Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIN með Air-waves-hátíðinni sýndisthreint ekki fráleit fyrirþremur árum eða svo þeg- ar fyrsta slíka hátíðin var haldin hér á landi. Inntakið var eitthvað á þá leið að í stað þess að menn væru að streða við að flytja íslenskar hljómsveitir út og láta þær basla á skítabúllum í von um að útlenskir peningamenn sýndu þeim velþóknum yrði útlendingum stefnt hingað og hljómsveitirnar á heimavelli. Þessi nýbreytni hefur síð- an borið góðan ávöxt; hljómsveitir héðan hafa fengið góðar undirtektir ytra, einhverjar komist tæri við út- gáfufyrirtæki og jafnvel á samning, aukinheldur sem íslenskir tónlistar- áhugamenn hafa fengið að sjá sýn- ishorn af því helsta sem hér er í boði af íslenskri tónlist. Mín tillaga er því þessi: Hættum öllu þrefi um útflutn- ingssjóð íslenskra hljómsveita og efnum frekar til innflutningssjóðs út- sendara erlendra stórfyrirtækja. 17. október síðastliðinn hófst Airwaves-hátíðin 2001 með tilheyr- andi hamagangi. Að þessu sinni voru engir stórtónleikar erlendra stór- bokka í Höllinni, og ekki var þeirra saknað; úr varð sannkölluð miðbæj- arhátíð þar sem tónlistarvinir reik- uðu gleðidrukknir milli tónleikastaða og bergðu af listinni. Alls var eitthvað á sjöunda tug hljómsveita í boði, obb- inn íslenskur, en inn á milli stöku hljómsveit annars staðar að, þrjár sveitir komu að vestan, ein frá Nor- egi og ein var víst þýsk. Eins og get- ur nærri var ógerningur að komast yfir allt saman, ekki bara vegna þess að leikið var á tólf stöðum, heldur rákust hljómsveitir oftar en ekki á; hvort skal sjá Apparat eða Elízu, Strigaskóna eða Jakob Frímann, Lace eða Sofandi og svo má telja. Á endanum treystir maður á annálaða óstundvísi íslenskra sveita og lætur sér nægja glefsur, hleypur af stað þegar þessi sveit er hálfnuð í von um að ná í seinni hluta hinnar. Hljómsveitirnar íslensku voru sumar að þykjast vera alþjóðlegar, og voru fyndnar fyrir vikið, aðrar voru alþjóðlegar, sem er hið besta mál, og svo voru það sveitirnar sem voru bara íslenskar og gáfu að því er virtist frat í viðstadda útlenda popp- gróssera. Þær voru líka almennt bestar. Hlaupið á því helsta Ef hlaupið er á því sem í boði var íslenskt þá var Emilíana með mjög skemmtilega hljómsveit, en því mið- ur að syngja gömul lög sem sum hver voru á dagskrá þegar hún mætti í Ís- lensku óperuna fyrir margt löngu. Harðkjarninn á Gauknum var bragð- meiri, Vígspá í miklu stuði og Snafu öflugir. Sigur Rós hélt magnaða tónleika að vanda og gaman að heyra hvernig lögin hafa mótast á síðasta tónleika- ári; vaxið úr grasi frá hikandi hug- myndum og tekið út þroska – kominn tími til að þau rati á plast, fari að heiman. Páll Óskar hitaði aðeins upp fyrir Sigur Rós, frumflutti þrjú eða fjögur verulega forvitnileg lög af væntanlegri skífu sem hann vann víst með Moniku Abendroth. Úti á Gauki fór Fidel á kostum og ekki minnkaði hamagangurinn þegar Klink kom á svið, mögnuðustu tónleikar þeirrar efnissveitar til þessa. Strigaskórnir voru reyndar að spila gamalt efni, en óútgefið. Aparnir að vestan voru þokkalegri en Mínus tók allt í nefið af miklu öryggi. Föstudagurinn var tónlistarvinum venju fremur erfiður, mest um að vera það kvöld. Singapore Sling lék af fádæma öryggi og Trabant var stórskemmtilegur. Svanur Krist- bergsson kom skemmtilega á óvart, hljómaði mjög vel og öruggur og lög- in voru góð. Elíza Geirsdóttir frum- flutti ný lög með nýrri hljómsveit. Sveitin sú var ekki traust enda ný- komin saman, og lögin þarfnast meiri yfirlegu; gaman verður að sjá hvað verður úr vinnu Elízu og útsetjara sem nú á sér stað ytra. Í Listasafninu fór Apparat á kostum. Frábær sveit og sú sem hvað mesta athygli vekur ytra nú um stundir og það að verð- leikum. Funerals fengu ekki að spila nema brot úr dagskrá á Gauknum því allt var farið úr skorðum. Botnleðja er búin að hrista af sér þunglyndiss- lenið ef marka má nýju lögin sem kynnt voru; sérstaklega var fyrra lagið skemmtilegt, en sveitin al- mennt í fínu formi, bjargaði miklu þetta kvöld á Gauknum. 200.000 naglbítar kynntu nýjan trymbil í gömlum lögum á Gauknum á laugardag, en kom ekki svo mjög að sök, því flest voru lögin flutt með til- brigðum. Dr. Spock stóð sig vel, er greinilega að breytast í alvöruhljóm- sveit, og það góða. Úti í Spotlight var Þórunn Antonía að kynna lög eftir sig og föður sinn. Hún syngur af- skaplega vel og eitt lagannna að minnsta kosti er verulega skemmti- legt. Rétt náði í skottið á Stjörnukisa sem var var eins og þungarokksveit utan úr geimnum, mögnuð keyrsla og skemmtileg. Þar næst kom Ensími sem er góð hljómsveit og skemmtileg um margt og nýtt tónleikaprógramm sveitarinnar hljómar vel. Að loknu Ensími komu Spörtumenn að vestan, besta erlenda sveitin á hátíðinni, en ekki var til setunnar boðið; Leaves átti að hefja leik sinn um leið og Sparta. Sem betur fer var dagskráin á Spotlight eitthvað farin úr skorðum og því náðust nokkur lög með Leaves sem var tvímælalaust ein skemmti- legasta íslenska hljómsveitin á Airwaves að þessu sinni og sú sem kom hvað mest á óvart. Óhætt að leggja nafnið á minnið. Airwaves-hátíðin hefur vonandi unnið sér fastan sess í tónlistarlífi landsmanna, því ekki er bara að hún sé prýðilegur vettvangur fyrir hljóm- sveitir að koma sér á framfæri, held- ur gefast ekki betri tækfæri fyrir tónlistarvini að heyra flest það helsta sem er á seyði. Engin eftirsjá var að útlendu stjörnunum og best að leyfa þeim að sitja líka heima á næstu há- tíð. Aftur á móti mega yfirvöld gjarn- an taka við sér, borgar- og lands- stjórn, og styðja myndarlega við þessa þörfu tónmenningarhátíð. Þórunn Antonía Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigur Rós Leaves Klink Þörf tón- menning- arhátíð Airwaves-tónlistarhátíðin var haldin í Reykjavík fyrir viku. Árni Matthíasson hljóp á milli húsa. Emilíana Torrini Elíza Newman Botnleðja 200.000 naglbítar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.