Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTAHÁTÍÐ íReykjavíkstendur á tíma-mótum umþessar mundir. Framundan eru margs konar breytingar í starfs- háttum og stefnu hátíð- arinnar, sem meðal ann- ars miða að því að taka upp samstarf við erlend- ar listahátíðir og efla samstarf íslenskra list- stofnana. Með þessu móti er Listahátíð einnig að opna fyrir samstarf ís- lenskra og erlendra lista- manna og efla samstarf listamanna í ólíkum list- greinum innan lands. Gjörbreyting varð á högum Listahátíðar fyrr á þessu ári, þegar ákveðið var að ráða í fyrsta sinn listrænan stjórn- anda hátíðarinnar í fullt starf til fjögurra ára í senn, eins og gert er erlendis. Áður var hver hátíð unnin nánast sem stakt verkefni, með nýj- an og nýjan stjórnarformann hverju sinni. Á þann hátt þótti ekki nægileg samfella í starfseminni, og fyrirkomulag var úrelt. Með ráðningu Þórunnar Sigurð- ardóttur í starf listræns stjórnanda hátíðarinnar breytist þetta og Listahátíð starfar nú árið um kring og getur sett sér markmið og mót- að stefnu til lengri tíma. Gestir Listahátíðar þurfa að skipta máli fyrir íslenskt listalíf En hver verða markmið Listahá- tíðar nú, og hvert verður kúrsinn tekinn á þessum tímamótum. „Við setjum okkur fyrst þau markmið að erlendir listamenn sem hingað koma skipti máli fyrir íslenskt lista- líf og fyrir íslenskan almenning,“ segir Þórunn Sigurðardóttir. „Við erum ekki bara að panta hingað þá sem við sjáum að eru alls staðar í heimspressunni, við viljum fólk sem er raunverulega gott núna. Þeir listamenn sem koma hingað í vor eru nær allir að koma með splunkuný prógrömm. Það á við um fiðluleikarann Maxim Vengerov, sópransöngkonuna June Anderson og Kronos-kvartettinn frá Banda- ríkjunum. Þeir verða með tvenna tónleika; nýtt efni á öðrum, en á hinum tónleikunum leika þeir suð- ur-ameríska tónlist og verða með mexíkanskar grímur. Það er alveg í þeirra anda; þeir hafa verð að þefa uppi alls konar tónlistarhópa hér og þar til að vinna með; þannig að þótt þetta sé ekki nýtt prógramm hjá þeim, þá er þetta efni alveg nýtt fyrir okkur. Kúbumennirnir sem syngja á Broadway eru sem dæmi nýkomnir fram á sjónarsviðið og eru með eitthvað sem engir aðrir eru með. Taraf-sígaunarnir eru hópur sem hefur náð heimsathygli á síðustu árum. Þetta eru gamlir karlar og eiga ekki eftir að vera á ferðalögum lengi enn. Það eru líka síðustu forvöð að heyra þá tónlist sem þeir eru með, því hún er ekki til annars staðar en í þeirra þorpi. Það er mikill áhugi hér á tangó – en hvenær höfum við séð alvöru tangó beint frá Argentínu eins og hann er bestur? Þetta eru allt há- klassa listamenn, og það skiptir máli að við náum slíku fólki hing- að.“ Þórunn segir það mjög mikilvægt að það skapist einhvers konar sam- tal milli erlendu listamannanna sem hingað koma og íslenskra lista- manna. „Auðvitað getur þetta ekki orðið í öllum tilfellum, enda engin ástæða til þess. En það eru þónokk- uð mörg verkefni þar sem við get- um búið til ákveðið samspil og það skiptir miklu máli. Við erum að fara í samstarf við listahátíð í Trento á Ítalíu, þar sem við búum til verk- efni með þeirri hátíð. Helmingur listamannanna er ítalskur og helm- ingur er Íslendingar. Verkefnið verður frumflutt hér, en verður svo sýnt í Trento. Þetta er eitt af því sem við viljum gera í framtíðinni. Við sjáum mikla möguleika í svona samstarfi. Það vilja margir koma hingað, en við viljum búa til vett- vang þar sem við getum komið okk- ar fólki á framfæri á móti. Jafn- framt erum við að verða harðari og markvissari í vali okkar á íslensk- um verkefnum á Listahátíð. Við viljum geta búið til ný og sérstök verkefni, en ekki taka bara eitthvað sem gæti verið á dagskrá annars staðar án milligöngu Listahátíðar. Við viljum ekki að Listahátíð sé eins og smurbrauðsdiskur þar sem öllu ægir saman, Listahátíð þarf að hafa sterkan og mótaðan svip.“ Samvinna er lykilorð í hugmyndum Þórunnar um Listahátíð. Hún segir þróun í átt að meiri samvinnu list- stofnana og milli listgreina vera reyndina erlendis, og nefnir sem dæmi að stóru óperuhúsin eru æ oftar farin að hafa samvinnu um uppsetningu á viðamestu verkefn- unum. Dæmi um slíkt verkefni á næstu Listahátíð er uppfærsla há- tíðarinnar, Íslensku óperunnar, Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og Þjóð- leikhússins á óperunni Hollend- ingnum fljúgandi eftir Wagner. „Vegna miðlægrar stöðu Listahátíð- ar, þá höfum við drifið í gang sam- starf af þessu tagi, þannig að hér skapast möguleiki á að gera hluti af þeirri stærðargráðu, sem engin ein stofnun réði við.