Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 24

Morgunblaðið - 28.10.2001, Page 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI dansflokkurinn ríður á vaðið þetta haustið með þrjú frum- samin dansverk öll eftir íslenska danshöfunda. Fyrsta verk kvöldsins er „Da“ eftir Láru Stefánsdóttur, samið við samnefnda Fantasíu fyrir sembal eftir Leif Þórarinsson. Verk- ið hefst á dansi fjögurra para við sembalspil Guðrúnar Óskarsdóttur. Kvendansararnir eru klæddir í fjólubláa síða kjóla en karldansar- arnir í ljósar buxur og skyrtur. Í dansverkinu er vitnað í „Ertu sögnin að fljúga“ ljóð eftir Elísabetu K. Jök- ulsdóttur. Þar er minnst á vængja- lausa manneskju sem þráir að fljúga yfir fjall en fjallið gæti allt eins verið manneskjan sjálf. Hreyfingarnar sýna hugmyndir um vængjaslátt og flug. Dansstíll Láru einkennist gjarnan af hreyf- ingaflæði þar sem fléttaðar eru sam- an fettur og brettur, rykkir og skrykkir. Hún notar langar, teygðar hreyfingar sem enda í rykk þar sem þær brotna eða beyglast saman. Tónlistin er frek á eyrað og sækir í að yfirdrífa dansverkið. Lára semur á köflum á móti tónlistinni sem mild- ar áhrifin. Dansverkið og tónlistin innihalda dramatísk átök og ljóð- rænu í bland sem dönsurunum geng- ur ágætlega að finna sig í. Kvendans- arar dansflokksins eru vanir dansgerð Láru og dönsuðu af öryggi. Nýliðar dansflokksins þurfa sýnu meiri tíma til að aðlagast hreyfigerð hennar og tekur höfundur lítið tillit til þess í verkinu. Þar af leiðandi litu þeir þunglamalegir út á köflum. Ná- lægð dansaranna við áhorfendur var mikil sem gerði það að verkum að þegar margir hreyfðu sig í einu, dreifðir um sviðið var ómögulegt að sjá heildarsvip á verkinu. Það er óhætt að segja að „Da“ sé krefjandi fyrir auga og eyra. Fallegir dúettar paranna standa upp úr í þessu dans- verki og óhætt er að segja að það hafi verið þakklátt að heyra ljúfa sembaltónana í lok verksins við ró- legar hreyfingar dansaranna. Næst á dagskrá var 10 mínútna langt dansverk Katrínar Hall, stjórnanda Íslenska dansflokksins. Verkið er mótað út frá tónlistarhug- mynd Barry Adamson en hann er einn af höfundum tónlistarinnar í verkinu. Hann segir kveikjuna að verkinu hafa verið togstreituna sem myndast við árekstur blekkingar og veruleika. Árekstur þessara tveggja andstæðna er túlkuð í verkinu með tónspennu sem aldrei er leyst. Tón- spennan er sköpuð af tveim ólíkum hljóðgjöfum, raftónlist á móti mannsröddinni. Dansverkinu er ætl- að að endurspegla tónlistina og tog- streituna sem verður á milli þessara ólíku afla eða heima. Dansverkið hefst á röddum Hljómeykis sem samanstóð að þrettán söngvurum. Söngvurunum var snyrtilega komið fyrir uppsviðs þar sem þeir stóðu í hnapp á misháu undirlagi. Raftónlist brýtur sér farveg inn á milli radd- anna og kallast þessir ólíku tónar á um stund. Hlín Diego birtist í dyra- gættinni hliðarsviðs, flóðlýst í rign- ingunni. Hún er hvítklædd og ráfar ráðvillt inn á sviðið. Þar bíður henn- ar Katrín Johnson og saman dansa þær hraðan dans sem einkennist af snerpu. Guðmundur Elías og Jesus De Vega koma inn í dansinn en eru aðallega í stuðningshlutverki við kvendansarana. Höfundur notar gjarnan lægstu hæð, það er gólfið í sinni dansgerð og eru hreyfingarnar sem hún notar hraðar og snöggar. Dansinn mæðir á kvendönsurunum og eru karldansararnir notaðir til að styðja við eða halda á kvendönsurun- um. Þeir virkuðu óöruggir í hreyfing- um og eins og þeir þyrftu meiri tíma til að venjast dansgerð höfundar. Dansararnir voru klæddir í and- stæða liti, konur í hvítt og karlar í svart. Andstæður þeirra náðu ekki lengra þar sem lítið fór fyrir tog- streitu eða árekstrum á milli dans- aranna. Til þess að svo yrði þyrfti meira mótvægi við hraðan, kaldan og einsleitan dansinn. Fljúgandi vængjalaus – dansandi leikandi létt LISTDANS B o r g a r l e i k h ú s i ð Í s l e n s k i d a n s f l o k k u r i n n Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Tónlistarflutningur: Guðrún Óskarsdóttir. Dansarar: Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálm- arsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa John- son, Trey Gillen. Lýsingarhönn- uður: Elfar Bjarnason. Búningar: Stefanía Adólfsdóttir. Sviðsmynd: Stígur Steinþórsson. DA Danshöfundur: Katrín Hall. Tónlist: Pan Sonic og Barry Adamson. Tón- listarflutningur: Hljómeyki. Dans- arar: Guðmundur Elías Knudsen, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ágústa Johnson. MILLI HEIMA UNNUR Fad- ila Vilhelms- dóttir píanó- leikari heldur tónleika í Stykkishólms- kirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Flutt verð- ur Píanósónata op. 31 í Es dúr eftir L. v. Beethoven, Ballaða nr. 4 eftir F. Chopin og Píanósónata nr. 8 eftir S. Prokofieff. Unnur lauk píanókennara- og einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík og doktorsprófi í píanóleik í Bandaríkjunum. Hún kennir nú við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Píanótón- leikar í Stykkis- hólmi Unnur Fadila Vilhelmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.