Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 55 ...ferskir vindar í umhirðu húðar Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það alveg nauðsynlegt. Nýja Body scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette kremsins á húðina.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!“ Kynningar í vikunni: Mánudagur: Lyf og heilsa - Domus Medica Hagkaup Kringlunni Þriðjudagur: Lyf og heilsa - Mosfellsbæ Hagkaup Smáralind Fimmtudagur: Lyf og heilsa - Mjódd Hagkaup Smáralind Föstudagur: Lyfja Laugavegi Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáralind Debenhams Laugardagur: Hagkaup Smáralind Debenhams Dísa í World Class UPPÚR miðjum áttunda aratugn- um varð mikil rokkvakning vestan hafs enda menn orðnir leiðir á steingeldu framúrstefnurokki. Pönkstraumar frá Bretlandseyjum og tilraunamennska vestur í Kali- forníu runnu saman við hefðbundið bandarískt vinsældarokk og úr varð það sem menn kölluðu gjarnan ný- pönk vestan hafs, miðstéttarpönk þar sem markmiðið var að skemmta sér en ekki að brjóta og bramla. Hljómsveitirnar sem þá urðu til náðu fæstar langt, en sum- ar, eins og Blondie, náðu heims- frægð, þó ekki fyrr en búið var að slípa af alla skarpa kanta og mýkja umtalsvert tónlistina. Fyrir skemmstu voru allar skífur Blondie endurútgefnar með bættum hljómi og talsverðu af aukalögum. Grípandi pönkskotið popp Blondie varð til haustið 1973 þeg- ar Deborah „Debbie“ Harry og Chris Stein kynntust í rokkbúllunni frægu CBGB í New York og fóru að búa saman. Harrie var áður í þjóðlagasveit, en hafði þá stofnað hljómsveit sem hún kallaði The Sti- lettos sem lék heldur harðari tón- list. Stein, sem var gítarleikari, tók þátt í að breyta Stilettos í alvöru- hljómsveit og eftir árs tilrauna- mennsku varð Blondie til í ágúst 1974. Enn var mannaskipan eitt- hvað á reiki og segja má að 1975 hafi það sem eftir var árs farið í að raða saman í endanlega mynd, en þá um haustið voru í sveitinni auk Harry og Stein Clement Burke á trommur, Gary Valentine á bassa og Jimmy Destri á hljómborð. Það voru margir um hituna í rokkklúbbum New York á þessum tíma og Blondie átti erfitt upp- dráttar í harðri samkeppni. Með stífri spilamennsku tókst sveitinni að ná eyrum útgefenda og hausti 1976 kom út fyrsta platan sam- nefnd sveitinni hjá smáfyrirtæki. Aðal sveitarinnar var grípandi pönkskotið popp og Debbie Harry var andlit hennar. Lag af skífunni, In the Flesh, náði nokkrum vin- sældum og komst meðal annars í annað sætið í Ástralíu. Í júlí 1997 kom Frank Infante í stað Valentine og stuttu síðar keypti Columbia sveitina frá smáfyrirtækinu sem hún var samningsbundin, gaf aftur út fyrstu plötuna og síðan plötu númer tvö, Plastic Letters. Til að fylgja þeirri skífu eftir bætti sveitin við sig bassaleikara, Nigel Harr- ison, og Frank Infante skipti yfir í gítarleik. Denis varð vinsælt víða um heim af Plastic Letters og einn- ig tiltillagið. Pönkið lagt á hilluna Þegar kom að því að setja saman þriðju breiðskífuna tóku liðsmenn sveitarinnar ákvörðun um að leggja pönkið alveg á hilluna og snúa sér alfarið að fáguðu gítarpoppi. Til að leggja lið við þann umsnúning köll- uðu þau á breska lagasmiðinn og upptökustjórann Mike Chapman og það bar þann árangur að platan, Parallel Lines, gerði Blondie vin- sæla um heim allan. Lagið Heart of Glass fór á toppinn vestan hafs og austan og Picture This, Hanging on the Telephone og Sunday Girl urðu einnig geysivinsæl. Næsta skífa, Eat to the Beat, sem kom út 1979, varð einnig gríð- arlega vinsæl utan Bandaríkjanna, en gekk miður á heimaslóðum, enda voru breyttir tímar, diskóæði í uppsiglingu. Debby Harry var reyndar tekin til við diskóið sjálf, vann meðal annars lag með Gorgio Moroder, Call Me, sem varð gríð- arlega vinsælt undir Blondie heit- inu, og af næstu plötu Blondie, Autoamerican, varð lagið Rapture, sem státaði af rappkafla, gríðarlega vinsælt. Fyrsta smáskífa af þeirri plötu var reyndar reggípopplagið The Tide Is High, sem sló rækilega í gegn. Brestir í samstarfinu Þegar hér var komið sögu voru komnir brestir í samstarfið og deil- ur um hvert skyldi stefna urðu til þess að sveitin leystist upp. Frank Infante fór meðal annars í mál við félaga sína vegna þess að honum fannst hann ekki fá að taka nógu mikinn þátt í störfum sveitarinnar og svo má telja. Blondie átti eftir að senda frá sér eina skífu til, The Hunter, en þegar upptökur á henni fóru fram töl- uðust liðsmenn ekki við nema með milligöngu lögfræðinga. Síðar átti sveitin svo eftir að koma saman með upprunalegri mannaskipan og taka upp eina plötu, No Exit, sem kom út fyrir tveimur árum, en það er önnur saga. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Blondie minnst Á áttunda áratugnum var mikil gerjun í rokkinu vestan hafs. Árni Matthíasson segir frá hljómsveitinni Blondie í tilefni af endurútgáfu á plötum sveitarinnar. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.