Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BAKGRUNNUR barna- og fjöl- skyldumyndarinnar Osmosis Jones er heldur óvenjulegur, eða manns- líkami. Eigandinn dýragæslumaður- inn Frank (Bill Murray). Til að gera umhverfið viðsjárverðara er Frank gott dæmi um þau átvögl og sinnu- leysingja sem öllu troða ofan í sig, hvað svo sem hver segir. Þið þekkið örugglega einhverja slíka. (!) Annars er Osmosis Jones byggð á gömlu formúlunni um gott og illt. Það góða er að þessu sinni titilper- sónan, hvíta blóðkornið Osmosis, „Ossie“ Jones (rödd Chris Rock), og kvefmeðalataflan Drix (rödd David Hyde Pierce). Þeir félagar standa í eilífri orrustu við heilsuspillandi ruslfæðið og bjórinn, sem endalaust flæðir niður um kverkar og melting- arveg matgoggsins. Ekki bætir úr skák að yfirstjórn líkamans er í kærulausum höndum „borgarstjór- ans“, sem hugsar um það eitt að ná endurkosningu. Á ytra borðinu er það aðeins Shane (Elena Franklin), ung dóttir Franks, sem reynir að temja subb- unni heilbrigðari lífshætti og mat- arvenjur, en án árangurs. Ástandið hlýtur því að enda með ósköpum, og sú er raunin. Frank tekst að inn- byrða erkióvininn Thrax (rödd Laurence Fisgburne), lífshættuleg- an sýkil, og nú fer allt í háaloft í meltingarveginum og fyrr en varir er skrokkræfill Franks undirlagður og deyjamdi á gjörgæslunni. Það er kaldhæðnislegt að dauða- sýkilinn Thrax dregur vitaskuld nafn sitt af anthrax, miltisbrands- sýklinum, sem enginn tengir lengur við gamanmál. Skjótt skipast veður í lofti. Annars er myndin frekar létt- væg fundin, gallinn sá að einsog hún lítur endanlega út er ómögulegt að sjá hvaða aldurshópi hún er ætluð. Of flókin fyrir yngstu börnin og tætingslega niðurdrepandi fyrir aðra. Hugmyndin er góð en ekki vel framborin. Frank og innviðir hans eru afar óspennandi vettvangur kvikmyndar fyrir alla aldurshópa. Hún er vissulega umhugsunarverð og hefði getað orðið þörf og kær- komin lexía mannkyninu; ef betur hefði verið unnið úr grundvallar- hugmyndinni að maður er það sem maður étur. Hefði getað orðið þörf og kærkomin lexía Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjórar Peter og Bobby Farr- elli (leikin atriði); Piet Kroog og Tom Sito (teiknimyndin). Handritshöfundur: Marc Hyman. Tónskáld: Randy Edelman. Kvikmyndatökustjóri: Mark Irwin. Aðalleikendur: Bill Murray, Elena Franklin, Molly Shannon, Chris Elliott. Aðalraddsetjarar; Chris Rock, Laurence Fishburne, David Hyde Pierce, William Shatner, Ron Howard. Sýningartími 98 mín. Bandarísk. Warner Bros. 2001. OSMOSIS JONES JAKOB Lothe, prófessor við Ósló- arháskóla, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Há- skóla Íslands á morgun, mánudag, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „The Problem of Narrative Beginnings: Franz Kafka’s Der Prozess and Orson Welles’s The Trial“ (Vand- inn að hefja frásögn. Réttarhöldin – skáldsaga Franz Kafka og kvik- mynd Orson Welles) og verður fluttur á ensku. Prófessor Lothe fjallar um kvik- myndir sem gerðar hafa verið eftir sögum og ræðir bæði almennt um slíkar aðlaganir og tekur sérstak- lega mið af kvikmynd sem Orson Welles gerði eftir sögu Franz Kafka, Réttarhöldin. Hann mun jafnframt sýna dæmi úr kvik- myndinni. Jakob Lothe er prófessor við enskudeild Óslóarháskóla og hefur m.a. skrifað rit um skáldverk Jos- eph Conrad og Thomas Hardy, en birti nýverið bókina Narrative in Fiction and Film (Oxford Univers- ity Press 2000). Fyrirlestur um Franz Kafka HAUSTSÝNING á damaski frá Georg Jensen verður í Nor- ræna húsinu í dag, sunnudag og mánudag, kl. 13-17. Georg Jensen Damask er rótgróið vefnaðarfyrirtæki í Danmörku og leggur áherslu á listræna hönnun sem hefur unnið til ótal verðlauna og við- urkenninga. Árlega koma ný munstur og litir í framleiðslu þeirra. Sýning á damaski Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallar- ans verður dagskrá helguð Andra Snæ Magnasyni, höfundi Bláa hnatt- arins, annað kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20.30, en sam- nefnt leikrit er sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins þessa dagana. Andri Snær segir sögu sem verður efni næstu bókar hans og flytur frumsamin ljóð. Þá verður lesið úr væntanlegu út- varpsleikriti Andra Snæs, Hlauptu náttúrubarn. Hljómsveitin múm kemur fram og flytur lög af vænt- anlegum hljómdiski sveitarinnar. Leikarar og leikstjóri Bláa hnatt- arins taka þátt í dagskránni. Andri Snær og múm í Leikhús- kjallaranum Andri Snær Magnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.