“ Samstarfsverk- efni liststofnana á Listahátíð verða fleiri. Þórunn nefnir samstarf Hafn- arfjarðarbæjar, ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns Íslands um kynningu á kvikmynda- gerðarmanninum og ljósmyndaran- um Lofti Guðmundssyni. Þá verður Brúðkaupið eftir Stravinskíj unnið í samvinnu ítalskra og íslenskra listamanna sem fyrr segir. Tón- leikar verða haldnir á listasöfnun- um með efni sem tengist sýning- unum og rithöfundar og myndlistarmenn vinna saman verk- efni sem útvarpað verður daglega í Ríkisútvarpinu. „Mörg þessara verkefna eru uppbrot á hefðbund- inni listframleiðslu, án þess þó að við tökum nokkur heljarstökk eða of mikla áhættu.“ Listahátíð verði ef til vill á hverju ári Þórunn segir það sjaldgæft að listahátíðir séu sterkar á jafnmörg- um sviðum og Listahátíð í Reykja- vík. Hjá okkur séu tónlist og aðrar sviðslistir mjög sterkar, en mynd- listin einnig. „Þeirri hugmynd hefur verið velt upp hvort það eigi að kljúfa listgreinarnar, vera hugsan- lega með myndlistartvíæring á móti Listahátíð, og gefa myndlistinni þannig meira svigrúm vegna sér- stöðu sinnar. Það er líka spurning hvort Listahátíð verði haldin í sínu venjulega formi á hverju ári.“ Þór- unn segir að mikilvægt sé að kynna Listahátíð vel, og þar með íslenska list. „Ég hitti nýlega stjórnanda Listahátíðarinnar í Edinborg, sem aldrei hefur komið hingað og veit ekkert um okkar hátíð þótt hann sé búinn að stjórna Listahátíðinni í Edinborg í tíu ár. Hann er mjög spenntur fyrir því að koma hingað í vor, og það er fleira fólk af þessari stærðargráðu sem við þurfum að fá hingað, til að við getum sýnt því hvað við erum að gera. Við verðum þá líka að vera með verkefni sem eru raunverulega sambærileg við það besta erlendis. Það dugir ekk- ert minna. Það er sjálfsagt að vera með tilraunaverkefni með – þau þurfa samt að vera alvörutilraun- averkefni og eitthvað nýtt í þeim. Við þurfum að skapa þá aðstöðu sem þarf til að hægt sé að vinna al- veg sérstök verkefni. Það er svo mikið um að vera hérna í listum – en stundum finnst manni að það mættu vera færri viðburðir en óvenjulegri. Auðvitað verðum við samt líka að vera með einstaka listamenn eins og Maxim Vengerov, það skiptir máli fyrir íslenskt menningarlíf, Kúnstin er að búa til ákveðna fjölbreytni, án þess að það verði bara sitt lítið af hverju. Svip- mótið verður að vera heildstætt. Þetta er eins og að búa til kvöld- verð. Það er samsetning réttanna sem skiptir máli.“ Sigur Rós og Kronos kvartettinum teflt saman Þórunn segir að á meðan gert sé ráð fyrir að útlendu atriðin á Listahátíð standi flest undir sér, verði meiri peningur lagður í ís- lensku atriðin nú en áður. Eitt af stærsu íslensku verkefnunum er í höndum hljómsveitarinnar Sigur Rósar. „Þeir verða með strengja- kvartett og kór í verkefni sem er byggt á týndu Eddukvæði og heitir Hrafnagaldur Óðins. Þarna verður unnið með þjóðararfinn í þeirra tónlist með klassískum tónlistar- mönnum og Hilmari Erni og Árna Harðarsyni. Það tókst að koma þeim saman, Sigur Rós og Kronos kvartettinum í Los Angeles um daginn, og ég vonast til að það komi út úr því spennandi samvinna, en Kronos hefur sérstaklega óskað eft- ir því.“ Listahátíð er eina listastofnunin í landinu þar sem ríki og borg vinna saman sem algjörir jafningjar. „Þetta tryggir sjálfstæði hátíðar- innar. Ríki og borg eiga hana – en gera einnig til hennar kröfur.Við eigum að vinna með íslenskum listastofnunum, hópum og einstak- lingum, það eru gerðar þær kröfur að við setjum okkur ákveðin mark- Listahátíð á tímamótum Listahátíð í Reykjavík verður haldin í vor í 17. sinn, í fyrsta skipti undir stjórn nýs listræns stjórnanda, Þórunnar Sigurðardóttur. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Þórunni um hátíðina í vor, ný markmið og þau tímamót sem Listahátíðin stendur á í dag. Listahátíð 2002 mun sækja listamenn m.a. til Argentínu, Kúbu, Rúmeníu, Spánar og Ítalíu, auk þess sem nýstárleg íslensk atriði setja svip á dagskrána. Listahátíð 2002 – veggspjald hátíðarinnar með mynd af Mobile Homme, trommuleikurunum fljúgandi frá Frakklandi. Ambrossia – spænskir sápukúlutrúðar. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Kúbumennirnir í Vocal Sampling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.