýsingarhönn- uður: Elfar Bjarnason. Búningar: Stefanía Adólfsdóttir. Sviðsmynd: Stígur Steinþórsson. DA Danshöfundur: Katrín Hall. Tónlist: Pan Sonic og Barry Adamson. Tón- listarflutningur: Hljómeyki. Dans- arar: Guðmundur Elías Knudsen, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ágústa Johnson. MILLI HEIMA UNNUR Fad- ila Vilhelms- dóttir píanó- leikari heldur tónleika í Stykkishólms- kirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Flutt verð- ur Píanósónata op. 31 í Es dúr eftir L. v. Beethoven, Ballaða nr. 4 eftir F. Chopin og Píanósónata nr. 8 eftir S. Prokofieff. Unnur lauk píanókennara- og einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík og doktorsprófi í píanóleik í Bandaríkjunum. Hún kennir nú við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Píanótón- leikar í Stykkis- hólmi Unnur Fadila Vilhelmsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.